Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 48
48 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009
Orð dagsins: Ég er Drottinn, það er
nafn mitt, og dýrð mína gef ég eigi öðr-
um né lof mitt úthöggnum líkneskjum.
(Jesaja 42, 8)
Krossgáta
Lárétt | 1 mikil snjó-
koma, 8 skar, 9 dútla, 10
tala, 11 fruma, 13 kross-
inn, 15 næðis, 18 kring-
umstæður, 21 ílát, 22
vana, 23 minnist á, 24
óhugnanlegt.
Lóðrétt | 2 mjög ánægð,
3 hafna, 4 fuglar, 5 kjaft-
urinn, 6 birkikjarr, 7 af-
kvæmi, 12 aðstoð, 14
bergmála, 15 tónverk,
16 reiður, 17 geil, 18
kuldastraum, 19 við-
felldin, 20 horað.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 öflum, 4 þings, 7 erfið, 8 álman, 9 afl, 11 dama,
13 erta, 14 gerpi, 15 bing, 17 rúmt, 20 ósa, 22 liðin, 23
lofið, 24 rúmið, 25 tíðka.
Lóðrétt: 1 örend, 2 lofum, 3 mæða, 4 þjál, 5 nemur, 6
sunna, 10 forks, 12 agg, 13 eir, 15 bælir, 16 níðum, 18
úlfúð, 19 tuðra, 20 ónáð, 21 allt.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Sudoku
Frumstig
9
3
6 9 2 1
6 1
5 8 9 7
2 6 5
5 2 3
2 4 7
7 3 9 6
1 5
8 3
4 2
5 1 9
6 3 5 4 8
7
9 6
4 9 7 1
2 5 8
9 2
9 7 5
4 8 6 9
9 4 8
5
1 2
3
7 3 8 6
8 4 5 7
5 6 3 2 9 8 1 7 4
9 7 1 3 6 4 5 2 8
8 4 2 1 5 7 6 9 3
3 1 9 5 4 6 7 8 2
6 8 4 9 7 2 3 1 5
7 2 5 8 3 1 4 6 9
4 5 8 7 1 9 2 3 6
1 9 6 4 2 3 8 5 7
2 3 7 6 8 5 9 4 1
9 5 4 6 8 2 1 3 7
8 2 6 3 1 7 4 5 9
1 7 3 9 5 4 6 8 2
3 4 7 1 6 9 5 2 8
2 8 1 7 4 5 3 9 6
5 6 9 8 2 3 7 1 4
7 9 8 5 3 6 2 4 1
4 1 5 2 7 8 9 6 3
6 3 2 4 9 1 8 7 5
7 2 6 1 8 5 9 3 4
3 9 1 6 7 4 2 5 8
5 4 8 9 3 2 1 7 6
1 7 2 3 9 6 8 4 5
9 8 3 5 4 1 7 6 2
4 6 5 7 2 8 3 9 1
6 1 9 8 5 3 4 2 7
8 3 4 2 6 7 5 1 9
2 5 7 4 1 9 6 8 3
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Lausn síðustu Sudoki.
Í dag er sunnudagur 29. mars, 88. dag-
ur ársins 2009
Er það virkilega talin staðreynd aðíslenskir foreldrar séu ófærir
um að ala upp ung börn sín? Þessi
spurning leitar mjög á Víkverja í
hvert sinn sem pempíulegar fréttir
birtast í fjölmiðlum um að sælgæti sé
til sýnis á áberandi stöðum í versl-
unum og fari því ekki framhjá glögg-
um augum ungra barna. Þetta er talið
ákaflega slæmt þar sem ungviðið
bregðist við með því að heimta
nammi. Um leið er látið eins og óleys-
anlegt vandamál hafi skapast.
x x x
Víkverji kemur ekki auga á vand-ann. Lausnin á þessari sælgæt-
isuppákomu er einföld. Foreldrarnir
segja: „Nei, þú færð ekkert nammi.“
Það svar kostar smá væl en ekkert
meira væl en foreldrar eru vanir að
fást við dag hvern. Börn vilja aga og
reglufestu og vita vel að þau geta ekki
fengið allt sem þau vilja. Þess vegna
sætta þau sig við nei-ið í þeirri von að
næst segi foreldrið já. Foreldri sem á
barn sem aldrei biður um neitt á afar
sérkennilegt barn og foreldri sem lít-
ur á það sem tómt vesen að segja nei
er ekki í réttu hlutverki.
x x x
Þetta er ekkert óskaplega flókiðmál. Og síst af öllu er það þjóð-
félagsmein að sælgæti sjáist í búðum.
Það er engin ástæða til að fela það.
