Morgunblaðið - 03.01.2009, Side 32
32 Umræðan MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009
✝ Tryggvi Mar-teinsson Tausen
fæddist í Vogi á Suð-
urey í Færeyjum 19.
ágúst 1933. Hann lést
á Líknardeild Land-
spítalans 21. desem-
ber síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Anna Dórothea Tau-
sen húsmóðir, f. í
Færeyjum 1905, d.
1948 og Martin Tau-
sen skipstjóri, fædd-
ur í Færeyjum 1905,
d. 1964. Systkini
Tryggva eru Rudolf, f. 1926, d.
2001, Jenny, f. 1928, Lissy, f. 1929,
d. 1985 og Hendrik, f. 1944.
Tryggvi kvæntist í ágúst 1956
Ingibjörgu Hafberg, fyrrum tal-
símaverði og skrifstofumanni, f. á
Flateyri við Önundarfjörð 14.
ágúst 1935. Foreldrar hennar voru
Vilborg Þorvaldsdóttir Hafberg, f.
1897, d. 1998 og Friðrik Hafberg,
f. 1893, d. 1996. Börn Tryggva og
Ingibjargar eru: 1) Anna Dórothea,
f. 1960. Maki Gísli Björnsson, f.
1955. Börn þeirra eru; Tryggvi
Dór, f. 1981, Sigurbjörn, f. 1984,
Ingibjörg Huld, f. 1991 og Elmar
Gísli, f. 1996. 2) Vilborg Ágústa, f.
1963. Maki Ásbjörn Jensson, f.
1955. Börn þeirra eru Egill, f. 1991
og Sólveig, f. 1994. 3) Marteinn
Óskar, f. 1965. Maki Vignir Ljósá-
lfur Jónsson, f. 1956. Dóttir Vignis
er Karen Áslaug, f. 1980. Sambýlis-
maður Grétar Már Axelsson, f.
1979.
Tryggvi ólst upp í Vogi í Fær-
eyjum og var einungis 13 ára þeg-
ar hann fór til sjós með föður sín-
um. Ungur fór hann að læra til
kokks og var nemi bæði á dönskum
fragtskipum og á veitingastöðum í
Kaupmannahöfn. Eftir að hann
hafði lokið nemasamningi, en áður
en hann hóf nám í
kokkaskóla, fór hann
nokkra túra með föð-
ur sínum á íslenska
togaranum Gylli frá
Flateyri. Þar kynntist
hann Ingibjörgu. Þau
bjuggu fyrstu bú-
skaparár sín í Kaup-
mannahöfn. Hann út-
skrifaðist sem
matreiðslumaður í
Kaupmannahöfn
1959 en þau fluttu
svo til Íslands.
Tryggvi fékk íslensk-
an ríkisborgararétt 1963 og var
honum þá gert að hætta að nota
eftirnafn sitt, eins og þá tíðkaðist,
en nota í staðinn eftirnafnið Mar-
teinsson. Síðar, eftir að lögum um
kenninöfn á Íslandi var breytt, tók
hann aftur upp Tausen-nafnið. Eft-
ir að þau komu til Íslands bjuggu
þau í Reykjavík, en svo á Hvolsvelli
og í Kópavogi. Í mörg ár bjuggu
Tryggvi og Ingibjörg í Borgarfirði,
fyrst á Bifröst en síðar í Reykholti.
Á báðum stöðum hafði Tryggvi
umsjón með mötuneyti nemenda.
Undanfarin ár hafa þau búið í
Kópavogi. Tryggvi starfaði síðustu
ár starfsævinnar á frystitog-
urunum Snorra Sturlusyni og
Þerney. Sjómannseðlið sagði ætíð
til sín hjá Tryggva og reyndi hann
flest ár sem hann vann í landi að
komast einhverja túra til sjós.
Tryggvi og Ingibjörg nutu þess að
búa í Borgarfirði og eftir að þau
fluttu þaðan eignuðust þau húsið
Laugarás í Hvítársíðu. Þar undi
Tryggvi sér best síðustu ár ævinn-
ar. Þar gat hann farið á veiðar, en
veiðimennska var hans helsta tóm-
stundagaman.
