Morgunblaðið - 03.01.2009, Síða 8

Morgunblaðið - 03.01.2009, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009 „ÞJÓÐIN er nú sem fyrr þeirrar skoðunar að það eigi að ganga til aðildarviðræðna við Evrópusam- bandið. Það þarf ekki að hafa þjóðaratkvæða- greiðslu um það, ef eitthvað er að marka svona skoðanakannanir,“ segir Jón Stein- dór Valdimarsson, framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins. Stuðningur við aðildarumræður hefur lengi komið fram í könnunum SI og vekur Jón Steindór athygli á að hann hafi frekar aukist. Tekur hann fram að þótt hann telji ekki þörf á þjóðaratkvæða- greiðslu um viðræður, hafi hann ekkert á móti því að hún fari fram. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is MIKILL meirihluti landsmanna er hlynntur því að taka upp aðild- arviðræður við Evrópusambandið, samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins í síðasta mánuði. Þá eru fleiri hlynntir aðild að ESB en and- vígir. Meirihlutinn er hlynntur því að taka upp evru í stað íslensku krónunnar. Samtök iðnaðarins (SI) láta reglulega gera kannanir á viðhorfi almennings til Evrópusambandsins. Könnunin sem nú er birt var net- könnun. Svör fengust frá 650 af þeim 1200 sem leitað var til. Fram kemur í niðurstöðunum að 65,5% svarenda eru hlynntir því að taka upp aðildarviðræður við Evr- ópusasmbandið en tæp 20% andvíg. Frá því í september hefur fylgi auk- ist við aðildarviðræður, samkvæmt könnunum SI, en andstaða minnk- að. Fjölgar í óvissa hópnum Önnur mynd kemur upp þegar spurt er beint um afstöðu til aðildar að Evrópusambandinu. Tæp 43% segjast hlynnt aðild en rúm 31% andvíg. Fylgjendum aðildar hefur fækkað frá könnunum í október og nóvember en andstæðingum fjölgað heldur. Þá hefur þeim fjölgað sem segjast óákveðnir, þeir eru nú lið- lega 26% svarenda. Mesta fylgi við aðild er meðal fólks á aldrinum 25-34 ára og fylgi við hugmyndina vex eftir því sem fjölskyldutekjur eru hærri. Þeir sem hafa háskólapróf eru áhuga- samari um ESB-aðild en aðrir. And- staða er marktækt meiri utan höf- uðborgarsvæðisins en í Reykjavík. Kjósendur Samfylkingarinnar eru mun áhugasamari um aðild að ESB en kjósendur Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs en mesta andstaðan er meðal kjósenda Frjálslynda flokks- ins. Nú eru 62,6% Íslendinga hlynnt því að taka evru upp sem gjaldmiðil á Íslandi í stað íslensku krónunnar en 17,6% andvíg. Er minni áhugi á evrunni en var í nóvember en áhug- inn er þó meiri en sams konar skoð- anakannanir Samtaka iðnaðarins á fyrri hluta ársins bentu til. Mikill meirihluti vill viðræður Minnkandi áhugi á ESB-aðild og evru en þeim fjölgar sem vilja viðræður                                                ! ! "#  #$% & TÓLF manns létust í jafnmörgum umferðarslysum á síðasta ári, sam- kvæmt upplýsingum frá Umferð- arstofu. Frá því að formleg skrán- ing umferðarslysa hófst hafa aðeins tvisvar færri látið lífið í umferðinni á ári, árin 1968 og 1996. Skráning hófst árið 1967. Á undanförnum tuttugu árum hafa að meðaltali tæplega 22 látið lífið í umferðinni ár hvert. Þrátt fyrir jákvæða þróun bendir Umferðarstofa á, að tólf dauðsföll í umferðinni eru vitanlega óvið- unandi. Eitt slys geti einnig hækk- að hlutfallslegan fjölda látinna um tugi prósenta. Þróun og árangur umferðaröryggis verði þannig að meta út frá samanlögðum fjölda lát- inna og alvarlega slasaðra. Þær töl- ur liggja þó ekki enn fyrir. Engin banaslys á sjó Enginn lét lífið í sjóslysi á ís- lenskum skipum á nýliðnu ári. Sam- kvæmt upplýsingum frá Sigl- ingastofnun Íslands er það einstakt. „Vegna náinna tengsla við hafið og mikilvægis