Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 44
44 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi,
HALLDÓR VIÐAR PÉTURSSON
bryti,
Hrafnistu Hafnarfirði,
áður til heimilis í Gullsmára 8,
Kópavogi,
lést laugardaginn 21. mars.
Útförin fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn
31. mars kl. 15.00.
Vilhjálmur Örn Halldórsson, Svanfríður Ásgeirsdóttir,
Kolbrún Halldórsdóttir, Ágúst Pétursson,
Elín Huld Halldórsdóttir, Gunnar Theodór Þorsteinsson,
Sigrún Halla Halldórsdóttir,
Pétur Már Halldórsson, Sigurlína Margrét Magnúsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
KRISTÍN PÉTURSDÓTTIR,
Hraunbæ 103,
Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Grund laugardaginn
21. mars, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju í
Reykjavík þriðjudaginn 31. mars kl. 13.00.
Vigdís Kjartansdóttir, Þorvarður Þórðarson,
Pétur Sævar Kjartansson, Ingibjörg Hrönn Sveinsdóttir,
Ólafur Marel Kjartansson, Guðný Védís Guðjónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur bróðir okkar og mágur,
REYNIR PÁLSSON,
Sléttahrauni 17,
Hafnarfirði,
lést á heimili sínu sunnudaginn 22. mars.
Útförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
miðvikudaginn 1. apríl kl. 15.00.
Anna Pálsdóttir,
Guðrún Pálsdóttir, Sigurgeir Jónasson,
Rúnar Pálsson, Sif Eiðsdóttir,
Elín Pálsdóttir, Aðalsteinn Ísaksson.
✝
Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
MARGRÉT EINARSDÓTTIR,
Hlíðarhúsum 7,
áður til heimilis
Stigahlíð 30,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík,
mánudaginn 30. mars kl. 11.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Einar Ásbjörnsson.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
VALUR GUÐMUNDSSON
frá Efra-Apavatni,
Sléttuvegi 13,
Reykjavík,
lést á hjartadeild Landspítalans laugardaginn
14. mars.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn 30. mars kl. 13.00.
Þórdís Skaptadóttir,
Skapti Valsson, Jórunn Gunnarsdóttir,
Dóra Sjöfn Valsdóttir, Birgir Sveinsson,
María Ýr Valsdóttir, Rúnar Sigurðsson,
Guðmundur Valsson, Marta K. Lárusdóttir,
barnabörn og barnabarnabarn.
Í dag kveðjum við
þig, elsku amma Lóa.
Við systkinin eigum
ótrúlega góðar minningar sem ylja
okkur um hjartarætur á erfiðum
tímum. Þú reyndist okkur alltaf
vel; þegar mamma veiktist tókst þú
Gauta að þér og er Steinunn kom
heim með mömmu og pabba einu
og hálfu ári síðar varst þú okkar
ómetanleg hjálp, við gátum alltaf
leitað til þín. Við nutum þeirra for-
réttinda að búa fyrir ofan þig á Há-
veginum í nokkur ár og heimili þitt
var okkar annað heimili.
Í stóra holinu var brugðið á leik,
þar var sett upp búð eða villta
vestrið og haldnar tískusýningar og
alltaf varstu tilbúin að lána okkur
það sem vantaði. Þær voru ófáar
næturnar sem við fengum að kúra í
ömmurúmi og þá söngstu fyrir
okkur og við fórum saman með fað-
irvorið. Aldrei skammaðir þú okk-
ur, varst alltaf svo blíð og góð og
lagðir okkur lífsreglurnar á þinn
yfirvegaða hátt.
Einnig minnumst við allra þeirra
kræsinga sem þú töfraðir fram,
skipti þá ekki máli hvort það voru
stríðstertur eða hnallþórur, frómas,
ömmuís eða bestu smákökur í
heimi, kattartungurnar.
Síðustu ár hafa verið þér erfið en
núna ertu komin á betri stað og við
vitum að þú ert hvíldinni fegin. Við
kveðjum þig með söknuði og sárt
er til þess að hugsa að litlu
langömmustrákarnir þínir, Sveinn
Ingi og Jóhann Gauti, fái ekki að
kynnast þér.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku amma, takk fyrir allt og
allt.
