Morgunblaðið - 28.03.2009, Qupperneq 29
Daglegt líf 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Blaðamannaverðlaun
Blaðamannafélags Íslands fyrir
vandaðar fréttir á mbl.is
– meira fyrir áskrifendur
Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift
eða í síma 569 1122
Blaðaljósmyndarafélag Íslands verðlaunar
fyrir bestu ljósmyndir ársins. Starfsfólk
Morgunblaðsins hefur þannig fengið meirihluta
af þeim fagverðlaunum sem veitt eru á Íslandi
fyrir síðasta ár. Morgunblaðið og mbl.is eru
stolt af sínu fólki og óska hjartanlega til
hamingju með verðlaunin.
Halldór Baldursson
Aðalverðlaun FÍT, Félags íslenskra
teiknara og myndskreytiverðlaun FÍT
fyrir Kreppuna, hárbeittar ádeilur á
heimsmælikvarða.
tvær stúlkur verða skotnar í sama
stráknum og einhverjir komast ekki
inn.
Ekki vill Bjartmar viðurkenna að
persónurnar eigi sér fyrirmyndir í
sveitinni, ekki beint. Hins vegar sé
ef til vill hægt að sjá einhverja þætti
í fari fólks. „Þeir sem hafa unnið við
sýninguna hafa margir þóst sjá
hverjir þetta væru, en niðurstaðan
hefur oft verið kolvitlaus,“ segir
Bjartmar og bætir því við seinna að
allir ættu að geta fundið þarna fyr-
irmyndir, meira að segja Skagfirð-
ingar.
Bjartmar hefur áhuga á að svara
eigin spurningu um boðskap verks-
ins: „Það er helst að reynt sé að kafa
ofan í sálarlíf drukkins hestamanns,
en til að komast að niðurstöðu þarf
meiri tíma og meiri rannsóknir,“
segir hann. „Þetta er fyrst og fremst
til að hafa gaman af, ef einhver getur
hlegið þá er tilganginum náð.“
Verða líka að geta sungið
Leikdeild UMFR var með áætl-
anir um að taka til sýninga leikrit
sem sérstaklega er samið fyrir hana
en það frestaðist svo ákveðið var að
kýla á söngleik. „Það er erfitt að
setja upp söngleik. Gerðar eru aðrar
kröfur en venjulega – menn verða
líka að geta sungið og svo má enginn
veikjast,“ segir Jón Pétursson, garð-
yrkjubóndi í Björk, sem leikur Guð-
mund húsvörð og leikstýrir verkinu
ásamt Steinunni Garðarsdóttur. Jón
segir að ágætlega hafi gengið að
manna hlutverk og hljómsveit en til
þess hafi orðið að fá fólk að láni víða í
héraðinu. Nemendur Kleppjárns-
reykjaskóla dansa undir lögunum.
Bræðurnir frá Geirshlíð íFlókadal, Jón, Guð-mundur og Pétur Pét-
urssynir, leika stór hlutverk og
syngja mikið í Töðugjaldaball-
inu, eins og oft áður á sýn-
ingum leikdeildarinnar. Jón
hefur verið þar einn af burðar-
ásunum í áratugi, þótt hann eigi
langt í land með að ná Ármanni
Bjarnasyni á Kjalvararstöðum,
Steinunni Garðarsdóttur á
Grímsstöðum og Þorvaldi Jóns-
syni í Brekkukoti sem hófu leik-
feril sinn 1966, í Skugga-Sveini.
Bræðurnir tóku þátt 100 ára
afmælissýningu leikfélagsins á
síðasta ári, „Þið munuð hann
Jörund“. Mikið púður fór í þá
uppfærslu og segir Pétur að
erfitt hafi verið að ná sér af
stað í vetur. „Það er gaman að
hafa heimafengið efni. Ég er
bara með út af því,“ segir Pétur
og getur þess að hann hafi allt-
af verið aðdáandi gamanvísna
Bjartmars. „Hann er líka æsku-
vinur okkar úr Flókadalnum og
hefur ort um okkur eins og
fleiri og flutt á samkomum,“
bætir Jón við.
„Það er skemmtilegt að taka
þátt í þessu, þótt það sé krefj-
andi í tíma,“ segir Guðmundur
og bætir því við að það sé
ástæðan fyrir því að hann sé
með, enn eitt árið. „Textinn er
skemmtilegur og þá er alltaf
gaman að leika,“ segir Jón.
Guðmundur leikur fulla
hestamanninn, Sveinbjörn G.
Hjaltalín, og Pétur er í hlut-
verki Ísleifs Johnsen dyravarð-
ar, steratrölls sem ættað er úr
Vestmannaeyjum, eins og ætt-
arnafnið gefur til kynna. Bræð-
urnir eru saman á sviðinu þeg-
ar hestamaðurinn kemur á
ballið og þeir þurfa því að eiga
allnokkur samskipti. Guð-
mundur húsvörður og Ísleifur
dyravörður eiga þó ekki í neinu
basli með drukkna hestamann-
inn.
Hefur líka ort um okkur
Bjartmar Hannesson hefur samið og sungið gam-
anvísur um sveitunga sína á þorrablótum og öðrum
samkomum í yfir þrjátíu ár og efni eftir hann hefur
komið út á hljómdiskum. Áætlar Bjartmar að hann
hafi samið um 700 gamanbragi um ævina.
Hafsteinn Þórisson hefur lengi spilað í hljóm-
sveitum, meðal annars á sveitaböllum og þekkir því
umhverfið vel. Hann hefur ekki gefið út lög sín.
„Það er aldrei að vita hvað gerist núna, þegar ég er
kominn á skrið, ekki síst þegar maður kemst í svona
góða texta,“ segir Hafsteinn.
Samið 700 gamanbragi
Bjartmar
Hannesson
BÖRN, sem raða í sig sætindunum,
hlaupa í spik og eyðileggja í sér
tennurnar. Um það efast enginn en
nú hafa læknar fundið út hve stór
skammturinn má vera án þess að
valda börnunum tjóni.
Danska hollustueftirlitið hefur
gefið foreldrum góð ráð um syk-
urneysluna. Lifi börnin almennt
heilbrigðu lífi og hreyfi sig að
minnsta kosti í klukkustund dag-
lega, þá eru reglurnar þessar:
Ekki skal gefa börnum innan
þriggja ára aldurs nein sætindi eða
sæta drykki.
Börn á aldrinum 3-6 ára mega
aðeins fá fjórðung úr lítra af gosi
eða ávaxtasafa vikulega.
Börn á aldrinum 7-15 mega fá
hálfan lítra af gosi eða safa viku-
lega.
Mikill sykur í gosi
Mikill sykur er í gosi og raunar
flestum ávaxtasafa líka. Í hálfum
lítra er um að ræða 25 sykurmola,
hvorki meira né minna.
Fyrir utan sykurinn er margt
hollt við ávaxtasafann en á móti
kemur, að í honum er sýra, sem
skemmir tennurnar. Eins og gos-
og safaþambið er á mörgum börn-
um má því segja, að tennurnar séu í
stanslausu sýrubaði. Þess vegna er
þeim ráðlagt að skola munninn með
vatni eftir slíka drykkju.
Morgunblaðið/G.Rúnar
Gosdrykkir Mikill sykur er í flestum gosdrykkjum. Danska hollustueftirlitið
ráðleggur 7-15 ára krökkum að drekka einungis hálfan lítra af gosi á viku.
Vilja minni sykur-
skammta fyrir börn