Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 24
24 Tengsl MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 Hann fæddist 27. júní 1968, gekk í Flataskóla og Garðaskóla og varð stúdent frá MR 1987. Hann stundaði sagnfræðinám á Englandi; við Warwick University, Ox- ford og University of London og varð doktor í sagnfræði 2003. Hann stundaði rannsóknir og kennslu við Háskóla Íslands, en færði sig yfir til Háskólans í Reykjavík sumarið 2007, þar sem hann er lektor við laga- og viðskiptadeild. Hann hefur skrifað fjölda greina, ritgerða og bóka um sagnfræðileg efni; m.a. landhelgismál og þorskastríð, stjórnmál og stjórnarmynd- anir og um ógnir og innra öryggi í kalda stríðinu á Íslandi, þ.á m. símahleranir stjórnvalda. Fyrri kona hans er Elín Haraldsdóttir viðskipta- fræðingur. Þau eiga dóttur. Hann er kvæntur Elizu Reid markaðsráðgjafa. Þau eiga strák og eiga von á sínu öðru barni. Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is Guðni: „Ég man fyrst eftir Patta í sögum sem mamma og pabbi sögðu. Hann var kallaður fermingardreng- urinn eða Herkúles á fæðingardeild- inni. Hann var 5.250 grömm, 21 mörk. Ég held samt að yngsti bróð- irinn, Jói, hafi verið lengri. Nú eru þeir báðir miklu hærri en ég og líka þyngri og sköllóttari. Patti var stór og pattaralegur strákur með mikið liðað, ljóst hár. Hann gat verið afskaplega stríðinn, en það var meinlaust, engin illska þar á bak við. Hann var hlaupandi gló- kollshlunkur, mjög fjörugur, ekki bókaormur einsog þótti loða við mig.“ Hvenær kemur þessi Njálsbrenna? „Pabbi las fyrir okkur Patta á kvöldin, við vorum saman í herbergi. Einu sinni reyndi hann að lesa Njálu fyrir okkur og seldi Patta söguna með því að hún væri spennusaga með mikilli brennu. En Patti gerðist fljótt óþolinmóður og þráspurði: hvenær kemur þessi brenna eiginlega? þang- að til pabbi gafst upp og skipti um bók. Afi og amma í föðurætt bjuggu á Patreksfirði og þaðan er Patreks- nafnið komið. Svo erum við líka kaþ- ólsk og pabba og mömmu líkaði vel við þetta dýrlingsnafn. Styttingin í Patta kom bara af sjálfu sér en er óneitanlega dálítið kómísk í því ljósi að hann hefur alltaf verið stór og stæðilegur. Það er fjögurra ára aldursmunur á okkur svo við áttum hvor sína vini og leikfélaga. En það sem sameinaði okkur var handboltinn. Pabbi var íþróttakennari og íþróttafulltrúi og aðstoðarþjálfari hjá Jóhanni Inga Gunnarssyni í handboltanum og reyndar líka hjá Einari Bollasyni í körfuboltanum og við fórum oft á æf- ingar og leiki með honum. Ég man að Patti steinlá einu sinni, fékk óvart þrumuskot í hausinn frá Alfreð Gísla held ég. Þegar Patti var 11, 12 ára var hann að verða betri í handbolta en ég og þá hægði ég á mér. Hann var í fyrstu dá- lítill hlunkur á vellinum og ég á eina mynd af honum í huganum, þar sem hann er í síðbuxum í horninu, gló- kollur að hlaupa aftur í vörn og ekki sá léttasti á sér. Á næstu árum á eftir var ljóst að hann var efni í frábæran handboltamann og þegar hann var 14, 15 ára vissu þeir sem fylgdust með handbolta að hann yrði einn af þeim beztu; Patti, Dagur Sig. og Óli Stef., þessir þrír fylgdust að upp öll yngri landsliðin og voru stundum kallaðir Rip, Rap og Rup! Á náms- árum mín- um ytra tókst mér að verða bikarmeistari á Englandi. Patti er stundum eitthvað að gera lítið úr þeim bikar en ég segi bara að þann dag sem hann verður enskur bikarmeistari skuli ég þegja. Pabbi dó úr krabbameini þegar ég var á fimmtánda ári, Patti á því ell- efta og Jói að verða fjögurra. Þetta var mikið áfall, en mamma stóð sig einsog hetja að vera bæði faðir og móðir. Ég man ekki til þess að fráfall pabba bætti einhverju á mig af því að ég var elztur okkar bræðranna, það var þá helzt að ég reyndi að halda eitthvað utan um Jóa. Patti sá um sig.“ Já, ráðherra leiðindi dauðans „Það hefur verið dregin upp sú klisja að ég hafi allur verið á bókina en Patti allur í boltanum. Hann var hinsvegar líka hörkuduglegur náms- maður, fékk góðar einkunnir og hærri á samræmdu prófunum en ég. Mamma hélt honum við efnið, en þegar þú ert 18 ára og kominn í A- landsliðið, þá er engin furða þótt erf- itt sé að einbeita sér að dönsku 101. Mamma fór líka með hann á æfingar og leiki og hann sótti traust í að sjá hana á pöllunum, kannski honum hafi fundizt það svolítið hallærislegt á ákveðnum unglingsárum, en samt alltaf gott að sjá hana. Allt sem við bræður höfum afrekað er mömmu að þakka, það sem við höfum klikkað á er okkur sjálfum að kenna. Þegar ég er svona 17, 18 og Patti 13 og 14 skildu leiðir okkar