Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 42
42 UmræðanBRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 Einkamál Stefnumót.is Gjaldfrjáls vefur fyrir fólk sem leitar nýrra kynna. Vertu ævinlega velkomin/n. Gaychat.is Vandaður, gjaldfrjáls vefur fyrir sam- og tvíkynhneigða sem leita nýrra kynna. Chat.is Nýtt og mjög vandað spjallsvæði, gjaldfrjálst og öllum opið. Hljóðspjall (voice chat) í boði. Mótorhjól Til sölu Coleman fellihýsi árgerð 2004, Coleman CARMEL með loftpúðafjöðrun. Sett undir 2008, fullt af aukabúnaði. Verð 1250 þús. Upplýsingar gefur Kristján í síma 617 6450. Honda Shadow aero 750 cc. Til sölu þetta glæsilega hjól árgerð 2004, ekið 10 þús. mílur. Skráð fyrst á Íslandi 10. apríl 2006. Mikið af aukahlutum að verðmæti 3- 400 þús. Ásett verð 990 þús. Tilboð óskast. Upplýsingar gefur Kristján í síma 617 6450. Hippahjól óskast, skipti á Corvette Corvette ´76. Ágætt eintak, en þarf aðhlynningu. V. kr. 1550 þús. Skipti á hippahjóli á samb. verði allt að +/- 300 þús. eða með svipuðu áhv. láni. Milligjöf býðst í erl. gjaldeyri. Uppl. og myndir: corvettan@yahoo.com Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl NÝVERIÐ skrifaði Ingólfur Mar- geirsson rithöfundur grein í Morg- unblaðið þar sem hann andmælti fyrirhuguðum niðurskurði á end- urhæfingarúrræðum sjúklinga (á Grensádeild). Hann skírskotaði til eigin reynslu og í hversu mikilli þakkarskuld hann stæði við alla þá sem stuðluðu að bættri heilsu hans sjálfs. Í framhaldi af þessum skrif- um langar mig að koma á framfæri þakklæti til velferðarsviðs Reykja- víkurborgar. Ekki er allt alsvart á þessum tímum krepputals og nei- kvæðrar umræðu í þjóðfélaginu. Sjálfur er ég einn þeirra fjöl- mörgu sem á við alvarleg veikindi að stríða. Það kom mér afar mikið á óvart af hversu miklum náungakær- leika og fórnfýsi allir þeir mörgu einstaklingar starfa sem hlúa að sjúkum hér á höfuðborgarsvæðinu. Undantekningarlaust á allt þetta fólk það sammerkt að létta sjúk- lingum lífið eftir fremsta megni og vinna af slíkri fórnfýsi að það er langt um fram það sem vænta mætti. Í þessu sambandi langar mið að vitna í eitt skjala Annars Vatík- ansþingsins (Hirðisreglugerð um kirkjuna í heimi nútímans, „Gaudi- um et spes,“ 23-24): „Guð sem ber föðurlega um- hyggju fyrir öllum vill að allir menn myndi eina fjölskyldu og umgangist hvern annan í anda bræðralags. Eftir að hafa verið skapaðir í lík- ingu Guðs sem „skóp og af einum allar þjóðir manna og lét þær byggja allt yfirborð jarðar“ (P 17. 26), eru allir menn kallaðir til eina og sama takmarksins, það er að segja til sjálfs Guðs. Af þessum ástæðum er elskan á Guði og náunganum fyrsta og mesta boð- orðið. Heilög ritning kennir okkur engu að síður að elskan á Guði verði ekki aðskilin frá náungakærleik- anum: „Elskið hver annan eins og yður sjálfa … Þess vegna er kær- leikurinn fylling lögmálsins“ (spr. Rm 13. 9-10; 1Jh 4. 20). Þessi sann- leikur gegnir ósegjanlegu mikilvægi fyrir menn sem verða stöðugt háð- ari hver öðrum og þeim heimi sem sameinast í ríkari mæli daglega. Í reynd lauk Drottinn Jesús upp sviði sem var lokað mennskri skyn- semi þegar hann ákallaði Föðurinn og sagði: „Að allir verði þeir eitt … eins og við erum eitt“ (Jh 17. 21-22) vegna þess að hann gaf til kynna ákveðna líkingu milli samein- ingar hinna guðdómlegu persóna og sameiningar barna Guðs í sannleika og kærleika. Þessi líking opinberar að maðurinn, eina sköpunin á jörðu sem Guð þráði sjálfum sér til handa, getur ekki fundið sjálfan sig fyllilega nema með því að gefast sjálfur af einlægni.