Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 07.12.2008, Blaðsíða 21
21 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 Áhöfn tunglfarsinsApollos 17 tók ljós-mynd af jörðinni fyr- ir 36 árum, 7. desember árið 1972. Geimfararnir lýstu jörðinni eins og blárri marm- arakúlu og þessi þekkta ljós- mynd þeirra hefur ætíð gengið undir því nafni. Þegar smellt var af var Apollo í 29 þúsund kílómetra fjarlægð frá jörðu. Áhöfnin sá suðurheimskautsísinn og allt upp til Miðjarðarhafs. Yfir suðurhveli jarðar er þykk skýjahula, en strand- lengja Afríku sést nánast öll. Stóra eyjan úti fyrir strönd Afríku er Madagaskar. Norð- austur af Afríku sést Arab- íuskagi og meginland Asíu þar enn norðaustar. Ljósmyndin af „Bláu marmarakúlunni“ er ein þeirra ljósmynda sem birst hafa oftast og farið víðast í veraldarsögunni. Hún var einstæð að því leyti að hún sýndi jörðina upplýsta, enda var sólin að baki geimför- unum þegar myndin var tek- in. Vetrarsólstöður nálg- uðust, svo geislar sólar böðuðu suðurheimskautið, rétt eins og Afríku. Geimför eru snör í snún- ingum. Apollo hafði aðeins verið á lofti í fimm klukku- stundir og sex mínútur þegar myndin var tekin. Fyrir þá sem ekki eru ginnkeyptir fyrir nafngiftinni „Bláa marmarakúlan“ er rétt að taka fram að opinbert heiti ljósmyndarinnar í gagnasafni NASA, geim- ferðastofnunar Bandaríkj- anna, er AS17-148-22727. Myndavélin var 70 mm Has- selblad með 80 mm linsu. Apollo 17 var síðasta mannaða tunglfarið. Enginn hefur síðan farið svo langt út í geim að hægt hafi verið að taka ljósmynd á borð við „Bláu marmarakúluna“. Á þessum degi … 7. DESEMBER 1972 BLÁA MARMARAKÚLAN Desember er runninn upp og þótt margir séu forsjálir og hafi þegar keypt jólagjafirnar eru þeir þó líklega fleiri, sem eiga það eftir. Ýmsar leiðir eru færar til að draga verulega úr kostnaði við jólagjafakaupin. Gott er að setja sér ákveðin viðmið um hvað gjafirnar mega kosta. Þá er minni hætta á að kaupandinn freistist til að kaupa dýrari gjöf fyrir stóra bróður en hann ætlaði sér, sem svo aftur þýðir að litla systir þarf að fá sambærilega gjöf og þannig koll af kolli þar til innkaupin eru orð- in óviðráðanleg. Sumar fjölskyldur, þar sem fjöldi systkina og systkinabarna er mikill, grípa til þess ráðs að skipta með sér hverjir gefa. Hver og einn dregur eina fjölskyldu, sem hann getur gert vel við þau jólin, en hann og hans fjölskylda fá í staðinn myndarlega gjöf frá einni fjölskyldu, en ekki minni frá mörgum. Börn fá alltaf flesta pakkana, en þegar ættingjarnir eru margir getur það skapað foreldrunum, jafnt sem börnunum, vanda. Þá er ráð að fjölskyldur taki sig saman um að gefa börnunum færri, en myndarlegri, gjafir. Margir eiga allt sem hugurinn girnist og fara fram á að ætt- ingjar og vinir gefi frekar dálitla upphæð til góðgerðarmála. Þús- undkall í gott málefni nýtist miklu betur en margir þús- undkallar í gjöf handa þeim sem á allt. Tími er oft verðmætari gjöf en áþreifanlegir hlutir. Sumir gefa ávísanir á góðar stundir, bjóða í mat, lofa dekri eða aðstoð við að mála húsið eða taka til í garð- inum að vori, snjómokstri fyrir aldraða ættingja eða pössun fyr- ir barnafólkið. Afar og ömmur geta hæglega gefið góðar stundir, í stað dýrra gjafa. Hvernig væri að amma kenndi litla guttanum að baka uppáhaldslummurnar? Eða afi færi með krakkana í veiði á til- teknum degi? Afar og ömmur malda kannski í móinn og vilja endilega gefa eitthvað áþreif- anlegt á jólunum og þá er ráðið að gefa innrammaða uppskrift- ina eða lítinn hitabrúsa fyrir veiðiferðina. Heimatilbúnar gjafir vekja alltaf lukku. Sultan, ljósmyndin, handprjónaði trefillinn eða boxið með smákökunum. DÝRARA ER EKKI ALLTAF BETRA fyrir Stór og lítil heimilistæki, símtæki og ljós í miklu úrvali. Sjáið jólatilboðin á www.sminor.is Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is A T A R N A Blandari MMB 2000 600 W. Hægt að mylja ísmola. Bikar úr gleri. Tekur 1,75 lítra. Jólaverð: 10.900 kr. stgr. Matvinnsluvél MK 55100 800 W. 3,8 lítra skál. Með 1,5 lítra blandara. Jólaverð: 13.900 kr. stgr. Töfrasproti MQ 5B100 280 W. Hljóðlátur og þægilegur í notkun. Jólaverð: 4.600 kr. stgr. Ryksuga VS 01E1800 1800 W. Virkilega þrífandi hrífandi. Jólaverð: 15.900 kr. stgr. iittala pottar og pönnur á 15% afslætti til jóla. Eru úr 18/10 ryðfríu stáli, hafa margfaldan botn og mikla hitaleiðni. Ganga á öll helluborð. 114.900 129.900 Þvottavél WM 12A162DN Tekur 5 kg. 1200 sn./mín. Orkuflokkur A. Jólaverð: kr. stgr. Þurrkari WT 44E102DN Tekur 7 kg. Gufuþétting, enginn barki. Jólaverð: kr. stgr. 86.900 Espressó-kaffivél TK 52002 Alsjálfvirk kaffivél sem malar baunir og býr til ýmsa kaffidrykki. Jólaverð: kr. stgr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.