Morgunblaðið - 28.03.2009, Qupperneq 32
Lág tilboð endur-
spegla ástandið
FRÉTTASKÝRING
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
V
egagerðin opnaði á
þriðjudaginn tilboð í
gerð Norðausturvegar í
Vopnafirði. Athygli
vakti hve mörg tilboð
voru lág. Alls voru fimm tilboð undir
60% af áætluðum verktakakostnaði
og lægsta tilboðið var 51,3% af áætl-
un. Er þetta með allra lægstu boð-
um sem Vegagerðin hefur fengið og
er talið endurspegla vel ástandið á
verktakamarkaðnum.
Að sögn Gunnars Gunnarssonar
aðstoðarvegamálastjóra er hafin
vinna við að meta getu lægstbjóð-
enda til að takast á hendur svona
viðamikið verk. Venjan er að kalla
eftir gögnum frá þeim þremur fyr-
irtækjum sem lægst bjóða, en í ljósi
þess hve mörg lág boð bárust, var
að þessu sinni kallað eftir gögnum
frá sjö fyrirtækjum. Að sögn Gunn-
ars verða fyrirtækin að geta sýnt
fram á að þau hafi unnið verk sem
eru sambærileg við þetta verk. Eins
verður velta fyrirtækja síðustu þrjú
ár að vera ákveðin prósentutala af
þeim verkum sem Vegagerðin hefur
verið að bjóða út hverju sinni. Einn-
ig verða fyrirtækin að geta sýnt
fram á að þau fái verkábyrgðir. „Við
erum að reyna að gera þetta þannig
úr garði að sá aðili sem fær verkið
muni ráða við það,“ segir Gunnar.
Mörg dæmi eru um það að Vega-
gerðin taki ekki lægsta tilboði enda
má hún það ekki ef fyrirtækin upp-
fylla ekki þau skilyrði sem sett eru.
Boðið út fyrir 6 milljarða
Vegagerðin hefur 21 milljarð
króna til framkvæmda á þessu ári.
Þar af eru 14-15 milljarðar bundnir í
verkum, sem búið er að bjóða út áð-
ur. Verk fyrir 6 milljarða verða boð-
in út á þessu ári. Ef tilboð verða al-
mennt lág kann svo að fara að fé
verði afgangs til frekari fram-
kvæmda en áætlað var að bjóða út.
Ef svo fer telur Gunnar líklegast að
meira verði framkvæmt við Suður-
landsveginn en þeir 5 kílómetrar,
sem áformað er að bjóða út á árinu.
Árni Jóhannsson forstöðumaður
mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðar-
ins segir að staðan á verktakamark-
aði sé afar erfið. Árni segir að
tvennt gefi til kynna stöðuna á
markaði nú, annars vegar þessi lágu
tilboð sem borist hafa í verk og hins
vegar sá mikli fjöldi þeirra fyr-
irtækja sem leggur í þann kostnað
og þá vinnu að senda tilboð. Í venju-
legu árferði séu tilboð í verk 5-7
talsins en nú skipta þau tugum, allt
upp í 30. Þá sé athyglisvert að stór-
fyrirtæki séu farin að bjóða í
smærri verk. „Þetta er raunar stað-
festing á því sem allir vita,“ segir
Árni. Hann segir að til lengri tíma
sé útlitið þokkalegt. Vegagerðin
muni bjóða út verk fyrir 6 milljarða
og Reykjavíkurborg ætli sömuleiðis
að bjóða út verk fyrir 6 milljarða,
svo dæmi séu tekin. „Helsta vanda-
málið er hve lítið fjármagn er í kerfi
okkar núna.“
Háfell ehf. er umfangsmikið verk-
takafyrirtæki og er með mörg verk í
gangi. Háfell átti næst lægsta til-
boðið í Norðausturveg, 51,4% af
kostnaðaráætlun. Jóhann Gunnar
Stefánsson framkvæmdastjóri fyr-
irtækisins segir að hann hafi gert
tilboð í verkið á þeim forsendum að
hægt væri að vinna það með hagn-
aði, þótt ekki yrði hann mikill. Jó-
hann Gunnar segir að það hafi vakið
sérstaka athygli hans hve mikill
munur hafi verið á tilboðunum í
Norðausturveg. Í ljósi þess hafi
hann sent Vegagerðinni bréf og ósk-
að frekari skýringa á þeim for-
sendum sem lágu að baki áætluðum
verktakakostnaði.
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Verkefnalaus Mörg stórvirk jarð-
vinnutæki bíða eftir verkefnum.
