Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 51
Fjörkálfar New York-tríóið knáa Yeah Yeah Yeahs lagði gítarana til hliðar
og greip til hljómborða á nýjustu skífunni sinni, It’s Blitz.
U
m tíma virtist sem önn-
ur hver hljómsveit frá
Bandaríkjunum væri
frá New York – þar
virtist gróskan vera og
fjörið. Heldur hefur dregið úr því
flóði, en enn eru margar eftirtekt-
arverðar hljómsveitir starfandi þar í
borg, til að mynda Yeah Yeah Yeahs.
New York-sveitin Yeah Yeah
Yeahs var meðal hljómsveita frá
rokkborginni New York sem vöktu
athygli fyrir nokkrum árum. Reynd-
ar var það helst útlit, sviðsframkoma
og klæðaburður söngkonunnar Kar-
en O. sem vakti hvað mesta eftirtekt
og svo mikla að menn gleymdu því
stundum að Yeah Yeah Yeahs spilaði
fína músík.
Poppað pönk
Karen Orzolek, eða bara Karen O.,
stofnaði Yeah Yeah Yeahs með þeim
Brian Chase og Nicolas Zinner og
stefnan var snemma tekin á poppað
pönk. Fyrsta stuttskífan kom út
haustið 2001, önnur slík haustið 2002
og svo kom loks breiðskífa í apríl
2003; Fever to Tell. Önnur plata,
Show Your Bones, kom svo 2006 og
nú fyrir stuttu platan It’s Blitz.
Eins og getið er var Yeah Yeah
Yeahs hluti af New York bylgjunni
sem reis um síðustu aldamót og þó
flestar hljómsveitanna sem ná nutu
hylli hafi horfið sjónum manna þá lifir
Yeah Yeah Yeahs og af It’s Blitz að
dæma þá hefur hún enn sitthvað fram
að færa. Tónlist sveitarinnar hefur
breyst talsvert frá því fyrsta smáskíf-
an kom út – gítarar hafa vikið að
mestu fyrir tölvum og hljómborðum.
Stuðið er þó það sama og forðum,
ef eitthvað þá er fjörið meira á plöt-
unni og undirliggjandi angist og ung-
mennaspenna hefur vikið fyrir bein-
skeyttri og ákveðinni keyrslu. Við það
bætist svo meiri yfirvegum og inni-
haldsríkari textar.
Gestur á plötunni er sá frábæri
söngvari Tunde Adebimpe úr TV on
the Radio, en þess má og geta að upp-
tökustjórn var í höndum hljómsveit-
arfélaga hans David Sitek og Eng-
lendingsins Nick Launay.
Meira fjör!
Heldur hefur dregið úr flóði hljómsveita frá New
York en enn eru margar fínar sveitir starfandi
þar í borg, til að mynda Yeah Yeah Yeahs, eins og
heyrist á nýrri skífu hljómsveitarinnar: It’s Blitz.
Menning 51FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009
Íslenski dansflokkurinn
568 8000 | midasala@borgarleikhus.is
Transaquania - Out of the Blue (Bláa Lónið)
Mið 22/4 kl. 21:00
aðeins ein sýn
Hafnarfjarðarleikhúsið
555 2222 | theater@vortex.is
Dubbeldusch (Hafnarfjarðarleikhúsið)
Fös 3/4 kl. 20:00
síðustu sýn.ar
Lau 18/4 kl. 20:00
síðustu sýn.ar
Landnámssetrið í Borgarnesi
437 1600 | landnamssetur@landnam.is
Stormar og styrjaldir - Sturlunga Einars Kárasonar
(Söguloftið)
Lau 18/4 kl. 20:00
Mán 20/4 kl. 20:00
Lau 2/5 kl. 16:00
Lau 9/5 kl. 20:00
Sun 17/5 kl. 16:00
Lau 23/5 kl. 20:00
Mr. Skallagrímsson eftir Benedikt Erlingsson
(Söguloftið - sýningum lýkur í vor)
Fös 3/4 kl. 20:00 U
Lau 4/4 kl. 20:00 U
Mið 8/4 kl. 20:00 U
Lau 11/4 kl. 16:00 U
Fös 17/4 kl. 20:00 Ö
Sun 19/4 kl. 16:00 U
Mið 22/4 kl. 20:00 Ö
Lau 25/4 kl. 20:00
Fim 30/4 kl. 20:00
Lau 2/5 kl. 20:00
Fim 7/5 kl. 20:00 U
Fös 8/5 kl. 20:00
Fim 14/5 kl. 20:00
Lau 16/5 kl. 20:00
Mið 20/5 kl. 20:00
Fös 22/5 kl. 20:00
næst síðasta sýn.
Tvær Grímur 2007 - Besti leikari - Besta handritið
BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið)
Sun 29/3 110. sýn. kl. 16:00
Sun 5/4 kl. 16:00
Lau 18/4 kl. 16:00
Fös 24/4 kl. 20:00
Sun 26/4 kl. 16:00
Fös 1/5 kl. 20:00
Lau 9/5 kl. 16:00
Fös 15/5 kl. 20:00
Sun 24/5 kl. 16:00 U
Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið
Fréttir
í tölvupósti
Af frægum rokksveitum frá New
York má nefna Kiss, Velvet Und-
erground, Ramones, New York
Dolls, Anthrax, Sonic Youth,
Iggy and the Stooges, Televisi-
on, Blondie og Talking Heads.
Um það leyti sem Yeah Yeah
Yeahs kom fram voru það
Strokes, Rapture, LCD Sound-
system, Interpol, Walkmen og
Liars sem voru á allra vörum, en
í dag eru það Vampire Weekend,
Grizzly Bear, Yeasayer, Animal
Collective, TV on the Radio og
MGMT.
New York-rokk
TÓNLIST Á SUNNUDEGI
Árni Matthíasson
hefst á mánudag