Morgunblaðið - 29.03.2009, Side 36

Morgunblaðið - 29.03.2009, Side 36
36 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 Í Zetunni næstkomandi mánudag verður rætt við formenn Sjálfstæðisflokksins og Frjálslynda flokksins. Nýkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins mætir í viðtal kl. 12 og formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón A. Kristjánsson mætir kl. 14. Þættirnir eru í beinni útsendingu en verða svo aðgengilegir á mbl.is. Það eru blaðamennirnir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, Agnes Bragadóttir, Björn Vignir Sigurvinsson og Karl Blöndal sem hafa umsjón með þáttunum. Ekki missa af yfirheyrslu blaðamanna Morgunblaðsins næstkomandi mánudag. Kosningar 2009 Kraumandi kosningabarátta á mbl.isZetan ÞEGAR Jóhanna Sigurðardóttir tók við embætti forsætisráð- herra lét forveri hennar hafa eftir sér að hún væri eyðslukló. Með þess- um ummælum lýsti hann í hnotskurn sjónarmiði sem ráðið hefur ríkjum á Ís- landi síðustu tvo áratugi. Sam- kvæmt nýfrjálshyggju á íhlutun ríkisins að vera sem minnst og lit- ið er á fjárframlög til velferðar sem óþarfa eyðslusemi. Þeir sem aðhyllast stefnuna hafa ofurtrú á getu markaðarins til þess að leysa samfélagsleg vandamál. Reynslan sýnir að þetta hefur mistekist hrapallega, bæði hér á landi og í löndum Suður-Ameríku. Þegar nú á að endurreisa íslenskt samfélag er mikilvægt að horfast í augu við að velferðarkerfið ber keim af þeirri hugmyndafræði sem gerði að engu möguleika margra lands- manna til að sjá sér farborða. Í anda hennar hafa aðferðir nýskip- unar í opinberum rekstri verið innleiddar og þær snúast fyrst og fremst um að spara útgjöld. Þetta er gert með stefnumiðaðri stjórn- un og aðferðir einkageirans eru notaðar til að auka hagkvæmni og skilvirkni. Kröfur um afköst og ár- angur eru oft á tíðum settar ofar gæðum. Litið hefur verið á einka- væðingu sem ódýra lausn á erf- iðum viðfangsefnum. Þegar nú dregur til kosninga er hugtakið velferð notað eins og töfraorð sem öllu bjargar. Þá er eins og það sé ekki hluti af því samfélagi sem hrundi og sé jafnvel sambærilegt við velferðarkerfið annars staðar á Norðurlöndum. Því fer fjarri. Í norræna velferðarkerfinu er markmiðið að ríkið beri ábyrgð á fjárhagslegu og félagslegu öryggi landsmanna, tryggi þeim lifibrauð og góð lífsskilyrði. Félagslegu ör- yggi og jöfnuði er viðhaldið með pólitískum efnahags- aðgerðum og á sviði mennta- og menning- armála. Einnig með öflugu heilbrigð- iskerfi, trygg- ingastofnun, vinnu- málastofnun og félagsþjónustu. Nýfátækar fjöl- skyldur Sumir telja að or- sökin fyrir því að fólk þarf aðstoð frá hinu opinbera liggi hjá ein- staklingnum sjálfum. Þar sé leti og aumingjaskap um að kenna. Slíku viðhorfi fylgir gjarnan um- ræðan að margir reyni að villa á sér heimildir og misnoti réttindi sín. Sjaldan hefur tilurð fé- lagslegra vandamála þó verið jafn augljós og undanfarna mánuði. . Enginn vafi er á að vandinn er samfélagslegs eðlis. Margir laun- þegar hafa misst atvinnuna. Hjá öðrum hafa tekjurnar minnkað umtalsvert. Á Vinnumálastofnun er réttur til bóta bundinn framlagi til atvinnutryggingasjóðs. Upphæð atvinnuleysisbóta er 149 þúsund krónur á mánuði fyrir einstakling. Þeir sem eru án bótaréttar, leita til félagsþjónustu sveitarfélaga. Þar er fjárhagur þeirra metinn og aðstoð veitt út frá reglugerð. Fjárhagsaðstoð fyrir einstakling er víða um 115 þúsund krónur á mánuði og um 185 þúsund fyrir hjón. Nýfátækir eru ekki skil- greindir með sérstaka félagslega erfiðleika sem er forsenda fyrir frekari aðstoð, t.d. vegna barna. Þeir hafa ekki áður þurft að leita eftir aðstoð. Tekjur þeirra duga samt ekki, hvorki til að borga skuldir né fyrir leikskóla, skóla- máltíðum eða íþróttaiðkun barnanna. Norræn velferð Velferð snýst vissulega um póli- tískar efnahagsaðgerðir en ekki síður um sértækar aðgerðir til þeirra sem verst hafa orðið úti. Ætla mætti að skjótt yrði brugðist við nýfátæktinni með því að efla velferðarþjónustu. Hjá ríki og sveitarfélögum er hinsvegar kreppa eins og annars staðar og áhersla lögð á sparnað og nið- urskurð. Það hljómar ef til vill eins og öfugmæli að tala um aukin fjárframlög til velferðarmála nú þegar ríkið er skuldsett og rekst- urinn í höndum AGS. Engu að síð- ur verður strax að bregðast við með sértækum aðgerðum, koma í veg fyrir að nýfátæktin verði