Morgunblaðið - 28.03.2009, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 28.03.2009, Qupperneq 37
Umræðan 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 MANNKYNS- SAGAN hefur sýnt að þegar kreppir að í sam- félagi þjóða eiga öfga- stefnur greiðari aðgang að þegnunum. Óttinn og kvíðinn samfara versnandi efnahag kalla stundum fram verri eiginleika í mönn- unum og þeir kjósa að kenna um aðilum sem bera enga sök á ástandinu. Þess vegna er nauðsyn- legt að halda ætíð vöku sinni og fylgj- ast vel með því að mannréttindi séu virt í því þjóðfélagi sem við lifum í og vera ekki einungis á verði gagnvart viðhorfum annarra heldur líta reglu- lega í eigin barm. Nýlega upplifðum við þau tímamót að þeldökkur maður tók við embætti forseta Bandaríkjanna og við það tækifæri sagði hann: „Ég stend hér vitandi það að saga mín er hluti af stærri sögu amerísku þjóðarinnar. Ég á öllum þeim sem komu á undan mér skuld að gjalda og í engu öðru landi á jörðu væri saga mín möguleg.“ Við Íslendingar vilj- um hins vegar gjarnan trúa að saga Baracks Obama væri ekki bara möguleg hér á landi heldur allt eins líkleg og saga Ólafs Ragnars Grímssonar. Und- anfarna áratugi hefur fólk víðs vegar að úr heiminum flust hingað til lands. Sumir á flótta í mikilli neyð, aðrir í leit að betra lífi og tilbreytingu og enn aðrir að fylgja ástinni. Hver sem ástæðan er þá tók þetta fólk virkan þátt í þeim uppgangi sem hér var á öllum sviðum og lagði gjörva hönd á plóg. Nú eftir að áfallið hefur dunið yfir stendur það veikari fótum en aðrir því það tengslanet sem hver og einn byggir upp í kringum sig er ekki sambærilegt hjá þeim sem aðeins hafa dvalið tímabundið í nýju landi við það sem sá hefur tiltækt sem alið hefur allan sinn aldur á sama stað. Við viljum hins vegar ekki missa þetta hæfa fólk frá okkur. Íslandi veitir ekki af öllum þeim sem vett- lingi geta valdið til að takast á við þá erfiðleika sem blasa við. Þess vegna er gott að við styðjum við bak hvert annars, óháð uppruna okkar, þjóð- erni, kynþætti eða raun hverju sem er, svo enginn gleymist meðan kreppan herðir tökin. Við verðum að standa vörð um mannréttindi í sam- félagi okkar. Það er borgaraleg skylda og auðvelt að tapa þeim rétt- indum sem hafa áunnist ef ekki er vel að gætt. Það gildir ekki síst um kyn- þáttafordóma. Þeir stinga fljótar upp kollinum á erfiðum tímum og hver og einn er ábyrgur fyrir sjálfum sér. Rasisma eða kynþáttafordóma má skilgreina á einfaldan hátt á þann veg að þeir snúist um þá trú að kynþáttur segi til um ákveðna eðliseiginleika mannsins og hæfileika hans. Að auki skapi þessi mismunur milli kynþátta sjálfkrafa yfirburði eins yfir öðrum. Fólk sem hefur slíka fordóma eða trúir þessu hefur andúð á ákveðnum hópum eða dæmir fyrirfram tilteknar manneskjur vegna kynþáttar þeirra. Hafa ber í huga að kynþáttur þarf ekki endilega að vera skýrt afmark- aður af til dæmis hörundslit til að slíkt eigi sér stað. Oft nægir að fólk sé af öðru þjóðerni eða hafi önnur trúar- brögð en sá sem haldinn er kynþátta- fordómum. Íslendingar eru aðilar að og hafa fullgilt alþjóðasamning SÞ um afnám alls kynþáttamisréttis. Sjálfir hafa Íslendingar notið vináttu og gestrisni í öðrum löndum og