Útför Tryggva verður gerð frá
Reykholtskirkju í Borgarfirði í dag
og hefst athöfnin klukkan 11.
Elsku pabbi, tengdapabbi og afi.
Takk fyrir allar stundirnar sem
við höfum átt saman og hjálpað
okkur að búa til góðar minningar
sem við munum geyma í hjörtum
okkar um alla framtíð. Við látum
hér fylgja ljóðið sem ort var til þín
á móðurmálinu þínu hljómfagra og
lýsir þeim stað sem var þér svo
hjartfólginn.
Ju her við Borgarfjørðin
í føgru Hvítulíð
her andar alt av friði
og Hvítá streymar stríð
heilt undan jøklarondum
hon leggur sína leið
og hýsir gift av sílum
og laksur trýtur ei.
Hér er mín dreymablettur
eitt friðarparadís.
Her sálin frítt fær andað
er lekidomi vís.
Hvíldu í friði, við söknum þín.
Anna Dóra, Gísli, Tryggvi
Dór, Sigurbjörn, Inga Huld
og Elmar Gísli.
Elsku pabbi, tengdapabbi og afi.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Takk fyrir allt.
Kveðja
Vilborg, Ásbjörn, Egill
og Sólveig.
Þegar ég sest niður við tölvuna
mína og læt hugann reika um
kynni okkar Tryggva, til að festa á
blað, koma mér fyrst í huga orðin
„góður maður og góður vinur“.
Kynni okkar hófust fljótlega eft-
ir að hann varð förunautur systur
minnar Ingibjargar og stóðu óslit-
ið í yfir 50 ár, fram á síðustu hér-
vistardaga hans, með ýmsum til-
brigðum lífsins.
Tryggvi var Færeyingur að upp-
runa, missti móður sína ungur að
árum og flaut unglingur með öld-
um Atlandshafsins ásamt föður
sínum á strendur Íslands, þar sem
hann skaut föstum og traustum
rótum í Ingu og verðandi fóst-
urjörð sinni.
Tryggvi var heldur glaðlyndur
félagi, óáreitinn og velviljaður.
Ég minnist þess ekki að hann
legði sér í munn illyrði um nokk-
urn mann jafnvel þó manni sjálfum
þætti full ástæða til. Reyndar man
ég eitt tilfelli þar sem hann
hneykslaðist á framburði Dana
sem ætlaði að segja þ en náði ekki
réttu hljóði. Þá blöskraði Tryggva
og varð á orði: „Getur mannskratt-
inn ekki sagt THONN?“ Tryggvi
var mikið náttúrubarn, hans un-
aðsstundir voru bundnar veiðiskap
bæði til lands og sjávar, hann var
viðkvæmur í lund og ljúfur ef svo
bar undir, ég minnist þess á góð-
um stundum þegar hann söng fær-
eyska söngva, hvað hann gat orðið
einlæglega angurvær og dreym-
inn, þá umvöfðu dulúðgar minn-
ingar hans um eyjarnar sínar svo
hug hans að ég hreifst ósjálfrátt
með í draumaland. Gott þótti
Tryggva að fá sér brjóstbirtu og
Tryggvi Marteinsson
Tausen KRAFAN um að Ísland verði inn-limað í Evrópusambandið er í raun
krafa um að lýðræðislega kjörnum
fulltrúum íslenzku þjóðarinnar verði
skipt út fyrir embættismenn sam-
bandsins sem enginn hefur nokkurn
tímann kosið og sem hafa fyrir vikið
hvorki lýðræðislegt aðhald né umboð
frá einum eða neinum. Og það umboð
hefðu þeir allra sízt frá okkur Íslend-
ingum enda grunnreglan innan Evrópusambandsins að
vægi einstakra aðildarríkja innan þess, og þar með allir
möguleikar þeirra á áhrifum, fari fyrst og síðast eftir því
hversu fjölmenn þau eru. Sá mælikvarði hentaði hags-
munum okkar Íslendinga eðli málsins samkvæmt seint.
Lýsandi dæmi um stöðu okkar innan stjórnkerfis Evr-
ópusambandsins, yrði af aðild einhvern tímann, er sú
staðreynd að við fengjum í besta falli fimm fulltrúa á
þing sambandsins en þar sitja í dag 785 fulltrúar. Vægi
okkar yrði m.ö.o. lítið sem ekkert.
