Morgunblaðið - 07.12.2008, Page 20

Morgunblaðið - 07.12.2008, Page 20
20 Myndaalbúmið MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. DESEMBER 2008 Sigurbjörg Þrastardóttir, rithöfundur, fæddist 27. ágúst 1974 á Akranesi, þar sem hún ólst upp til tvítugs aldurs. Hún tók stúdentspróf frá FVA 1993, fór í almenna bókmenntafræði í HÍ og lauk þaðan prófi auk námsbrautar í hagnýtri fjölmiðlun. Sig- urbjörg var blaðamaður á Morgunblaðinu um árabil og skrifar ennþá pistla í Lesbók Morgunblaðsins. Hún hefur skrifað fjórar ljóðabækur, eina skáldsögu, Sólar sögu, sem hlaut Tóm- asarverðlaunin 2002, og nokkur leikverk, sem sett hafa verið á svið. Ljóðasaga henn- ar, Blysfarir, var í vikunni tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norðurlandaráðs 2009. Þá er nýkomin út tvímála ljóðabókin, To Bleed Straight, þar sem úrval ljóða hennar birtast í enskri þýðingu Bernards Scudders. Sigurbjörg Þrastardóttir Æskuvinkonur Ég og æskuvinkona mín, Bjarney Hinriksdóttir, grafískur hönn- uður, sem gerði kápuna á Blysförum. Dansmeyjar Danshópurinn Dangerous Dancers, sem tók þátt í frístælkeppni í Tónabæ 1986. F.v. Gunnur, ég, Krissý og Baddý í heimagerðum búningum. Ítalska fjölskyldan Palumbo-fjölskyldan var mitt fólk, þegar ég var skiptinemi á Ítalíu 1991-1992. Vinsælust Ég var valin vinsælasta stúlkan og Gísli Marteinn Baldursson vinsælasti strákurinn í sumarbúðum Landssambands íslenskra samvinnufélaga 1986. Einnig voru valin sætasti strákurinn og sætasta stelpan, en ég átti engan séns í það. Vinningshafi Ég var meðal fimm krakka, sem unnu ritgerðarsamkeppni Slysavarnarfélagsins og barnablaðsins ABC. Okk- ur var boðið til Englands, þar ég heilsaði upp á Bar- böru Cartland á vax- myndasafnimu. Kvennafótbolti Hápunkturinn á stuttum knattspyrnuferli var þegar ég skoraði mark fyrir ÍA gegn Breiðabliki snemma á níunda áratugnum. Leik- urinn fór 3:1 fyrir ÍA. Stúdent 1993 Með bestu vinunum í FVA, Heiðu, Bödda og Kötu. Þrjár Maríur Kristjana Skúladóttir í hlut- verki Maríu Magdalenu í verki mínu Þrem- ur Maríum á Litla sviði Borgarleikhússins. Góðir skór Fyrsta myndin, á símann minn. Þessir skór hafa farið með mig næstum á heimsenda. Þarna eru þeir í New York. Fyrsta skáldsagan Ég las úr Sólar sögu á Skálda- kvöldi í Iðnó. Amma og afi Alda Jóhannesdóttir og Ólafur B. Ólafsson búa enn á Akranesi og nærvera þeirra hefur alltaf verið mér mikilvæg. Afmælisveisla Fjölskyldan þegar ég hélt upp á afmælið mitt í Herhúsinu á Siglufirði, æskuslóðum pabba. F.v. mamma mín Guðmunda Ólafs- dóttir, pabbi Þröstur Stefánsson, systursonur minn Þröstur Elvar, mág- ur Áki Ármann Jónsson, Alda systir og systurdóttir mín Hildur Ása. Nöfnur Systurdóttir mín Sigurbjörg Helga fæddist á afmæl- isdaginn minn 27. ágúst. Foreldrar hennar sögðu að hún hefði valið sér nafn með því að fæðast á þessum degi. Hápunkturinn Gaman saman Vinir á stúdentsdegi Skírnarveisla

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.