Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 14
14 Lífeyrissjóðir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÞEGAR tekið er tillit til þeirra af- skrifta, sem mjög líklega þarf að gera á fjárfestingum lífeyrissjóð- anna er staða þeirra mun verri en þær tölur gefa til kynna sem nú liggja fyrir. Ef tekið er tillit til væntanlegra afskrifta af eignum sjóðakerfisins í skuldabréfum banka og fyrirtækja, hér heima og erlendis, má gera ráð fyrir því að neikvæð raunávöxtun í fyrra hafi verið nær 33% en ekki 21%, eins og opinberar tölur gera ráð fyrir. Ef horft er á trygg- ingafræðilegt tap lífeyrissjóðakerf- isins, en þar er tekið tillit til 3,5% ávöxtunarmarkmiðs, nemur tapið 35,1%. Eins og áður hefur verið vikið að í Morgunblaðinu má ætla að af- skrifa muni þurfa fjárfestingar ís- lenskra lífeyrissjóða í skuldabréfum banka, fjármálafyrirtækja og ann- arra stórfyrirtækja að stórum hluta. Þá hefur einnig komið fram, m.a. í máli Benedikts Jóhannessonar tryggingasérfræðings, að afar mik- ilvægt sé að lífeyrissjóðir taki slík- ar afskriftir föstum tökum. Hver borgar brúsann? Skiljanlega er ákveðin tregða hjá ákveðnum lífeyrissjóðum til að af- skrifa fjárfestingar fyrirfram. Margir vilja líklega vita betur hverjar heimtur verða á fjárfest- ingum áður en gripið er til af- skrifta. Slíkar afskriftir koma vissulega niður á bókfærðri stöðu slíkra sjóða, sem getur haft þau áhrif að þeir neyðist, lögum sam- kvæmt, til að skerða lífeyrisréttindi sjóðfélaga. Nú þegar hafa nokkrir sjóðir tekið ákvörðun um skerð- ingu, en eflaust eru einhverjir sjóð- ir, sem þyrftu að gera slíkt hið sama, en hafa ekki gert. Það kemur núverandi lífeyris- þegum vel, en lífeyrissjóðir geta ekki lengi greitt út lífeyri umfram raunverulega getu. Því lengur sem sjóðir gera slíkt þeim mun verri verður staða þeirra, sem taka munu lífeyri í framtíðinni. Þess vegna er grundvallaratriði að lífeyrissjóðir horfist í augu við staðreyndir og reyni ekki að fegra bækur sínar. Séu réttindi ekki skert – þar sem við á – er gengið á réttindi þeirra sem reiða munu sig á lífeyrissjóðina á næstu árum og áratugum. Mikilvægt er að geta þess hér að sumir lífeyrissjóðir hafa gripið til þeirra aðgerða sem hér er lýst og afskrifað stóran hluta fjárfestinga sinna í skuldabréfum banka og fyr- irtækja. Af opinberum tölum má hins vegar ráða að ekki hafi allir sjóðir gert slíkt hið sama. Í tölum sem Seðlabankinn tekur saman mánaðarlega um stöðu líf- eyrissjóðanna eru þessar fjárfest- ingar teknar saman. Þegar talað er um markmið fjárfestinga lífeyris- sjóðanna er miðað við hvar eigna- safnið ætti að standa ef markmiði um 3,5% ávöxtun umfram verð- bólgu væri náð. Hér eru einnig teknar með nettó-iðgjaldagreiðslur á síðasta ári. Afföllin óviss Miðað við markaðsverð á skulda- bréfum íslensku viðskiptabankanna má gera ráð fyrir 90-95% afföllum af þeim. Hér er miðað við 90% af- skriftarþörf. Hvað varðar fyrir- tækjabréf þá eru margir stærstu útgefendur slíkra bréfa orðnir gjaldþrota eða eiga í miklum fjár- hagslegum erfiðleikum. Má sem dæmi nefna Baug, Samson og FL Group í því sambandi. Hér er gert ráð fyrir því að afföll af þessum bréfum verði um 75%, en þau gætu orðið meiri eða minni en sem því nemur. Þá er hér gert ráð fyrir 70% af- föllum af erlendri skuldabréfaeign lífeyrissjóðanna, en öllu meiri óvissa ríkir um þá tölu. Hafa ber hins vegar í huga að eign lífeyris- sjóðanna í erlendum skuldabréfum var lítill hluti af eignasöfnum þeirra og munu minni eða meiri af- föll af þeim fjárfestingum ekki hafa mikil áhrif á niðurstöðuna. Hér ber einnig að taka fram að miðað er við stöðu lífeyrissjóða- kerfisins í ágúst 2008, þegar af- skriftarupphæðir eru reiknaðar. Miðað við tölur Seðlabankans frá Morgunblaðið/RAX Lífeyrissjóðir Verði afskriftarþörf lífeyrissjóða ekki mætt er hætta á að réttindi komandi kynslóða skerðist. Ekki áhyggjulaust NÝR OG TRAUSTUR KOSTUR Í SPARNAÐI OG FJÁRFESTINGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.