Morgunblaðið - 28.03.2009, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 28.03.2009, Qupperneq 41
Minningar 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. MARS 2009 ✝ Guðrún Hallgríms-dóttir frá Bjarn- arstöðum fæddist á Dalvík 2. september 1919. Hún lést á dval- arheimilinu Dalbæ á Dalvík 22. mars 2009. Hún var dóttir hjónanna Hallgríms Gíslasonar sjómanns, f. 12.10. 1880, d. 21.6. 1964 og Hansínu Jóns- dóttur, f. 12.9. 1888, d. 15.7. 1956. Systkini Guðrúnar, 7 að tölu eru: Stefán sjómaður, f. 1.3. 1911, d. 15.12. 2003, kona Dag- björt Pálsdóttir frá Siglufirði, f. 2.9. 1905, d. 25.11. 1988, þau áttu dreng sem lést ungur af slysförum, Jónas sjómaður, f. 14.11. 1912, d. 12.11. 2002, Gísli bílstjóri, f. 8.11. 1914, d. 9.9. 1996, kona Sigríður Guðlaugs- dóttir frá Bessastöðum, Dalvík, f. 16.6. 1918, d.16.6. 1992, börn þeirra voru 7, en eitt þeirra, drengur, lést af slysförum, Kristinn, f. 22.2. 1922, búsettur á Eskifirði, kona Jóhanna Guðna- dóttir úr Vaðlavík, f. 22.11. 1928, d. 11.7. 1991, börn þeirra eru 5, Guð- laug, f. 16.11. 1924, var gift Haraldi Tryggva- syni bónda á Svertings- stöðum í Eyjafirði, f. 23.9. 1921, börn þeirra eru 8, Rósa, f. 3.11. 1926, búsett í Bandaríkjunum, gift Charles M. Haag, f. 20.4. 1925 d. í október 1999, þau áttu 2 dætur, og Maríanna f. 2.12. 1928, d. 24.9. 1980, gift Jóni Krist- inssyni skólastjóra, f. 17.5. 1925, d. 24.12. 1997, börn þeirra eru 4. Guðrún giftist ekki en eignaðist 2 syni, þeir eru: 1) Stefán Þórólfur Sig- urðsson, f. 12.2. 1942, kvæntur Guð- rúnu Helgu Ágústsdóttur frá Vest- mannaeyjum, f. 18.9. 1944, þau eru búsett í Hafnarfirði og eiga 3 börn, a) Aldísi Hörpu leikskólastjóra, f. 8.10. 1967, gift Ásbergi Magnússyni prent- ara, f. 8.5. 1967, þau eru búsett í Sannidal í Noregi og eiga 3 börn, Magnús Ísak, f. 18.9. 1983, Helgu Dís, f. 23.1. 1987, og Yrsu, f. 17.9. 1996. b) Ásgeir Örvar verslunarmaður, f. 19.1. 1976, kvæntur Dagbjörtu Óm- arsdóttur, f. 25.3. 1972, þau eru bú- sett í Hafnarfirði og eiga 3 börn, Dag Ómar, f. 22.5. 2000, Hákon Hrafn, f. 1.3. 2005, og óskírða dóttur, f. 15.1. 2009. c) Oddný Guðrún, f. 2.8. 1980, eigandi hárgreiðslustofunnar Moha- ir í Kópavogi, maki Valdimar Ólafs- son verkstjóri, f. 3.5. 1973, þau eiga 2 börn: Valdísi Von, f. 12.9. 2000, og Evu Dís, f. 12.1. 2007. Með fyrri manni sínum átti Guðrún Helga dótt- urina Hafdísi Vilborgu Georgsdótt- ur, f. 26.10. 1964, hún lést af slysför- um 1981. 2) Hallgrímur Kristinsson, f. 19.9. 1944, maki Sigrún Ármanns Reynisdóttir, f. 7.9. 1947, búsett í Reykjavík. Guðrún bjó síðustu árin á dval- arheimilinu Dalbæ á Dalvík. Guðrún verður jarðsungin frá Dal- víkurkirkju í dag, 28. mars, kl. 13.30. Það á að jarða mömmu í dag, hana Gunnu í Bjarnarstöðum og óneitan- lega er ég með kökk í hálsinum, því að maður missir móður sína bara einu sinni á ævinni og sér hana aldrei upp frá því. Minningin ein verður eftir og hún er góð. Mamma veiktist alvarlega í desem- ber sl. og fór ekki úr rúmi eftir það. Fyrir okkur sem þekktum hana