Morgunblaðið - 03.01.2009, Blaðsíða 27
Daglegt líf 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009
Útsalan er hafin
allar vörur með
40% afslætti
Laugaveg 53 • sími 552 3737
Opið í dag laugardag 10-17
Árið er liðið í aldanna skaut. Árið
verður lengi í minnum haft vegna
þeirrar miklu fjármálakreppu, sem
reið yfir þjóðina og reyndar alla
heimsbyggðina. Suðurnesjamenn
finna nú fyrir ástandinu, hér er
mesta atvinnuleysi á landinu og
því miður ekki bjart framundan.
byggingariðnaðurinn virðist vera í
mestri lægð um þessar mundir, en
hvað verður á komandi ári á tím-
inn eftir að leiða í ljós.
Lögregluvarðstofan er tilbúin. Það
hefur gengið á ýmsu í lögreglu-
málum Suðurnesjamanna á síðustu
árum. Fyrst voru lögregluemb-
ættin sameinuð sem átti að vera til
góðs og leysa allan vanda, íbúar
jaðarbyggðanna sem og viðkom-
andi bæjarstjórnir gerðu at-
hugasemdir við löggæslu í sínum
byggðarlögum, sem síst batnaði
við sameininguna, dómsmála-
yfirvöld lofuðu öllu fögru um
bætta löggæslu. Sandgerðisbær lét
innrétta lögregluvarðstofu í Slysa-
varnahúsinu, sem nú hefur staðið
ónotuð í nokkra mánuði og ekki er
fyrirsjáanlegt hvenær lögreglan
fer að nota þessa glæsilegu að-
stöðu. Það er vonandi að nýr lög-
reglustjóri á Suðurnesjum taki á
þessu máli.
Ný heilsugæsla. Hún kemur víða
við fjármálakreppan og setur eitt
og annað úr skorðum. Heilbrigð-
isstofnun Suðurnesja hefur ekki
farið varhluta af því. Síðastliðin 10
ár hefur heilsugæslan fyrir Sand-
gerði verið í leiguhúsnæði í Safn-
aðarheimilinu þar átti hún að vera
til bráðabirgða þar til varanlegt
húsnæði yrði tilbúið í Vörðunni
sem er Ráðhús Sandgerðinga. Á
síðasta ári var lokið við að innrétta
glæsilega aðstöðu í Vörðunni fyrir
heilsugæslu sem því miður hefur
staðið ónotuð vegna niðurskurðar í
heilbrigðismálum. Það er vonandi
að á nýju ári verði starfsemin flutt
í hið nýja húsnæði enda fer Hvals-
nessöfnuð að vanta það húsnæði
sem nú er leigt.
Menningarráð Suðurnesja úthlut-
aði fyrir jólin 23 milljónum króna
til menningamála á Suðurnesjum.
49 aðilar hlutu styrk sem er ætl-
aður til hinna ýmsu verkefna á
nýju ári. Styrkirnir dreifðust milli
byggðarlaganna á Suðurnesjum og
hér í Sandgerði hlutu níu aðilar
styrk sem væntanlega styður við
annars blómlegt menningarstarf í
bæjarfélaginu.
Barnakór Grunnskóla Sandgerðis
sem stofnaður var á síðasta ári
hefur aukið söngáhuga barna hér í
Sandgerði. Kórinn hefur oft komið
fram við athafnir víða um bæj-
arfélagið, til að mynda var farið í
allar stofnanir bæjarsins og sungið
fyrir starfsfólk. Stjórnendur
barnakórsins er Sigurbjörg
Hjálmarsdóttir og Ína Dóra
Hjálmarsdóttir.
Jólahús Sandgerðis 2008 varð að
þessu sinni Uppsalavegur 7. Þar
búa hjónin Hjörtur Jóhannsson
skipstjóri og Ester Grétarsdóttir
rannsóknarkona. Hús og garður
eru smekklega skreytt með hvítum
ljósum auk fjölda jólasveina og til-
heyrandi jólaljósadýra. Miðtún var
útnefnd jólagata Sandgerðis 2008
en þar hafa íbúar verið mjög dug-
legir við að setja upp fallegar jóla-
ljósaskreytingar, reyndar er allur
bærinn mikið skreyttur og ekki að
sjá að íbúar hafi sett upp ein-
hverjar kreppuskreytingar.
Ný björgunarstöð Sigurvonar við
Sandgerðishöfn var nú um áramót-
in tekin að hluta í notkun. Liðið ár
var merkilegt í sögu Sigurvonar
sem fagnaði áttatíu ára afmæli og
komu fullkomins hraðbjörg-
unarbáts ásamt glæsilegri björg-
unarstöð við höfnina. Stöðin er
ekki fullbúin en verklok eru í byrj-
un þessa árs.
SANDGERÐI
Reynir Sveinsson fréttaritari
Morgunblaðið/Reynir Sveinsson
Uppsalavegur 7 Húsið var valið Jólahús Sandgerðis 2008.
Rúnar Kristjánsson á Skaga-strönd yrkir um áramót:
Þjóðin mín – í þraut og kvíða
þarftu kannski margt að líða.
Vittu að eftir veisluhöldin
vilja koma syndagjöldin!
Lífið oft þó liggi um hæðir,
lægðir stórar einnig þræðir.
Spenntir bogar bresta stundum,
blæðir þá úr vöktum undum!
Þú varst læst í fölsku fari,
farðu að verða íslenskari.
Kynfylgjan sem kann þar sporin
krýni líf þitt endurborin!
Rístu upp með ráði nýju,
rektu frá þér daun og spýju.