svíður sárt að ým- islegt bendir til að breyting hafi orðið á því í vissum tilfellum. Verum því vakandi fyrir því sem gerist hér á landi og gætum þess að sofna ekki á verðinum. Virðing fyrir mannrétt- indum og mannúð mun án efa skila okkur hraðar og betur út úr efna- hagsþrengingum þeim sem dynja nú yfir. Margrét Steinars- dóttir skrifar um mannréttindi »Áminnning um mik- ilvægi mannréttinda, ekki síst á krepputímum og hversu mikilvægt er að vinna gegn kynþátta- fordómum. Margrét Steinarsdóttir Höfundur er settur framkvæmdastjóri Alþjóðahúss. Stöndum vörð um mannréttindi ★ ★ Fararstjóri Friðrik G. Friðriksson Ferðir fyrir þá sem vilja koma óþreyttir, úthvíldir og fullir af orku úr fríinu Evropurutur 2009 Ferðir til Tenerife, Alpana, Krítar og Santóríní og aðventu í Trier Þeir sem hafa aðgang að tölvu geta skoðað upplýsingarnar um ferðirnar með því að fara inn á www.uu.is, ævintýri, evrópurútur, en þar er einnig myndasafn með myndum úr síðustu ferðum. Annars bara að hringja í 585 4000 og fá upplýsingar hjá Þórunni eða Silju Rún. Aðventuferðirnar til Trier hafa verið mjög vinsælar og eru nokkur sæti laus í seinni ferðina. Þarna fer saman hvíld og skoðun, jólainnkaup og góður matur. Jólamarkaðirnir í Trier, Ruedesheim og Monschau eru með því besta. 29. nóv. til 6. desember, verð 159.500, mikið innifalið. Krít og Santóríní. Eina ferðin til Krítar á þessu ári. Einstakt tækifæri til að fá innsýn í mikla og magnþrungna sögu Krítar og ekki síður Santóríní, sem er sérkennilegasta eyja Miðjarðarhafsins. Grísk Goðafræði og Hómerskviður koma við sögu. 10. til 22. september, verð 274.000 í tvíbýli, mest allt innifalið. Miðevrópudraumurinn er ógleymanleg ferð, þar kemur allt saman, fegurð, saga, góður matur, rólegheit og áhugaverðir staðir. Upp í fjöllunum er venjulega ekki of heitt á þessum tíma. Klassísk ferð um þýsku, austurrísku, ítölsku og svissnesku Alpana. 4. til 17. ágúst, verð 239.500 í tvíbýli, mest allt innifalið. Kynnist yngstu og lang merkilegustu eyju Kanaríeyja með 3718 háu eldfjalli. Tvö svæði eru undir vernd UNESCO. Frumbyggar vörðu eyjuna í tæp hundrað ár frá því að Spánverjar tóku fyrstu Kanaríeyjarnar. Þarna bjó Thor Heyedahl og uppgötvaði merkilega píramída. Gistið í hóteli sem var byggt 1720. Þessi eyja heitir Tenerife. Allt innifalið, svo sem fullt fæði með drykkjum. Engar moskítóflugur eða geitungar þar sem við verðum!!! 20. maí til 3. júní, verð 206.000 í tvíbýli. ÚRVAL ÚTSÝN ~ LÁGMÚLA 4 ~ 108 REYKJAVÍK SÍMI 585 4000 ~ FAX 585 4065 ~ TONSPORT@UU.IS AÐFERÐIN hefur verið að þróast á und- anförnum 100 árum og á rætur sínar að rekja til Sakichi Toyoda en sonur hans Kiichiro Toyoda stofnaði Toyota bílafram- leiðslufyrirtækið. Lean1 hefur sannað sig sem yfirburða- stjórnunaraðferð og eru framleiðendur sem kjósa að nota hana ekki (eða eiga í erfiðleikum með að taka hana upp) dæmdir til að tapa í samkeppni við Lean-fyrirtæki. Sagt hefur verið að heilbrigð- isgeirinn sé síðasta atvinnugreinin til að taka upp þessa aðferð. Lengi vel héldu stjórnendur heilbrigð- isstofnana því fram að stjórnunar- aðferð sem væri þróuð í bílafram- leiðslufyrirtæki gæti ekki verið heppileg á sjúkrahúsum og öðrum heilbrigðisstofnunum. Nú hefur