var það eitthvað svo óraunveruleg til- hugsun að vita af henni liggjandi í rúminu, hún var aldrei veik. Meðan ég var heima í Bjarnarstöðum man ég aldrei eftir að hún væri eitthvað lasin og lægi í rúminu. Lífshlaup móður minnar hófst á Dalvík, því lauk á Dalvík og allt milli- spilið fór þar einnig fram. Foreldrar hennar voru fyrstu búskaparárin á nokkrum hrakningi með húsnæði bjuggu t.d. í Höfn, á Jaðri og í sjóbúð Jóns í Nýjabæ. En snemma á þriðja áratug tuttugustu aldar tókst þeim að koma höndum yfir lítið kot sem Björn Friðriksson skipstjóri hafði reist í landi Miðkots og nefndi Bjarnarstaði. Hansína amma hefur eflaust verið sátt við þann gjörning því hún var dóttir þeirra Miðkotshjóna Önnu Björnsdóttur og Jóns Hanssonar, enda bjuggu þau í Bjarnarstöðum til æviloka. Mamma tók ekki neinar erf- iðar ákvarðanir í lífinu, hún þurfti þess ekki, tók því bara eins og það kom fyrir, hélt áfram að búa í Bjarn- arstöðum ásamt Jónasi bróður sínum eftir daga afa og ömmu. Hún skipti heldur ekki um vinnustaði, síldar- planið hjá Agli Júl. á sumrin, Frysti- húsið á haustin og veturna, ekkert vesen. Þetta gangverk harmoneraði fullkomlega og þurfti ekkert að vera að hrófla við því. Ég veit að henni fannst Stalín vera vondur maður og ef hún kallaði ein- hvern mann kommúnista var það skammaryrði, en ómeðvitað var hún einhver sannasti kommúnisti sem hægt var að hugsa sér, án þess að það kæmi pólitík nokkuð við. Hún kærði sig ekki um óþarfa, aðeins það nauð- synlega. Og skóna sína hefði hún hik- laust látið af hendi fyrir einhvern skó- lausan og gengið sjálf berfætt. Hún leyfði sér þó stundum á haustin ef hún hafði eignast einhverja síldarpeninga að fara með okkur bræðurna til Ak- ureyrar og bruðla smá, kaupa ein- hverjar flíkur og ögn af gotti til jólanna. Árið 1996 yfirgaf hún sitt gamla heimili og fór á Dvalarheimilið Dalbæ. Þar er frábærlega hugsað um vistmenn og henni leið virkilega vel. Ég og fjölskylda mín erum afar þakk- lát fyrir þá umönnun sem hún varð aðnjótandi þar. Nú er orðið kyrrlátt í Bjarnarstöðum og farið að gróa yfir gömul spor, engin Gunna að hlusta eftir skóhljóði strák- anna sinna eða horfa upp í Grímuhnjúk sem hún notaði fyrir barómet. Ég veit ekki hvað er langt upp að Gullna hliði, kannski er hún þegar komin þangað og Pétur búinn að opna og líklega hefur hann heilsað og sagt „jæja, Guðrún mín, ætlar þú að dvelja eitthvað hérna hjá okkur?“ og hún svarað „já það var nú meiningin en heyrðu heldurðu að ég hafi ekki gleymt prjónunum mínum“. Guð blessi minningu Guðrúnar frá Bjarnarstöðum. Stefán Sigurðsson. Elsku Gunna amma, nú hefur þú kvatt okkur og lokið þinni vegferð hér meðal okkar. Þegar pabbi hringdi í mig á sunnudaginn og sagði mér að þú værir farin, kom auðvitað sorg upp í hugann en líka ákveðinn léttir því að þó að líkaminn hefði nú gefist upp var sál þín í raun farin fyrir nokkrum mánuðum. Við Dagbjört fundum það svo sterkt í sumar þegar við heimsóttum þig að þér leið ekki vel því þú treystir þér ekki að koma á Bjarnastaði og drekka með