Morgunblaðið - 10.03.2009, Síða 2

Morgunblaðið - 10.03.2009, Síða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Þórð Snæ Júlíusson thordur@mbl.is FJÁRLAGANEFND hefur óskað eftir því að Rík- isendurskoðun framkvæmi sérstaka skoðun á framtíð- aráformum um tónlistar- og ráðstefnuhús við Reykja- víkurhöfn. Stofnunin á síðan að skila af sér greinargerð um málið þar sem lagt verður mat á framtíðaráform um tónlistarhús í ljósi yfirlýsingar Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur borgarstjóra í Reykja- vík frá 19. febrúar síðastliðnum, en í yfirlýsingunni tilkynntu þær að haldið yrði áfram með byggingu hússins. Fjárlaganefndin vill að fram komi í greinargerð Ríkisendurskoðunar hvort það sé heimilt samkvæmt fjárreiðulögum að taka veð í væntanlegum fjárfram- lögum ríkisins og leigugreiðslum Sinfóníuhljómsveitar Íslands líkt og stefnt er á að gera. Auk þess vill nefndin að Ríkisendurskoðun leggi mat á annars veg- ar fjárfestingu og fjármögnun verksins á bygging- artíma þess og hins vegar á rekstrar- og greiðsluáætl- anir á fyrstu starfsárum tónlistarhússins. Fulltrúar Austurhafnar og fulltrúar fjármála- og menntamálaráðuneytisins komu fyrir fjárlaganefnd í gær til þess að gera grein fyrir framtíðaráformum um tónlistarhúsið. Nefndin óskaði í framhaldi eftir grein- argerð frá bæði menntamálaráðuneytinu og Austur- höfn um framtíðaráform um húsið og eftir mati ráðu- neytisins um hvort samkomulagið frá því í febrúar væri í samræmi við lög um fjárreiður ríkisins. Grein- argerð ráðuneytisins á að kynna á fundi fjárlaga- nefndar hinn 23. mars nk. Einhugur um eftirfylgni Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar, seg- ir að einhugur hafi verið í nefndinni að fylgja málinu eftir með þessum hætti. ,,Nefndin er ekki að gera sér upp niðurstöðu fyrirfram heldur er hún einungis að afla sér gagna til að geta metið framgang og fjárhags- skuldbindandi ákvarðanir, sem eiga að vera í sam- ræmi við fjárreiðulög,“ segir hann. Skoða áform um tónlistarhús  Tónlistarhúsið til Ríkisendurskoðunar  Fjárlaganefnd vill að lagt verði mat á fjárfestingu og fjármögnun verksins og að lögmæti veðsetningar verði kannað Í HNOTSKURN »Samkvæmt samkomulagium áframhald fram- kvæmda við tónlistarhúsið mun Austurhöfn-TR taka verkefnið yfir. Ríkið á 54% í félaginu og borgin 46%. »Á undanförnum mánuðumhefur fjárlaganefnd haft sérstakt eftirlit með rík- isstofnunum og bent á að ekki sé æskilegt að skrifa undir samninga nema fyrir liggi í fjárlögum eða ramma- fjárlögum að ríkið geti staðið á bak við umrædda samn- inga. HJÖRDÍS Freyja og Katrín Erla skemmta sér í heita pottinum í sumarhúsabyggðinni í Kjarna- skógi við Akureyri. Þrátt fyrir að snjóalög væru þung var hlýtt í pottinum og vel hægt að leika sér. Svo var alveg viðeigandi að stinga sér á kaf á milli leikja til að hlýja sér í ljúfu vatninu. Gott að vera í pottinum með snjóinn allt í kring Morgunblaðið/Golli Eftir Andra Karl andri@mbl.is „LUMAR þú á gömlum, nýjum eða jafnvel ósendum ást- arbréfum í fórum þínum? Viltu hjálpa til við að ylja lands- mönnum um hjartarætur?