sjósóknar frá upphafi, er jafnvel hægt að leiða að því líkur að 2008 hafi verið fyrsta árið frá landnámi án banaslysa á sjó,“ segir í tilkynningu frá stofnuninni. Á síðari hluta síðustu aldar fór banaslysum á sjó mjög fækkandi og hefur sú þróun haldið áfram það sem af er þessum áratug. Sigl- ingastofnun telur þær skýringar helstar að skipakostur hafi batnað, öryggiskröfur til skipa hafi aukist en einnig að sjómönnum hafi fækk- að. Morgunblaðið/Júlíus Fjöldi 434 einstaklingar hafa látist í umferðinni á undanförnum 20 árum. Sjaldan færri banaslys KVEIKT var í ónýtum flug- eldatertum í bakgarði hússins Berg- staðastræti 20 skömmu eftir hádeg- ið í gær. Húsið er úr timbri og stendur autt. Það hefur verið í frétt- um vegna óánægju íbúa með slæma umgengni við húsið. Að sögn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins gekk greiðlega að slökkva eldinn. Kári Halldór Þórsson, sem býr í næsta nágrenni við húsið, telur að það skapi mikla hættu. Rúður á bak- hlið þess séu brotnar og það standi þannig hálfopið. Kári kvaðst hafa séð ummerki um að fiktað hefði ver- ið með eld við kjallaraglugga á suð- vesturgafli hússins. Hann segir að ef kvikni í húsinu, t.d. í hávaðaroki, sé ómögulegt að segja hve mikla hættu það geti skapað fyrir hús í nágrenninu. gudni@mbl.is Kveikt í við yfirgefið hús „HELDUR þykir okkur súrt í brotið að ferðakostnaður okkar með Strætó til og frá vinnu muni frá og með ára- mótum tvöfaldast, á sama tíma og þjónustan skerðist verulega,“ segja hjónin Sigríður Indriðadóttir og Hjörtur Hróðmarsson, íbúar á Akra- nesi, í grein á vefnum Skessuhorni. Þar segjast þau harma það að verðskrá Strætós hækki mikið nú um áramót og þjónustan skerðist en þau eru meðal margra Akurnesinga sem nýta strætóferðir til Reykjavík- ur. Níu mánaða kort kostar nú frá áramótum 61 þúsund en kostaði áður rúmlega 30 þúsund krónur. Þá er því einnig mótmælt í bréfi þeirra að fyrsti vagn frá Akranesi aki ekki nið- ur í Ártún eins og áður var heldur í Mosfellsbæinn. „Þetta kemur sér mjög illa fyrir marga sem hafa nýtt sér þessa þjónustu þar sem stoppið í Ártúni skiptir marga, sem þurfa að taka aðrar leiðir áfram í vinnu eða nám, miklu,“ sagði Hjörtur í samtali við Morgunblaðið í gær. Breytingar á gjaldskrá Strætós, og þjónustunni nú um áramót, taka mið af því að hagræða en jafnframt halda þjónustustigi áfram viðunandi. Segjast þurfa að hætta að nota Strætóferðir Skerðing á þjónustu Strætós á Akranesi mótmælt Í HNOTSKURN » Árskort sem keypt voruseinnipart árs í fyrra gilda ekki frá og með ára- mótum en hægt er að setja þau upp í kaup á nýjum kort- um. » Í breytingunum á ferðumStrætós til og frá Akra- nesi felst að ferðum er fjölg- að yfir daginn. Jón Steindór Valdimarsson Þarf ekki þjóðaratkvæði LJÓSIN frá flugeldunum gleðja marga meðan þau loga á himninum. Þegar birtir kemur hins vegar í ljós allur sá mikill óþrifnaður sem fylgir flugeldunum. Þeir Ólafur Bæring og Gunnar Jök- ull voru önnum kafnir við tiltekt á Ægisíðunni í Reykjavík í gær, en þar var talsvert um flug- eldadrasl. Hreinsunardeild Reykjavíkurborgar hvetur borgarbúa til að taka til eftir gleðskap gamlársdags, en biður fólk jafnframt að setja flugeldaruslið ekki í öskutunnur heldur skila því á móttökustöðvar Sorpu. Talið er að flutt hafi verið til landsins um 700 tonn af flugeldum þetta árið. Þyngdin er líklega enn meiri sé tekið tillit til þess að rignt hefur í dótið. Það er því mikið rusl sem þarf að tína upp á landinu öllu. Ólafur Bæring og Gunnar Jökull nýta vel tímann meðan frí er í skólanum Taka upp ruslið með bros á vör Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.