Og það er heldur engin ástæða til að
slökkva á sjónvarpinu þótt ein og ein
auglýsing rati inn í barnatímann.
Stundum hafa auglýsingarnar sem
fylgt hafa barnatímum verið miklu
skemmtilegri en barnatíminn sjálfur.
Víkverji man mörg dæmi þess.
x x x
Víkverji var mikill sælgætissnúðurþegar hann var barn. Enn
glaðnar yfir Víkverja þegar hann sér
fulla sælgætisskál. Þegar Víkverji vill
gleðja börn gefur hann þeim súkku-
laði. Aldrei hefur hvarflað að honum
að gefa börnum vínber eða banana til
að kæta þau. Nammi er nefnilega
gott og má alveg vera til sýnis. Það er
svo fullorðinna að sjá til þess að börn
éti ekki yfir sig af því. Þá þarf að
segja nei og það er alls ekkert svo
mikill vandi. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 d6 4. O-O
Bd7 5. He1 Rf6 6. c3 a6 7. Bf1 Bg4 8. d3
e6 9. Rbd2 Be7 10. h3 Bh5 11. g4 Bg6
12. Rh4 Rd7 13. Rg2 h5 14. f4 hxg4 15.
hxg4 Dc7 16. Rf3 O-O-O 17. Re3 Rb6
18. Rc4 Rxc4 19. dxc4 f5 20. exf5 exf5
21. g5 Bf7 22. Dc2 g6 23. Df2 d5 24.
cxd5 Bxd5 25. Be3
Staðan kom upp í blindskák á Amb-
er-mótinu sem lauk fyrir skömmu í
Nice í Frakklandi. Norska undrabarn-
ið Magnus Carlsen (2.776) hafði svart
gegn indverska heimsmeistaranum
Viswanathan Anand (2.791). 25. …
Bxg5! 26. Dg3 hvítur hefði orðið mát
bæði eftir 26. Rxg5 Hh1# og 26. fxg5
Bxf3 27. Dxf3 Dh2#. 26. … Be7 27.
Bg2 g5! 28. Rxg5 Bxg5 29. Bxd5 Hxd5
30. Dxg5 Df7 31. Kf2 Hh2+ 32. Kf1
Hd8 33. Dg3 Dc4+ 34. Kg1 Hxb2 og
hvítur gafst upp enda fátt til varnar.
Svartur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Ósvífni Zia.
Norður
♠K8
♥G8
♦D8
♣G1086432
Vestur Austur
♠G742 ♠1093
♥104 ♥KD652
♦ÁK105 ♦G973
♣K95 ♣7
Suður
♠ÁD65
♥Á972
♦642
♣ÁD
Suður spilar 3G.
Hin ógnarsterka Nickell-sveit komst
í hann krappan í fyrstu umferð Vander-
bilt-keppninnar á móti stigalægstu
sveitinni – skuldaði 67 impa í hálfleik.
Slíkan mun er ekki auðvelt að vinna upp
í 32 spilum, en Nickell-gengið er þekkt
fyrir öflugar „endurkomur“. Zia
Mahmood er nú orðinn sjötti maður
Nickells og hann tók fram stóru skófl-
una. Zia var í suður. Vestur vakti á
Standard-tígli og austur svaraði á 1♥.
Suður á ekki augljósa sögn, en Zia valdi
1G, sem Hamman í norður lyfti í 3G.
Vestur kom út með ♥10 – gosi, drottn-
ing og ás. Zia prófaði ♣D, en vestur lét
sér fátt um finnast og gaf slaginn. Hvað
nú?
Zia nýtti sér grandsögnina á hundana
þrjá og spilaði TÍGLI að drottningu
blinds! Og aumingja vestur dúkkaði.
Zia sótti þá ♥K og lagði upp níu slagi.
Stjörnuspá
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þér finnst þú hafa verið að-
krepptur í nokkurn tíma og langar til þess
að varpa af þér okinu. Losaðu þig við það
sem miður er og temdu þér aðrar og betri
venjur.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Einhver snurða hefur hlaupið á
þráðinn hjá þér og gömlum vini. Eyddu
meiri tíma í að hugsa um sjálfan þig.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Deildu draumum þínum og fram-
tíðarvonum með vini þínum. Dragðu þig í
hlé með vinnuna ef þú átt kost á því eða
taktu þér smápásu, jafnvel úti í nátt-
úrunni.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú hefur lofað upp í ermina á þér
og sérð nú fram á að geta ekki staðið við
orð þín nema biðja um aðstoð. Nei, þú
ímyndar þér það ekki!
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Gerðu þér grein fyrir hvað það er
sem þú vilt og þá kemur hitt af sjálfu sér.
