Morgunblaðið - 28.03.2009, Page 25
Fréttir 25ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009
HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND SÍMI 545 1500
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/U
T
I
44
54
60
03
/0
9
FERÐAÆVINTÝRI Í FERMINGARGJÖF
// Mikið úrval af svefnpokum
Verð frá 9.990 kr.
Landsins mesta úrval af bakpokum
// Dagpokar
Verð frá 5.990 kr.
// Stærri bakpokar
Verð frá 12.990 kr.
// Tjöld
Verð frá 8.990 kr.
Sjónaukar, göngustafir, áttavitar og
margt fleira
BARACK Obama, forseti Banda-
ríkjanna, hét því í gær að uppræta
hryðjuverkamenn, sem hefðu kom-
ið sér fyrir í Pakistan. Sagði hann,
að upplýsingar bentu til, að þeir
væru þar að skipuleggja stórárás á
Bandaríkin.
Obama sagði, að pakistönsku
landamærahéruðin næst Afganist-
an væru einhver „hættulegasti
staður í heimi“ fyrir Bandaríkja-
menn og lýsti al-Qaeda-hryðju-
verkasamtökunum sem „krabba-
meini“, sem gæti gleypt Pakistan.
Obama ætlar að fjölga í banda-
ríska herliðinu í Afganistan og er
stefnt að því, að í því verði um
65.000 manns í september næst-
komandi. Þá ætlar hann að stór-
auka stuðning við afganska stjórn-
arherinn og er ráð fyrir því gert, að
hann skipi 134.000 menn.
Obama sagði einnig, að rætt yrði
við Kínverja, Indverja og jafnvel Ír-
ani um Afganistan og vandamálin
þar. svs@mbl.is
Vill herða
róðurinn í
Afganistan
Al-Qaeda sögð
undirbúa stórárás
Reuters
Stefnan Obama ásamt Clinton er
hann kynnti áform sín í Afganistan.
AÐ minnsta kosti 60 manns fórust er
stífla brast í Jakarta, höfuðborg
Indónesíu. Varð slysið í dagrenningu
er flestir voru enn í fastasvefni og
gátu því ekki forðað sér undan
flaumnum, sem eyðilagði hundruð
húsa.
Björgunarmenn unnu að því í gær
að leita að og bjarga fólki, sem var
fast undir braki úr húsunum, en víða
var flóðhæðin allt að sex metrar. Er
óttast, að tala látinna eigi eftir að
hækka enda var margra saknað.
Áætlað var, að 500 hús hefðu eyði-
lagst eða skemmst er flóðbylgjan
lenti á þeim en mikið hefur rignt á
þessum slóðum síðustu daga. Bendir
flest til, að stíflan hafi ekki verið
nógu traust en í henni var aðeins
jarðvegur, sem hafði verið hrófað
upp á nýlendutíma Hollendinga
snemma á síðustu öld. Hélt hún í
skefjum tveimur milljónum rúm-
metra af vatni.
Stjórnvöld heita hjálp
Jusuf Kalla, varaforseti Indóne-
síu, og Aburizal Bakrie félagsmála-
ráðherra komu strax á staðinn og
fylgdust með björgunaraðgerðum og
sagt var, að Susilo Bambang Yudho-
yono forseti ætlaði að gera hlé á
kosningabaráttu sinni og kynna sér
aðstæður. Var haft eftir Kalla, að
fólk fengi bætur og hjálp við að
byggja upp heimili sín á ný.
Stórslys er stífla brast
Reuters
Eyðilegging Hluti af íbúðahverfinu eftir að flóðið skall á því.
Tugir manna fórust í Jakarta í Indónesíu er vatnsflaumurinn
eyðilagði hundruð húsa er flestir voru enn í fastasvefni
ÁRÓÐURINN fyrir hollustu og
heilbrigði er orðinn svo mikill, að
hann er farinn að leggjast á sálina í
sumum börnum. Ýmis algengur
matur er orðinn að hálfgerðu eitri í
þeirra augum og afleiðingin er innri
togstreita og andleg vanlíðan.
„Salt hækkar blóðþrýsting og
veldur alvarlegum sjúkdómum,“
sagði Greye, átta ára drengur, í við-
talið við New York Times en hann
hefur ekki bara áhyggjur af saltinu.
Hann telur ofan í sig hitaeiningar og
spáir mikið í hvort hann fái nóg af
vítamínum. Með þetta er móðir hans
mjög ánægð enda er hún hollustu-
fíkill, eldar bara lífrænan mat og
næringartöflurnar hanga um allt.
Bandarískir læknar eru nú farnir
að vara fólk við þessum öfgum.
Mæla þeir með hollum mat en segja,
að allt að því sjúklegur ótti við sum
matvæli geti haft slæmar, andlegar
afleiðingar fyrir börnin og beinlínis
stuðlað að sjúkdómum.
Hollustuþrá-
hyggja bitn-
ar á börnum