Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009
Afgreiðslaskóla-meistara
Fjölbrautaskóla
Suðurlands á máli
pilts, sem varð fyrir líkams-
árás í skólanum í janúar sl.,
hefur frá upphafi verið hið
mesta klúður. Skólameist-
arinn virðist telja að þar sem
hann þurfi ekki að vísa árás-
armönnunum úr skóla lögum
samkvæmt, þá beri honum
engin skylda til þess. Þó ætti
æðsta skylda skólameistara
að vera að vaka yfir velferð
þeirra unglinga sem honum
er treyst fyrir og grípa til
nauðsynlegra ráðstafana, sé
ráðist á þá.
Á þriðjudag voru tveir pilt-
ar dæmdir fyrir tilefnislausa
árásina. Annar þeirra tók
skólafélaga sinn hálstaki og
barði hann þrisvar í andlitið
með krepptum hnefa. Hinn
sótti kúbein og sló piltinn í
bakið með því. Þeir voru
dæmdir í tveggja mánaða
fangelsi, en refsing þeirra
fellur niður, haldi þeir al-
mennt skilorð í tvö ár.
Pilturinn sem ráðist var á
þarf nú að þola
það að árásar-
mennirnir sæki
sama skóla og
hann. Þó er vitað,
hversu mikil áraun það er
fórnarlambi, að geta búist við
að rekast á kvalara sína á
förnum vegi. Á ekki réttur
fórnarlambsins að vera
sterkari en réttur árás-
armannanna til skólavistar?
Menntamálaráðherra hefur
nú beðið skólameistarann að
endurskoða þá ákvörðun sína
að vísa piltunum ekki úr
skóla. Ráðherra staðfestir að
farið hafi verið að öllum
reglum í málinu, en segir að
þá hljóti menn að spyrja sig,
hvort reglurnar séu nógu
góðar. Full ástæða sé til að
skoða hvort breyta þurfi lög-
unum.
Ráðherra ber augljóslega
hag fórnarlambsins fyrir
brjósti. Nú hlýtur skóla-
meistarinn að átta sig á al-
varleika málsins, seint og um
síðir, og uppfylla þá starfs-
skyldu sína að standa vörð
um hagsmuni nemanda sem
ráðist hefur verið á.
Skólameistari verji
hagsmuni nemanda}
Réttur þess
sem ráðist er á
Fólki er brugðiðþegar það átt-
ar sig á umfangi
ólöglegrar kanna-
bisræktunar hér á
landi. Fíkniefna-
deild lögreglunnar á höfuð-
borgarsvæðinu hefur lokað
stórum skemmum, þar sem
kannabisræktun er rekin eins
og atvinnustarfsemi. Lög-
reglan hefur gert þúsundir
plantna upptækar.
Aðgerðir lögregl-
unnar eru greini-
lega vel undirbúnar
og útfærðar. Fíkni-
efnadeildin á sann-
arlega hrós skilið fyrir vönduð
vinnubrögð. Það er mun hag-
felldara fyrir samfélagið að
lögreglan komi annarri eins
uppskeru í hús en að sölumenn
dauðans nái að nýta sér hana.
Uppskerutími lögreglu
Fíkniefnadeildin á
hrós skilið}
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
N
okkurrar tortryggni
og óvissu gætir í sam-
skiptum Atlantshafs-
bandalagsins og
Rússa um þessar
mundir. Rússar eru óánægðir með
hvað Atlantshafsbandalagið hefur
þanist út og finnst þeir vera um-
kringdir. Kastaði tólfunum þegar
lýst var yfir því á leiðtogafundi
bandalagsins í Búkarest að Georgía
og Úkraína yrðu hluti af NATO.
Fyrirætlanir um að koma fyrir
eldflaugavarnarkerfum í Póllandi og
Tékklandi hafa enn aukið á óánægju
Kremlverja. Rússar hafa látið finna
fyrir sér með ýmsum hætti. Fyrir
því fundu íbúar víða í Evrópu þegar
Rússar skrúfuðu fyrir gasið í mestu
frosthörkunum í vetur. Stríðið við
Georgíu í fyrrasumar sýndi líka að
þeir eru tilbúnir að beita hervaldi.
„NATO stóð sig alls ekki vel í
Georgíukrísunni og sýndi ekki sam-
stöðu,“ skrifaði þýski varaaðmíráll-
inn Ulrich Weisser í þýska vikuritið
Die Zeit í febrúar. „Í krísunni kom
fram að djúp gjá liggur í gegnum
bandalagið – milli nýju aðildarríkj-
anna, sem skilgreina öryggi sitt út
frá Rússlandi, og gömlu aðildarríkj-
anna, sem setja málamiðlun og sam-
starf við Rússa á oddinn.“
Innan NATO þykir ljóst að Rúss-
ar ögruðu Georgíumönnum og þeir
bitu á agnið. NATO hefði margsinnis
hjálpað georgískum stjórnvöldum að
standast ögranir Rússa, en það hefði
ekki tekist í þetta skipti. Hins vegar
hefði umfang og eðli hernaðar-
aðgerða Rússa komið á óvart.