“ Ég færi öllu þessu góða og óeig- ingjarna fólki hugheilustu þakkir mínar fyrir auðsýndan náungakær- leika um leið og ég set fram þá ósk að ráðamenn þessarar þjóðar grípi ekki til fljótfærnislegra úrræða í niðurskurði sem er þó óhjá- kvæmilegur eftir efnahagshrun þjóðarinnar sem rekja má til græðgi hömlulausrar mamm- onsdýrkunar. JÓN RAFN JÓHANNSSON, Hátúni 10B, Reykjavík. Þar sem gott fólk fer eru guðs vegir Frá Jóni Rafni Jóhannssyni: FRAMSÓKN kom með þá hugmynd að fella niður 20% allra húsnæð- isskulda og Bjarni Benediktsson tók síðan undir það mér til mikillar furðu. Þetta virtist nú bara vera kosningaskrum sem fékk slæmar undirtektir og Framararnir hættu að tala mikið um það. En nú kemur Tryggvi Herbertsson, sem ég hafði mikið álit á, og tekur undir þetta, ekki nóg með það, hann vill ekki bara lækka húsnæðisskuldir, heldur líka allar skuldir fyrirtækja og þetta kostar ekkert. Skil ekki það bókhald. Ég held að allir erlendir hagfræð- ingar og flestallir íslenskir líka hafi talið þetta hið mesta óráð og sama segir AIG (Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn). Skoðum þetta aðeins betur. Það er einhver hluti heimila sem stendur ekki undir afborgunum af skuldum, aðallega húsnæðislánum og einnig bílalánum, gæti verið 20% af heim- ilum. Þetta er erfiðast fyrir þá sem ekki hafa lengur atvinnu, það er að- alvandinn. Mundi 20% niðurfelling skulda hjálpa þessu fólki? Nei, það er ekkert sem bendir til þess, það þarf sérstök ráð fyrir þessa aðila. Síðan eru aðrir sem geta greitt af sínum lánum og af þeim eru kannski margir með mjög há lán og mjög há- ar tekjur. Sumum finnst vafalaust sanngjarnt að þeir fái líka niðurfell- ingu á hluta sinna skulda og bera við réttlæti. En hvað um þriðja hópinn sem skuldar ekkert? Er það réttlæti að þeir „fái ekkert“, það verða jú all- ir að borga brúsann því mér finnst það ótrúlegt bull að halda því fram að þetta kosti ekkert, auðvitað þarf að leggja bönkunum og Íbúðalána- sjóði til fé og því meira sem eignir þeirra rýrna með niðurfellingunni og hvað um lífeyrissjóðina, eru þeir ekki eign almennings? Tökum lítið dæmi af Alla, Balla og Dalla. Alli skuldar 30 m. og er at- vinnulaus, hann getur ekki borgað af sínum lánum. Balli skuldar 90 m. en er með 1.200 þús. á mánuði og getur vel borgað af sínum lánum. Dalli skuldar ekkert og er í góðum mál- um. Hvað gerir 20% niðurfelling? Alli fær 6 m., Balli fær 18 m. og Dalli ekkert. Hver borgar þessar 24 m., jú Alli borgar 8 m., Balli 8 m. og Dalli 8 m. (gróft reiknað). Alli sem var verst staddur hefur sem sagt tapað á öllu saman og Dalli borgar skuldir hinna en Balli græðir 10 m. sem hann þurfti alls ekki á að halda. Er þetta það sem við viljum? Aðalmálið fyrir heimilin er að sem flestir hafi at- vinnu. Til þess að það verði þurfa fyrirtækin að halda lífi og hvað þarf til þess? Það er aðallega þrennt, lánsfé, eðlilegir vextir og stöð- ugleiki, þetta þrennt er allt sem þarf. Þess vegna er forgangsverk- efni að koma bönkunum á lappirnar, lækka stýrivexti og taka upp annan gjaldmiðil og þar er evran efst á blaði. Niðurfelling skulda yfir alla línuna mun ekki hjálpa þeim sem mesta hjálp þurfa en hygla þeim sem þegar eru á grænni grein. HJÁLMTÝR GUÐMUNDSSON, Björtusölum 2, Kópavogi. Niðurfelling skulda Frá Hjálmtý Guðmundssyni: TEKJUÁÆTLANIR frá lífeyr- isþegum eru þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar við út- reikning lífeyris hjá