Þín barnabörn,
Guðmundur Gauti og
Steinunn María.
Ég trúi því varla að þú sért farin
frá okkur. Í hjarta mínu er ég glað-
ur að hafa verið hjá ykkur mömmu
þegar þú kvaddir þennan heim.
Elsku amma Lóa, þú hefur alltaf
verið mér svo góð, ég mun aldrei
gleyma þér né öllum minningunum
sem ég á um þig.
Með þessum texta úr laginu sem
Svanhildur Ólöf
Eggertsdóttir
✝ Svanhildur ÓlöfEggertsdóttir
fæddist á Siglufirði
28. ágúst 1931. Hún
lést á Sjúkrahúsi
Siglufjarðar 21. mars
2009.
Útför Svanhildar
Ólafar fór fram frá
Siglufjarðarkirkju 28.
mars sl.
þér þótti svo fallegt
kveð ég þig í hinsta
sinn.
Góða nótt, elsku
amma Lóa.
Yfir lönd og höf,
út á ystu nöf,
átt þú mig að, já
út yfir dauða og
gröf.
Ég elska þig
og ef þú ákallar mig
og allir bregðast þér,
eins og brú yfir
boðaföllin
birtist lífsins leið.
Eins og brú yfir boðaföllin
ber ég þig á leið.
(Ómar Ragnarsson.)
Þinn
Oddur.
Það er alltaf erfitt að kveðja
hinstu kveðju, amma mín, þrátt
fyrir að vita að það er óumflýj-
anlegt. Það hvarflaði ekki að mér á
fimmtudaginn að við værum að
eiga okkar seinasta samtal. Ég er
afar þakklát fyrir að hafa verið þér
náin. Þegar ég hugsa aftur í tím-
ann og reyni að muna sem lengst
aftur þá man ég vel eftir því að þú
tókst mig með til Árnu vinkonu
þinnar og þar sastu oftar en ekki
með Helgu, Ernu og Flóru, og ég
man það svo vel því þar var svo
mikið hlegið.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar um þig sem ég mun ávallt
geyma í mínu hjarta. Þegar ég rifja
upp samtalið okkar á fimmtudag-
inn þá situr það í mér að þú sagðist
aðeins þrá það eitt að lifa ferming-
ardaginn Svanhildar þinnar, sem
verður 30. maí nk. Þú varst svo
ánægð að hún vildi bera skartið
þitt á þessum stóra degi. Þú talaðir
mikið um hversu stolt þú værir af
nöfnu þinni, og hve fermingarkjóll-
inn hennar væri fallegur og þú
beiðst í símanum þegar hún mátaði
kjólinn síðastliðið föstudagskvöld,
það var þér hjartans mál að hann
passaði henni.
Elsku besta amma Lóa, ég mun
alltaf minnast þín sem yndislegrar
ömmu, þú varst svo örlát að það
var ekkert sem þú gerðir ekki fyrir
okkur. Ég veit að þú verður með
litla gullinu þínu 30. maí og ég mun
gera allt sem ég get til að þessi
dagur verði sem ánægjulegastur.
Ég er viss um að það hefur beðið
þín mikil móttökunefnd þegar þú
kvaddir okkur og fórst á betri stað.
Ég trúi því að það sé mikill söngur
í kringum þig núna.
Hvíl þú í friði, elsku amma Lóa.
Þín
Svava.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði nú sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Elsa, Guðný og Jóna
Sigga, sendi ykkur og fjölskyldum
ykkar mínar dýpstu samúðarkveðj-
ur. Ég þakka þér, elsku Lóa mín,
fyrir tryggð þína og vináttu. Guð
geymi þig.
Þín systir,
Kristín María.
Í dag verður til moldar borin
elskuleg móðursystir okkar, Svan-
hildur Ólöf, eða Lóa eins og hún
var ávallt kölluð. Hún var elsta
systir hennar mömmu og var sam-
band þeirra einstaklega hlýtt alla
tíð og hún okkur afar hjartfólgin.