Ónefndur embættismaður hjá
NATO sagði að það segði sína sögu
um að Rússar hefðu verið ákveðnir í
að láta til skarar skríða í Georgíu að
Vladimír Pútín sagði 9. ágúst í Kína
að hann hefði skilning á því að kín-
versk stjórnvöld gætu ekki viður-
kennt sjálfstæði Abkasíu og Suður-
Ossetíu. Það sýndi ásetning Rússa
að Pútín skyldi tala svona aðeins sól-
arhring eftir að átökin hófust.
Sami viðmælandi sagði að Atl-
antshafsbandalagið hefði brugðið frá
venjunni þegar lýst var yfir því að
Georgía og Úkraína fengju aðild.
Þetta væri dæmi um það þegar leið-
togar aðildarríkjanna sniðgengju
embættismennina. Venjan hefði ver-
ið sú að sagt væri við ríki, sem vildu
inngöngu, að fyrst yrðu þau að upp-
fylla ákveðin skilyrði, síðan kæmi
vilyrði fyrir aðild. Röksemdafærsl-
unni hefði verið snúið á haus.
„Þetta kom Rússum á óvart og
okkur reyndar líka,“ sagði hann.
„En hvort þetta leiddi til stríðsins í
Georgíu er ég ekki viss um.“
Þótt Georgíu og Úkraínu hafi í
raun verið lofað aðild að NATO er
ljóst að af því verður ekki í bráð.
Hins vegar gjalda menn varhug við
því innan bandalagsins að setja skil-
yrði fyrir inngöngu, til dæmis þess
efnis að Georgía fái ekki aðild nema
staða Abkasíu og Suður-Ossetíu sé
ljós, sem færðu Rússum í raun neit-
unarvald um stækkun þess.
Þá vakti innrás Rússa í Georgíu
spurningar um 5. grein stofnsátt-
mála NATO, sem kveður á um að
verði eitt aðildarríki fyrir árás komi
hin til varnar. Ljóst var að Atlants-
hafsbandalagið var ekki tilbúið til að
fara í stríð út af Georgíu. Í þessu til-
felli var engin skuldbinding fyrir
hendi, en hvað ef Georgía hefði verið
aðildarríki? Hefði fælingarmáttur 5.
greinarinnar verið nógu mikill til að
halda aftur af Rússum? Eins og einn
viðmælandi Morgunblaðsins í höf-
uðstöðvum NATO orðaði það, þá má
enginn vafi ríkja um trúverðugleika
5. greinarinnar.
Strembin sambúð
NATO við Rússa
Reuters
Vígbúnaður Rússneskir skriðdrekar við Svartahafið. Abkasar hyggjast
leyfa Rússum að reisa tvær herstöðvar þvert á vilja ESB og Bandaríkjanna.
Eftir að kalda stríðinu lauk kom
mikil þíða í samskipti Atlants-
hafsbandalagsins við Rússa og
þeir voru komnir inn á gafl í höf-
uðstöðvum þess. Nú eru Rússar
horfnir þaðan og andar köldu á
ný. Nú síðast á miðvikudag
sagði Dmítrí Medvedev, forseti
Rússlands, að vegna útþenslu
NATO og fleiri þátta yrðu Rúss-
ar að efla og endurnýja kjarn-
orkuherafla sinn og það yrði
hluti af verulegri eflingu hers-
ins.
Hin gömlu leppríki Sovétríkj-
anna sækjast eftir skjóli frá
Rússum í NATO. En hvernig upp-
lifa Rússar atburðarásina?
Míkhaíl Gorbatstjov, fyrrverandi
Sovétleiðtogi, skrifaði grein í
International Herald Tribune í
ágúst í fyrra, sem gaf ágæta
innsýn í hugarfar Rússa: „Hér
hafið þið sjálfstæði Kosovo. Hér
eru brot á gagneldflaugasátt-
málanum og ákvörðun Banda-
ríkjamanna um að setja eld-
flaugavarnir í grannríki. Hér er
linnulaus útþensla NATO. Í bak-
grunni alls þessa er hunangs-
sætt tal um samstarf. Af hverju
ætti nokkur maður að sætta sig
við slíkan loddaraskap?“
Orð og gerðir
1. apríl 1979: „Ekki fer á milli mála,
að hinir pólitísku leiðtogar Alþýðu-
bandalagsins leggja mikla áherzlu á,
að flokkur þeirra eigi aðild að rík-
isstjórn úr því að þeir eru tilbúnir til
þess að taka þá áhættu, sem felst í
slíku ósamkomulagi við helztu
verkalýðsforingja flokks síns. Raun-
ar virðist fátt, sem ráðherrar Al-
þýðubandalagsins eru ekki tilbúnir
að gera til þess að halda stólum sín-
um. Það fer að verða leit að þeim
mönnum, sem setzt hafa í ráðherra-
stóla á Íslandi, sem halda í þá slíku
dauðahaldi, sem ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins nú. Það hefði t.d. ein-
hverntíma þótt saga til næsta bæj-
ar, að Alþýðubandalagið væri tilbúið
til að afnema kauphækkanir með
lögum. En hluti þess samkomulags,
sem gert hefur verið milli stjórn-
arflokkanna byggist einmitt á því,
að með lögum verði afnumdar um-
samdar áfangahækkanir nokkurra
starfshópa. Þetta fyrirhugaða laga-
ákvæði tekur t.d. af bankamönnum
áfangahækkanir launa, sem þeir
eiga rétt á samningum samkvæmt,
samtals 6,1%“
. . . . . . . . . .
