Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 30
30 Átök á Austurvelli MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 B ragi Guðnason skipasmiður var einn af mótmælendunum á Austurvelli fyrir 60 árum. Hann vann allan sinn starfs- aldur hjá Slippfélaginu niðri við höfn- ina og hafði unnið þar í tæpt ár þegar dagur mótmælanna rann upp. „Ég man það var unnið að viðgerðum á skipi sem stóð á görðunum næst Ægisgötunni,“ segir hann. „Á þeim tíma voru menn klukkutíma í mat og ég fór venjulega á reiðhjóli inn á Kirkjuteig, þar sem ég átti heima hjá foreldrum mínum. Svo heyri ég yfir hádegisverðinum tilmæli frá ráðamönnum í útvarpinu, þar sem fólk var beðið að mæta á Austurvöll, og sjá til þess að Alþingi fengi vinnu- frið. Þegar ég mætti aftur í vinnuna fóru menn að tala um hvort við ættum ekki að fara niður á Austurvöll og þangað hélt allur skarinn.“ Brutu niður rimla Fyrst fór hópurinn á fund við barnaskólann í Lækjargötu og svo á Austurvöll. „Ég stóð á milli styttunnar og Alþingishússins. Ég man að það kom grár jeppi með hátalara. Svo stóð þarna hóp- ur af fólki og þetta var nokkurskonar gamlárs- kvöld hjá mörgum strákum,“ segir Bragi bros- andi. „Það var yfirleitt þannig á gamlárskvöld að menn fóru niður í miðbæ til að sprella, mig minnir að það hafi verið sami hópurinn sem hafði sig mest í frammi og kastaði grjótinu. Það lá hraungrjót meðfram stígnum að styttu Jóns Sigurðssonar. Svo man ég að trérimlar voru við vesturhliðina á Alþingishúsinu, í girðingunni við stíginn inn að listamannaskálaanddyrinu. Ég sá stráka brjóta niður þessa rimla til að hafa þá sér til halds og trausts fyrir framan þinghúsið. Svo horfði ég á mótmælin, það var öskrað eins og gerist og gengur. Ég fylgdist með hópi manna ganga út úr Alþingishúsinu, þeir kölluðu þá hvít- liða. Ég vann með manni um tíma, sem var á með- al þeirra, og hann sagði að það hefði borið að með þeim hætti að hann hefði hitt mann á götu sem hefði boðið honum með í þinghúsið. Ég held það hafi nú verið grín hjá honum. Það vissu flestir hver tilgangurinn var. Svo fór þetta nú eins og það fór, einhverjir fóru að henda grjóti í gluggana og allt í einu kom lögreglan út með táragasið. Enginn vissi hvað var um að vera, fólk hafði aldrei séð táragas. Og það hlupu allir eins og fætur toguðu í áttina að Pósthússtræti og Austurstræti – það var nú ekki annað.“ – Varðst þú fyrir táragasi? „Já, það slapp eng- inn við það, en ég varð ekki eins illa úti og margir, sem fengu svakalega í augun.“ Óskaplegur pirringur – Varstu ósáttur við aðgerðirnar? „Hjá yfirvöldunum? Ég held að enginn hafi bú- ist við því að beitt yrði táragasi, en það var óskap- legur pirringur í stjórnvöldum og yfirmönnum og öllu heila batteríinu. Það hafði verið voðalegt rifr- ildi í blöðunum um undirskriftina út af Atlants- hafsbandalaginu. Það var því margt fólk fyrir á Austurvelli og svo bættist við fólkið af fundinum í L h m b þ í Vildi að Ísla F Múgur manns safnaðist fyrir utan Alþingishúsið þegar tillaga lokum kom til bardaga milli lögreglu og borgara. Á morgun er Eftir Pétur Blöndal pebl@mbl.is S igurður Líndal var í fjórða bekk í MR þegar mótmælin brutust út á Aust- urvelli fyrir 60 árum. „Ég var á átj- ánda ári, ákaflega pólitískur og hat- rammur andstæðingur kommúnista,“ segir Sigurður. „Ég tók þátt í málfundum og talaði nánast á hverjum einasta fundi. Ég sank- aði að mér bókum, fór á fundi hjá Æskulýðs- hreyfingunni og jafnvel á námskeið hjá Sjálf- stæðisflokknum! Ég fylgdist vel með öllu, fundirnir voru harðir og gríðarleg æsingaskrif í Þjóðviljanum, jafnvel látið liggja að því að inn- ganga í Atlantshafsbandalagið yrði hindruð með ofbeldi. Þá var það sem blöð lýðræðisins, Morgun- blaðið, Vísir og Tíminn, létu að því að liggja að það væri allt að því líklegt að störf þingsins yrðu hindruð með ofbeldi. Því var neitað vinstra megin, en auðvitað voru æsingamenn innan um, líka meðal sjálfstæðismanna. Ég held að forystumenn hvorra tveggja hafi viljað forðast átök.