Morgunblaðið - 03.01.2009, Qupperneq 42
42 Brids
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2009
NÚ er að sjá hvernig gekk að eiga
við jólaþrautirnar sex, þar sem les-
andinn var í hásæti sagnhafa í suð-
ur. Verkefnin í fyrstu fimm þraut-
unum voru gamalkunn – að finna
bestu leið „með tvær hendur tóm-
ar“, eins og ávallt við borðið, þar
sem hendur mótherjanna sjást auð-
vitað ekki. En í síðustu þrautinni
voru öll spilin til sýnis og beðið um
rökstuðning fyrir frumlegri leið.
En allt í réttri röð:
(1) Tímasetning
Norður
♠76
♥ÁG4
♦7654
♣ÁG52
Vestur Austur
♠DG1053 ♠984
♥K98 ♥7653
♦D ♦KG109
♣10876 ♣D9
Suður
♠ÁK2
♥D102
♦Á832
♣K43
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 grandi
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Útspil: spaðadrottning.
Þetta spil snýst um tímasetn-
ingu. Ekki sakar að dúkka fyrsta
slaginn, en aðalmálið er að svína í
hjarta ÁÐUR en farið er í laufið.
Ef svíningin misheppnast þarf lauf-
ið að skila fjórum slögum, drottn-
ingin verður einfaldlega að vera
þriðju rétt (18% líkur). En í þessu
tilfelli gengur hjartasvíningin og þá
þarf laufið aðeins að gefa þrjá
slagi. Og það breytir íferðinni. Best
er að taka á tvo efstu fyrst og spila
svo að gosanum hafi drottningin
ekki skilað sér. Þannig er liturinn
upp á þrjá slagi þegar vestur á
drottninguna, eða austur drottn-
ingu þriðju, staka eða AÐRA, eins
og hér (samtals 77% líkur).
(2) Ágiskun forðað
Norður
♠ÁKD
♥K3
♦D76542
♣85
Vestur Austur
♠G1097 ♠8643
♥D2 ♥87654
♦K1098 ♦--
♣973 ♣10642
Suður
♠52
♥ÁG109
♦ÁG3
♣ÁKDG
Vestur Norður Austur Suður
– – – 2 grönd
Pass 6 grönd Pass Pass
Pass
Útspil: spaðagosi.
Norður er latur að reyna ekki
við sjö, en eins og spilið liggur er
sagnhafi fullhertur með að tryggja
sér tólf slagi. Hann spilar tígli í
öðrum slag og austur hendir
hjarta.
Það lítur vel út að setja gosann
og „halda öllu opnu“, en það er þó
gildran sem ber að varast. Austur
drepur og hvernig sem allt veltist í
framhaldinu verður sagnhafi ein-
faldlega að finna drottninguna í
hjarta. Sem er ólíklegt að takist því
eðlilegt er að staðsetja drottn-
inguna með lengdinni í austur. Það
má komast hjá þessari ágiskun
með því að taka á tígulás og spila
litlum tígli að drottningunni. Vest-
ur verður að dúkka og þá er óhætt
að svína hjarta til austurs, fara
heim á lauf og láta hjartagosa rúlla
yfir. Austur má eiga drottninguna
því tígulkóngur vesturs verður
aldrei slagur.
(3) Litaríferð
Norður
♠G93
♥G9
♦D963
♣ÁK82
Vestur Austur
♠D5 ♠Á8762
♥D10842 ♥K753
♦104 ♦872
♣D965 ♣7
Suður
♠K104
♥Á6
♦ÁKG5
♣G1043
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 grand
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Útspil: hjartafjarki.
Það er sjálfsagt að reyna hjarta-
gosann í blindum, en austur á
kónginn. Sem þýðir bara eitt: laufið
verður að vera upp á fjóra slagi svo
að hægt sé að taka fyrstu níu. En
hvernig á að spila laufinu? Það er
spurningin og svarið blasir alls
ekki við.
Freistandi hugmynd er að taka
fyrst á hámann í borði til að verj-
ast stakri drottningu í bakhöndinni.
En þá fást aldrei fjórir slagir á lit-
inn þegar vestur á D9xx. Í þeirri
legu verður að hleypa gosanum
strax. Sem er reyndar tæknilega
rétta íferðin, því líkur á D9xx í
vestur eru þrefalt meiri en líkur á
stakri drottningu í austur. Þetta
má skýra þannig: Það er bara ein
staða sem drottningin er stök, en
þrjár með D9xx: (a) D976, (b) D975
og (c) D965.
