Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 Morgunblaðið/Heiddi Þ egar þetta er ritað á laug- ardagsmorgni hafa tvær lykilályktanir verið sam- þykktar á landsfundi Sjálf- stæðisflokksins sem stend- ur yfir í Laugardalshöll. Annars vegar er ályktun um endurreisn atvinnulífs- ins sem byggð er á skýrslu endurreisnarnefndar flokksins og umræðum um hana. Hins vegar er ályktun um Evrópumál. Afsökunarbeiðni og uppgjör Í endurreisnarályktuninni hljóta menn að staldra við nokkra þætti. Í fyrsta lagi er þar að finna afsökunarbeiðni Sjálfstæðisflokksins vegna bankahrunsins. Þar stendur: „Sjálfstæð- isflokkurinn var í ríkisstjórn og löngum í for- ystuhlutverki á þessum mikla uppgangstíma og þegar áfallið varð. Af því leiðir að Sjálfstæð- isflokkurinn ber óhjákvæmilega mikla ábyrgð á þeim mistökum sem gerð voru í landstjórn- inni og hefði verið hægt að komast hjá. Sjálf- stæðisflokkurinn axlar þessa ábyrgð og biðst afsökunar á því sem miður fór en hann átti að gera betur.“ Það má segja að andrúmsloftið í þjóðfélaginu gagnvart Sjálfstæðisflokknum sé með þeim hætti að auðmýkt sé eini kosturinn sem sjálf- stæðismenn eiga í stöðunni en engu að síður er þetta ærlegri framkoma en hjá öðrum stjórn- málaflokkum sem hafa setið við völd und- anfarin ár. Hvers vegna hefur til að mynda ekki örlað á uppgjöri innan Framsóknar- flokksins þrátt fyrir tólf ára stjórnarsetu flokksins í aðdraganda bankahrunsins? For- maður Sjálfstæðisflokksins hefur beðizt afsök- unar á að hafa átt þátt í að afhenda stórum fjár- festum ríkisbankana í stað þess að standa á stefnu flokksins um dreifða eignaraðild. Hefur Framsóknarflokkurinn farið í sambærilegt uppgjör við sinn þátt í einkavæðingu bank- anna? Getur þessi skortur á uppgjöri við fortíð- ina átt sinn þátt í því að Framsókn nær sér ekki á strik í skoðanakönnunum þessa dagana? Í öðru lagi er í endurreisnarályktuninni at- hyglisvert fyrirheit um siðvæðingu: „Sjálf- stæðisflokkurinn mun í framtíðinni hafa for- ystu um að skapa nýja hefð í íslenskum stjórnmálum og axla pólitíska ábyrgð á mun víðtækari hátt en tíðkast hefur. Sjálfstæð- isflokkurinn mun líka starfrækja sérstaka siða- nefnd sem fjallar um siðferðisleg álitamál vegna starfa kjörinna fulltrúa og annarra sem honum tengjast eftir því sem við á. Siðanefndin mun hafa forgöngu um mótun innri siðareglna og framfylgja þeim. Kjörnir fulltrúar flokksins munu ekki beita sér í bönkum og öðrum fjár- málafyrirtækjum á vegum ríkisins til þess að hafa áhrif á afgreiðslu einstakra mála í þágu þriðja aðila.“ Hér er mörkuð athyglisverð stefna. Í henni felst um leið ákveðin viðurkenning á því að hið pólitíska siðferði hafi ekki verið í lagi hingað til. Með þessu sýnir Sjálfstæðisflokkurinn frum- kvæði, sem forvitnilegt verður að sjá hvernig aðrir flokkar bregðast við. Skattahækkunum hafnað Í þriðja lagi er í endurreisnarályktuninni ítrek- uð stefna Sjálfstæðisflokksins um frjálsræði í efnahagsmálum. Þar setur flokkurinn fram skýran valkost við stefnu núverandi rík- isstjórnarflokka. Sjálfstæðismenn benda á „þá staðreynd að störfum á Íslandi verður ekki fjölgað með auknum sköttum heldur með því að íslensk fyrirtæki fjárfesti, auki umsvif sín og ráði fólk í vinnu. Árangur næst með því að ein- staklingar og fyrirtæki fái svigrúm og skilyrði til að láta til sín taka en ekki með ríkisrekstri, ríkisforsjá, höftum og óhóflegri skattheimtu.