Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 45
Minningar 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009
Útfararþjónustan ehf.
Stofnað 1990
Símar: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is • runar@utfarir.is
Alhliða útfararþjónusta
Rúnar
Geirmundsson
Sigurður
Rúnarsson
Elís
Rúnarsson
Þorbergur
Þórðarson
✝
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför
elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar,
tengdamóður og ömmu,
LILJU MARGRÉTAR KARLESDÓTTUR,
Fjallalind 10,
Kópavogi.
Aðalgeir G. Finnsson,
Erla Hrönn Aðalgeirsdóttir, Stefán Héðinn Stefánsson,
Arnar Aðalgeirsson, Sigríður Gísladóttir,
Freyr Aðalgeirsson, Pálína S. Sigurðardóttir
og barnabörn.
✝
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs
eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
LÁRUSAR EGGERTSSONAR,
Hlíðargerði 26,
Reykjavík.
Einara Þyri Einarsdóttir,
Eggert Lárusson, Guðrún Sigurgeirsdóttir,
Einar Þór Lárusson, Hrönn Kristjánsdóttir,
afabörn og langafabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýhug við andlát og útför ástkærs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
GUÐMUNDAR SIGURJÓNS FINNSSONAR,
Huldugili 9,
Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins
Hornbrekku, Ólafsfirði.
Lilja Sigríður Guðmundsdóttir, Baldur Snævarr Tómasson,
Steinunn Oddný Guðmundsdóttir, Björgvin Sveinn Jónsson,
Guðmundur Finnur Guðmundsson, Rósa Jennadóttir,
Kristín Björk Guðmundsdóttir, Guðmundur Jóhannesson,
Jón Birgir Guðmundsson, Þórunn Guðlaugsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þegar ég minnist
ömmu minnar er það
ávallt með bros á vör.
Hún amma var al-
gjört hörkutól. Hún tók ekki í mál
ef einhver ætlaði að koma sér und-
an því að fá sér að borða hjá henni,
hefði hún boðið það. Ég man vel
eftir því þegar mig langaði voðalega
lítið í kökur með kaffinu eftir að
hafa fengið læri í hádeginu. Ég
held að hún amma hafi komið þrisv-
ar sinnum til mín til að athuga
hvort ég ætlaði ekki örugglega að
fá mér og ég afþakkaði alltaf pent.
En þegar hún kom í fjórða skiptið
sá ég að ég varð að láta undan. Ég
minnist þess heldur ekki að hafa
verið svöng þá daga sem ég eyddi
hjá ömmu og afa.
Amma undi sér best við eldhús-
borðið í Skuld. Það var sífelldur
gestagangur hjá henni, sem gefur
það eitt til kynna að það var sér-
staklega skemmtilegt að umgangast
hana og hlusta á það sem hún hafði
að segja, því hún átti það til að vera
ansi hreinskilin og segja skemmti-
lega frá.
Það eru ekki allir svo heppnir að
ná því að verða 93 ára eins og
amma. En ekki má gleyma því að í
fjölmörg ár gekk hún niður að sjó á
hverjum einasta morgni og ekki er
langt síðan hún hætti því og er það
án efa ein af ástæðunum fyrir því
að hún náði svo háum aldri. Einnig
var hún mjög lipur miðað við aldur.
Hún þaut t.d. upp og niður bröttu
tröppurnar ofan í kjallara eins og
ekkert væri. Ég minnist þess einnig
að þegar ég var unglingur sveiflaði
ég fótunum fram og til baka þar
sem ég stóð inni í eldhúsi, þá sagði
amma: „Heldurðu að ég geti þetta
ekki?“ Síðan stóð hún upp, lagði
stafinn frá sér, greip í borðbríkina
og sveiflaði hægri fæti langt upp í
loftið og settist svo niður hlæjandi,
þannig átti hún það til að koma
manni á óvart.
Hún amma er því ein af þeim
manneskjum sem sögur eiga eftir
að fara af um aldur og ævi.
Hún var engin venjuleg amma.