“ Í aðdraganda inngöngunnar fréttist af lið- safnaði í Sjálfstæðishúsinu. „Mér skilst á því sem skrifað hefur verið síðar, að undirbúningur hafi byrjað í febrúar. Lykilmenn áttu að draga að sér fylgismenn, hver átti að hringja í tvo, sem áttu aftur að hringja í tvo. Ég man ekki til að ég hafi verið til kvaddur, ég fór bara af sjálfum mér. En hvernig sem því líður, þá var ég kominn á vettvang 29. mars, þegar málið var tekið fyrir og ólætin byrjuðu. Ég var í Sjálfstæðishúsinu og um kvöldið gerðist það, að húsið var grýtt og grjótið flaug langt inn í litla salinn. Svo fór að ákveðið var að við færum út, við vorum mörg, gengum arm í arm og ýttum mótmælendum frá. Og það voru engin slags- mál. Ég man eftir einum manni, sem öskraði og var ógurlega reiður, vildi komast inn fyrir. Við hleyptum honum bara í gegn og hann stóð eins og illa gerður hlutur fyrir aftan keðjuna og vissi ekkert hvað hann átti af sér að gera.“ Grjót, egg, drasl og torf Daginn eftir var skólahald meira og minna í upplausn. „Við fórum eftir löngu frímínútur,“ segir Sigurður. „Pálmi Hannesson vildi hafa aga í skólanum, en sá að ekkert þýddi að streitast á móti þessu. Ég man að fylking lög- reglumanna með kylfur raðaði sér fyrir utan alþingishúsið. Svo fóru menn inn í Sjálfstæð- ishúsið, annars vegar hvítliðar og hins vegar Við fórum efti Lesa má um mótmælin á Austurvelli í Dagbók lögreglunnar í Reykjavík árið 1949, sem geymd er á Borgarskjala- safninu. Það er fróðleg lesning og birtast hér kaflar úr henni, en ekki er leyfilegt að birta nöfn þeirra sem í hlut eiga. 29. mars Drengir safna rusli úr öskutunnum Kl. 22.15 var óskað eftir aðstoð lög- reglunnar vegna unglingsdrengja er væru að safna rusli úr öskutunnum í Shellportinu. Lögregluþjónar fóru að sinna þessu, en er þeir komu á staðinn voru drengir þessir horfnir með feng sinn inn í mannþröng þá er var fyrir ut- an Alþingishúsið. Skýrsla Lögregluþjónn gefur skýrslu um grun um rúðubrot í Alþingishúsinu er meint var að X á Seltjarnarnesi væri valdur að. 30. mars Engir af verði Kl. 13 fóru engir af verði og af lög- regluþjónum þeim, sem mættu í morg- un af vöktum, vegna funda á Alþingi varðandi þátttöku Íslands í Atlantshafs- bandalaginu. Austurvöllur Kl. 13.15 var tilkynnt að krakkar væru komnir upp á fótstall styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Lög- regluþjónn rak krakka þessa niður. Baðhúsið Kl. 14.30 var tilkynnt frá Baðhúsinu að krakkar væru farnir að rífa niður trégirðingar þar og mundi eiga að nota það í barefli. Lögregluþjónar fóru á staðinn. Var búið að rífa þarna all- marga rimla og náðu þeir talsverðu af unglingsstrákunum. Meiðsli Klukkan um 14.40-45 komu þrír menn á stöðina er hlotið höfðu meiðsli á höfði. Einn hafði fengið stein í höfuðið og tveir sögðust hafa verið barðir með kylfu. Gert var að meiðslum tveggja á stöðinni en einn var fluttur á Landspít- alann. Hafði hann töluverðan skurð á höfði, er sauma þurfti saman. Beiðni um lækni í Alþingishúsið Kl. 15.50 hringdi dómsmálaráðherra Bjarni Benediktsson og bað lögregluna að senda lækni í Alþingishúsið vegna særðra manna. Náð var í Ólaf Þor- steinsson lækni og fór hann þangað. Óeirðir og skrílslæti Kl. um 15.00 eða liðlega það hófust alvarlegar óspektir og skrílslæti framan við Alþingishúsið og þar í grennd, en þar hafði safnast saman mikill fjöldi fólks. Varð lögreglan að beita