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
Nú er tímiuppgjörsí stjórn-
málaflokkunum,
sem einhverju
réðu í aðdrag-
anda fjármálahrunsins. Það
örlaði á slíku uppgjöri í
setningarræðu Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur, frá-
farandi formanns Samfylk-
ingarinnar, á landsfundi
flokksins í gær. Þó er ekki
hægt að segja að hún hafi
horfzt jafnbeint í augu við
eigin ábyrgð í þeim efnum
og Geir H. Haarde gerði sól-
arhring áður, er hann setti
landsfund Sjálfstæð-
isflokksins.
Ingibjörg Sólrún fjallaði
vissulega um sjálfsskoðun
og endurmat í kjölfar
bankahrunsins. Hún við-
urkenndi að hún, eins og
margir aðrir, hefði sýnt
„ákveðið andvaraleysi gagn-
vart samfélagsþróuninni“.
Menn hljóta hins vegar að
staldra við ummæli for-
mannsins um hennar
„stærstu yfirsjón“, sem hún
segir hafa verið að hafa ekki
gert afdráttarlausari kröfur
um breytingar á stjórnkerf-
inu, þegar Samfylking og
Sjálfstæðisflokkur efndu til
stjórnarsamstarfs vorið
2007. „Í Sjálfstæðisflokkn-
um fer auðvald og ríkisvald
hönd í hönd. Hér ríkir kunn-
ingjakapítalismi. Sjálfstæð-
ismenn eru ráðandi jafnt í
fyrirtækjum sem stjórnkerfi
og sú samtrygging sem
þannig hefur komist á leiðir
til aga- og aðhaldsleysis,“
sagði Ingibjörg Sólrún.
Hversu sannfærandi eru
þessi orð úr munni leiðtog-
ans, sem hélt hinar frægu
Borgarnesræður vorið 2003?
Þar var Davíð Oddsson, þá-
verandi forsætisráðherra,
sakaður um að beita lög-
reglunni og eftirlitsstofn-
unum ríkisins gegn
ákveðnum fyrirtækjum –
nánar tiltekið Baugi, Kaup-
þingi og Norðurljósum (sem
seinna urðu að 365). Var það
kunningjakapítalismi í þágu
útrásarvíkinganna? Eða
væri kannski öðruvísi um-
horfs í íslenzku samfélagi
nú ef böndum hefði þá verið
komið á bröttustu berserk-
ina?
Samfylkingin verður að
skoða betur eigin þátttöku í
klappliði fjármálaútrás-
arinnar. Svona billega geta
menn ekki leyft sér að reyna
að komast frá málinu.
Það er holur hljómur í
þeirri yfirlýsingu flokks-
formannsins að flokkurinn
hafi látið „gildismat Sjálf-
stæðisflokksins og við-
skiptalífsins yfir
okkur ganga“.
Samfylkingin
baðaði sig í hinu
sama gildismati,
hjálparlaust og
löngu áður en til stjórn-
arsamstarfsins við Sjálf-
stæðisflokkinn kom.
Það er hins vegar rétt hjá
Ingibjörgu Sólrúnu, að nú
er „tækifærið fyrir Samfylk-
inguna að sýna að hún sé
burðarflokkur í íslenskum
stjórnmálum“. Ummæli
hennar um að flokkurinn
eigi að skilja mikilvægi þess
að breyta, en ekki bylta, eru
líka skynsamleg. Það er al-
veg rétt að leiðin til að
byggja upp traust að nýju er
ekki „að fallast á hverja
nýja kröfu, hlýða hvaða kalli
sem er, þola enga ágjöf“. Ef
Samfylkingin getur sýnt
fram á að hún sé slíkur
flokkur verðskuldar hún
traust kjósenda.
En hverjar eru kröfurnar
og köllin? Nú vill formaður
Samfylkingarinnar „beita
ríkisvaldinu í almannaþágu“
og „skipta byrðunum jafnt“.
Um leið vill hún „heildstæða
sóknarstefnu fyrir íslenskt
atvinnulíf“ og að „Ísland
verði komið í hóp tíu sam-
keppnishæfustu þjóða heims
fyrir 2020“.
Hvernig á að koma því í
kring? Með stórauknum
sköttum á sparnað, atvinnu-
starfsemi, dugnað og eigna-
uppbyggingu, eins og sam-
starfsflokkur Samfylk-
ingarinnar í ríkisstjórn
boðar? Hvað felst í yfirlýs-
ingunni um að Samfylkingin
eigi að vera „frjálslyndur
umbótaflokkur“?
Samfylkingin og Vinstri
grænir stefna að áframhald-
andi stjórnarsamstarfi eftir
kosningar. Og þá vænt-
anlega meirihlutastjórn, þar
sem ekki þarf einu sinni að
taka tillit til sjónarmiða
Framsóknarflokksins.