okkur kaffi og hitta alla sem voru í húsinu. Árin áður hafðir þú svo gaman af því að koma í húsið þitt kæra og hitta alla og labbaðir stundum frá Dalbæ inn á Bjarnastaði komin hátt á níræðisaldur, eða var það niður á Bjarnastaði? Við höfðum svo gaman af því þegar þú talaðir um framfrá, innfrá, oneftir og inneftir. Við vissum aldrei hvað var hvað. Eftir að þú fluttir á Dalbæ höfum við heimsótt Bjarnastaði á hverju ári og með okkur hefur yfirleitt komið vinafólk og nú síðustu árin hafa Jón og Eva og fjölskylda komið með. Þau senda þér saknaðarkveðjur og þakka fyrir samverustundirnar með þér. Hann Nonni gat nú oft kallað fram hjá þér bros og hlátur með sprellinu sínu á góðum stundum á Bjarnastöðum. Við skynjuðum það mjög sterkt þegar við byrjuðum að venja komur okkar til Dalvíkur að þú varst svo stolt af bænum þínum og hvað allir bæjarbúar eru samheldnir. Allir þekktu Gunnu á Bjarnastöðum og þegar þú fréttir að við værum að koma hringdir þú bara í einhvern hjá bænum og þá mætti bæjarvinnan og var búin að slá allt í kringum Bjarna- staði. Það er alltaf svo vinalegt að heimsækja Dalvík því maður fær bros hjá öllum sem maður mætir. Á hverju sumri bíða strákarnir óþreyjufullir eftir Dalvíkurferðinni og spyrja reglulega hvenær við förum. Það verður því sárt að geta ekki heim- sótt þig á Dalbæ og boðið þér á Bjarnastaði eins og alltaf. Eins er leiðinlegt að þú fékkst ekki að hitta prinsessuna sem bættist í fjölskyld- una okkar í janúar. Við munum samt halda áfram að koma til Dalvíkur og heimsækjum þig í kirkjugarðinn í staðinn. Ég man sem lítill drengur að það var svo sérstakt að koma að heim- sækja þig og Jónas og vera hjá ykkur. Það var eitthvað svo mikil ró og kyrrð hjá ykkur og þægilegt andrúmsloft. Þú varst svona hin klassíska amma sem prjónaðir, bakaðir og sagðir gó- urinn, væni, klappaðir manni á kollinn og klæddist peysufötum við hátíðleg tækifæri. Á hverju áru komst þú til okkar um jólin. Í jólapökkunum voru oftast heimaprjónaðir vettlingar, sokkar eða peysur og þó að aðrir pakkar innihéldu eitthvað með ljósum og tökkum var maður alltaf svo þakk- látur, þá sérstaklega þegar ég komst meira til vits. Seinna gafst þú mér og Dagbjörtu alltaf eitthvert punt sem þú hafðir föndrað eða málað á Dalbæ. Þín verður sárt saknað amma og tómlegt að koma til Dalvíkur og hitta þig ekki. En þú ert búin að eiga góða ævi og bjóst alltaf þar sem þér leið best og nú mun Guð geyma þig og leyfa þér að fylgjast með okkur. Saknaðarkveðja, Ásgeir Stefánsson, Dagbjört Ómarsdóttir og fjölskylda. Elsku amma. Við kveðjum þig núna með söknuði en samt með ákveðnum létti því að við vissum að þú værir á förum. Þú varst alltaf dugleg að koma á Hvammabrautina og síðar til okkar í Lækjasmárann um jólin og var alltaf mjög gaman að fá þig í heimsókn, auðvitað með grænu ferðatöskuna. Það var alltaf gott að fá frá þér ull- arsokka og vettlinga fyrir veturinn og svo varstu svo dugleg að föndra alls kyns muni sem eiga allir sinn stað hjá okkur, þér fannst alltaf betra að gefa en þiggja. Við höfum