“ Mikill niðurskurður ríkisútgjalda stendur fyrir dyrum. Sjálfstæðismenn benda á leið til að skapa meiri verðmæti fyrir minna fé með því að hugsa heilbrigðis- og menntamál upp á nýtt. Sjálfstæðismenn vilja útvista verkefni og byggja upp sprotafyrirtæki, sem taka að sér verkefni í heilbrigðis- og menntamálum. Hér er bent á leið til að slá tvær flugur í einu höggi; nýta betur skattfé almennings sem rennur til velferðarmálanna og efla um leið atvinnusköp- un í einkageiranum. Einnig hér eru skilin skörp á milli sjálfstæðismanna og núverandi stjórnarflokka, sem virðast fremur hafa áhuga á gamaldags ríkisrekstri. Svipaðar hugmyndir og er að finna innan Sjálfstæðisflokksins um einkaframtak í þágu almannaþjónustunnar eiga sér reyndar góða talsmenn innan Sam- fylkingarinnar, en spurningin er hvernig þeim reiðir af í samstarfi við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Stöðugleiki og nothæfur gjaldmiðill Í fjórða lagi gera sjálfstæðismenn tillögu um sérstakan stöðugleikasáttmála með aðild allra stjórnmálaflokka og helztu hagsmunasamtaka. „Stöðugleikasáttmálinn felst í stefnumörkun og samstöðu um efnahagslegan stöðugleika þannig að verðbólga á Íslandi verði aldrei meira en einu prósentustigi hærri en á evru- svæðinu. Hagstjórn, þ.m.t. stjórn ríkisfjár- mála, peningamála og aðrar aðgerðir taki mið af þörfinni fyrir slíkan stöðugleika og gjald- miðil sem þolir frjálsa fjármagnsflutninga og önnur viðskipti,“ segir í endurreisnarálykt- uninni. Áherzlu sjálfstæðismanna á „gjaldmiðil sem þolir frjálsa fjármagnsflutninga og önnur við- skipti“ fylgir eftirfarandi mat: „Þörf fyrir stöð- ugleika og samkeppnishæf starfsskilyrði fyrir atvinnulífið hefur verið leiðandi röksemd fyrir því að Íslendingar sæki um aðild að Evrópu- sambandinu og stefni að upptöku evru sem gjaldmiðils, þótt væntanlega yrði aðild að öðru leyti óhagstæð sjávarútvegi og landbúnaði auk annarra mikilvægra annmarka.“ Í skýrslu Evrópunefndar flokksins var nú- verandi gjaldmiðill Íslands, krónan, raunar sagður ónothæfur. „Niðurstöður gjaldmiðils- hópsins voru skýrar hvað varðar óhagkvæmni þess að reka sjálfstæða peningamálastefnu í svo litlu og fámennu hagkerfi,“ segir í skýrsl- unni. „Ísland væri með öðrum orðum mjög óhagkvæmt gjaldmiðilssvæði sem ætti litla möguleika á að spjara sig í opnu nútíma- umhverfi frjálsra fjármagnsflutninga. Við þessar aðstæður væru stjórntæki íslensks seðlabanka bitlítil og fjármálastöðugleiki lítill. Ólíðandi væri fyrir þjóðina til lengdar að búa við miklar gengissveiflur undanfarinna ára. Þessar sveiflur gera einstaklingum og fyrir- tækjum erfitt fyrir í allri áætlanagerð og skipu- lagningu framtíðar. Þessu hefur fylgt mikil verðbólga og mjög háir vextir sem gera heim- ilum og fyrirtækjum óhemju erfitt fyrir.“ Í skýrslu endurreisnarnefndarinnar er að finna svipaða greiningu; krónan er sögð rúin trausti á alþjóðlegum gjaldeyrismarkaði en bent á jákvæð áhrif þess að sækja um aðild að ESB og stefna að þátttöku í myntbandalagi Evrópu. Í sjálfri ályktuninni um Evrópumál segir: „Endurnýjað hagsmunamat hefur ekki leitt til grundvallarbreytinga á afstöðu Sjálfstæð- isflokksins. Kostir aðildar tengjast helst gjald- miðilsmálum og ljóst að ýmis álitamál verða að- eins skýrð í viðræðum, hvort sem þær snúast um gjaldmiðilinn eða aðild. Sterk lýðræðisleg rök mæla engu að síður með því að þjóðin fái að skera úr um svo stórt og umdeilt mál og að það sé ekki eingöngu á forræði stjórnmálaflokk- anna.