Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 54
54 MenningTÓNLIST
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009
Sýning á Stóra sviði Borgarleikhússins sunnudaginn 29. mars kl. 15.00 og 22.45. Sýningin
tekur rúmar 10 mínútur í flutningi.
Aðgangur er ókeypis. Eftir sýningu er söfnun og rennur allt söfnunarfé óskipt til læknishjálpar
á Gaza. Einnig er hægt að leggja inn á reikning: 0137-05-060043, kt. 190577-3769
ÁSTA SIGHVATS ÓLAFSDÓTTIR BERGUR ÞÓR INGÓLFSSON
HARPA ARNARDÓTTIR ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR
JÓHANNA JÓNAS ÓLAFÍA HRÖNN JÓNSDÓTTIR
PÁLL SIGÞÓR PÁLSSON MARÍA ELLINGSEN
SÓLVEIG ARNARSDÓTTIR SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR
UNNUR ÖSP STEFÁNSDÓTTIR
Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is
Opið í Galleríi Fold á Rauðarárstíg, virka daga 10–18, laugardaga kl. 11–16 og sunnudaga kl. 14–16
Listmunauppboð
Næsta listmunauppboð Gallerís Foldar
verður haldið 6. apríl
Erum að taka á móti verkum
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
Af gefnu tilefni tökum við fram að við vitum ekki annað en að söluþóknun
sé lægst hjá okkur. Ennfremur að við höfum aldrei selt fölsuð verk eða
afhent falsaðar eigendasögur.
Eftir Árna Matthíasson
arnim@mbl.is
Síðustu tvö kvöld hafa hljómsveitir víða að att kappi samaní hljómsveitakeppni Músíktilrauna í Íslensku óperunni ogenn skal keppt; í kvöld glíma ellefu sveitir til viðbótar umtvö sæti í úrslitum. Áheyrendur kjósa eina sveit áfram
eins og jafnan og dómnefnd velur líka eina.
Í kvöld keppir önnur kvennasveit tilraunanna að þessu sinni, en
sveitirnar koma víða að, þrjár úr Reykjavík og tvær úr Kópavogi
og svo sveitir úr Hafnarfirði, Garðabæ, Skagafirði, af Akranesi, úr
Árborg og Reykjanesbæ.
Keppt er í Íslensku óperunni og hefst fjörið kl. 19 stundvíslega.
Stelpur rokka
Pönksveitin Pungsig
Pönksveitin Pungsig pönkar fyr-
ir hönd Skagamanna að þessu
sinni. Liðsmenn hennar eru
trommuleikarinn Baldur Þórð-
arson, bassaleikarinn Kristján
Gauti Karlsson, sem syngur líka,
og gítarleikarinn Tómas Guð-
mundsson. Þeir eru allir um tví-
tugt.
Reason to Believe
Félagarnir í Reason to Believe
eru úr Reykjanesbæ og spila jað-
arrokk. Þeir heita Andri Már Þor-
steinsson, sem spilar á trommur,
Valgarður Thomas Davíðsson, sem
spilar á bassa, Kristjón Freyr Guð-
mundsson og Bjarki Már Viðarsson,
sem spila báðir á gítara og syngja.
Þeir eru allir átján ára nema Val-
garður sem er tuttugu og eins árs.
Spelgur
Kópavogsdúettinn Spelgur spilar
framúrstefnulegt austur-evrópskt
rafpopp með rómantísku ívafi. Liðs-
menn eru Stefanía Eysteinsdóttir
trompetleikari og Katrín Helga
Andrésdóttir gítarleikari, sem eru
báðar sextán ára.
Jackrabbitslim’s
Úr Árborg kemur rokksveitin
Jackrabbitslim’s sem er ríflega árs-
gömul en treður þó upp á sviði í
fyrsta sinn í kvöld. Sveitarmenn eru
Arnar Freyr Guðmundsson
trommuleikari, Jökull Baldursson
bassaleikari, Kjartan Thor Ólafsson
gítarleikari, Daníel Arnór Snorra-
son gítarleikari og söngvari og Axel
Arnþór Þrastarson söngvari. Þeir
eru allir á sautjánda árinu.
In Samsara
Kvartettinn In Samsara er úr
Reykjavík og spilar blöndu af
rokki og metal. Liðsmenn eru
Heimir Þór Kjartansson, sem spil-
ar á bassa og rymur, Vignir Al-
bert Hallgrímsson, sem spilar á
gítar og syngur, Héðinn Sveinn
Baldursson Briem, sem spilar á
gítar og Ingvar Haraldsson, sem
spilar á trommur. Þeir eru allir
nítján ára nema Valgarður sem er
tvítugur.
Four of a Kind
Liðsmenn Four of a Kind eru
þeir Atli Björn Gústafsson
trommuleikari, Bjarki Þór Loga-
son gítarleikari og söngvari, Vikt-
or Böðvarsson bassaleikari og
söngvari og Magnús Gylfi Hilm-
arsson bassaleikari. Þeir félagar
eru á aldrinum 18 til 21 árs og
segjast spila einhverskonar rokk.
Frank-Fürth
Skagfirðingarnir Grímur Rúnar
Lárusson, söngvari, Alex Már Sig-
urbjörnsson, bassaleikari, Hafsteinn
Logi Sigurðarson, trommuleikari,
Jón Þór Þorvaldsson, gítarleikari,
og Reynir Snær Magnússon, gít-
arleikari, spila saman undir nafninu
Frank-Fürth. Þeir eru sextán til
sautján ára gamlir.
Wistaria
Hafnfirska þungarokksveitin Wist-
aria er ríflega ársgömul og hefur spil-
að víða. Hana skipa Steinar Ólafsson
sem syngur og öskrar, Sigurbjörn
Gauti Rafnsson og Davíð Valdimar
Valsson spila á gítara, Sindri Thorla-
cius spilar á trommur og Arnar Ást-
valdsson á bassa. Liðsmenn Wistaria
eru allir á nítjánda árinu.
Bróðir Svartúlfs
Bræður Svartúlfs eru þeir Helgi
Sæmundur Guðmundsson, sem leik-
ur á hljómborð og syngur bakradd-
ir, Jón Atli Magnússon sem spilar á
bassa, Arnar Freyr Frostason, sem
syngur og rappar, Andri Þorleifs-
son, sem leikur á trommur, og Sig-
fús Arnar Benediktsson sem leikur
á gítar. Meðalaldur sveitarmanna er
rúm tuttugu ár. þeir eru úr Skaga-
firðinum og spila nýbylgjukenndan
bræðing af rokki og rappi.
Egill Orðljótur
Egill Friðrik Ólafsson rappar
undir nafninu Egill Orðljótur. Hann
er sextán ára gamall Garðbæingur
en þó uppalinn í Fossvoginum.
Spiral Groove
Spiral Groove skipa Hörður Arn-
arson söngvari, Þórir Benedikt
Björnsson gítarleikari, Magnús
Snorri Bjarnason hljómborðsleik-
ari, Kristján Oddur Guðmundsson
bassaleikari og Arnar Freyr Að-
alsteinsson trommuleikari. Hörður,
Þórir Benedikt og Magnús Snorri
eru átján ára en Kristján Oddur og
Arnar Freyr eru sautján. Þeir eru
reykvíkingar og spila blúsað rokk.
Spiral Groove tók einnig þátt í síð-
ustu tilraunum.