nú verið dugleg að fara á Bjarnastaði og notið þess vel. Gaman að fara yfir verslunarmannahelgina og fiskidaginn og gaman að koma til þín á Dalbæ og sjá þig í glugganum að taka á móti okkur. Maður man líka sterkt eftir því að sjá þig í peysuföt- unum í gegnum öll þessi ár og tekið eftir því að þú breyttist aldrei neitt! Þú varst alltaf dugleg að vera í fé- lagsstarfi og í útiveru sem var þér svo mikilvægt. Það hefur verið virkilega gaman að vera með þér þann tíma sem við vorum á Dalvík og þegar þú komst til okkar og við kveðjum þig elsku amma. Hvíl í friði, kveðja Oddný, Valdimar og stelpurnar. Meira: mbl.is/minningar Guðrún Hallgrímsdóttir ✝ Hrafnhildur LiljaGeorgsdóttir fæddist í Reykjavík 28. mars 1979, en ólst upp á Ólafsfirði. Hún lést í Dóminíska lýðveldinu 21. sept- ember 2009 og var jarðsungin frá Ólafsfjarðarkirkju 4. október. Meira: mbl.is/minningar Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir ✝ Guðmundur Rún-ar Júlíusson fæddist í Keflavík 13. apríl 1945. Hann lést af völdum hjartaáfalls á bráðamóttöku Landspítalans föstu- daginn 5. desember 2008 og fór útför hans fram frá Kefla- víkurkirkju 12. desember. Meira: mbl.is/minningar Guðmundur Rúnar Júlíusson ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir og amma, SOFFÍA JÓNSDÓTTIR, Álftamýri 37, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum föstudaginn 20. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Snorri Jónsson, Jón Snorri Snorrason, Tryggvi Jónsson, Hildur Jónsdóttir, Snorri Jónsson. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SVANLAUG ÞORGEIRSDÓTTIR, Árskógum 8, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi fimmtudaginn 26. mars. Útförin fer fram frá Laugarneskirkju föstudaginn 3. apríl kl. 13.00. Sigurþór Magnússon, Svana Guðlaugsdóttir, Andrés Elísson, Sunna Guðlaugsdóttir, Snorri Ingimarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, FJÓLA BJARNADÓTTIR, Kirkjuvegi 5, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 26. mars. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Stefán Haraldsson, Guðrún Haraldsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir, NIKOLAI SOKOLOV, Sunnuvegi 1, Þórshöfn, andaðist á sjúkrahúsinu á Húsavík mánudaginn 23. mars. Útför hans fer fram frá Þórshafnarkirkju þriðjudaginn 31. mars kl. 14.00. Guðrún Kristjánsdóttir, Dmitrii Sokolov. ✝ Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar HULDU EINARSDÓTTUR frá Eyrarlandi, Eyjafjarðarsveit. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki dvalar- heimilisins Kjarnalundar fyrir góða umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Einar Benediktsson. ✝ Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eigin- manns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS B. GUÐJÓNSSONAR járnsmíðameistara, Sundstræti 36, Ísafirði. Geirþrúður Charlesdóttir, Ólöf Jónsdóttir, Jóhann Á. Gíslason, Guðjón Davíð Jónsson, Brynja Margeirsdóttir, Guðrún Jónsdóttir, Torfi Einarsson, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.