“ Þar er stefna flokksins um yfirráð Ís- lands yfir auðlindum sínum undirstrikuð og lagt til að komist Alþingi eða ríkisstjórn að þeirri niðurstöðu að sækja beri um aðild að ESB, skuli fara fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þá ákvörðun, á grundvelli skilgreindra markmiða og samningskrafna. Breytt landslag Þegar allt þetta er lagt saman er erfitt að finna þeirri túlkun stað, sem komið hefur fram bæði innan og utan Sjálfstæðisflokksins, að hags- munamat flokksins og stefna hans í Evrópu- málum sé óbreytt. Sjálfstæðismenn gera sér klárlega grein fyrir ókostum krónunnar og kostum evrunnar. Þeir viðurkenna líka að að- ildarviðræður þurfi til að það liggi ljóst fyrir hvaða kostir standa Íslandi til boða við aðild að ESB. Þar með er hafnað þeirri skoðun að hægt sé að afskrifa ESB-aðild fyrirfram eða að aðild- arviðræður séu í rauninni bara „krossapróf“ eins og haldið hefur verið fram. Eftir landsfundi þriggja flokka undanfarnar vikur, Framsóknarflokksins, Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokksins, er landslagið í Evrópu- málum talsvert breytt. Framsóknarflokkurinn samþykkti á sínum landsfundi að ganga skyldi til aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Þau skilyrði, sem framsóknarmenn telja upp fyrir aðild, eru raunar svo ströng að vafasamt verð- ur að telja að nokkur samningur næðist ef halda ætti þeim öllum til haga. En meg- instefnan liggur fyrir; Framsóknarflokkurinn vill sækja um aðild. Evrópumálaályktun landsfundar Vinstri grænna var afar óljóst orðuð og opin fyrir túlk- un. Flokkurinn telur eftir sem áður að hags- munum Íslands sé bezt borgið utan ESB. Hann útilokar hins vegar ekki að sótt verði um aðild: „Landsfundur VG leggur áherslu á að aðild Ís- lands að ESB eigi að leiða til lykta í þjóð- aratkvæðagreiðslu.“ Hvort þetta þýðir að leggja eigi aðild- arumsókn í þjóðaratkvæði, eins og sjálfstæð- ismenn vilja, eða hvort greiða eigi atkvæði um aðildarsamning, er ekki skýrt. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir í samtali við Fréttablaðið í dag, laug- ardag, að VG hafi opnað nægilega mikið á ESB til að ásættanleg niðurstaða náist.„Við von- umst til þess að hægt verði að sækja fljótlega um aðild að ESB. Ef sama ríkisstjórn verður eftir kosningar þá vona ég að Vinstri græn hafi sýnt þá opnun á sínum landsfundi um síðustu helgi að við getum unnið úr því saman þannig að sem fyrst verði farið í aðild að ESB. Vinstri græn tala um að útkljá málið í þjóðaratkvæða- greiðslu og það er akkúrat það sem við viljum,“ segir Jóhanna í Fréttablaðinu. Ýmislegt bendir því til þess að mun breiðari pólitísk samstaða geti náðst um það en áður að fara í aðildarviðræður við ESB, að undangeng- inni þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn. Það er lýðræðisleg leið sem tekur málið úr far- vegi flokkakerfisins og bjargar flokkum á borð við VG og Sjálfstæðisflokkinn út úr erfiðum innri deilum um málið. Tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla gerir hins vegar samningsstöðu Íslands erfiðari, eins og Morgunblaðið hefur áður bent á. Það breytir ekki því að rétt er að láta á þessa leið reyna. Í könnunum Gallup hefur stuðningur almenn- ings við að farið verði í aðildarviðræður við ESB farið vaxandi. Í febrúar sögðust 64% hlynnt aðildarviðræðum, þótt miklu færri, eða um 40%, segðust beinlínis hlynntir aðild að ESB. Þetta bendir til að þjóðin vilji fá að vita hvaða kostir standa til boða áður en hún gerir upp hug sinn. Eins og landsfundur Sjálfstæð- isflokksins ályktaði skýrist það ekki nema í að- ildarviðræðum. Endurreisn og Evrópumál Reykjavíkurbréf 280309
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.