“ Þetta eru spurningar sem brenna á Sunnu Dís Másdóttur, nema í hagnýtri menn- ingarmiðlun við HÍ, en hún hefur í samstarfi við Lands- bókasafn Íslands – Háskólabókasafn hafið söfnun á ást- arbréfum Íslendinga. Sunna Dís stefnir að sýningu á völdum ástarbréfum – í samráði við sendendur – en að auki mun handritadeild Landsbókasafnsins skrá bréfin og varðveita fyrir kom- andi kynslóðir. „Þetta byrjaði sem verkefni hjá mér í náminu. Mig langaði til að setja upp svona sýningu. Svo vatt þetta upp á sig eins og oft vill verða.“ Hún stefnir að sýningu í maí nk. og vonast til að hún verði fyrir opnum tjöldum, s.s. í miðbænum. Sunna segist vilja nota efnið til að lyfta andanum upp úr drunga hversdagsins enda varla nokkur skrif jafn einlæg og ástríðufull. Þátttaka í sýning- unni er þó ekki skilyrði fyrir söfnuninni. Tekið er á móti ástarbréfum í alls kyns útgáfum, hvort sem er þau eru handskrifuð, send með tölvupósti, með sms eða í gegnum samskiptasíðuna Facebook. „Við göng- um svo út frá því sem vísu að ástarbréf nútímans séu frekar á rafrænu formi en handskrifuð og viljum alls ekki sleppa þeim úr söfnuninni,“ segir Sunna Dís. Hún hvetur því fólk til að senda sér rafræn ástarbréf á tölvupóst- fangið astarbrefoskast@gmail.com. Eins má senda ljós- rit eða mynd af bréfi vilji fólk eiga frumritið sjálft. Efni til að lyfta andanum úr drunga hversdagsins Morgunblaðið/Þorkell Ástarbréf Hvað er fallegra en ástarbréfin frá tilhugalífi ömmu og afa eða Facebook-skilaboð barnabarnanna? „ÉG FAGNA því mjög að svona frumvarp skuli komið fram og það sé flutt af fulltrúum allra flokka. Þetta skiptir neytendur mjög miklu máli og hefði skipt gríðarlega miklu máli til dæmis í olíumálinu,“ segir Jóhannes Gunn- arsson, formaður Neytendasamtak- anna um frumvarp um hópmálsókn sem lagt var fyrir Alþingi í gær. Samtökin hafa um árabil kallað eftir viðlíka frumvarpi. Verði frumvarpið að lögum gerir það mönnum kleift að höfða sameig- inlega mál til kröfu um bætur fyrir einsleitar kröfur, í stað þess að hver og einn fari í mál. Um er að ræða ný- mæli í íslenskum lögum en allar ná- grannaþjóðir Íslands hafa þegar innleitt úrræðið í löggjöf sína. Frumvarpið er samið með hliðsjón af löggjöf Norðurlandanna. Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi 1. júlí nk., en Jóhannes telur óþarft að bíða með gildistökuna. Enda þurfi ekkert að undirbúa eins og oft er með ný lög. Hann telur ennfremur að Alþingi ætti að skoða að setja inn í frumvarpið að lögin verði afturvirk. andri@mbl.is Mikilvægt fyrir neyt- endur Jóhannes Gunnarsson Frumvarp um hóp- málsókn lagt fram DVÖL sendinefndar Alþjóðagjald- eyrissjóðsins hér á landi verður framlengd fram á föstudag, en ráð- gert var að hún lyki störfum í dag. Mark Flanagan, sem fer fyrir nefnd- inni, fundar með fjölmiðlafólki á föstudag. Aðalástæðan fyrir fram- lengingunni á dvöl nefndarinnar er fall fjárfestingarbankans Straums, en að sögn Kristjáns Kristjánssonar hjá forsætisráðuneytinu tók það mál mikinn tíma frá embættismönnum um helgina. Auk þess reyndust störf nefndarinnar flóknari og tímafrekari en upphaflega var reiknað með. onundur@mbl.is Fall Straums tafði AGS Bjarni Benediktsson til forystu Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi, 14. mars. www.bjarniben.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.