Morgunblaðið - 10.03.2009, Qupperneq 13
Fréttir 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009
Smelltu á notadir.brimborg.is
og veldu notaðan bíl fyrir þig –
farðu síðan á bgs.is og
sannreyndu tilboð dagsins.
Komdu í Brimborg í dag.
Fjöldi annarra Volvo bíla í boði.
Hringdu núna í síma 515-7000.
Notað
-13%-19%
-23%
-20%
Volvo C30 S
1,6 bensín beinskiptur 3 dyra
Fast númer DG644
Skrd. 07/2007. Ek. 17.000 km.
Ásett verð 3.190.000 kr.
Afsláttur 410.000 kr.
Tilboðsverð 2.780.000 kr.
Volvo S40 S
1,8 bensín beinskiptur 4 dyra
Fast númer LL523
Skrd. 05/2005. Ek. 45.000 km.
Ásett verð 2.450.000 kr.
Afsláttur 470.000 kr.
Tilboðsverð 1.980.000 kr.
Volvo XC90 SE
2,5 Turbo bensín sjálfskiptur 5 dyra
Leðurinnrétting, dráttarbeisli,
18" álfelgur, rafdr. sæti, Dolby hljómkerfi,
GSM sími innbyggður ofl.
Fast númer SA562
Skrd. 07/2004. Ek. 101.000 km.
Ásett verð 4.350.000 kr.
Afsláttur 870.000 kr.
Tilboðsverð 3.480.000 kr.
Volvo V50 SE
2,4 bensín sjálfskiptur station
Leðurinnrétting ofl.
Fast númer TD202
Skrd. 05/2005. Ek. 49.000 km.
Ásett verð 2.590.000 kr.
Afsláttur 600.000 kr.
Tilboðsverð 1.990.000 kr.
FRÉTTASKÝRING
Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur
ylfa@mbl.is
LEIGUVERÐ á hinum almenna
leigumarkaði hefur lækkað töluvert
frá síðasta sumri leigjendum til
ómældrar ánægju enda hækkaði það
þónokkuð í þenslunni. Námsmenn í
stúdentaíbúðum hafa þó margir
kvartað undan því að þar sem húsa-
leiga þeirra er vísitölubundin hafi
hún hækkað nokkuð og þar sem
námsmennirnir reiði sig flestir ein-
ungis á námslán komi þessar hækk-
anir þeim sérstaklega illa.
Upp á síðkastið hefur ýmislegt
verið gert til að reyna að koma til
móts við námsmennina en sumir
þeirra sjá sér ekki fært að búa leng-
ur á stúdentagörðum og flytja brott.
Fara aftur í foreldrahús
Að sögn Jófríðar Leifsdóttur,
sviðsstjóra húsnæðisdeildar Keilis,
hefur aukist að námsmenn flytji úr
stúdentaíbúðunum á gamla varn-
arsvæðinu. „Fólk býr við svo mikla
óvissu um framhaldið,“ segir hún og
bætir við að þótt brottflutningur
hafi aukist sé alls ekki hægt að tala
um fólksflótta af svæðinu. Ákveðið
hefur verið að koma til móts við þá
sem standa í skilum með leigu-
greiðslur. Allir leigusamningar
renna út í ágúst og geta þeir sem
endurnýja leigusamninginn fengið
10% afslátt af leigunni í hverjum
mánuði út samningstímann frá og
með 1. mars sem kemur til frádrátt-
ar húsaleigunni fyrir sept-
embermánuð. Þeir sem ekki end-
urnýja leigusamninginn fá 5%
afslátt í hverjum mánuði sem verður
greiddur út í samningslok.
„Þetta efnahagsástand hefur
sýnilega orðið til þess að fólk leitar
sér að ódýrara húsnæði og krakkar
fara heim aftur til pabba og
mömmu. Það er heldur meira um
þetta nú en í fyrra,“ segir Jónas
Steingrímsson, framkvæmdastjóri
Félagsstofnunar stúdenta á Ak-
ureyri (FÉSTA). Stjórn FÉSTA til-
kynnti fyrir skömmu að leiga á stúd-
entaíbúðum myndi ekki hækka
næstu þrjá mánuðina. Það var
ákveðið á fundi um ástandið á leigu-
markaðnum sem haldinn var að
kröfu stúdenta. Í tilkynningu frá
FÉSTA sagði að á almennum leigu-
markaði væri leiguverðið orðið sam-
bærilegt leigu hjá FÉSTA eða jafn-
vel lægra. Ákveðið hefði verið að
bregðast við því með því að láta leig-
una ekki fylgja vísitölu neysluverðs
næstu þrjá mánuðina. Að þeim tíma
liðnum verður farið yfir stöðuna á
ný.
Langir biðlistar í HÍ
Sigurður Páll Harðarson, fram-
kvæmdastjóri Byggingafélags
námsmanna (BN), segir að vel gangi
að manna íbúðir miðsvæðis í
Reykjavík. „Það hefur hinsvegar
verið svolítið um uppsagnir í íbúðum
í úthverfum eins og Grafarholti og á
Bjarkarvöllum í Hafnarfirði.“ Til að
draga úr brottflutningi námsmanna
á þeim svæðum hefur BN brugðið á
það ráð að veita þeim 10% afslátt af
leiguverði.
Af Stúdentagörðum Félags-
stofnunar stúdenta við Háskóla Ís-
lands er hinsvegar aðra sögu að
segja. „Eftirspurnin hjá okkur er
mjög mikil. Við erum með mörg
hundruð manns á biðlista, jafn-
marga og fyrir ári,“ segir Rebekka
Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi
Félagsstofnunar stúdenta. „Við höf-
um ekki orðið vör við að íbúar okkar
hafi sagt upp leigunni vegna þess að
þeir eigi kost á ódýrara leigu-
húsnæði annars staðar. Verðið hjá
okkur hefur verið svo miklu lægra
en á almenna markaðnum að þótt
það hafi lækkað þar þá er það tölu-
vert fyrir ofan leiguverðið hjá okk-
ur.“
Yfirgefa stúdentagarðana
Morgunblaðið/Golli
Námsmaður Fleiri íbúar stúdentagarða hafa sagt upp leigusamningnum en á sama tíma í fyrra þrátt fyrir að reynt
sé að bjóða upp á afslætti eða loforð um að leigan muni ekki fylgja vísitölu neysluverðs næstu þrjá mánuðina.
Vegna hækkandi leiguverðs stúdentaíbúða flytja fleiri námsmenn burt en á sama tíma í fyrra
Leita ýmist að ódýrara húsnæði á almenna leigumarkaðnum eða snúa aftur í foreldrahús