Dragðu að húni hreinsað merkið,
hugsaðu þar um skylduverkið!
Benedikt Blöndal er 15 ára og er
einn af mörgu ungu hæfileikafólki
sem á ljóð í bókinni Ljóð úr Aust-
urbænum:
Bruynzeel er blýantur
betri en nokkur annar,
skrifar ljóð og skáldsögur,
skínandi orðin kannar.
HB er hörmulegur,
hræðileg sjón að sjá,
blýantur sem brýtur
blöð er hann fer á stjá.
VÍSNAHORNIÐ pebl@mbl.is
Áramót og blýantar
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
SPURNINGASPILIÐ Ísland sem
kom út í haust og hefur töluvert
verið auglýst nú fyrir jólin er hið
ágætasta spil þótt það sé ekki með
öllu gallalaust.
Óhjákvæmilega hlýtur mat á
kostum þess að byggja á sam-
anburði við Trivial Pursuit-
spurningaspilið sem hefur ráðið lög-
um og lofum á þessum markaði.
Helsti gallinn við Trivial Pursuit,
a.m.k. margar útgáfur þess, er
hversu langan tíma ein umferð get-
ur tekið. Ein umferð í spurninga-
spilinu Íslandi virðist taka mun
styttri tíma. Það er ótvíræður kost-
ur því ef þátttakendur hafa ekki
fengið nóg eftir eina umferð má
alltaf fara aðra. Hinn tiltölulega
stutti spilunartími Íslands ræðst af
spilareglunum en ekki af því að
spurningarnar séu léttari en gerist
og gengur.
Eins og nafnið gefur til kynna
snúast spurningarnar í spilinu Ís-
landi allar á einn eða annan hátt um
Ísland. Flokkarnir eru kunnuglegir:
Saga, menning, náttúra, landafræði,
íþróttir og að lokum ýmislegt. Það
er góð tilbreyting og holl fræðsla
sem felst í því að spreyta sig á al-
íslenskum spurningum, s.s. hvernig
keppnisbúningar Fjölnis eru yf-
irleitt á litinn, hvað þrælar Ingólfs
Arnarsonar hétu og hver var helsti
fjandmaður Hrafns Önundarsonar,
svo nokkur dæmi séu nefnd.
Þegar spilið var tekið til kost-
anna í sumarbústaðaferð fjögurra
reyndra spilamanna fyrir skemmstu
fékk spilið meðaleinkunnina upp á
rétt tæplega fjórar stjörnur af fimm
sem hlýtur að teljast ágæt nið-
urstaða.
Tímasetningar vantar
Eins og fyrr segir er spilið ekki
gallalaust. Það er nokkuð bagalegt
að engin hulstur eru utan um
spurningaspjöldin (samtals 400
stykki) sem eykur hættuna á að
spjöldin fari á flakk þegar síst
skyldi. Einnig er nokkuð um rit- og
stafsetningarvillur í spurningunum
sem ber vitni um fljótfærni við gerð
spilsins, líkt og sá galli sem er
hvimleiðastur en hann er sá að í
sumum tilfellum er ekki spurt um
ártöl eða tímasetningar þegar það
sannarlega á við. Svo dæmi sé tekið
er ekki spurt um ártal þegar spurt
er hver sé 1. þingmaður Norðaust-
urkjördæmis og ekki heldur í
spurningunni um hver sé formaður
borgarráðs Reykjavíkur. Þó hljóta
allir að sjá að í slíkum spurningum
verður tímasetningin að fylgja með.
Spjaldið sem spilað er á er ágætt
og kunnuglegt. Það er þó óheppi-
legt í spurningaspili sem vill láta
taka sig alvarlega að þar skuli
Hvannadalshnúkur vera sagður
2,119 metrar á hæð en eins og
kunnugt er var hann endurmældur
fyrir skemmstu og lækkaður. Eða
hvað, er kannski búið að hætta við
það?
Skemmtilegt spil en
þó ekki gallalaust
Morgunblaðið/Kristinn
Um jólin leggjast
margir yfir ýmis
spurningaspil
ÞAU ERU ófá nýársloforðin þar
sem því er heitið að taka nú
mataræðið í gegn og fækka
aukakílóunum. Megrun á þessum
tíma árs kann hins vegar að
vera varhugaverð hugmynd þar
sem að hún dregur úr hæfni lík-
amans til að sigrast á flensuveir-
unni.
Þetta er niðurstaða rann-
sóknar bandarískra vísinda-
manna við Michigan State Uni-
versity, en mýs sem þeir settu í
megrun áttu erfiðara með að
sigrast á sýkingum en mýs sem
hafðar voru á hefðbundnu mat-
aræði. Niðurstöður rannsókn-
arinnar voru birtar í Journal of
Nutrition og sýndu að þrátt fyrir
að mýsnar fengju nóg af vítam-
ínum og steinefnum dró engu að
síður úr hæfni líkama þeirra til
að sigrast á sýkingunni. Mýsnar,
sem fengu um 40% af mat-
arskammti samanburðarhópsins
voru lengur að jafna sig á veik-
indunum og voru auk þess lík-
legri til að deyja af sýkingunni.
Prófessor Elizabeth Gardner,
sem fór fyrir rannsókninni, segir
að jafnvel þeir sem fengið hafa
flensusprautu ættu að forðast
megrunarkúra þar til vora tek-
ur. Ekki ætti hins vegar að nota
rannsóknina sem afsökun fyrir
að sleppa því að taka mataræðið
í gegn – heldur einfaldlega velja
þann tíma ársins þegar hlýrra er
í veðri.
Megrunin
slæm fyrir
flensuna