Trygg- ingastofnun. Nú ættu upplýsingar um tekjur sem ekki lágu fyrir um áramót, eða voru óljósar þá, að liggja fyrir. Það er því tímabært fyr- ir lífeyrisþega að endurskoða tekju- áætlanir sínar til að tryggja sem réttastar greiðslur frá Trygg- ingastofnun. Á þjónustuvefnum tryggur.is, er á fljótlegan og einfald- an hátt hægt að gera bráðabirgðaú- treikning, breyta og skila tekju- áætlun rafrænt. Til að komast inn á þjónustuvefinn þarf veflykil rík- isskattstjóra. Þessa dagana eru einmitt margir að yfirfara skatt- skýrsluna sína á vefnum og því með gott yfirlit yfir tekjur síðasta árs og veflykilinn innan handar. Lífeyrisþegi get- ur einnig skoðað tekjur sínar í staðgreiðsluskrá RSK, á vefnum skattur.is, til að tekju- áætlun sé sem réttust. Alltaf er hægt að sækja um nýjan veflykil ef annar glatast og fá hann afhentan hjá skattstjóra eða sendan hvort sem er í netbanka eða með pósti á lögheimili. Athygli er vakin á að líf- eyrisþegar bera sjálfir alla ábyrgð á að tekjuáætlun þeirra sé rétt. Það er allra hagur að tekjuáætl- anir séu réttar. Þannig er hægt að koma í veg fyrir rangar greiðslur sem þarf að leiðrétta síðar. Greiðslur yfirstandandi árs eru endurreiknaðar og leiðréttar þegar álagning skattayfirvalda liggur fyrir um mitt næsta ár. Lífeyrisþegi getur hvenær sem er leiðrétt tekjuáætlun sína á tryggur.is, fengið ráðgjöf hjá starfsfólki Tryggingastofnunar eða hjá umboðsmönnum um allt land. SÓLVEIG HJALTADÓTTIR, framkvæmdastjóri Réttindasviðs hjá Tryggingastofnun. Tímabært að skoða tekjuáætlunina Frá Sólveigu Hjaltadóttur Sólveig Hjaltadóttir HÚN ER skrítin íslenska þjóð- arsálin. Þannig finnst þjóðarsálinni sjálfsagt að þeir sem geta staulast frá bankahruninu þó að þeir séu stór- skaðaðir, fái eng- ar bætur. Ekki má aðstoða „betur stæða“ skuldara með 20% nið- urskurði á skuld- um þeirra því þessir ein- staklingar geta borið allt tjón sitt sjálfir. Þessu má líkja við að ein- ungis séu greiddar dánarbætur en ekki örorkubætur. Á sama tíma þykir þjóðarsálinni bara sjálfsagt að þeir sem áttu innstæður í bönkunum á al- mennum innlánsreikningum þegar þeir hrundu, fái alla sína fjármuni greidda út úr þrotabúum gömlu bankanna. Með réttu og samkvæmt þeim lögum sem voru í gildi fyrir neyðarlögin áttu innstæðueigendur aðeins að fá greidda út upphæð sem nam 20.887 evrum, sem er í dag u.þ.b. 3,2 milljónir kr., og er sú upphæð sem tryggingasjóður innstæðueigenda ábyrgðist. Allt umfram það hefði átt að meðhöndla sem hverja aðra kröfu í þrotabúið. Í þessum hópi bótaþega voru margir af best stæðu ein- staklingum landsins sem áttu mikið fé á bankareikningum sínum. Með því að tryggja allar innstæður á innláns- reikningum bætti ríkissjóður þeim tjón sitt, sem höfðu þó fulla burði til að axla það sjálfir. Þeim mun meira sem menn áttu, þeim mun meira fengu þeir frá ríkissjóði. Lágmarks- upphæðin hefði þó bætt flestum al- mennum innstæðueigendum tjón þeirra að fullu, því fæstir þeirra áttu innstæður umfram lágmarkið. Hver borgar þennan örlætisgern- ing til hinna efnuðu einstaklinga? Jú auðvitað skattgreiðendur og komandi kynslóðir, að ógleymdum kröfuhöfum gömlu bankanna. En þjóðarsálin minnist ekki á þessa staðreynd og hamast nú við að koma í veg fyrir að „betur stæðir“ skuldarar fái bætur fyrir sannanlegt tjón sitt. Hvort eru betur stæðir innstæðueigendur eða betur stæðir skuldarar meiri sam- úðar verðir? Er ekki eitthvað sem heitir jafnræðisregla í Stjórn- sýslulögum? Kannski að háttvirtur viðskiptaráðherra geti skýrt