Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirVIKUSPEGILL MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 Nasistar í Svíþjóð hafa staðiðað fleiri morðum og tilræðum. Fólk af öðrum kynþáttum en hvít- um hefur verið myrt, blaðamaður og ungur sonur hans slösuðust al- varlega af völdum bílsprengju og lögreglumenn hafa slasast. Lög- reglan hefur lagt hald á fjölda vopna í eigu nasista í Svíþjóð. Hampus Hellekant var félagi íhreyfingu ungra nýnasista í Svíþjóð, Nationell Ungdom. Sú hreyfing hefur nú runnið saman við nýnasistahreyfinguna Svenska motstandsrörel- sen. Árið 2005 fékkHampus leyfi úr fangelsinu. Hann var staðinn að því að fela reipi og annan búnað á sjúkrahúsi í því skyni að auðvelda öðrum fanga að flýja þaðan. Hann fékk samt reynslulausn tæpum tveimur árum síðar. Við húsleit hjá Hampusi og fé-lögum hans eftir að Björn Sö- derberg var myrtur fannst „dauða- listi“ með um 1.300 nöfnum. Þar á meðal voru Leila Freivalds, þáver- andi dómsmálaráðherra, Gudrun Schyman sem var formaður Vinstriflokksins og leikarinn og kommúnistinn Sven Wollter. Í febrúar sl. kom í ljós að flestgögn í dómsmálinu vegna morðsins á Birni Söderberg voru horfin úr vörslu dómstólsins. Ein- hver hafði skorið fjölda blaðsíðna úr möppum. Sum skjalanna er hægt að endurnýja, önnur eru að eilífu glötuð. Ekki er upplýst hver var að verki eða hvenær gögnin hurfu. Stiklur Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur rsv@mbl.is H vað á einn fremsti læknaskóli Svíþjóðar að gera, þegar upp- götvast að í röðum nýnema er ungur maður, sem hlaut dóm fyrir morð og er nú á reynslulausn? Hvað þá þegar morðinginn er þekktur nýnasisti, sem myrti félaga í verkalýðsfélagi á grimmilegan hátt og hefur lýst hatri sínu á vinstri mönnum, samkyn- hneigðum og fólki af öðrum kynþátt- um? Hjá Karolinska Institutet í Gauta- borg veltu menn lengi vöngum, þeg- ar í ljós kom í september 2007 að ný- neminn Karl Svensson var í raun nýnasistinn og dæmdi morðinginn Hampus Hellekan. Menn skiptust í tvær fylkingar: Sumir sögðu að mað- urinn hefði tekið út refsingu sína og ætti að eiga möguleika á að byggja upp líf sitt að nýju. Aðrir sögðu af og frá að maður, sem aðhylltist þær skoðanir sem Hampus hafði hampað áður fyrr, gæti stundað sjúklinga af ýmsum kynþáttum, skoðunum og kynhneigð. Karolinska fann engin laga- ákvæði, sem gætu meinað Hampusi að stunda nám við skólann. Hins veg- ar var bent á, að lögum samkvæmt fengi hann ekki lækningaleyfi í Sví- þjóð með þennan dóm á bakinu. Karolinska bauð öðrum nemum sálfræðihjálp vegna uppákomunnar og þáðu það ýmsir. Um skeið virtist sem Hampus gæti haldið námi sínu áfram, en loks í janúar 2008 fundu skriffinnar Karolinska lausn á þess- um vanda. Þeir ráku augun í, að á einkunnaspjaldi Hampusar úr fram- haldsskóla árið 1995 stóð nafnið Karl Helge Hampus Svensson. Það nafn hafði Hampus Hellekant tekið sér með löglegum hætti, en hins vegar hafði hann ekki skipt um nafn fyrr en löngu eftir að hann tók stúdents- prófið og hafði verið dæmdur fyrir morð. Einkunnaspjaldið var því, strangt til tekið, falsað. Og í byrjun síðasta árs varð nýneminn og nýnas- istinn Hampus að hætta náminu. 11 ára dómur Hampus Hellekant er af auðugu fólki kominn og alinn upp í hverfinu Danderyd rétt utan Stokkhólms, þar sem hinir efnameiri búa. Hann er ný- orðinn 33 ára, en var aðeins tvítugur þegar hann myrti Björn Söderberg. Söderberg var virkur í versl- unarmannafélagi í Stokkhólmi og hafði sér það til saka unnið að upp- lýsa að maður að nafni Robert Ves- terlund, sem hafði verið kjörinn í stjórn einnar deildar verkalýðs- félagsins, væri nýnasisti. Vesterlund var vikið úr stjórninni og vinir hans í hreyfingu nýnasista, þar á meðal Hampus Hellekant, undirbjuggu hefndir. Þeir fóru þrír saman að heimili Söderbergs í október 1999 og skutu hann margsinnis, þar á meðal í höfuðið. Hampus hlaut 11 ára dóm fyrir morðið, en var látinn laus til reynslu í febrúar 2007. Hann sótti strax um í læknaskóla Karolinska. Námið er af- ar eftirsótt, en hann fékk inngöngu. Þrátt fyrir að draumur Hampusar um nám við Karolinska væri úr sög- unni í byrjun síðasta árs var hann ekki af baki dottinn. Fyrir skömmu kom í ljós að hann hafði