Morgunblaðið - 03.01.2009, Síða 4

Morgunblaðið - 03.01.2009, Síða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 „ÉG ER alveg í sjöunda himni með þetta,“ sagði Björn Þorfinns- son, forseti Skák- sambands Ís- lands og forseti Skákakademíu Reykjavíkur, skömmu eftir að hann varð alþjóð- legur meistari í skák með því að sigra í B-flokki á Reggia Emila- mótinu á Ítalíu. Björn tryggði sér sigur á mótinu með því að leggja Axel Rombaldoni í sjöundu umferð. Hann hefur sex vinninga. Tvær um- ferðir eru enn eftir af mótinu en þó að hann tapaði þeim báðum stæði hann samt uppi sem sigurvegari. „Ég ætla mér ekkert að hætta núna heldur halda einbeitingu út mótið. Ég lít svo á að þetta sé hápunkt- urinn á mínum skákferli. Þetta er sterkt mót og í gegnum árin hafa margir góðir skákmenn teflt á því.“ Varð alþjóð- legur meistari Björn Þorfinnsson Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is „KÍNVERJAR hafa engin dýra- verndarlög. Það er til vísir að lög- um sem vernda villt dýr í útrým- ingarhættu en engin lög um meðferð dýra sem notuð eru til iðnaðar,“ segir Hanna María Arnórsdóttir dýralæknir, sem gagn- rýnir íslenska fyrirtækið Cintamani fyrir að nota feldi framleidda í Kína í útivistarfatnað. Vitað sé að dýr sem alin eru til iðnaðar í Kína hljóti mjög slæma meðferð og að hending ráði hvort dýrin séu drepin áður en skinnið er flegið af skrokknum. Karl Karlsson, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir að við inn- flutning skinna til Íslands sé hugað að smitsjúkdómum auk þess sem skinnin megi ekki vera af dýrateg- undum í útrýmingarhættu. Ekki séu í gildi reglur sem takmarki innflutn- ing á skinni út frá dýravernd- unarsjónarmiðum. Vel fylgst með verksmiðjunum Hanna María segir að svarið sem Cintamani hafi gefið sér hafi ekki slegið á gagnrýni sína í garð fyr- irtækisins. Í svarinu kemur fram að fyrirtækið hafi fylgst með því frá upphafi að farið sé eftir öllum reglum við meðferð á dýrum í verk- smiðjunum auk þess sem heilbrigð- isyfirvöld í Kína fylgist vel með og gefi þeim verksmiðjum sem fylgi settum reglum skírteini ef allt sé með felldu. „Þetta svar hefði nægt mér sem leikmanni en þar sem ég er dýra- læknir veit ég að ill meðferð Kín- verja á dýrum hefur mikið verið rædd hjá alþjóðlegum dýralækna- samtökum,“ segir Hanna. Á ráðstefnu smádýralækna sem hún sótti nýlega í Bandaríkjunum hafi m.a. ítrekað komið fram að slík- ir pappírar, sem eigi að staðfesta viðunandi meðferð dýra, séu mark- lausir og oft órekjanlegir. „Það er réttur neytenda að vita frá hvaða löndum feldir sem þessir koma. Það voru ýmsar upplýsingar á úlpunni, m.a. hvaða efni sé í henni og að hún sé framleidd í Kína en hvergi var minnst á loðkragann,“ segir Hanna. „Á meðan Cintamani og önnur evrópsk fyrirtæki kaupa skinn af Kínverjum og halda uppi eftirspurninni gerist fátt í dýra- verndarmálum í Kína,“ segir Hanna. Engin dýraverndarlög í Kína Íslenskur dýralæknir er gagnrýninn á Cintamani fyrir viðskipti við Kína Marðarhundar Hanna segir tegundina ekki aðalmálið heldur meðferð dýranna. Hanna María Arnórsdóttir ALÞINGI hefur óskað eftir því að lögreglan rannsaki atvik sem varð þegar 30 mótmælendur ruddust inn í Alþingishúsið 8. desember sl. Sjö mótmælendur voru þá handteknir. „Ég skrifaði lögreglunni fyrir hönd skrifstofu Alþingis og óskaði eftir rannsókn á þessum atburði og því hvort hér hefði verið um brot á lögum að ræða,“ sagði Helgi Bern- ódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Bréfið sendi hann fyrir jól. „Starfs- fólk Alþingis varð fyrir hvílíku áfalli og meiðslum að ég tel það skyldu mína að óska eftir rannsókn á málinu. Einnig að þeir verði látnir sæta ábyrgð sem ábyrgð bera.