2. apríl 1989: „Það fór einnig fyrir
dómstólana, hvort ríki og Reykja-
víkurborg hefði verið skylt að greiða
laun fyrirfram á boðuðum verkfalls-
tíma og var niðurstaða dómstólsins
sú, að engin slík skylda hvíldi á hin-
um opinberu aðilum. Ólafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra hefur
ákveðið að feta í fótspor þeirra Al-
berts Guðmundssonar og Davíðs
Oddssonar og þeir opinberu starfs-
menn, sem hafa ákveðið verkfall fá
ekki greidd laun fyrir apríl nema
þar til boðað verkfall á að hefjast.
Hefðu fáir búist við því í moldviðr-
inu og látunum haustið 1984, að for-
maður Alþýðubandalagsins myndi
taka slíka ákvörðun. Flokkurinn
kynti á sínum tíma undir með þeim
sem harðast snerust gegn þeim Al-
bert og Davíð.“
Úr gömlum l e iðurum
Einar Sigurðsson.
Ólafur Þ. Stephensen.
Forstjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/
G
eir Haarde gerði vel þegar hann
baðst á landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins afsökunar á mistökum
sínum og síns flokks í tengslum
við bankahrunið. Þessi kurt-
eislega afsökunarbeiðni var nauðsynleg. Hún
hefði vel mátt koma fyrr og vera víðtækari en
það er engin ástæða til að elta ólar við það. Að-
alatriðið er að afsökunarbeiðnin er komin.
Enginn efast um að Geir Haarde er heið-
arlegur stjórnmálamaður. En vandi hans var
sá að í aðdraganda og kjölfar bankahrunsins
átti hann erfitt með að gera upp hug sinn og
kaus því að gera sem minnst. Það varð rík-
isstjórn hans að falli. Sem er leitt því Sjálf-
stæðisflokkur og Samfylking ættu að eiga góða
samleið – og eiga vonandi eftir að mætast aftur
í ríkisstjórn.
Geir Haarde hverfur nú af vettvangi stjórnmálanna,
allavega um sinn, og veit vel að flokkur hans verður ekki í
næstu ríkisstjórn. Það er hins vegar engin ástæða fyrir
sjálfstæðismenn að örvænta. Þeirra bíða nokkur ár í
stjórnarandstöðu og það er alls ekkert víst að þau ár verði
þeim erfið. Það eru nokkur atriði sem sjálfstæðismenn
verða að huga að: Þeir þurfa að láta af hroka, sýna meiri
auðmýkt, vera málefnafastir og um leið framfarasinnaðir.
Ef þeir gera þetta þurfa þeir ekki að bíða lengi eftir að
þjóðin leiti eftir forystu þeirra á ný.
Það virðist óumflýjanlegt að vinstristjórn taki við eftir
kosningar. Síðan munu nokkrir mánuðir líða og þá verður
þjóðinni ljóst að afturhaldsöflin í Vinstri
grænum sem eygja engar aðrar lausnir en
skattahækkanir á öllum sviðum hafa náð und-
irtökum. Þá mun þjóðin verða hugsi og loks
skelfingu lostin og ekkert botna í því hvernig
hún gat kosið þessi ósköp yfir sig.
Vinstri græn eru kokhraust þessa dagana
og það má sjá á þeim að þar á bæ geta menn
ekki beðið eftir að fá umboð hjá þjóðinni til að
koma hugmyndum sínum um skattahækkanir
í framkvæmd. Samfylkingin mun dansa með.
Eina vonin er sú að niðurstöður kosninga
verði þannig að þessir tveir flokkar fái ekki til-
skilinn meirihluta og neyðist til að taka
Framsókn með sér í ríkisstjórn.
Oft er sagt að þriggja flokka ríkisstjórn
sé ekki af hinu góða en þess konar stjórn er
miklu betri kostur en afturhalds-samsull
Samfylkingar og Vinstri grænna. Í þriggja flokka stjórn
mun það verða hlutskipti Framsóknar að halda ríkis-
stjórninni í jarðsambandi og koma í veg fyrir að hún fest-
ist í afturhaldsförunum.
Vinstri græn vonast eftir stórsigri í komandi kosn-
ingum. Aðra hryllir við þeirri tilhugsun. Það er ábyrgð-
arhluti fyrir þjóðina að kjósa yfir sig vinstristjórn með til-
heyrandi skattahækkunum. Og það er skelfilegt að
samfylkingarfólk sem skilgreinir sig til hægri eða á miðju
stjórnmála geti ekki treyst dómgreind Samfylkingar í
samkrulli hennar við Vinstri græna.
kolbrun@mbl.is
Kolbrún Berg-
þórsdóttir
Pistill
Er Framsókn nauðsynleg?