Mér er til mikils efs að þetta sé eitthvað sem einlægir
lýðræðissinnar geta stutt. Kjörnir fulltrúar okkar kunna
að fara vel eða illa með það vald sem við treystum þeim
fyrir en spurningin er þessi: Getum við rekið þá sem fara
með þetta vald? Getum við rekið þá sem stjórna landinu
okkar? Þetta er alger grundvallarspurning þegar rætt er
um lýðræðið. Í dag getum við það þótt það séu vafalaust
skiptar skoðanir um það fyrirkomulag sem til staðar er í
þeim efnum. En ef við hins vegar yrðum innlimuð í Evr-
ópusambandið gætum við það ekki. Hvað ætluðum við að
gera ef okkur líkaði ekki einhver ákvörðun sem einhver
t.a.m. í framkvæmdastjórn sambandsins tæki? Það væri
ekki hægt að láta þann einstakling taka pokann sinn í
samræmi við leikreglur lýðræðisins. Við hefðum einfald-
lega ekkert yfir honum að segja.
Litlaus kosningabarátta
og áhrifalaust þing
Fyrir nokkrum árum upplifði ég gott dæmi um þessa
þróun þegar ég var staddur í Danmörku á sama tíma og
þar fóru fram þingkosningar. Ég var mjög hissa á því
hversu litlaus mér þótti kosningabaráttan og lítt spenn-
andi miðað við það sem ég þekkti heima á Íslandi. Eftir
að kosningunum var lokið spurði ég þarlendan fjölmiðla-
mann, sem er mjög vel að sér um dönsk stjórnmál, hvort
þessi upplifun mín ætti við rök að styðjast. Hann stað-
festi að þetta væri alveg rétt og að ástæðan fyrir þessu
væri mjög einföld. Svo gríðarlegt vald hefði í gegnum ár-
in verið flutt frá Danmörku til stofnana Evrópusam-
bandsins að mjög lítið væri einfaldlega eftir fyrir danska
stjórnmálamenn að takast á um. Og það vald sem þó
væri eftir í Danmörku minnkaði stöðugt rétt eins og í
öðrum aðildarríkjum sambandsins.
Danska þjóðþingið lét einmitt vinna ítarlega rannsókn
fyrir sig fyrir fáeinum árum vegna áhyggja þess af því að
það væri að verða meira eða minna áhrifalaust vegna að-
ildar Danmerkur að Evrópusambandinu. Niðurstöður
rannsóknarinnar voru kynntar árið 2003 og hafði hún þá
staðið yfir í sex ár með þátttöku 150 fræðimanna. Meðal
þess sem kom fram í niðurstöðunum er að aðildin að
Evrópusambandinu hafi sett gríðarlegan þrýsting á full-
veldi þingsins. Fá svið dansks þjóðlífs væru orðið und-
anþegin lagasetningu frá sambandinu og sífellt væri erf-
iðara fyrir þingið að hafa einhver áhrif á hana. Traust
dansks almennings á Evrópusambandinu væri lítið og
stjórnkerfi þess þætti ekki mjög lýðræðislegt. Ekki sízt
þar sem danskir kjósendur hefðu afskaplega litla mögu-
leika á að hafa áhrif á ákvarðanir sem teknar væru af
embættismönnum sambandsins.
Fyrirlitning á lýðræðinu
Ekki bætir úr skák að innan Evrópusambandsins hef-
ur gætt vaxandi lítilsvirðingar gagnvart lýðræðinu á
undanförnum árum. Bezta birtingarmynd þessa eru við-
brögð sambandsins við því þegar þjóðaratkvæða-
greiðslur um samrunaskref innan þess hafa ekki skilað
þeim niðurstöðum sem hugnast hafa ráðamönnum í
Brussel. Nýjasta dæmið um slíkt er höfnun írskra kjós-
enda á stjórnarskrá Evrópusambandsins sem síðar var
gefið nafnið Lissabon-sáttmálinn í misheppnaðri tilraun
til þess að telja fólki trú um að eitthvað nýtt væri á ferð-
inni. Nú eiga Írarnir að kjósa aftur um málið á næsta ári
samkvæmt nýjustu fréttum í samræmi við þá vinnureglu
Evrópusambandsins að kosið sé aftur og aftur um sömu
hlutina þar til niðurstaða fæst sem er ráðamönnum sam-
bandsins að skapi. Og þá er aldrei kosið aftur.
