Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 Hann fæddist 7. júlí 1972. Hann gekk í Flata- skóla, Garðaskóla og Fjölbrautaskólann í Garðabæ. Hann lék handbolta með Stjörn- unni og landsliðinu og varð atvinnumaður 1996; spilaði með Tusem Essem í Þýzkalandi í 7 ár, síðan Bidasoa á Spáni í 1 ár og loks Minden í Þýzkalandi í eitt ár, en þá bundu meiðsli enda á atvinnumennskuna. Hann kom heim 2005, stundaði nám við Háskólann í Reykjavík og Íþróttaakademíuna í Reykjanesbæ og útskrifaðist sem íþróttafræð- ingur 2008. Hann er íþróttafulltrúi Garða- bæjar, forstöðumaður íþrótta- miðstöðva bæjarins og þjálfari Stjörnunnar. Hann er kvæntur Rakel Önnu Guðnadóttur, grafískum hönnuði. Þau eiga þrjú börn. ast í landsliðið og atvinnumennsku. Guðni hinsvegar var fljótlega far- inn að sökkva sér niður í bækur. Það skemmtilegasta sem hann gerir er að lesa bók og fara á bókasafn. Mér fannst hann endalaust vera í skóla. Hann hefur svo sýnt það á síðustu ár- um að hann er sá klárasti á sínu sviði. Og þegar ég fór að læra þá studdi hann mig og það var ekki verra að eiga bróður sem var háskólakennari.“ Gleymdi ömmu á klósettinu „Guðni er yfirvegaður og klár, en stundum gleyminn og utan við sig, en umfram allt traustur og góður vinur. Þetta hljómar kannski hátíðlega, en hann er helvíti flottur gæi. Við erum mjög stolt af honum og því sem hann er að gera, öllum þeim bókum sem hann hefur skrifað. Og hann hefur trekk í trekk verið kosinn vinsælasti kennarinn. Hann verður stundum skotspónn í fjölskyldunni fyrir gleymskuna. En allt í góðu. Hann á það til að mis- reikna sig með flugferðir, stundum bæði dag og tíma, en hefur einhvern veginn alltaf sloppið fyrir horn og náð vélinni. Frægasta sagan í fjölskyldunni er þegar Guðni gleymdi ömmu inni á klósetti. Amma bjó hjá okkur, hún hafði fengið slag og þurfti aðstoð til þess að hreyfa sig. Einu sinni voru þau Guðni ein heima og gamla konan þurfti á klósettið. Guðni aðstoðaði hann á salernið, fór síðan fram aftur, en ákvað svo skyndilega að fara í sund. Hann gleymdi gömlu konunni gjörsamlega. Sem betur fer kom mamma heim hálftíma síðar og heyrði þá ömmu kalla í Guðna, hana var farið að lengja eftir því að fá hjálp í stólinn sinn. Þegar Guðni kom heim spurði mamma hvort hann hefði gleymt einhverju og þegar sannleik- urinn rann upp fyrir honum varð hann alveg ómögulegur maður. En nú hlæjum við bara að þessu. Gleymskan kemur líka fram í því að þegar hann kemur í heimsókn, gleymir hann iðulega símanum sín- um, eða úrinu eða bara einhverju. Guðni hefur mikinn íþróttaáhuga og er Stjörnumaður fram í fing- urgóma. Þegar ég spilaði kom hann á leiki og hann kom líka út, þegar ég var í atvinnumennskunni. Já, já, ég fæ alveg að heyra það ef honum finnst Stjörnunni ekki ganga nógu vel, en hann fer voða pent í það að segja þjálfaranum til syndanna. Hann er yfirvegaður í því sem öðru.“ Patrekur: „Guðni er fjórum árum eldri en ég. Við vorum mjög sam- rýmdir strákar og lékum okkur mikið saman einsog gengur og gerist hjá bræðrum. Við misstum pabba okkar þegar ég var 10 ára, Guðni 14 og Jó- hannes bróðir okkar þriggja ára. Það var mjög erfiður tími fyrir okkur og ósjálfrátt fórum við Guðni svolítið sitt í hvora áttina. Það var einsog við þyrftum að ráða fram úr okkar hlut- um hvor með sínum hætti; hann orð- inn þetta fullorðinn, unglingurinn meðan ég var ennþá barn. Hann hellti sér út í námið meðan boltinn átti minn hug allan. Og þótt þetta væri erfiður tími held ég að hann hafi styrkt okkur bræður, þegar upp er staðið. Síðustu tíu árin eða svo hefur sam- band okkar bræðranna allra þriggja styrkzt á ný og vináttan orðið líkari því sem var þegar við vorum strákar. Við erum mjög samrýmdir, hittumst reglulega og milli okkar ríkir vinátta og traust. Guðni er okkar leiðtogi, fyrirliði getum við sagt. Hann er al- gjör öðlingur og það er alltaf hægt að leita til hans. Hann hefur mikið jafn- aðargeð meðan við Jóhannes og kannski sérstaklega ég erum meira í skapsveiflunum.