Hún gerði allt sem venjulegar
ömmur gera, bakaði kökur og gaf
okkur sælgæti fyrir að fara í kaup-
félagið, svo ekki sé minnst á allan
fjöldann af vettlingum og ullarsokk-
um sem streymdu til okkar frá
henni. En hún var alls ekki væmin,
lá ekki á skoðunum sínum og var
ekki að skafa af hlutunum eða tala
undir rós.
En það sem ég minnist mest er
hversu gjafmild, gestrisin og dug-
leg kona hún var. Hún átti alltaf
nóg af flatkökum og kleinum í
frystinum til að bjóða gestum og
gangandi og átti það til að vakna
eldsnemma á morgnana til að baka.
Hún hugsaði ávallt fyrst og fremst
um aðra en sjálfa sig og að öllum
sem til hennar kæmu liði vel. Og
þannig var það. Þegar ég var hjá
ömmu í Vík var ég alltaf södd og
sæl, fékk yndislega góðan mat og
gat verið áhyggjulaus og haft það
gott. Þannig veit ég að hún amma
hefur það núna, er södd, sæl og
áhyggjulaus, enda á hún það full-
komlega skilið.
Hildur Sunna Pálmadóttir.
Ég minnist ömmu minnar fyrst
og fremst sem skemmtilegrar konu.
Amma í Vík sat sjaldnast auðum
höndum. Oft gekk mikið á þegar
hún hafði ákveðin verk að vinna en
hún átti jafnframt sínar mýkri hlið-
ar. Amma hafði sínar skoðanir á
hlutunum en flíkaði þeim ekki að
óþörfu. Ef hún var innt eftir áliti
stóð þó sjaldnast á svari. Tilsvör
Guðbjörg Jónsdóttir
✝ Guðbjörg Jóns-dóttir fæddist á
Herjólfsstöðum í
Álftaveri 9. desember
1915. Hún andaðist á
Dvalarheimilinu Hjal-
latúni 16. mars 2009.
Útför Guðbjargar
fór fram frá Vík-
urkirkju 28. mars sl.
hennar voru hnyttin
og einlæg og fengu
mann oft til að brosa
út í annað eða skelli-
hlæja.
Það var fastur liður
á hverju sumri að
heimsækja ömmu og
afa í Vík og alltaf
mikið tilhlökkunar-
efni. Ganga á Reyn-
isfjall og fjöruferð
voru ómissandi þáttur
í hverri heimsókn. Í
Víkinni lærði ég að
meta hina miklu nátt-
úrufegurð sem blasir við hvert sem
litið er og þau ólíku náttúruöfl sem
þar takast á. Ég velti því oft fyrir
mér hvað skiltið sem geymt var í
anddyrinu í Skuld þýddi í raun og
veru. Á því stóð: Húsið hefur verið
yfirgefið. Ég lærði um þá hættu
sem stafaði af mögulegu Kötlugosi
og fannst þetta allt í senn heillandi
en jafnframt áhyggjuefni. Ég furð-
aði mig á því hvað amma og afi
virtust róleg yfir þessu öllu saman.
Amma var þriggja ára þegar Katla
gaus síðast og kippti sér sjaldnast
upp við spár um yfirvofandi eldgos.
Mér fannst skemmtileg sagan af
því þegar Víkurbúar tóku þátt í æf-
ingu vegna mögulegs eldgoss fyrir
nokkrum árum. Við fyrstu viðvörun
skyldi yfirgefa húsið, hengja skiltið
góða á útidyrnar og halda svo í
öruggt skjól fyrir flóðum. Sérhver
íbúi átti að gera vart við sig og bíða
svo þar til hættuástandi yrði aflýst.
Þegar björgunarsveitarmenn komu
í Skuld var ekkert skilti á útidyr-
unum og amma var eitthvað að að-
hafast í eldhúsinu. Aðspurð hvers
vegna hún hefði ekki tekið þátt í
æfingunni svaraði hún því til sem
rétt var að hún hefði gert allt eins
og mælt var fyrir um en væri
reyndar fyrir löngu komin til baka,
því ekkert hefði þýtt að vera að
hanga þarna upp frá yfir engu.