var- anleg á Íslandi og magnist með næstu kynslóð. Hugmyndafræði velferðarkerfisins þarf að end- urmeta og laga að breyttum að- stæðum og líta þarf á aðstoð sem sjálfsögð réttindi en ekki ölmusu. Að gera ekkert verður of dýr- keypt. Nýjar rannsóknir sýna að norrænu velferðarríkin standa betur að vígi en gerist í ensku- mælandi löndum hvað varðar hag- sæld, þrátt fyrir há ríkisútgjöld. Í norrænu ríkjunum eru kjör kvenna og þeirra sem standa höll- um fæti betri en annars staðar og þar er fátækt hlutfallslega lítil. Þegar nú á að endurreisa íslenskt samfélag úr rústum nýfrjálshyggj- unnar þarf íhlutun frá hinu op- inbera og skilning á því að fjár- framlög til velferðarmála eru ekki sóun á fé heldur fjárfesting í góð- um lífskilyrðum. Einungis þannig er hægt að tryggja félagslegt rétt- læti og koma í veg fyrir að sú kynslóð sem nú er að vaxa úr grasi fái fátæktina í arf. Nýfátækir og velferðin Þórhildur G. Egils- dóttir fjallar um velferðarkerfið ofl. » Fólk sem áður var fullfært um að sjá sér og sínum farboða er nú í meiriháttar vand- ræðum og þarf aðstoð af hálfu samfélagsins til að framfleyta sér Þórhildur G. Egilsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi, MA. ÁSTANDIÐ í land- inu er erfitt og við því verður að bregðast. Jóhanna Sigurð- ardóttir, þáverandi fé- lagsmálaráðherra, efndi til málþings sl. haust sem bar yf- irskriftina: „Höfum við hagsmuni barna að leiðarljósi?“ Í framhaldi af því skrif- aði ég grein um mikilvægi skólans í lífi barna og þá nærþjónustu sem hann getur veitt þegar persónuleg mál barna eru annars vegar. Per- sónuleg ráðgjöf við börn þarf að vera aðgengileg og trygg ef gæta á öryggis þeirra og sinna barnavernd. Skólarnir eru þeir staðir sem henta best til að bregðast við vá eins og þeirri sem við stöndum öll frammi fyrir fjárhagslega – og sálarlega. Börnin eyða þar mestu af tíma sín- um og þar er hægt að bregðast við. Það er hægt að veita þeim aukna þjónustu og það er hægt að veita kennurum stuðning og handleiðslu á markvissan hátt til að fást við ný verkefni. Skólinn verður að bregð- ast við ástandinu. Hér á eftir koma fáeinar tillögur sem hægt væri að skoða og nýta ef vilji er til. Lítum fyrst á það sem snýr að nemendum. Nemendur verða að hafa greiðan aðgang að persónulegri ráðgjöf þeg- ar þeir vilja og þurfa en þó í fullu samhengi við þá kennslu sem fram fer en lykilatriði er að skilningur ríki innan skólans á því að fá frí úr kennslustundum til að fá ráðgjöf án sérstaks eftirlits nema af hálfu ráð- gjafanna sem eru bundnir trúnaði við nemendur. Ráðgjafarnir beri ábyrgð á tímapöntunum. Það sem við blasir þegar nemendur eru ann- ars vegar: Aukin sjálfsvígshætta, kvíði og þunglyndi. Samskiptaerfiðleikar á heimilum aukast. Hætta verður meiri á ofbeldi og ein- elti. Bil milli nemenda eykst hvað varðar fjár- ráð þeirra. Aukin hætta á vímu- efnaneyslu. Nærþjónusta við nemendur í persónu- legum málum sé tryggð innan skólans og að henni komi fagaðilar sem kunna til verka eins og sálfræðingar og félagsráðgjafar. 3. Teymisvinna skóla, heilsugæslu og þjónustu- miðstöðva í tilfellum einstakra nem- enda þarf að vera fyrir hendi og markviss. Slík vinna virðist skila góðum árangri m.a. í Uppsölum í Svíþjóð þar sem hún hefur verið reynd um nokkurt skeið. Þegar litið er til skólanna þá er ýmislegt hægt að gera sem stuðlar að jákvæðu andrúmslofti bæði fyrir nemendur og kennara. Draga þarf úr nei- kvæðu andrúmslofti sem skapar jarðveg fyrir einelti og þá á ég við einelti á kennarastofum eins og meðal nemenda. Einelti á kenn- arastofum viðgengst eins og á öðr- um vinnustöðum en er hins vegar vel falið leyndarmál sem ég verð vör við í handleiðslu sem ég veiti kenn- urum. Kennarar eiga rétt á hand- leiðslu en nýta sér hana illa. Ástæð- an virðist mér vera ótti þeirra við að aðrir haldi að þeir ráði ekki við starf sitt sem er helber misskilningur. Handleiðsla er fyrirbyggjandi í eðli sínu og er líkleg til að styrkja sjálfs- mynd kennarans og koma í veg fyr- ir kulnun í starfi. Lítum á það sem að skólunum snýr. Kreppuaðgerðir í skólum Guðrún H. Seder- holm hvetur alla til að vera á varðbergi gagnvart einelti og ofbeldi í skólum Guðrún H. Sederholm » Í skólum er hægt að stuðla að jákvæðu andrúmslofti meðal nemenda og kennara og vinna á þann hátt gegn einelti og ofbeldi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.