Hvernig hyggst Samfylk-
ingin sannfæra kjósendur
um að hún hyggist ekki
samþykkja hverja kröfu
Vinstri grænna um hærri
skatta, meiri höft á athafna-
frelsi og ríkari opinbera
forsjá? Hvernig ætlar hún
að samræma stefnu fráfar-
andi formanns um að ekki
megi loka Íslandi við meg-
inatriðin í stefnu samstarfs-
flokksins? Hvernig ætlar
Samfylking með 30% fylgi
að hafa í fullu tré við vinstri
græna með 26% fylgi?
Kannski fást svör á lands-
fundinum í Smáranum, sem
eru meira sannfærandi en
ræða fráfarandi flokks-
formanns.
Berum saman setn-
ingarræðuna og
Borgarnesræðurnar}
Holur hljómur
L
ykilatriði í þroskasögu hvers
manns er að moka flórinn. Að
lesa, skrifa og reikna skiptir máli
en sá sem ekki hefur mokað flór
og helst ausið hlandi að auki, hann
er ekki búinn undir lífið nema að hálfu.
Ég var svo lánsamur í æsku að dvelja nokkur
sumur í sveit. Nútíminn var ekki kominn í
Fljótsdalinn á ofanverðum sjöunda áratugnum;
hvorki rafmagn né þéttbýlissími og á mínum
bæ var ekki bíll, en það skipti ungan fjósamann
ekki máli; ég hafði ekki náð tveggja stafa tölu í
aldri og þurfti ekki að fara neitt, nema að sækja
kýrnar, og þá fengu gúmmískórnir stundum að
kenna á því.
Fleiri voru ferðalögin ekki á sumrin; komiði
sæl, sagði maður við frændfólkið á bænum að
vori og veriði sæl að hausti.
Þess á milli var lengst farið út á Nes og þá með körl-
unum á Ferguson í heyskap.
Síðustu árin mín fyrir austan, á öndverðum áttunda
tugnum, var rafmagnið komið og þá breyttist aðallega
tvennt: Osram leysti olíulampann af hólmi og tekin var í
notkun rafknúin kaffikvörn. Birtan af lampanum var
óneitanlega notalegri en sú nýja og stemningin önnur en
okkur fannst hljóðið flott í kvörninni. Það var heldur varla
á vinnulúnar hendur úr fjósinu bætandi að snúa þeirri
gömlu.
Sú göfuga iðja að moka flór stælir bæði líkamann og sál-
ina og eykur innri ró. Moksturinn var mér býsna erfiður,
ungum dreng og væskilslegum, en dýrmætur.
Upphandleggsvöðvarnir stæltust, þannig að í
skólanum var auðveldara að lyfta blýanti en
ella, og heilinn þjálfaðist þótt enn sé hann ekki
fljótur að leggja saman eða draga frá.
Stundirnar í fjósinu komu meira að segja að
góðum notum eftir að dæturnar fæddust; nýtt-
ust einhvern veginn af sjálfu sér þegar farið
var að skipta um bleyju eða skeina.
Fyrstu dagana á vorin varð reyndar að
brjóta heilann hressilega, um eitthvað; dreifa
þurfti huganum í þeim tilgangi einum að koma
skynjuninni upp og út fyrir mörk skítalykt-
arinnar, en áður en maður vissi af var engin
lykt lengur í fjósinu.
Rekunni var rennt eftir flórnum án þess að
depla auga, undir mykjuna og sveiflað yfir að
hjólbörunum. Eftir að ekið var af stað þurfti
bara að hitta fjölina sem lögð var af moldargólfinu og upp
á þröskuldinn, tekin snögg vinstri beygja um leið og út var
komið og sturtað í hauginn upp með fjósveggnum.
Hlandinu var líka ausið úr flórnum; með gallons blikk-
brúsa undan smurningu frá Esso, sérstaklega klipptum til
þessa verkefnis. Það kostaði átak að ganga til starfans að
vori, en hann varð fljótt álíka auðveldur og það að klappa
hundinum.
Við blasir að til þess að glíma við vandamál nútímans
þarf að hverfa til fortíðar í fjósinu; að það verði samskonar
stofnun og ég kynntist. Hér á landi þarf að minnsta kosti
sérfræðinga í því að moka flórinn. skapti@mbl.is
Skapti
Hallgrímsson
Pistill
Úr óskrifaðri dagbók – II
Hlutfall af kostnaðar-
áætlun Vegagerðarinnar
2008 85,9%
2007 81,4%
2006 87,4%
2005 78,8%
2004 87,2%
2003 88,1%
2002 75,9%
2001 82,2%
2000 75,3%
1999 77,5%
1998 79,6%
1997 84,3%
1996 75,8%
1995 72,2%
1994 71,4%
1993 70,2%
1992 61,2%