Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 20
20 Tíska
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009
Námsaðstoð
í páskafríinu
réttindakennarar • flestar greinar • öll skólastig
Innritun í síma 557 9233 frá kl. 17-19 virka daga • Álfabakka 12
Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is
Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur
ingarun@mbl.is
D
anski frumkvöðullinn
Peter Ingwersen, að-
alhönnuður og fram-
kvæmdastjóri danska
tískumerkisins Noir,
hefur heillað tískuheiminn upp úr
háu hælaskónum með fyrirætlunum
sínum um að gera samfélagsábyrgð
stórfyrirtækja kynþokkafulla. Föt
hans eru töff, rokkuð, tvímælalaust
kynþokkafull en líka framleidd úr
lífrænum efnum á siðrænan hátt.
Ingwersen hélt stórskemmtilegan
fyrirlestur á Norræna tískutvíær-
ingnum fyrir tilstilli Fatahönn-
unarfélags Íslands en fyrirlesturinn
var ennfremur hluti af Hönn-
unarMarsi, hönnunardögum í
Reykjavík. Hann ræddi þar hvernig
ætti að byggja upp vörumerki en
hann hefur töluverða reynslu af því.
Hann fékk vinnu hjá Levi’s eftir að
hafa verið lærlingur hjá gallabuxna-
fyrirtækinu og var þar í 13 ár, síðast
í stöðu vörumerkjastjóra. Hann
sneri aftur til heimalandsins sem
framkvæmdastjóri tískuhússins
DAY Birger et Mikkelsen þar sem
hann var í nokkur ár áður en hann
stofnaði eigið fyrirtæki.
Nokkur undirbúningur var að
stofnun Noir og segir Ingwersen að
hann hafi mikið velt fyrir sér til-
gangnum. Hann gerði sér grein fyrir
því frá upphafi vegna reynslu sinnar
hjá Levi’s að það er ekki það sama
að byggja upp vörumerki og að
byggja upp fyrirtæki.
Tíðarandi umfram tísku
Hann vildi að nýja fyrirtækið end-
urspeglaði ákveðin gildi, sem hann
stæði fyrir og líka tíðarandann.
Hann tók eftir því að loftslagsbreyt-
ingar voru ofarlega í huga fólks,
hann sá að umhverfisvernd var ekki
bara tískubóla heldur stærri bylgja
komin til að vera. Hann hafði jafn-
framt tekið eftir því að í eigin tísku-
meðvitaða vinahópi var ekki lengur
nóg að ganga í réttu tískumerkj-
unum heldur þurfti líka að vera sam-
félagslega ábyrgur. Hann ákvað að
sameina þetta tvennt í einum pakka.
Áherslan er á tísku sem er ekki
bara á yfirborðinu. Föt snúast ekki
aðeins um að vernda gegn vondum
veðrum heldur hjálpa þau fólki að
sýna sinn innri mann og persónu-
leika. Noir höfðar bæði til tísku- og
samfélagsvitundar neytandans,
neyslan þarf að hafa einhverja
merkingu.
Þegar Ingwersen fór að leita að
lífrænum efnum með sjálfbærni að
leiðarljósi til að nota í tískulínu sína
rakst hann á vegg. Hann heimsótti
stóra efnamarkaði á Ítalíu og þar
vissi enginn hvað hann var að tala
um. Eftirspurnin var þá ekki til stað-
ar. Þau lífrænu efni sem til voru
uppfylltu ekki kröfur Noir og það
þurfti mikið að meðhöndla þau svo
Ingwersen og samstarfsfólk yrðu
sátt. Fötin frá Noir eru nefnilega
langan veg frá jarðarlitum hampd-
rögtum og hippamussum. Ingwer-
sen orðaði það svo að efnin hefðu
verið svo þykk og gróf að það hefði
frekar verið hægt að reykja þau!