Lóa var því elst systkinanna sjö í
Theodórshúsinu á Suðurgötunni,
barna ömmu Elsu og afa Eggerts.
Þar, á neðri hæðinni, hóf hún ung
sinn búskap ásamt eiginmanni sín-
um Guðmundi Þorlákssyni, eins og
flestöll systkini hennar áttu eftir að
gera. Þau byggðu sér síðar heimili
á Hávegi 32, ekki langt frá æsku-
heimilinu, ögn ofar í fjallshlíðinni.
Þar bjuggu þau öll sín hjúskaparár.
Lóa og Guðmundur eignuðust
þrjár dætur; þær Elsu, Guðnýju og
Jónu Siggu. Síðar á lífsleiðinni
kynntist Lóa Óla Júlíussyni og
voru þau í sambúð á Siglufirði og á
hans heimaslóðum, Höfn. Eftir
andlát Óla flutti Lóa aftur á Siglu-
fjörð í Suðurgötuna, æskuheimilið.
Síðustu árin bjó hún í Skálahlíð,
dvalarheimili aldraða á Siglufirði.
Lóa frænka vann við ýmis störf á
lífsleiðinni en sennilega var hús-
móðurstarfið henni kærast. Hún
sinnti því af mikilli alúð og reisn.
Þeir sem komu inn á heimili henn-
ar nutu mikillar gestrisni. Við sem
hnátur minnumst kökuilmsins,
hvort sem það voru kanel-, frost-
ing- eða brauðtertur, enginn bjó til
betri kökur en Lóa. Oftsinnis sát-
um við á stóra steininum okkar í
fjallshlíðinni fyrir ofan húsið henn-
ar, með Jónu Siggu eða ömmu-
stelpunum hennar, Svanhildi og
Herdísi, horfðum yfir fjörðinn og
ímynduðum okkur tilveru álfanna í
steininum, undir mallandi
hrærivélasinfóníu sem barst út um
eldhúsgluggann og hljómaði upp í
fjall og niður á götu. Lóa var alltaf
að gefa okkur eitthvað gott að
maula og hvergi fengum við meira
af nammi en hjá henni. Það er okk-
ur í fersku minni þegar við fengum
að gista, keyptir voru ótal frost-
pinnar sem mátti borða að vild,
Barbie-heimilin voru út um allt hús
og ósjaldan dilluðum við okkur í
stofunni við nýjustu smellina. Svo
sváfum við í risastóra hjónarúminu
sem við héldum vera það lang-
stærsta í heimi. En við héldum
okkur langt frá kjallarahurðinni því
þar voru örugglega draugar og
óvættir.
Lóa heimsótti margsinnis fjar-
læg lönd. Í ferðum sínum hafði hún
ávallt sitt fólk í huga. Þau eru ófá
póstkortin sem okkur bárust frá
henni og oftar en ekki voru tösk-
urnar fullar af gjöfum þegar heim
kom. Við systur fengum líka að
njóta gjafmildi hennar í ríkum
mæli og eigum við margar góðar
minningar tengdar þeim gjöfum …
fyrsti sundbolurinn, senjorítur,
skrautlegir risablýantar sem þá
voru fáséðir og margt fleira.
Nú síðari ár hafa samskipti okk-
ar
að mestu leyti verið símleiðis
vegna fjarlægðar okkar á milli, en
aldrei fórum við til Siglufjarðar án
þess að staldra við hjá Lóu frænku.
Minningin um Lóu er okkur afar
dýrmæt og þökkum við henni af al-
hug fyrir góðvild og hlýju alla tíð.
Elsku Jóna Sigga, Guðný, Elsa og
aðrir ástvinir Lóu, við sendum ykk-
ur okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Við biðjum góðan Guð að
blessa og varðveita minninguna um
Lóu frænku. Hún hvíli í friði.
Dagmar, María og Elsa
Jensdætur.
Meira: mbl.is/minningar