Morgunblaðið - 10.03.2009, Page 31
nauðsynlegur fyrir sína nánustu
voru vegna þunglyndis. Því miður
leitaði hann sér faglegrar aðstoðar
mörgum árum of seint. Ég spurði
hann fyrir stuttu hvernig þetta lýsti
sér og hann setti krepptan vinstri
hnefann á brjóstið og sagði: Það er
bara svo mikill hnútur hér. Við
verðum að tala saman um líðan okk-
ar og tilfinningar til að koma í veg
fyrir að hnútarnir myndist og losa
um þá sem komnir eru. Að velta öll-
um tilfinningaskalanum fyrir sér
einn og óstuddur er ekki gott. Öll
eigum við ástvini sem vilja skilyrð-
is- og fordómalaust umvefja okkur
ást sinni og hlýju. Í sameiningu er
hægt að leysa alla hnúta, bandið
þarf aldrei að trosna svo að það
slitni. Þunglyndi er sjúkdómur sem
ekki sést og er því hættulegri en
margt annað. Til hans er hægt að
rekja alla ábyrgð á sjálfsvígshugs-
unum sjúklingsins. Enginn getur
sagt hvað ef ég hefði gert, sagt eða
hugsað eitthvað annað. Kennum
þeim yngri að aðgát skal höfð í nær-
veru sálar. Hann Addi minn tók sitt
eigið líf, ég sakna hans.
Góður og fallegur drengur er
genginn.
Þinn bróðir,
Ingvi Þór.
Ég á eftir að sakna þín, Addi, þú
varst minn besti vinur, minn „stóri
bróðir“ og minn klettur þegar ég
þurfti á að halda. Þegar ég fer að
hugsa til baka þá er mín fyrsta
minning um þig að ég þoldi þig
ekki, þú varst kærasti stóru systur
minnar, rosalegur töffari með sítt
hár og með rokkaralúkkið beint úr
bókinni og datt mér strax í hug að
þú ætlaðir þér ekkert langt með
henni systu. Mér gæti ekki hafa
skjátlast meir, þú varðst að æðisleg-
um eiginmanni og föður, varðst að
manni sem ég myndi stoltur segja
frá og monta mig yfir að hafa við
hlið mér. Það hryggir mig að þú
skulir hafa farið svona frá okkur en
ég veit að þú ert á betri stað, léttari
á þér og með mun minna farg að
bera og mun ég aldrei halda þessu
gegn þér því það eru fáir í mínu lífi
sem mér þykir jafn vænt um og þig.
Það mun verða tómlegt án þín, það
mun vanta einhvern til að grínast í
mér, til þess að segja mér aula-
brandara og til þess að koma mér í
gott skap hvenær sem er. Ég mun
alltaf sakna þín og vil ég að þú vitir
að þú munt alltaf eiga sess í mínu
hjarta.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
(Bubbi Morthens.)
Daniel Cramer.
Elsku Addi.
Við sitjum hérna systkinin við
eldhúsborðið og minningarnar um
þig streyma fram. Það er óhætt að
segja að það sé af mörgu að taka,
enda hefur þú verið lengi í okkar lífi
en bæði vorum við á barnsaldri er
Gigga systir kom með þig heim til
pabba og kynnti okkur fyrir þér.
Okkur er báðum sérlega minni-
stæð sumarbústaðarferðin síðastlið-
ið sumar við Apavatn þar sem við
komum til ykkar Giggu og Krist-
ófers. Þar var mikið spjallað, spilað
og hlegið og geymist sú minning
með okkur.
Þú varst ekki bara mágur okkar
heldur varstu okkur góður vinur,
alltaf til staðar og ef eitthvað bját-
aði á var hægt að treysta á þig.
Það er með miklum söknuði í
hjarta sem við kveðjum þig, kæri
vinur.
Við biðjum góðan guð að styrkja
ykkur, elsku Gigga, Kristófer og
aðrir ástvinir.
Þú leggur nú í ferðalag
og heldur brott frá mér,
alla engla himinsins
ég bið að fylgja þér.
En finna munt þú stjörnu
sem brosir blítt og bjart,
ég veit hún er til staðar,
þá hverfur myrkrið svart.
(Snorri.)
Ása og Magnús.
Það er mér sannur heiður að fá
að rita nokkur orð um góðan vin
minn, hann Adda. Ég lít á það sem
mikla blessun að hafa fengið að
kynnast honum því hann var svo
sannarlega vinur í raun. Alltaf þeg-
ar eitthvað bjátaði á var hann
mættur um hæl og tilbúinn til þess
að rétta fram hjálparhönd. Ég held
að hann hafi gert meira í húsinu
mínu heldur en ég sjálfur.