“ Helgi sagði að ef lögreglan kæm- ist að þeirri niðurstöðu að lög hefðu verið brotin myndi hún væntanlega taka ákvörðun um framhald máls- ins. Alþingi á myndupptökur af at- burðinum og hefur lögreglan feng- ið afrit af þeim til rannsóknar. Helgi sagði að myndirnar yrðu ekki látnar öðrum í té en lögreglunni, a.m.k. ekki að sinni. Samkvæmt upplýsingum frá Fjármálaeftirlitinu hefur ekki verið kært vegna mótmælenda sem brutu þar rúður í útidyrum og anddyri 18. desember sl. Ekki hefur heldur ver- ið tekin afstaða til þess hvort atvik- ið verður kært. gudni@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Gæsla Öryggisgæsla var hert á Al- þingi eftir aðgerðir mótmælenda. Alþingi vill rannsókn UNGUR maður vopnaður byssu sem leitað hafði verið í allt gærkvöld fannst laust fyrir miðnætti. Þá bárust vísbendingar sem leiddu til handtöku mannsins. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins fannst maðurinn í Breiðholti. Fjölmennt lið lög- reglu hafði þá leitaði mannsins í Bústaða- og Smá- íbúðahverfi og víðar í austurborg í Reykjavík frá því að tilkynning um málið barst kl. 18.54. Þá lék grunur á að maðurinn væri vopnaður hlaðinni byssu. Lögreglan var með mikinn viðbúnað og sér- sveitin m.a. kölluð út. Samkvæmt upplýsingum frá fréttamanni Morgunblaðsins á staðnum klæddist lögreglan skotheldum vestum og hjálmum. Götum í hverfinu var lokað tímabundið og sjúkraflutn- ingamenn á tveimur sjúkrabifreiðum voru til stað- ar. Lögreglan taldi að almennum borgurum staf- aði ekki hætta af manninum meðan þeir héldu sig innandyra. Mikill viðbúnaður lögreglu í austurborg Reykjavíkur í gærkvöldi Morgunblaðið/Júlíus Byssumaðurinn fannst undir miðnætti Um áramótin tóku gildi tvær reglu- gerðir um komugjöld í heilbrigðis- þjónustunni. Gildir önnur fyrir sjúkratryggða en hin fyrir þá sem eru ósjúkratryggðir. Breytingar til hækkunar stafa fyrst og fremst af verðlagsbreytingum, að sögn heil- brigðisráðuneytisins. Komugjöld fyrir sjúkratryggða ut- an dagvinnutíma á heilsugæslustöð eða til heimilislæknis hækka nú úr 2.200 kr. í 2.600 kr. Gjöld fyrir ellilíf- eyrisþega 70 ára og eldri og örorkulíf- eyrisþega hækka um 200 kr. og verða 1.300 kr. Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is KOMUGJALD hefur nú verið tekið upp vegna innlagnar á sjúkrahús. Það verður þó ekki innheimt nema einu sinni í hverjum almanaksmánuði. Sjúkratryggðir greiða almennt 6.000 kr. innlagnargjald en elli- og örorku- lífeyrisþegar helmingi minna. Engar breytingar voru gerðar á komugjöldum í heilsugæslunni á dag- vinnutíma nú um áramótin þegar gjöld fyrir ýmsa aðra heilbrigðisþjón- ustu hækkuðu. Gjöld vegna vitjana lækna hækka einnig. Fyrir vitjun læknis á dag- vinnutíma greiða sjúkratryggðir nú almennt 2.800 kr. í stað 2.400 kr. áður en t.d. ellilífeyrisþegar greiða helm- ingi minna. Læknisvitjun utan dag- vinnutíma kostar almennt 3.800 kr. fyrir sjúkratryggða en var 3.300 kr. Gjöld fyrir ýmsar bólusetningar á heilsugæslustöð hækka. T.d. fer lifr- arbólgubólusetning A og B úr 5.200 kr í 7.900 kr. Getnaðarvarnir hækka einnig og kostar lykkja nú 7.200 kr. í stað 2.250 kr. og hormónalykkja kost- ar nú 27.000 kr en kostaði 15.100 kr. Greiða þarf komugjald vegna innlagnar á sjúkrahús Engar breytingar á komugjöldum í heilsugæslunni á dagvinnutíma Í HNOTSKURN »Sjúkratryggðir greiða al-mennt 6.000 kr. vegna inn- lagnar á sjúkrahús nema fæð- ingardeild og ekki oftar en einu sinni í mánuði. » Ellilífeyrisþegar 70 ára ogeldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára á ellilífeyri borga 3.000 kr. komugjald á sjúkrahús. VEGNA hörmungarástandsins á Gaza hefur utanríkisráðherra, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, ákveðið að veita rúmar 12 milljónir ís- lenskra króna til mannúðar- aðstoðar á svæðinu, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneyt- inu. Aðstoðin er veitt með milligöngu Rauða kross Íslands og Palest- ínuflóttamannaaðstoðar Samein- uðu þjóðanna (UNRWA). 12 milljónir til Palestínu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.