Þetta fannst mér lýsa ömmu minni
mjög vel. Hún gerði sjaldnast mikið
veður út af hlutunum.
Amma naut sín best í eldhúsinu
við bakstur og aðra matargerð. Það
var alltaf svo mikill kraftur í henni
og gjarnan mikið bakað í einu. Það
leið vart sá dagur að ekki kæmu
nokkrir vinir og kunningjar við í
kaffi og með því í Skuld. Heimsókn-
unum fylgdu gjarnan líflegar um-
ræður í eldhúsinu. Skemmtilegast
fannst okkur systrunum að fylgjast
með ömmu fara gegnum kústaskáp-
inn niður þrönga stigaopið á leið í
kjallarann. Stiginn var brattur en
amma bakkaði niður á ógnarhraða
að manni fannst. Hún birtist jafn-
skjótt aftur á leið upp stigann með
fangið fullt af bakkelsi úr frystikist-
unni. Þetta gerði hún alla tíð, jafn-
vel eftir að hún fór að ganga með
staf. Það þótti okkur alveg ótrúlegt.
Síðustu árin tók heilsunni að hraka
eins og gerist og gengur. Amma
hafði alltaf á orði að þó skrokkurinn
væri ónýtur væri kollurinn sem bet-
ur fer í nokkuð góðu lagi. Þar hafði
hún svo sannarlega á réttu að
standa. Hún var alltaf með á nót-
unum og fylgdist betur með en
maður hélt.
Ég þakka ömmu góða samfylgd.
Blessuð sé minning hennar.
Jóhanna Guðrún Pálmadóttir.
Netfang joagp@hotmail.com
Hver var það sem bakaði þessa
dýrindis lagtertu sem prýðir þetta
glæsilega veisluborð? spurði maður
sem var gestkomandi á skaftfellsku
heimili hér á árum áður. „Það var
nú hún ég, ef mig skyldi kalla,“
svaraði húsfreyjan í afsökunartón.
Þessi saga af skaftfellsku húsfreyj-
unni gæti vel átt við hana ömmu
okkar í Vík sem nú er fallin frá.
Hún hvílir nú í friði og er vel að
hvíldinni komin á tíræðisaldri.
Þær eru og verða ógleymanlegar
heimsóknirnar til afa og ömmu í
Vík þar sem tilefnin voru marg-
vísleg og margt var brallað, en þó
var alltaf einn miðpunktur sem allt
snerist um en það var lífið í eldhús-
inu frá morgni til kvölds. Af engu
hafði amma meiri áhyggjur, og
hafði hún nú áhyggjur af ýmsu, en
því hvort við systkinin fengjum
örugglega nóg að borða. Lagtertum
í tvennum litbrigðum, kleinum, flat-
kökum og jólakökum gat maður
alltaf gengið að sem vísum og þess
á milli var á boðstólum grjóna-
grautur, lambalæri, hryggur og
kjötsúpa eins og hver gat í sig látið.
Á meðan á þessu stóð hafði hún
ekki undan að afsaka veitingarnar
og sagði oftar en ekki að þetta væri
ábyggilega bölvaður óþverri en það
mætti þó kannski nota þetta eitt-
hvað.
Á milli mála fylgdist hún með
hverju fótmáli bæjarbúa og hverj-
um þeim sem birtist henni fyrir
sjónum út um eldhúsgluggann á
Víkurbrautinni. Henni var ekkert
óviðkomandi og átti það jafnt við
um þorpslífið, heimsmálin og síðast
en ekki síst hvað við barnabörnin
vorum að fást við hverju sinni.
Þorpsbúar og nærsveitafólk vöndu
einnig komur sínar á Víkurbrautina
og nutu þar gestrisni, félagsskapar
og góðra veitinga.
Amma var afar góðhjörtuð og
bar mikla umhyggju fyrir sínum
nánustu en var um leið mikið
hörkutól bæði í orði og á borði.