Eftir að ég flutti til Keflavíkur
fyrir tæplega þrem árum kynntist
ég eiginlega Adda upp á nýtt. Ég sá
hann í raun og veru í réttu ljósi
þegar hann var kominn heim og úr
vinnunni. Honum leið best á heima-
velli, með Geiru og Kristófer. Hann
var gríðarlega heimakær og leið
best heima í hvíta hlýrabolnum,
með rettu í annarri og kaffi í hinni.
Hann var frábær eiginmaður og
faðir og mér fannst alltaf svo gam-
an að sjá hversu góður pabbi hann
var. Kristófer var ljósið hans og
maður sá langar leiðir hversu mikill
pabbastrákur Kristófer var. Þeir
voru eitt, enda með eindæmum
nánir.
Við keyrðum saman í vinnuna á
hverjum degi ásamt Alex og þeim
ófáu ferðum sem við keyrðum sam-
an mun ég aldrei gleyma. Addi gat
stundum gleymt sér og þá opnaði
hann sig og talaði um tilfinningar
sínar sem var alltaf beint að Geiru
og Kristófer. Hann elskaði þau svo
innilega að það hálfa hefði verið
nóg. Ég lofaði honum reyndar því
að segja engum frá því þegar hann
var að segja okkur hve heitt hann
elskaði litlu fjölskylduna sína en
hann hlýtur að fyrirgefa mér það.
Í langan tíma hélt ég að Addi liti
ekki upp til neins þrátt fyrir að
vera bara rúmur metri á hæð. En
þegar hann minntist á Ingva bróður
sinn þá sá ég svo sannarlega annað.
Hann leit alveg gríðarlega upp til
Ingva og hann talaði mikið um
hann. Ingvi var að gera þetta og
Ingvi var að gera hitt. Það var frá-
bært að heyra hann tala um bróður
sinn því það var svo einlæg vænt-
umþykja sem kom fram þegar hann
talaði um hann. Eldri dóttur minni,
sem er 4ra ára, fannst Addi æð-
islegur, við máttum ekki fara upp í
bíl án þess að hún heimtaði að fara
til Adda. Þegar börn sækja frekar í
það að heimsækja Adda heldur en
að fara í ísbíltúr þá segir það meira
en mörg orð um hvaða mann Addi
hafði að geyma.
Elsku vinur, ég mun sakna þín og
syrgja á meðan ég lifi, því þú varst
svo sannarlega vinur í raun. Elsku
Geira, Kristófer og fjölskylda, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð og
dyrnar á Birkiteig 3 standa ykkur
ávallt opnar.
Hilmar Þórlindsson
og fjölskylda.
Elsku vinur, Við erum ekki búnir
að átta okkur á að þú sért farinn,
eftir því sem dagarnir líða þá verð-
ur þetta ennþá óraunverulegra,
okkur finnst eins og þú munir labba
inn á vikulegu fundina okkar, og
koma með einhvern óviðeigandi
brandara þar sem við skellihlæjum
saman að.
Við félagarnir settumst niður til
að skrifa minningarorð um þig og
þá komu upp margar skemmtilegar
sögur. Eins og þú veist þá eru þær
flestar ekki prenthæfar en allar
munu þær lifa lengi meðal okkar.
Við minnumst þín sem heiðarlegs,
hreinskilins og ákveðins manns með
sterkar skoðanir en umfram allt
sem trausts og góðs vinar.
Addi, þú varst einstakur visku-
brunnur sem gott var að leita í,
enda fólst starfið þitt síðustu árin í
aðstoð við stóran hóp og þú varst
alltaf tilbúinn að hjálpa. Við munum
allir eftir því þegar nýliðar voru að
leita til þín með aðstoð og þú tókst
upp „magic eight ball“ og svarið
kom þó það væri ekki alltaf svarið
sem leitast var eftir.
Addi, við vitum að þú hefðir verið
maðurinn sem mundir spyrja hvaða
væl þetta væri í okkur, „farið að
vinna“. Þú gast alltaf slegið á létta
strengi og leyfðir ávallt smá kald-
hæðni að fljóta með, okkur til mik-
illar skemmtunar. Við viljum votta
nánustu aðstandendum þínum okk-
ar dýpstu samúð, þá sérstaklega
syni þínum Kristófer sem þú talaðir
svo oft um.
Hvíldu í friði, kæri vinur,
Ég hef talað í trúnaði við Myrkur.
Það sagði mér áhyggjur sínar,
hinar sömu og mínar:
Hve leiðin er ströng
frá upptökum vorum að ós.
Vera Myrkur.
Langa að vera Ljós.
