Morgunblaðið - 28.03.2009, Page 30
30 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009
Ríkt fólk verður fyrir höggiog reynir nú af öllummætti að skera niðuróþarfa útgjöld. Þar með
fylgja elskhugar utan hjónabands-
ins,“ segir talsmaður fyrirtækisins
Prince and Associates í viðtali við
breska dagblaðið Telegraph. Fyr-
irtækið stóð nýlega fyrir könnun á
sparnaðaraðgerðum auðmanna.
Samkvæmt niðurstöðum könn-
unarinnar, sem framkvæmd var í
Bretlandi, hafa yfir 80% þeirra
milljónamæringa sem eiga sér elsk-
huga utan hjónabands, skorið niður
gjafir og fjárstuðning til þeirra.
„Ég lofaði hjákonu minni brjósta-
stækkun og fitusogi fyrir nokkrum
mánuðum,“ segir auðkýfingur í
samtali við Telegraph. „Nú hef ég
hins vegar aðeins efni á öðru
hvoru,“ bætir hann við.
En það eru ekki aðeins þeir rík-
ustu sem breyta hegðunarmynstri
sínu því almennir flagarar neyðast
nú líka til að draga úr eyðslunni,
ekki síst í ljósi þess að sýnt hefur
verið fram á að hættan á hjóna-
skilnaði verður meiri þegar efna-
hagskreppa ríður yfir.
Samkvæmt niðurstöðum könn-
unar Prince and Associates hefur
stór hluti starfsmanna í breska fjár-
málahverfinu City, eða 79%,
áhyggjur af því að hjónaband þeirra
muni bresta í kreppunni vegna
álags. Við slíkar aðstæður verði
elskhugi að aukaáhættu sem hægt
er að vera án.
Sambandið verður óspennandi
„Sektarkennd getur orðið manni
mjög dýr,“ segir einn viðmælandi
Telegraph sem hefur verið í sam-
bandi við giftan mann í tvö ár.
„Hann var vanur að gefa mér gjafir
á öllum hátíðisdögum, á Valentínus-
ardaginn og ég átti alltaf von á gjöf
þegar hann var í fríi,“ segir konan.
Síðustu sex mánuði hafa „hlunn-
indi“ konunnar hinsvegar skerst
verulega. „Hann gefur mér ekki
lengur ilmvatn eða undirfatnað og í
staðinn fyrir að fara út að borða för-
um við nú á barinn eða fáum okkur
te. Þetta er eins og að eiga kærasta,
nema hvað ég fæ takmarkaðan tíma
með honum. Þetta er farið að verða
frekar óspennandi því sem hjákona
leggur maður ýmislegt á sig vegna
dekursins sem maður fær í stað-
inn,“ bætir hún við. jmv@mbl.is
Skart og fitusog
reynast auð-
mönnum of dýr
Útgjöld vegna hjákvenna og elskhuga utan
hjónabanda eru hluti þess sem fjöldi auðkýfinga
sker nú niður í ljósi efnahagskreppunnar.
AP
Munaður Hætt er við því að margir verði að segja skilið við munaðarvörur.
Enn af limrum og glæpumSigrún Haraldsdóttir tekur
upp þráðinn í sakamálalimrum,
sem forsmekkur var gefinn að í
gær:
Árni átti urmul af konum,
hann ávalt brást trú þeirra vonum.
Ein varð svo reið
og á rangindum leið
að með kústinum kálaði honum.
Þá Hjálmar Freysteinsson:
Gerður átti sér góðan mann
en gramdist stundum við sóða þann,
áleit hann gæti
aukið hreinlæti.
Hún endaði með því að sjóða hann.
VÍSNAHORN pebl@mbl.is
Enn af
limrum og
glæpum
NÚ FER að vora og frjókornum
fjölgar ört í Evrópu sem víðar. Þar
með eykst hætta á bílslysum en sam-
tök þýskra bílaeigenda hafa sýnt
fram á að fjórða hvert bílslys orsak-
ast af völdum ofnæmis hverskonar.
Vot augu eða hnerrar verði til þess
að bílstjórar blindist auk þess sem
bifreiðar verði stjórnlausar þó að
um stuttan tíma sé að ræða. En stutt-
ur tími getur reynst drjúgur þegar
um mikinn hraða er að ræða. Þegar
á 80 km hraða er komið getur lítill
hnerri orðið til þess að bifreið sé
stjórnlaus í um 25 metra. jmv@mbl.is
Frjókorn og
slysahætta
Virkjanakostir á Íslandi
Ragnar Axelsson
Besta umfjöllun ársins 2008 fyrir
umfjöllun um virkjunarkosti á Íslandi
Virkjanakostir á Íslandi
Önundur Páll Ragnarsson
Besta umfjöllun ársins 2008 fyrir umfjöllun um
virkjunarkosti á Íslandi
Morgunblaðið og mbl.is hefur á að skipa harðsnúnu
liði blaðamanna og ljósmyndara sem hafa sópað til sín
verðlaunum að undanförnu. Blaðamannafélag Íslands
verðlaunar árlega fyrir bestu blaðamennsku ársins og
Starfsfólk Morgunblaðsins
sópar að sér verðlaunum
F
ít
o
n
/
S
ÍA