Tungutakið var oftar en ekki óhefl-
að og langt fram eftir öllu virtist
þverrandi þrek og lúin bein ekki
setja henni stólinn fyrir dyrnar. Í
því samhengi ber helst að nefna
stigann, ef stiga skyldi kalla, sem
gekk úr eldhúsinu niður í kjallara
og hún hentist upp og niður oft á
dag.
Samverustundirnar í Víkinni eru
eftirminnilegar, en við systkinin
fengum þó að njóta samvista með
ömmu og afa undir öðrum kring-
umstæðum þegar þau heimsóttu
okkur til Ameríku. Þar flökkuðu
þau með okkur milli heimsborganna
New York og Washington og afrek-
uðu þá að fara upp í topp á Tvíbur-
aturnunum sálugu og börðu Hvíta
húsið augum. Það var ánægjulegt
að njóta þessara stunda í stórborg-
unum með þeim hjónum sem fóru
helst ekki út fyrir sýslumörkin
nema af illri nauðsyn.
Elsku amma, við munum sakna
þín sárt og geymum í hugum og
hjörtum okkar yndislegar minning-
ar um góðar stundir og einstaka
konu sem á engan sinn líka. Um
leið berum við höfuðið hátt og
minnumst þín með gleði í hjarta,
eins og þín væri von og vísa.
Hvíl í friði, elsku amma.
Kristín Björg, Helgi Ingólfur
og Helga Rut.
Í Víkinni hjá Rúti og Guðbjörgu
vorum við sem og aðrir umvafin
hlýju. Gilti það einu hvort tilefnið
var að sníkja gistingu og komast á
gott sveitaball eða seinna á ævinni
lítið innlit áður en lagt var á svart-
an sandinn. Þau áttu sitt hvort ríkið
á sínu heimili. Hann á smíðaverk-
stæðinu í kjallaranum, vann þar
vinnu sína af rósemi og yfirvegun,
völundur til allra verka.
Það var yfirleitt meira fjör í
kringum Guðbjörgu. Ríki hennar
var eldhúsið, lyktin lifir í minning-
unni, keimur af bakstri og sígar-
ettum. Sagðar voru skemmtisögur,
jafnframt því að húsmóðirin
galdraði fram góðgerðir. Umhverfið
allt var hennar.
Guðbjörg og Rútur gátu verið
stolt af sínu. Börnin þeirra og af-
komendur allt mikið myndarfólk,
ekki lítið ríkidæmi það. Rútur lést
fyrir rúmum áratug. Guðbjörg hélt
sinni reisn þrátt fyrir missinn. Bjó
áfram í húsinu sínu, tók á móti
gestum og gangandi og fór síðan í
bæinn til dætranna meðan heilsan
leyfði, oftar en ekki til veisluhalda.
Kát og brosmild var hún umvafin
elsku frá sínu fólki. Stansinn var yf-
irleitt stuttur, hún vildi aftur kom-
ast í Víkina sína!
Þau heiðurshjón skilja eftir ljúfar
minningar í hugum okkar, fyrir það
erum við þakklát að leiðarlokum.
Guðleif og Haraldur.
Steinunn Ólína
Sigurðardóttir
✝ Steinunn ÓlínaSigurðardóttir
fæddist í Reykjavík
23. júlí 1912. Hún lést
á hjúkrunarheimilinu
Skógarbæ 15. mars
2009. Foreldrar
hennar voru Þorbjörg
Þórarinsdóttir, f. 15. júlí 1879, d. 15.
nóvember 1926 og Sigurður Ólafsson, f.
2. júlí 1883, d. 2. mars 1921. Steinunn
átti sex systkini, þau voru: Þuríður, f.
1907, d. 1998, Elísabet, f. 1909, dó
sama ár, Karl, f. 1915, d. 2003, Ólafur, f.
1918, d. 2006, Þórarinn, f. 1919, d. 1988
og Sigurður Björgvin, f. 1921, d. 1964.
Útför Steinunnar fór fram frá Foss-
vogskapellu 23. mars, í kyrrþey.
Meira: mbl.is/minningar