fengið vist í læknadeild elsta háskóla Svíþjóðar, hinum virðulega Uppsalaháskóla. Þar var hann skráður sem nýnemi á vorönn 2009, einn af 100 sem komust inn af 2.600 umsækjendum. Aftur varð allt vitlaust og enn ræða Svíar um hvort morðingjar geti orðið læknar. Fleiri mál hafa verið dregin fram í dagsljósið, þar sem þykir orka tví- mælis að menn fái að stunda lækna- nám. Í apríl í fyrra var 24 ára lækna- nemi í Lundi dæmdur fyrir að nauðga 14 ára pilti. Í undirrétti var hann dæmdur í tveggja ára fangelsi, en sú refsing var bundin skilorði í dómi efra dómstigs, auk þess sem manninum var gert að leita sér lækn- isaðstoðar. Rektor Háskólans í Lundi reyndi að reka manninn úr námi, en endur- skoðunarnefnd slíkra mála sagði að þótt maðurinn hefði framið alvar- legan glæp teldist hann ekki ógn við fólk eða umhverfi sitt. Þeirri ákvörð- un var svo hnekkt af áfrýjunarnefnd, sem heimilaði brottreksturinn. Og læknaneminn var látinn fara. Uppsalaháskóli segir að Hampus Hellekant muni ekki fá að stunda verklegt nám, sem er verulegur hluti læknanáms og því vandséð hvernig nemandinn ætti að geta lokið námi sínu. Málið er allt hið vandræðalegasta fyrir Uppsalaháskóla. Þar hefðu menn getað haft varann á sér og til dæmis haft rænu á að spyrja um- sækjandann hvar hann hafi alið manninn þau 6½ ár, sem eyðu var að finna í náms- og starfsferli hans, en þeim varði hann að sjálfsögðu í fang- elsi. Aðrir læknanemar í Uppsalahá- skóla eru mishrifnir af skólafélag- anum. Sumir segja að vera hans þar dragi mjög úr trausti á læknastétt- inni í heild og uppnefna hann „dr. Mengele“, en sá læknir gerði grimmilegar tilraunir á börnum í fangabúðum nasista í síðari heims- styrjöldinni. Aðrir segja að fólk verði að eiga möguleika á að greiða skuldir sínar við samfélagið og byggja svo líf sitt upp að nýju. Hampus Hellekant, eða Karl Helge Hampus Svensson, hefur ekki veitt fjölmiðlum færi á sér. Morðingi lærir til læknis Þekktustu læknaskólar Svíþjóðar í vanda vegna náms nýnasista á reynslulausn Aðrir læknanemar vilja hann ýmist burt, eða segja hann búinn að taka út refsingu sína Nasistar Sænskir nýnasistar í göngu. Þegar þeir koma saman opinberlega er það oftast ndir lögregluvernd af ótta við aðgerðir andstæðinga þeirra. Þótt maður geti stundað læknanám með dóm fyrir morð á bakinu fær hann ekki lækningaleyfi í Svíþjóð Áður fyrr kváðu lög á um að menn þyrftu að hafa óflekkað mannorð til að verða háskólaborgarar. Núna geta menn stundað nám við há- skóla á Íslandi, þótt þeir hafi af- plánað dóm fyrir afbrot. Þórður Kristinsson, sviðsstjóri kennslusviðs Háskóla Íslands, seg- ir að brjóti nemendur af sér, á meðan þeir eru í skólanum, geti þeim verið vikið úr honum. Það eigi jafnt við um brot á reglum skólans og brot á almennum lög- um. „Menn teljast saklausir uns sekt þeirra er sönnuð, en séu þeir dæmdir í sakamáli yrði staða þeirra áreiðanlega skoðuð. Það er hins vegar erfitt að fullyrða um mál fyrirfram.“ Þórður bendir á, að Háskólinn veiti faglega menntun heilbrigð- isstarfsmanna. Nemendur þurfi að lúta reglum skólans og sjúkra- húsa, starfi þeir þar. Að námi loknu sé það embætti landlæknis sem veiti lækningaleyfi. Birna Sigurbjörnsdóttir, lög- fræðingur landlæknisembætt- isins, segir vandséð hvernig ætti að taka á máli manns eins og Ham- pusar Hellekants hér á landi. Hún vísar til ákvæða í læknalögum um skilyrði þess að menn fái lækn- ingaleyfi. Þar er vísað til að menn fái ekki leyfi, hafi þeir verið sviptir því með dómi, en hún setur þann fyrirvara á, að aldrei hafi reynt á beitingu greinarinnar. Nýútskrifaður læknir, sem ósk- aði leyfis í fyrsta sinn, félli ef til vill undir ákvæði um að hann megi ekki hafa kynnt sig að almennu hirðuleysi. Skoðanir, sem almennt þyki vafasamar, á borð við skoð- anir nýnasista, gætu komið í veg fyrir að menn fengju leyfi. „Þetta er ekki einfalt mál afgreiðslu, enda ríkir hér skoðanafrelsi og atvinnu- frelsi. Menn geta fengið leyfið á ný, hafi landlæknir svipt þá, en ég þekki ekki fordæmi þess að menn fái leyfi, hafi það verið dæmt af þeim í sakamáli. Það hefur einfald- lega ekki reynt á þetta hér.“ Ekki reynt á mál af þessu tagi hér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.