Framleiðir lífræna bómull
Þetta leiddi til þess að Noir réðst í
lífræna framleiðslu á eigin bómull í
Afríku. Ingwersen sendi bréf til tólf
ríkja í Afríku sunnan Sahara en fékk
svar frá einu og úr varð að fram-
leiðsla var hafin í Úganda. Til þessa
stofnaði Ingwersen annað fyrirtæki,
Illuminati II, sem í framtíðinni getur
einnig selt textíl til fleiri fyrirtækja.
Nokkuð langan tíma hefur tekið að
koma framleiðslunni af stað og eftir
mikla byrjunarörðugleika verður líf-
ræn bómull frá Illuminati II notuð í
næstu vor- og sumarlínu Noir.
Noir var formlega stofnað 1. febr-
úar 2006. Aðeins hálfum mánuði síð-
ar var Ingwersen búinn að fá við-
brögð víða úr tískuheiminum,
margir áhrifamikir einstaklingar
voru tilbúnir að hjálpa og styðja við
þessa hugmynd. Fötin voru ekki enn
tilbúin en ljóst var að hann hefði hitt
naglann á höfuðið og tekist að fanga
tíðarandann. Fyrsta árið veitti hann
þúsund viðtöl, og ekki mikið minna
árið á eftir. Hann segist hafa verið
ánægður með fötin en greinilegt sé
að þarna hafi eitthvað stærra verið á
ferðinni en „bara tíska“. Tískuheim-
urinn tók Noir fagnandi. Ingwersen
hefur sannað að hægt er að blanda
saman lúxus og ábyrgum aðferðum
við framleiðslu tískufatnaðar.
Að fyr-
irlestrinum
loknum gafst
blaðinu tæki-
færi til að ræða
við Ingwersen
um framtíðarsýn
hans. Hvernig spáir
hann að þróunin verði?
Siðareglur og
siðræn neysla
„Það sem ég hef séð svart
á hvítu eru nýjar rannsóknir
frá Danmörku og Bretlandi
sem sýna að sala á lífrænum
vörum hefur aukist, þrátt
fyrir þrengingar. Það er
vegna þess að fólk vill frekar
halda virðingunni og sálarheill
þegar annað er á niðurleið.
Þetta virðist líka vera vegna
þess að börnin á heimilinu ýta
undir bæði siðræna og lífræna
neyslu því þau hafa verið alin
upp á þann hátt. Þetta eru helstu
niðurstöður þessara rannsókna,“
útskýrir hann.
Fyrir tíu árum voru mun-
aðarvörur og sjálfbærni engan veg-
inn samhæfanleg hugtök en Ingwer-
sen segir það breytt. „Franska
stórfyrirtækið LVMH hefur sett sér
kröftugar siðareglur og ítalski risinn
PPR er að byrja á sömu braut. Ég
tel að á næstu fimm til tíu árum
verði þetta reglan og fyrirtæki sem
setji sér ekki slík viðmið verði á leið
út. Að sama skapi munu ný fyrirtæki
telja það sjálfsagðan hlut að hlíta
slíkum siðareglum.“
Meðfylgjandi myndir eru frá
haust- og vetrartískusýningu Noir
fyrir veturinn 2009-10. Hérlendis má
nálgast vörur frá Noir í verslun IQ
við Skólavörðustíg og hægt er að
kynna sér merkið nánar á vefnum
noir.dk.
Peter Ingwersen einsetti sér að gera samfélagsábyrgð stórfyrirtækja kynþokkafulla.
Hann sameinar hið siðræna og stællega í fatalínu sinni sem hann kallar Noir. Ingwer-
sen heimsótti landið og kynnti hvernig hann byggði upp þetta vaxandi vörumerki.
Gala Flott fyrir þá sem þora að vera
öðruvísi á rauða dreglinum.
Gegnsætt Svart getur verið mjög
kynþokkafullt.
Fágað Háu hanskarnir setja
glæsilegan svip.
Rokkað Topp-
urinn er fal-
lega tekinn
saman.
Kynþokkafull
samfélagsábyrgð