Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþrótt- ir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is „ÞETTA snýst um að fylgja pening- unum (follow the money),“ sagði franski rannsóknardómarinn fyrr- verandi, Eva Joly, á blaðamanna- fundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær þar sem hún var formlega kynnt sem ráðgjafi embættis sérstaks saksóknara við rannsókn á mögu- legum lögbrotum vegna banka- hrunsins. Joly lét orðin falla eftir að hún var spurð hvort hún óttaðist að það væri búið að eyða gögnum sem myndu torvelda rannsókn, í ljósi þess að tæplega hálft væri síðan bankarnir hrundu. Joly sagðist ekki óttast það. Joly sagði aðkomu erlendra sér- fræðinga að rannsóknum á mögu- legum lögbrotum vera nauðsynlega fyrir litla þjóð eins og Ísland. Auð- velt væri að gera hluti tortryggilega vegna tengsla í svo umfangsmiklum rannsóknum. Joly sagðist taka um 2.000 evrur á mánuði, um 320 þúsund krónur, fyrir störf sín. Hún sagðist reikna með því að dvelja fjóra daga í mán- uði hér á landi við vinnu. Að öðru leyti yrði hún að störfum erlendis og til taks fyrir starfsmenn sérstaks saksóknara, Ólafs Þórs Hauks- sonar. „Við munum reyna að opna dyr,“ sagði Joly og vísaði til þess að erfitt gæti verið að nálgast gögn er- lendis sem skipti sköpum við rann- sókn á mögulegum lögbrotum. Sem dæmi nefndi hún að það gæti verið vandkvæðum bundið að fá gögn frá bönkum í Lúxemborg. „Það getur tekið langan tíma en það mun ganga að lokum,“ sagði Joly. Fagnaðarefni Aðspurð hversu langan tíma hún héldi að tæki að ljúka rannsókn á málum, þannig að niðurstöður lægju fyrir, sagði hún það geta tek- ið upp í fimm ár miðað við reynslu hennar af stórum efnahagsbrotum erlendis. Ragna Árnadóttir dóms- málaráðherra og Ólafur Þór Hauks- son, sérstakur saksóknari, fögnuðu því bæði á fundinum að Joly yrði til taks við rannsókn mála. Aðkoma hennar yrði góður liðsauki og myndi vafalítið hjálpa til við að færa trúverðugleika yfir rannsókn mála. Ólafur Þór sagði þó ljóst að „þungamiðjan“ í rannsókninni yrði hér á landi og starfsmenn embætt- isins myndu vinna ötullega að mál- um, eins og þeir væru þegar byrj- aðir að gera. Aðspurður sagðist Ólafur Þór ekki geta sagt nákvæm- lega til um hversu mörg mál væru komin inn á hans borð. Það hefði lítið upp á sig að nefna tölur í því samhengi, þar sem rannsóknir á til- teknum atriðum gætu leitt til rann- sókna á margvíslegum lögbrotum. „Ég get sagt að þetta eru stór og umfangsmikil mál,“ sagði Ólafur Þór. Fylgja peningunum Dómsmálaráðherra og sérstakur saksóknari fagna aðkomu Evu Joly að rannsóknum mála vegna bankahrunsins Eva Joly er fyrrverandi yfirrannsóknardómari Hún rannsakaði m.a. spillingu í Frakklandi Joly er ráðgjafi við rannsókn á bankahruninu Ólafur Þór Hauksson er sérstakur saksóknari Sérstakur saksóknari fær um 20 starfsmenn Joly hefur verið formlega ráðin til saksóknara Ráðnir verða nokkrir erlendir sérfræðingar Lagt verður aukið fé til rannsóknarinnar Frumvarp um auknar heimildir er í þinginu Morgunblaðið/Ómar Eva og Ragna Eva Joly sagði blaðamönnum í gær að rannsóknin snerist að miklu leyti um að fylgja peningaslóðinni. FYRSTA jarðvarmavirkjunin sem íslenskt fyrirtæki sér um að hanna og reisa erlendis er nú komin í fullan rekstur. Um er að ræða 9,3 MW lág- hitavirkjun sem var hönnuð og reist af íslenska jarðhitafyrirtækinu Enex í verktöku fyrir LaGeo í El Salvador. Virkjunin framleiðir nú 9,3 MW af raforku á fullum afköstum. Búið er að ljúka öllum keyrsluprófunum og álagsprófum og tekur nú við eins árs ábyrgðartími, samkvæmt upplýsing- um Enex. Samningurinn við LaGeo hljóðaði upp á rúmlega 13 milljónir banda- ríkjadala eða um 1,6 milljarða ís- lenskra króna. Verktakasamningurinn við jarð- hitafélagið LaGeo í El Salvador var alverktökusamningur þar sem hönn- un, innkaup