kylfum og táragasi til að dreifa mannfjöldanum og var búið að hreinsa til að mestu eftir um það bil klukkustund. Miklu grjóti var kastað á þinghúsið og margar rúður brotnar og einnig var mold og eggjum kastað. Nokkrir lögregluþjónar meiddust í átökum þessum, en hvað mikið eða margir af þeim, sem lögreglan átti í höggi við og aðrir hafa meiðst er ekki vitað að sinni. Um einstök atriði í átökum þessum er stöðvarmanni ekki svo kunnugt að mega verði um þetta sagt í bili. Bomba lendir inn í bifreið Kl. 16.50 hringdi á stöðina X starfs- maður hjá Sjóvátryggingarfélaginu og tilkynnti að þegar verið var að kasta gasbombunum hefði ein lent inn í bif- reið sína, sem stóð í Tryggvagötu. Eitt- hvað hafði brunnið í framsæti bifreið- arinnar. Lögregluþjónar komu á staðinn. Óknytti, fangelsun Lögregluþjónn gefur skýrslu um óknytti, grjótkast og fangelsun X er settur var í klefa nr. 2. Óknytti, fangelsun Lögregluþjónn gefur skýrslu um grjótkast og óknytti og fangelsun X er settur var í klefa númer 4. Meiðsli og skýrsla Lögregluþjónn gefur skýrslu varð- andi meiðsli á höfði, er hann hlaut í óeirðum þeim, er urðu við þinghúsið í dag, ennfremur um meiðsli er gamall maður hlaut á sama stað og skipti. Reiðhjóli fleygt á glugga á þinghúsinu Kl. um 16.30 kom á stöðina X og til- kynnti að hann hefði séð mann koma út úr bifreið við Alþingishúsið og kasta reiðhjóli þar á einn gluggann. Gerðar voru ráðstafanir til að leita að bifreið þessari en bar ekki árangur strax. Bif- reiðarstjóri náðist seinna. Skýrsla, rúðubrot o.fl. Lögregluþjónn gefur skýrslu varð- andi atburð þann er maður kom út úr bifreið og kastaði reiðhjóli í einn glugga þinghússins. Um kl. 19.40 var komið með bifreiða- stjórann á umræddri bifreið á stöðina. Skýrði hann þar frá að farþegi í bif- reið sinni hefði kastað hjólinu á gluggann, en kvaðst ekki þekkja mann þennan. Fulltrúi lögreglustjórans mun taka biðreiðarstjórann til frekari yfirheyrslu. Meiðsli á lögregluþjónum Eftirtaldir lögreglumenn munu hafa meiðst í átökunum í dag: X frá rann- sóknarlögreglu fékk stein í höfuðið og mun hafa meiðst mikið, e.t.v. brotnað höfuðkúpa. Y mun sennilega hafa kjálkabrotnað. Z hefur meiðst allmikið á mjöðm og V fékk stóran skurð á höf- uð. Grjótkast á Alþingihúsið Lögregluþjónn gefur skýrslu um grjótkast á glugga Alþingishússins, er vera mundi af völdum X. Breski sendiherrabústaðurinn Kl. 23.00 var hringt frá Höfða, bústað breska sendiherrans, og tilkynnt að skothríð heyrðist þar í grennd. Lög- regluþjónar fóru á staðinn og komust að raun um að þetta stafaði frá við- gerðastöð strætisvagnanna á Kirkju- sandi – sprengingar í aflvélum. Óspektir og skemmdarverk Kl. um 22.30 söfnuðust óróaseggir saman í miðbænum og reyndu að koma af stað uppþoti og frömdu skemmd- arverk, brutu rúður á lögreglustöðinni og víðar, köstuðu dínamitsprengjum o.fl. Lögreglan dreifði fólkinu með tára- gasi og handtók nokkra óróaseggi. Stóð þessi viðureign lögreglumanna við skríl- inn fram undir kl. 01. 31. mars Skýrsla. Óeirðir og árás Lögregluþjónnn gefur skýrslu um X. Hann var með óspektir við Alþing- ishúsið í gærdag og réðist á lög- regluþjóninn er skýrsluna gefur. 2. apríl Skýrsla Lögregluþjónn gefur skýrslu um óspektir og grjótkast X, sem átti sér stað við Alþingishúsið. Skýrsla Lögregluþjónn gefur skýrslu varð- andi sölu á gasgrímum í versluninni Kaup og sala á Bergstaðastíg 1. Skýrsla Lögregluþjónn gefur skýrslu varð- andi bifreiðina sem notuð var sem bækistöð fyrir hátalara er gefnar voru æsandi tilkynningar í til fólks er safn- ast hafði saman fyrir framan Alþing- ishúsið við Austurvöll. Reiðhjóli kastað í þinghúsið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.