orð- ið breyting þar á en undanfarin 7 til 8 ár hafa stjórnendur margra er- lendra heilbrigðisstofnana innleitt Lean. Má í því sambandi nefna há- skólasjúkrahúsið í Lundi sem tók upp þessa aðferð árið 2007. Lágmarka alla vinnu sem er ekki virðisskapandi Kjarninn í Lean er sérstök fyr- irtækjamenning en menning er eitt af því sem er hvað erfiðast að breyta í fyrirtækjum. Það skýrir af hverju það eru ekki fleiri fyrirtæki sem hafa farið þessa leið en raun ber vitni. Í Lean-fyrirtækjum hafa starfsmenn fengið þjálfun í umbóta- vinnu sem verður eðlilegur hluti af vinnu þeirra. Starfsmenn í Lean- fyrirtækjum gera greinarmun á virðisskapandi vinnu, ekki virð- isskapandi vinnu og sóun. Virð- isskapandi vinna er sú vinna sem er einhvers virði fyrir viðskiptavininn2. Starfsmenn eru stöðugt á varð- bergi gegn allri sóun og reyna að eyða henni á sama tíma og þeir reyna að lágmarka alla vinnu sem er ekki virðisskapandi. Hlutverk stjórnenda er talsvert frábrugðið í Lean-fyrirtækjum mið- að við hefðbundin fyrirtæki. Til að skýra þann sérstaka stjórnunarstíl sem Lean-leiðtoginn þarf að hafa er gott að byrja á hefðbundinni skil- greiningu og samanburði á hinum hefðbundna stjórnanda og nútíma- legum leiðtoga. Þá er gjarnan sagt að hinn hefðbundni stjórnandi stjórni með fyrirmælum og skip- unum en leiðtoginn veiti innblástur og sé fyrirmynd. Oft er stjórnendum hampað (og þeir kallaðir leiðtog- ar) ef þeir setja málin í hendur starfsmanna og treysta þeim fyrir því að vinna verkið. Leið- toginn setur skýr mark- mið en hefur sig svo lít- ið í frammi til að trufla ekki vinnu starfsmanna sem eiga að ráða fram úr hlutunum sjálfir. Lean-leiðtoginn fellur í hvorugan þessara flokka. Hann setur málin vissulega í hend- urnar á starfsmönnum en sleppir ekki af þeim hendinni. Íslensk fyrirtæki taka Lean í notkun Á Íslandi hafa nokkur fram- leiðslufyrirtæki tekið upp Lean og ein deild í einum af bönkunum hefur gert slíkt hið sama. Stjórnendur ís- lenskra heilbrigðisstofnana hafa enn ekki tekið upp þessa aðferð en þar gæti þó orðið breyting á eftir að Há- skólinn á Bifröst tók upp námsleið á meistarastigi sem kallast stjórnun heilbrigðisþjónustu. Eitt af fögum þessarar námsleiðar er Verkferla- og gæðastjórnun en í því fagi hefur þessi öfluga stjórnunaraðferð verið kennd. Í stjórnun heilbrigðisþjón- ustu eru nú á milli 30 og 40 nem- endur sem ýmist eru nú þegar stjórnendur heilbrigðisstofnana eða tilvonandi stjórnendur. 1) Margir kjósa að nota fremur orðið „Lean“ en „straumlínustjórnun“ sem er fremur óþjált, sérstaklega í samsetningum eins og straumlínustjórnunarstjórnandinn. 2) Ég nota orðið „viðskiptavinur“ í stað orðsins „sjúklingur“ enda eru við- skiptavinir heilbrigðisstofnana í auknum mæli ekki sjúklingar eða líta ekki á sig sem slíka. Ný stjórnunaraðferð í heilbrigðisþjónustu Reynir Kristjánsson »Ný stjórnunaraðferð hefur verið að ryðja sér til rúms á heilbrigð- isstofnunum með góðum árangri. Þessi aðferð er kölluð straumlínustjórn- un eða „Lean“. Höfundur er stjórnunarráðgjafi hjá ParX viðskiptaráðgjöf IBM og aðjúnkt við Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst Reynir Kristjánsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.