þetta fyrir okkur t.d. með því að kalla betur stæða innstæðueigandann Gylfa og betur stæða skuldarann Magnús, svo að við hin skiljum nú örugglega rétt- lætið í þessu. GÍSLI MAACK, Granaskjóli 80, Reykjavík. Hin íslenska þjóðarsál Frá Gísla Maack: Gísli Maack UNDARLEGT finnst mér réttlætið. Bankar í eigu landsmanna voru seld- ir einstaklingum svo ríkisrekstur skekkti ekki samkeppnisstöðuna. Að örfáum mánuðum liðnum voru eig- endur bankanna svo auðugir að allir krupu fyrir og þeir jusu peningum, sem plokkaðir voru af almenningi, í allar áttir og stofnuðu bankadeildir vítt og breitt um Evrópu, söfnuðu þar sparifé í milljarða vís, sem gufaði upp eins og dögg fyrir sól. Eftir allt sukkið er enginn ábyrg- ur, enginn sekur og enginn virðist vita hvað hafi gerst. Sparifjáreig- endur úti í Evrópu, sem sjálfir völdu sér viðskiptabanka, bera enga ábyrgð á sinni ákvörðun, ekki heldur þeirra þjóðfélög sem bankarnir störf- uðu í. En skuldirnar þarf að borga. Hver á svo að borga? Jú, íslenskur almenningur, hann skal borga. Þótt hann hafi ekki verið spurður að því hvort selja mætti bankana, heldur ekki upplýstur um það að þjóðin bæri ábyrgð á skuldum bankanna, al- menningur var heldur ekki spurður að því hvort einkabankarnir mættu stofna útibú erlendis – á ábyrgð ís- lensku þjóðarinnar. Íslenska þjóðin skal borga. Hún má tapa öllu og sitja eftir með þús- undir milljarða í skuld til að tryggja að erlendir sparifjáreigendur tapi engu; því það er svo ósanngjarnt að fólk tapi sparifé sínu. Þessi nið- urstaða virðist byggð á lögfræðilegu réttlæti sem ætlað er að veita þjóð- inni lögvernd gegn óheiðarlegum við- skiptaháttum og standa vörð um réttlætið. Það hefur aftur á móti ver- ið lítil áhersla lögð á það að bank- arnir voru í eigu einstaklinga. Því hefðu eignir þeirra átt að standa á bak við skuldirnar og það fé sem þessir eigendur hafa yfir að ráða svo kröfuhafar hefðu hag af því að halda verðgildi eignanna uppi. Þannig er þetta ekki, þjóðin er gerð ábyrg fyrir allri upphæðinni og þar með er kröfuhöfum gefinn kostur á því að gera eignir bankanna verðlausar í von um að fá þær fyrir lítið og geta síðan selt eignirnar aftur á upp- sprengdu verði, þegar íslenska þjóð- in er búin að borga skuldirnar Menn hafa sífellt verið að karpa um það hver beri ábyrgð á banka- hruninu. Ég held að menn ættu að hætta því, það er öllu sæmilega skyn- sömu fólki ljóst að bankakerfi sem veltir margfalt hærri fjárhæðum en nemur þjóðartekjum, nýtur ekki bakstuðnings ríkisins og er þar af leiðandi með há áhættuviðskipti án ábyrgðar. Þessi viðskipti voru al- gjörlega á ábyrgð eigenda bankanna, þetta var þeirra ákvörðun. Það að þessi viðskipti voru ekki stöðvuð var á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Hafi ekki verið til lög sem heimiluðu rík- isstjórninni að stöðva þenslu bank- anna, átti að setja slík lög svo hægt væri að vernda þjóðfélagið fyrir svona kollsteypu. Þetta er óumdeil- anlega á ábyrgð ríkisvaldsins. Fyrir slík afglöp áttu bæði forsætisráð- herra og utanríkisráðherra að segja strax af sér. Framundan eru alþingiskosningar og þá eiga kjósendur að velja þá full- trúa sem þeir treysta til að gæta hagsmuna þjóðarinnar. Ekki bara þeirra valdasjúku og gráðugu eins og komið hefur glögglega í ljós að gerst hefur. Kjósi því nú hver eftir sinni sann- færingu en ekki eftir pólitískri leið- sögn. GUÐVARÐUR JÓNSSON Valshólum 2, Reykjavík. Hvað er réttlæti? Frá Guðvarði Jónssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.