Það hefur nefnilega komið berlega í ljós að frá sjón-
arhóli Evrópusambandsins er vilji kjósenda í slíkum at-
kvæðagreiðslum aðeins gjaldgengur ef hann er í sam-
ræmi við vilja ráðamanna í Brussel. Ef meirihluti
kjósenda tekur upp á því að komast að annarri nið-
urstöðu er hún höfð að engu og allt reynt til þess að kom-
ast í kringum hana. Nokkuð sem óneitanlega minnir á þá
tilhneigingu ófárra íslenzkra Evrópusambandssinna að
telja þá, sem ekki komast að sömu niðurstöðu og þeir
sjálfir í Evrópumálunum, bara alls ekkert vera að ræða
málin og að skoðanir þeirra séu þar með engan veginn
gjaldgengar í umræðunni.
Það er því deginum ljósara að ofan á allt annað væri
aðild að Evrópusambandinu ekki skref fram á við í lýð-
ræðislegu tilliti heldur þvert á móti stórt skref aftur á
bak. Evrópusambandsaðild þýddi í reynd endalok ís-
lenzks lýðræðis.
Meira: mbl.is/esb
Getum við rekið þá?
Hjörtur J. Guðmundsson er stjórn-
armaður í Heimssýn, hreyfingu sjálf-
stæðissinna í Evrópumálum.
KÆRU Íslendingar! Ég geri mér fulla grein fyrir því að
þið standið nú frammi fyrir mjög erfiðum tímum – við
stöndum raunar öll frammi fyrir mjög erfiðum tímum – en
engir erfiðleikar eru svo miklir að aðild að Evrópusam-
bandinu geti ekki gert þá verri. Ég skil vel að þið séuð í
sárum og finnist þið standa ein á báti. Þið hafið fulla
ástæðu til þess eftir ömurlega framkomu Gordons Browns
í ykkar garð. En ef þið bregðist við með því að leggja niður
lýðræðið ykkar og sjálfstæði þá festið þið ykkur í sömu
vandamálum og þið eruð í núna um alla framtíð.
Innganga í ESB fæli í sér algera örvæntingu, rétt eins
og raunin var í tilfelli okkar Breta. Við gerðumst aðilar að
forvera sambandsins á hinum erfiðu árum þegar Edward
Heath var forsætisráðherra, þegar verðbólga var í tveggja
stafa tölu, allt logaði í verkföllum, lokað var reglulega fyrir
orku til almennings og þjóðargjaldþrot blasti við. Það er
erfitt að ímynda sér að við hefðum stutt aðild áratug áður
eða þá áratug síðar. Það hefði einfaldlega ekki ríkt nógu
mikil svartsýni og örvænting. Þegar komið var fram á 9.
áratug síðustu aldar fór breskur almenningur að gera sér
grein fyrir því hvað Evrópusamruninn væri í raun: kött-
urinn í sekknum. En þá varð einfaldlega ekki aftur snúið.
Niðurnjörvaðir af reglugerðafargani frá Brussel glöt-
uðum við samkeppnisforskoti okkar. Við gengum Evrópu-
samrunanum á hönd við erfiðar aðstæður og afleiðingin
var sú að við festum þær aðstæður í sessi.
Ekki gera sömu mistökin og við gerðum. Þið þurfið þess
ekki! Ég hef haft ómælda ánægju af því að ferðast reglu-
lega til Íslands undanfarin 15 ár og á þeim tíma hef ég orð-
ið vitni að ótrúlegum framförum. Slíkar breytingar eru oft
augljósari í augum gesta sem annað slagið koma í heim-
sókn en þeirra sem hafa fasta búsetu á staðnum. Þegar ég
kom fyrst til landsins höfðuð þið nýlega gerst aðilar að
Evrópska efnahagssvæðinu sem veitti ykkur fullan að-
gang að innri markaði ESB án þess að þurfa að taka á
ykkur þann mikla kostnað sem fylgir aðild að sambandinu
sjálfu.