(Kristján frá Djúpalæk.)
Núverandi og gamlir tækni-
fulltrúar, leiðbeinendur og
Sveinlaug hópstjóri.
Það er merkilegt hvaða hugsanir
og minningar spretta upp í kollinn
þegar einhver fellur frá. Maður
myndi halda að þær væru eitthvað
svo stórar og miklar en það sem er
svo merkilegt við þær er um hversu
smá og því er virðist lítilvæg atriði
þær geta snúist. Við Addi unnum
saman í nokkur ár og um dágóðan
tíma sátum við hlið við hlið. Þegar
maður situr við hliðina á einhverj-
um margar klukkustundir á dag þá
vilja samræður oft snúast um allt
og ekkert. Sú minning sem ég hef
hvað skýrast í kollinum er hve oft
við vorum að þræta um tónlist. Ég
hlusta aðallega á rólegar ballöður
en Addi var meira fyrir þyngstu
tegundina af þungarokki. Við vor-
um alltaf að skjóta hvor á annan um
hversu lélegur tónlistarsmekkur
hins væri. Þegar ég hugsa til þess-
ara samræðna þá fer ég að brosa
því þótt þær væru ekki um neitt
sérstakt þá voru þær samt svo full-
ar af lífi og sál og gefa lífinu merk-
ingu.
Ég vil votta öllum þeim sem
stóðu Adda næst mína dýpstu sam-
úð, en minna þau um leið á að
minnast líka allra litlu hlutanna
sem Addi færði okkur og gerðu líf
okkar skemmtilegra fyrir vikið. Það
er úr nógu að velja.
Trausti Þór Friðriksson.
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. MARS 2009
✝
Sendum okkar innilegustu þakkir öllum þeim sem
sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför
elskulegrar móður okkar, systur, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
SJAFNAR HALLDÓRSDÓTTUR
frá Þverholtum,
Ánahlíð 2,
Borgarnesi.
Halldór Sigurðsson, Guðrún Samúelsdóttir,
Arilíus Sigurðsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir,
Inga Lilja Sigurðardóttir,
Hrafnhildur Sigurðardóttir, Andrés Jóhannsson,
Ámundi Sigurðsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir,
Hilmar Sigurðsson, Þóra Þorgeirsdóttir,
Ásdís Sigurðardóttir, Bjarki Jónasson,
Jóhanna Sigurðardóttir, Ríkharður Örn Jónsson,
Ingibjörg Sigurðardóttir, Valgeir Þór Magnússon,
Ásta Margrét Sigurðardóttir, Tómas Þórðarson,
barnabörn, barnabarnabörn og systkini hinnar látnu.
✝
Útför okkar elskulegu
ÓLAFS KRISTJÁNS VILHJÁLMSSONAR
og
RAGNARS ÓLAFSSONAR
fer fram frá Háteigskirkju föstudaginn 13. mars kl. 15.00.
Millý Birna Haraldsdóttir,
Líney Ólafsdóttir, Karl Tómasson,
Ólafur Karlsson, Erla Hrund Halldórsdóttir,
Birna Karlsdóttir,
Valey Guðjónsdóttir.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför elsku-
legrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
ELSU G. EINARSDÓTTUR,
Þverbrekku 4,
Kópavogi,
áður Bröttugötu 35,
Vestmannaeyjum.
Sigurður Guðmundsson,
Elísabet Sigurðardóttir, Jón Ó. Karlsson,
Einar H. Sigurðsson, Ursula Sigurðsson,
Árni Sigurðsson, Andrea Sigurðsson,
Jónína Sigurðardóttir, Guðmundur T. Axelsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hlýhug
við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður og afa,
BALDURS BERGSTEINSSONAR,
Beykihlíð 29,
Reykjavík.
Guðrún Guðmundsdóttir,
Sigríður Baldursdóttir, Gunnar Hjartarson,
Kristín Baldursdóttir, Kristján Frímann Kristjánsson,
Margrét Baldursdóttir, Þórólfur Árnason,
Bergþóra Baldursdóttir, Hjörleifur Þórarinsson
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
UNNUR NIKULÁSDÓTTIR EYFELLS,
Selvogsgrunni 10,
sem lést á Landspítalanum fimmtudaginn
26. febrúar, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 12. marz kl. 11.00.
Ingibjörg Eyfells,
Margrét Eyfells, Karl Davíðsson,
Unnur Silfá Eyfells,
Einar Þór Karlsson, Auður Kristín Ebenezersdóttir,
Karl Freyr Karlsson, Sigríður Örvarsdóttir,
Ingimar Örn Karlsson, Guðrún Björg Björnsdóttir
og langömmubörn.