“ Brezkur bikarmeistari „Guðni var mjög efnilegur hand- boltamaður og kosinn sá efnilegasti í yngri flokkunum. Og hann náði að verða bikarmeistari, reyndar ekki hér heima, heldur í Bretlandi. Ég segi nú stundum við hann að brezkur hand- bolti sé ekki hátt skrifaður á heims- vísu, en hann lætur það sem vind um eyru þjóta. Bikar er alltaf bikar! Hann var klókur leikstjórnandi, kannski ekki sá sterkasti á vellinum en hann notaði höfuðið þess meira. Jóhannes bróðir hefur ekki verið jafnmikið í sviðsljósinu og við Guðni; ég fyrir handboltann og Guðni komst í sviðsljósið út á hlerunarmálið. Það var svolítið skrýtið að sjá Guðna allt í einu í fjölmiðlum upp á hvern dag. En hann stóð sig vel og sannaði að hann hefur vit á því sem hann segir. Það hefur alltaf verið þannig. Hann er toppstrákur. Jóhannes er svona á milli okkar Guðna, kerfisfræðingur og mikill tölvukarl. Hann var líka í handbolt- anum og náði ágætis árangri. Boltinn var ekki eins mikið mál hjá þeim Guðna og mér. Ég ákvað að veðja á handboltann og fara alla leið. Þegar ég var 16 ára var takmarkið að kom- Klár en gleyminn PATREKUR JÓHANNESSON Kynning á niðurstöðum úttektar starfshóps á aðstæðum til nýsköpunar í tengslum við heilbrigðisþjónustu og leiðum til að auka verðmætasköpun og bæta þjónustu. Heilsa og hagsæld með nýsköpun DAGSKRÁ 8:00 Morgunverður í boði menntamálaráðuneytis, iðnaðarráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis 8:30 Setning. Berglind Ásgeirsdóttir, ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytis 8:40 Niðurstöður úttektar. Vilhjálmur Lúðvíksson, verkefnisstjóri hjá menntamálaráðuneytinu 8:55 OECD Study of Innovation in Health Services Industries. Iain Gillespie, Director, Division of Science, Technology and Industry, OECD Paris. 9:20 Þekkingarauður heilbrigðisvísinda – Hvernig getur hann nýst okkur? Prófessor Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands 9:35 Framtíðarmöguleikar nýsköpunar í læknavísindum. Áhrif erfðavísinda og upplýsingatækni. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar 9:50 Nýsköpun í stoðtækjum og íhlutum til bæklunarlækninga og öldrunarlækninga. Samstarf opinberra aðila og fyrirtækja. Hilmar Bragi Janusson, þróunarstjóri Össurar hf. 10:05 Kaffihlé 10:30 Hlutverk Landspítala - háskólasjúkrahúss í stuðningi við nýsköpun. Björn Zöega, aðstoðarforstjóri LSH 10:45 Þverfaglegt samstarf tækni og lífvísinda til stuðnings nýsköpunar. Prófessor Sigurður Brynjólfsson, verkfræði og raunvísindasvið HÍ 11:00 Raunir sprotafyrirtækis í heilbrigðisgeiranum. Jóhannes Gíslason, framkvæmdastjóri Genís ehf. 11:15 Nýsköpun í heilbrigðisgeiranum í ljósi vísinda- og tæknistefnu. Prófessor Ingileif Jónsdóttir, meðlimur Vísinda- og tækniráðs 11:30 Umræður 11:55 Niðurstöður dregnar saman - Ráðstefnuslit Fundarstjóri: Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri www.rannis.is Menntamálaráðuneytið Iðnaðarráðuneytið Heilbrigðisráðuneytið Verðmæti úr öflugum heilbrigðisrannsóknum Grand Hótel mánudagur 6. apríl kl. 8:00 - 12:00. Kynningin er öllum opin, skráning: rannis@rannis.is ,magnar upp daginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.