Ímyndið ykkur að í tímabundnu vonleysi tækjuð þið þá
ákvörðun að ganga í ESB og taka upp evruna. Hvað
myndi gerast? Í fyrsta lagi yrði gengi gjaldmiðilsins ykkar
fest til frambúðar við evruna á því gengi sem þá væri í
gildi. Endurskoðun á genginu með tilliti til umbóta í efna-
hagslífi ykkar væri útilokuð. Að sama skapi yrði ekki leng-
ur hægt að bregðast við efnahagsvandræðum í framtíðinni
í gegnum gengið eða stýrivexti. Þess í stað myndu slíkar
aðstæður leiða til mikils samdráttar í framleiðslu og
fjöldaatvinnuleysis.
Það næsta sem þið stæðuð frammi fyrir væri það að fyr-
ir inngönguna í ESB yrði að greiða hátt verð, fiskimiðin
ykkar. Þessi mikilvægasta endurnýjanlega nátt-
úruauðlind ykkar yrði hluti af sameig-
inlegri sjávarútvegsstefnu sambands-
ins.
Fljótlega mynduð þið þó átta ykkur
á því að þið hefðuð afsalað ykkur ein-
hverju margfalt dýrmætara en fiski-
miðunum. Ykkar mesta auðlegð liggur
nefnilega ekki í hafinu í kringum landið
ykkar heldur í huga ykkar. Þið búið yf-
ir einhverju best menntaða fólki í
heiminum, frumkvöðlastarfsemi er mikil sem og öll fram-
takssemi. Þið hafið byggt árangur ykkar á minna reglu-
verki, skattalækkunum og frjálsum viðskiptum. En þið
mynduð reka ykkur á það að þið hefðuð gengið til liðs við
fyrirbæri sem er fyrst og fremst skriffinnskubákn grund-
vallað á gríðarlegri miðstýringu á öllum sviðum og háum
verndartollum í viðskiptum við ríki utan þess.
Ég get upplýst ykkur um þá sorglegu staðreynd að af-
staðan til ykkar er ömurleg í Brussel. Það er litið niður á
ykkur. Daginn sem það lá fyrir að allir bankarnir ykkar
höfðu lent í erfiðleikum komu þrír Evrópusinnaðir þing-
menn á Evrópuþinginu til mín glottandi hver í sínu lagi:
„Jæja Hannan, Íslendingarnir þínir eru ekki beinlínis að
gera það gott þessa dagana, ha? Þeir sem hafa viljað
standa utan við ESB. Þeir hafa alltof lengi fengið að hafa
hlutina eftir eigin höfði, þeir áttu þetta skilið!“
Tilvist ykkar ein og sér sem sjálfstæð og velmegandi
þjóð hefur skapað öfund í Brussel. Ef 300 þúsund manna
þjóðfélag norður við heimskautsbaug getur náð betri ár-
angri en ESB þá er allur Evrópusamruninn í hættu að
áliti ráðamanna sambandsins. Árangur ykkar gæti jafnvel
orðið ríkjum sem þegar eru aðilar að ESB hvatning til
þess að líta til ykkar sem fyrirmyndar. Það er fátt sem
ráðamenn í Brussel vildu frekar en gleypa ykkur með húð
og hári.
Þið hafið valið. Þið getið orðið útkjálki evrópsks stórrík-
is, minnsta héraðið innan þess, aðeins 0,002% af heildar-
íbúafjölda þess. Eða þið getið látið ykkar eigin drauma
rætast, fylgt ykkar eigin markmiðum, skráð ykkar eigin
sögu. Þið getið verið lifandi dæmi um þann árangur sem
frjálst og dugandi fólk getur náð. Þið getið sýnt heiminum
hvað það er að vera sjálfstæð þjóð, sjálfstæð í hugsun og
athöfnum sem er það sem gerði ykkur kleift að ná þeim
árangri sem þið hafið náð á undanförnum áratugum.
Hugsið ykkur vandlega um áður en þið gefið það frá ykk-
ur.
Meira: mbl.is/esb
Áskorun til Íslendinga
Daniel Hannan er þingmaður breska
Íhaldsflokksins á Evrópuþinginu.