svolítið, áhugamálin voru ekki þau sömu. Svo var ég feiminn, en hann vinsælt fé- lagsmálatröll og samband okkar var ekki eins náið og fyrr. Við flugumst stundum á, en ég hætti alveg að tusk- ast á við hann, þegar hann óx mér yf- ir höfuð. Það var ekki laust við að það færi í taugarnar á mér, hversu vin- sæll og vinamargur hann var. Það var alltaf verið að hringja og spyrja um hann, en það var minna um það hjá mér. Við höfum ekki sama húmor. Ég hafði til dæmis mjög gaman af sjón- varpsþáttunum; Já, ráðherra, sem honum fundust leiðindi dauðans; allt- of mikið kjaftæði og engin aksjón. Patti var erfiður unglingur, hann var dálítið uppreisnargjarn. Hann er líkari pabba í skapi, en við mamma erum róleg og skiptum lítið skapi. Þeir gátu hins vegar snöggreiðst en það var allt innan eðlilegra marka og fljótt úr þeim aftur. Ég held bara að á þessum árum hafi unglingurinn Patti átt erfitt með að stjórna svona skap- ferli.“ Allir Stjörnumenn muna „FH-markið“ „Ég hef oft verið stoltur af Patta á leikvellinum, en ég man sérstaklega hvað ég var stoltur þegar hann lék sinn fyrsta A-landsleik 18 ára gamall. Allt í einu var hann farinn að spila með Kristjáni Arasyni, Alfreð Gísla- syni, Sigga Sveins og öllum þessum köllum, sem við dýrkuðum og dáðum. Ég gleymi því aldrei þegar hann skoraði jöfnunarmarkið 22:22 gegn Svíum í Höllinni. Og ef það er eitt handboltamark, sem Stjörnumenn muna eftir, þá er það „FH-markið“; það var jafnt og nokkrar sekúndur eftir, FH í sókn, en Patti komst inn í sendingu, negldi á markið frá miðju og boltinn söng í netinu. Það gerði honum örugglega gott að fara til Akureyrar, því hann var rótlaus hérna um skeið, ekki í skóla og vissi ekki hvað hann vildi. Alfreð Gíslason þjálfaði KA-liðið og hjálpaði við að koma Patta til manns. Svo tók atvinnumennskan við, mörg góð ár með Tusem Essen og toppurinn þar og með landsliðinu voru árin 1997 til 2002. Þá fóru hnémeiðslin að trufla hann alvarlega, hann gat aldrei eftir það æft á fullu eða beitt sér til fulls. Hann getur þrátt fyrir endinn verið sáttur við sinn atvinnumannsferil, en það hefði verið gaman að sjá hann springa alveg út. En svona er þessi bransi bara og það hefur ekkert upp á sig að velta vöngum yfir því sem ekki varð. Eftir að ég kom heim úr dokt- orsnáminu 2004 höfum við bræður; ég, Patti og Jói, eflt samband okkar. Meðan við vorum ytra, ég við nám og Patti í handboltanum, hittumst við bara heima á jólum og um blá- sumarið. En nú höfum við ræktað með okkur raunverulegt fjölskyldu- samband. Og við erum ekki bara bræður, heldur líka beztu vinir. Það er gulls ígildi að eiga svona góða vini í bræðrum sínum. Patti er traustur vinur, eldhugi, sem vill framkvæma hugmyndina um leið og hann fær hana. Hann er yf- irleitt ljúfur, en stundum skapstór. Ég held að fólk fái ranga mynd af honum á handboltavellinum, þar sem hann er fastur fyrir í vörn, jafnvel grófur og öskrandi á dómarann sem þjálfari. Utan vallar er hann fjöl- skyldufaðir sem finnst skemmtileg- ast að vera með strákunum sínum. Og ef hann reynir að röfla eitthvað, þá segir Rakel bara: Patti minn, ertu ekki í lagi? Og þar með er málið leyst.“ Stærsti sigurinn nýr starfsferill „Það sem mér finnst magnaðast við Patta er hvernig hann bjó til sinn starfsferil eftir handboltann. Hann var ekki með stúdentspróf en ákvað að taka slaginn og fara í háskólanám í íþróttafræði og þar finnst mér hann hafa unnið sinn stærsta sigur. Bik- arar og atvinnumennska falla í skuggann. Við megum ekki gleyma því að inn á handboltavöllinn gekk hann fullur sjálfstrausts en í skóla- stofuna kom hann með minnimátt- arkennd út af menntunarskorti. Ég reyndi að hjálpa honum einsog ég gat og leiðbeina honum um hvernig ætti að skrifa ritgerð. Fyrsta uppkastið lofaði ekki góðu, en ég stappaði í hann stálinu og hann neitaði að gef- ast upp. Hann las einsog skepna og sveikst ekki um neitt, gerði allt 100% og uppskar eftir því. Hann Patti bróðir minn hefur margsannað það að hann er enginn aukvisi. “ Eldhugi og yfirleitt ljúfur Morgunblaðið/RAX Þeir bræður Patrekur íþróttafræðingur og Guðni Thorlacius sagnfræðingur, synir Margrétar Thorlacius, kennara og blaðamanns, og Jóhann- esar Sæmundssonar, íþróttakennara og íþróttafulltrúa, spiluðu handbolta af miklum krafti í ganginum heima í Garðabænum. Nú eru þeir löngu hættir að tuskast og mestur fyrirgangurinn farinn úr sambandi þeirra en þeir eru eftir sem áður ekki bara bræður, heldur líka beztu vinir. GUÐNI THORLACIUS JÓHANNESSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.