á búnaði, verkefna- stjórnun og byggingarstjórnun var í höndum Enex. Enex réð verkfræði- stofurnar Sertiproi í El Salvador, VGK (nú Mannvit), Rafteikningu og Fjarhitun (nú Verkís) á Íslandi til ráðgjafar og hönnunar á ýmsum þáttum verkefnisins. Enex sá jafn- framt um allar prófanir, gangsetn- ingu og þjálfun starfsmanna LaGeo. Virkjunin er jarðvarmavirkjun sem nýtir lághita til framleiðslu á raforku. Um er að ræða svokallaða tvívökvavirkjun þar sem jarðvökv- inn hitar annan vinnsluvökva (iso- pentan) í lokaðri hringrás. Vinnslu- vökvinn sýður við 160°C í varmaskiptum og knýr hverfil til raforkuframleiðslu. Virkjunin er á Berlin jarðhita- svæðinu í El Salvador en þar eru fyrir tvær hefðbundnar jarðgufu- virkjanir sem framleiða samtals um 100 MW af raforku. Tvívökvavirkj- unin nýtir affallsvatn frá gufuskilj- um virkjananna og þannig er jarð- hitavökvinn nýttur enn frekar áður en honum er dælt niður í jarðlögin að nýju. Vinnsluaðferð þessi er upp- runnin í orkuveri HS Orku í Svarts- engi. gudni@mbl.is Fyrsta íslenska virkjunin erlendis í gang Enex reisti virkjun í El Salvador Ljósmynd/Enex El Salvador Virkjun Enex nýtir lág- hita til rafmagnsframleiðslu. Í HNOTSKURN »Geysir Green Energy ástærstan hlut í Enex eða 96%. Enex sérhæfir sig í virkj- un jarðvarma. »Samningur Enex við La-Geo S.A. í El Salvador var gerður árið 2005. »Mikinn jarðvarma er aðfinna í El Salvador og hafa landsmenn áhuga á að auka nýtingu hans enn frekar. JAFNRÉTTI milli kynja og kyn- slóða var meðal þess sem varafor- mannsefni Samfylkingarinnar lögðu áherslu á í ræðum sínum á lands- fundi í gær, áður en gengið var til kosninga. Úrslit hennar lágu ekki fyrir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Árni Páll Árnason, leiðtogi Suð- vesturkjördæmis, sagði það hlutverk jafnaðarmanna að gefa réttlausu fólki rétt en jafnframt yrði Samfylk- ingin að blása kjarki í fólk til að taka áhættu á ný. Öflugt efnahagslíf, jafn- rétti og frelsi einstaklingsins væru lykilatriði. Dagur B. Eggertsson borgar- fulltrúi sagði aðildarviðræður við ESB nauðsynlegar strax. Nú stæði Samfylkingin á tímamótum og hefði tækifæri til að beita jafnaðarstefn- unni til góðs. Ekki aðeins myndu kosningarnar í vor skipta máli, held- ur líka sveitarstjórnarkosningarnar. Ný forysta tekur við Samfylkingunni Árni og Dagur lögðu áherslu á jafnréttismál SIGURÐUR Loftsson var kjörinnformaður Landssambands kúa- bænda (LK) á aðalfundi sambands- ins í gær. Auk Sigurðar gaf Sig- urgeir Hreinsson, bóndi á Hríshóli í Eyjafjarðarsveit, kost á sér í for- mannsembættið. Sigurður var áður varaformaður LK. Hann er bóndi í Steinsholti í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Aukafulltrúafundi og aðalfundi LK 2009 lauk síðdegis í gær en hann hófst sl. föstudag. Árshátíð kúabænda var svo haldin á Hótel Sögu í gærkvöldi. gudni@mbl.is Sigurður formaður LK KRISTJÁN Þór Júlíusson sendi í gær út yfirlýsingu um formanns- framboð. „Vegna orðróms á net- miðlum um að ég hyggist bjóða mig fram í varaformannsembætti Sjálf- stæðisflokksins vil ég taka fram eft- irfarandi: Ég hef boðið mig fram á landsfundi til að gegna formanns- embætti í Sjálfstæðisflokknum. Af minni hálfu kemur ekkert annað til greina enda er ég vanur að ganga hreint til verks. Ég vil svo líka fá að nota þetta tækifæri og þakka þeim rúmlega sjö hundruð landsfund- arfulltrúum sem mættu í hóf mér til stuðnings í Ásmundarsafni í gær.“ Ekkert annað „LÖGREGLAN hefur náð mögn- uðum árangri á þessu sviði að undanförnu,“ segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráð- herra. Hún skoð- aði á föstudag einn af mörgum kannabisframleiðslustöðum þar sem fíkniefnadeild lögreglunnar hefur stöðvað ræktun að undanförnu. Skoðaði kanna- bisframleiðslu Ragna Árnadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.