(Blönk nía í bakhöndinni skiptir
ekki máli, því þá spila litnum á
hvorn veginn sem er.)
(4) Talning
Norður
♠8742
♥Á1065
♦KD9
♣K3
Vestur Austur
♠-- ♠KG95
♥G843 ♥KD92
♦ÁG108643 ♦2
♣95 ♣Á642
Suður
♠ÁD1063
♥7
♦75
♣DG1087
Vestur Norður Austur Suður
– – 1 lauf 1 grand
2 tíglar 3 spaðar Pass 4 spaðar
Pass Pass Pass
Útspil: laufnía.
Austur tekur fyrsta slaginn á
laufás og spilar tígli, sem vestur
drepur og gefur makker sínum
stungu. Austur spilar síðan laufi á
kóng blinds. Vörnin hefur tekið
þrjá slagi og því má engan gefa á
tromp. Þegar sagnhafi spilar nú
spaða úr borði kemur austur með
níuna og það verður augljóslega að
svína tíunni. En er það svo aug-
ljóst við borðið?
Tími til að telja. Austur á einn
tígul og ekki meira en fjórlit í
laufi. Þar með átta spil í spaða og
hjarta. Og úr því að austur vakti á
LAUFI en ekki hálit, þá hlýtur
hann að vera með 4-4 skiptingu í
hálitunum.
Að þessu athuguðu er vanda-
laust að svína spaðatíunni.
(5) Öryggi
Norður
♠105
♥KD84
♦ÁK843
♣72
Vestur Austur
♠Á972 ♠KG4
♥95 ♥G1076
♦106 ♦G752
♣D9654 ♣G8
Suður
♠D863
♥Á32
♦D9
♣ÁK103
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 grand
Pass 2 lauf Pass 2 spaðar
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Útspil: hjartanía.
Það þarf mikið að ganga á til að
fella þennan samning, átta slagir í
toppspilum og möguleikar í öllum
litum. En rauðu litirnir falla ekki
og legan í spaða er hættuleg. Ekki
má spila tígli fjórum sinnum og
gefa austri slag á litinn. Hann mun
þá smeygja spaðagosa á milli
drottningar suðurs og tíu blinds.
Þannig fær vörnin fjóra slagi á lit-
inn, hvernig sem sagnhafi bregst
við. En þessar kúnstir eru ekki í
boði ef vestur þarf að opna litinn.
Þess vegna er sjálfsagt að fara
varlega og spila tígli í öðrum slag
á níuna heima – dúkka slag til
vesturs til að tryggja vinning í 4-2
legunni.
(6) Fall þriggja kónga
Norður
♠D64
♥ÁG83
♦Á1082
♣K9
Vestur Austur
♠K ♠987532
♥7654 ♥K
♦7654 ♦K
♣G642 ♣108753
Suður
♠ÁG10
♥D1092
♦DG93
♣ÁD
Vestur Norður Austur Suður
– – – 1 grand
Pass 3 grönd Pass Pass
Pass
Útspil: lauftvistur (fjórða
hæsta).
Í þessari þraut voru allar hend-
ur uppi og verkefnið að finna gild
rök fyrir því að fella kónga varn-
arinnar undir ása sagnhafa. Sem
virðist fráleitt nema á opnu borði.
En skoðum málið.
Með laufi út er eðlileg spila-
mennska að svína í rauðu litunum,
enda nóg að annar kóngurinn sé
réttur. En ekki sakar að leika
millileik: taka fyrsta slaginn í borði
og spila þaðan spaðadrottningu.
Meiningin er aldrei sú að svína, en
sennilega mun drottningin laða
fram kónginn ef hann er í austur.
Hér fylgir austur fumlaust með
smáspili og sagnhafi tekur á ásinn
til að snúa sér að rauðu svíning-
unum. En þá gerast þau undur að
spaðakóngurinn dettur.
Það er nefnilega það. Nú er rétt
að rifja upp útspil vesturs – lauft-
vistinn, fjórða hæsta. Svo er að sjá
sem vestur eigi í besta falli gosann
fjórða í laufi. Slíkur litur er ekki
líklegur til stórræða og því er ekki
óvarlegt að álykta að vestur eigi
hvergi lengri eða betri lit – eða
spila menn ekki út í lengsta og
sterkasta lit!
Sé þetta rétt metið á vestur
skiptinguna 1-4-4-4 og fjóra hunda
í báðum rauðu litunum.
Svör við jólaþrautum
BRIDS
GUÐMUNDUR PÁLL