Þú ert frjór í hugsun og átt því auðvelt
með að finna lausnir á vandamálum.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú hefur áhyggjur af einhverjum
sem á það til að rása út af beinu brautinni.
Farðu þér hægt, val á vini er vandasamt.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Forðastu að taka þátt í hlutum sem
eru einskis virði og því hrein tímasóun.
Gefðu þér tíma til að leggja góðum mál-
efnum lið.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Samræður við maka og nána
vini gætu orðið venju fremur upplýsandi í
dag. Gerðu ekki of miklar kröfur til þín og
gefðu þér bara lengri tíma.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Mistök fortíðarinnar voru víst
lexíur. Með það í huga tekurðu skynsam-
ari ákvarðanir. Einhver ágreiningur gæti
komið upp.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Viðkvæm vandamál koma upp
og krefjast allrar þinnar athygli. Leynd-
armálið að upprætingu misréttis
kynjanna er að einbeita sér að sköpun og
leiða annað hjá sér.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú getur gert eitthvað til að
hjálpa samfélaginu. Taktu í framréttar
hendur vinnufélaga þinna og sjáðu,
hversu létt verk margar hendur vinna.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Stundum getur eitthvað sem sagt
er reynt verulega á vináttuna. Líklega
getur vinur þinn kennt þér eitthvað, til að
mynda á sviði tækni eða vísinda.
29. mars 1961
Lög um launajöfnuð kvenna
og karla voru staðfest. Fullum
jöfnuði átti að ná 1. janúar
1967.
29. mars 1970
Henný Hermannsdóttir, 18
ára danskennari, sigraði í
keppninni Miss Young Int-
ernational í Japan. „Mér hafði
aldrei dottið í hug að ég yrði
númer eitt,“ sagði hún í sam-
tali við Morgunblaðið.
29. mars 1999
„Alþingi unga fólksins“ var
sett í Alþingishúsinu við Aust-
urvöll í tilefni af fimmtíu ára
afmæli Evrópuráðsins. Alls
tóku 63 ungmenni á aldrinum
16-20 ára þátt í þinginu sem
stóð í tvo daga.
29. mars 2001
Heimildarmynd Þorfinns
Guðnasonar um Lalla Johns
var frumsýnd „við rífandi við-
tökur gagnrýnenda og ann-
arra gesta“ að sögn Morg-
unblaðsins.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist…
Gréta Finn-
bogadóttir verð-
ur áttræð 31.
mars næstkom-
andi. Af því til-
efni verður opið
hús fyrir alla
góða vini og
vandamenn á
heimili Þórunnar
og Stefáns í Ljósalandi 25 á afmæl-
isdaginn frá kl. 16.30 og fram eftir
kvöldi.
80 ára
„Fjölskyldan er það stór að ég veit að hún mun
koma þó að ég hafi ekki boðið neinum. Vonandi
komumst við samt eitthvað á skíði,“ segir Hrafn-
hildur Halldórsdóttir, útvarpskonan knáa á Rás 2,
sem fagnar 45 ára afmæli sínu í dag, sunnudag.
Hún hefur ákveðið að fresta frekari veisluhöldum
fram á vorið, eða fram yfir fermingu yngri dótt-
urinnar. Hið sama á við um heimilisföðurinn,
Smára Ríkarðsson, sem verður 45 ára 1. apríl.
Samanlagt fagna þau hjónakornin því níræðis-
afmæli og ekki nóg með það, 2. apríl eiga þau 15
ára brúðkaupsafmæli sem samkvæmt „ritúalinu“
er nefnt kristalsbrúðkaup, hvorki meira né minna.
Hrafnhildur hefur verið viðloðandi útvarp allt frá árinu 1986 en
haft fastan starfa af því frá 1992, lengstum á Ríkisútvarpinu. „Ég hef
verið að reyna að losa mig úr útvarpinu en fer alltaf þangað aftur,“
segir Hrafnhildur en síðustu þrjú árin hefur hún verið meðal stjórn-
enda í Morgunútvarpi Rásar 2, sem hefur mikla hlustun. Alla virka
daga fer hún sjálf á fætur um hálfsexleytið og þátturinn fer í loftið
korter í sjö. Hún segir það skemmtilegt starf en ábyrgðarmikið að
rífa hlustendur á lappir og fylgja þeim inn í daginn. bjb@mbl.is
Hrafnhildur Halldórsdóttir útvarpskona 45 ára
Níræðisafmæli hjónanna
;)
Nýbakaðir foreldrar?
Sendið mynd af nýja ríkisborgaranum
ásamt upplýsingum um fæðingarstað
og stund, þyngd, lengd
og nöfn foreldra, á netfangið
barn@mbl.is