Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009
Morgunblaðið/Ásdís
Tónskáldið Hildur Guðnadóttir. Tónlist hennar er sögð „undraverð“.
SELLÓLEIKARINN og tónsmið-
urinn Hildur Ingveldardóttir
Guðnadóttir fær glimrandi góða
dóma á tveimur erlendum vefsíðum
fyrir plötuna Without Sinking sem
kom út hjá Touch-útgáfunni nú í
mars.
Gagnrýnandi FACT segir að ekki
síðan World of Echo eftir Arthur
Russel kom út hafi „hefðbundið“
strengjahljóðfæri hljómað svo áleit-
ið og áhrifamikið. „Ekki síðan Mus-
ic For 18 Musicians hefur FACT-
skrifstofan verið slegin svo ánægju-
lega með einhverju sem mætti lýsa
sem „klassískri“ tónlist,“ segir í
dómnum.
Fyrsta sólóplata Hildar, mount
A, kom út fyrir þremur árum og
notaðist hún þá við listamanns-
nafnið lost in hildurness. Nýju plöt-
una vann hún með Jóhanni Jó-
hannssyni, Skúla Sverrissyni og
Guðna Franzsyni.
Á tónlistarsíðunni Boomkat segir
að tónlist Hildar sé undraverð.
„Það er bilið á milli nótnanna,
stillingin og væntingarnar sem
maður hefur sem hafa magn-
þrungnustu áhrifin á þessari ótrú-
lega áhrifamiklu plötu. „Kvik-
myndarleg“ eigindi hennar flækjast
þá ekki fyrir þessari mjög svo
raunverulegu, nánast fallegu ömurð
sem lúrir í kjarna þessarar stór-
kostlegu plötu. Undraverð tónlist.“
Fær glimrandi dóma
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is
Hart í bak (Stóra sviðið)
Þrettándakvöld (Stóra sviðið)
Sædýrasafnið (Kassinn)
Skoppa og Skrítla í söng-leik (Kúlan)
Eterinn (Smíðaverkstæðið)
Kardemommubærinn (Stóra sviðið)
Ósóttar pantanir seldar þremur dögum fyrir sýningu
Sýningum lýkur 15. maí. Tryggðu þér sæti
Ath. snarpt sýningatímabil
Í samstarfi við Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands
Örfáar aukasýningar með bestu vinkonum barnanna
Miðaverð aðeins 2.000 kr.
Mið 1/4 kl. 20:00 Ö
Fim 2/4 kl. 20:00 U
Mið 15/4 kl. 20:00 Ö
Fös 3/4 kl. 20:00 6.sýn.
Fim 16/4 kl. 20:00 7.sýn. Ö
Fös 3/4 kl. 21:00 Ö
Sun 5/4 kl. 21:00
Fös 17/4 kl. 21:00
Lau 18/4 kl. 13:00 Ö
Lau 18/4 kl. 14:30 Ö
Lau 25/4 kl. 13:00 Ö
Fim 2/4 kl. 21:00
Fös 3/4 kl. 21:00
Fim 23/4 kl. 20:00 Ö
Lau 2/5 kl. 20:00 U
Fös 8/5 kl. 20:00
Fös 17/4 kl. 20:00 8.sýn.
Þri 21/4 kl. 20:00 U
Lau 18/4 kl. 21:00
Fös 24/4 kl. 21:00
Lau 25/4 kl. 21:00
Lau 25/4 kl. 14:30 Ö
Fim 16/4 kl. 21:00
Fös 17/4 kl. 21:00
Lau 9/5 kl. 20:00
Fös 15/5 kl. 20:00
Sun 19/4 kl. 17:00 U
Lau 25/4 kl. 14:00 U
Lau 25/4 kl. 17:00 U
Sun 26/4 kl. 14:00 U
Sun 26/4 kl. 17:00 U
Þri 28/4 kl. 18:00 aukas. U
Sun 3/5 kl. 14:00 U
Sun 3/5 kl. 17:00 U
Þri 5/5 kl. 18:00 U
Sun 29/3 kl. 14:00 U
Sun 29/3 kl. 17:00 U
Lau 4/4 kl. 14:00 U
Lau 4/4 kl. 14:00 U
Sun 5/4 kl. 17:00 U
Sun 5/4 kl. 17:00 U
Lau 18/4 kl. 14:00 U
Lau 18/4 kl. 17:00 U
Sun 19/4 kl. 14:00 U
Sun 10/5 kl. 14:00 U
Sun 10/5 kl. 17:00 U
Lau 16/5 kl. 14:00 U
Lau 16/5 kl. 17:00 U
Sun 17/5 kl. 14:00 U
Sun 17/5 kl. 17:00 U
Sun 24/5 kl. 14:00 U
Þri 26/5 kl. 18:00 U
Lau 30/5 kl 14:00 U
568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is
Sjö gyðingabörn, leikrit fyrir Gaza. Sýningar sun. 29. mars kl. 15.00 og 22.45.
Milljarðamærin snýr aftur – sýningum lýkur í apríl
Leikfélag Akureyrar
Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is
Páskatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða með glæsilegasta
móti. Flutt verður Sköpunin eftir Haydn sem margir telja vera hans
meginverk. Hinn heimsþekkti Paul McCreesh stjórnar hljómsveit-
inni. Hann hefur um árabil verið í fremstu röð þeirra sem sérhæfa sig
í tónlist endurreisnar, barokks og klassíkur og hljóðritun hans á þessu
verki hlaut hin virtu Gramophone-verðlaun á síðasta ári.
Tryggðu þér miða
Miðasala í síma 545 2500
eða á www.sinfonia.is
HAYDN | SKÖPUNIN
Hljómsveitarstjóri | Paul McCreesh
Einsöngvarar | James Gilchrist
| Stephan Loges
| Rebecca Bottone
Kórar | Kór Áskirkju
| Hljómeyki
TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI
FIMMTUDAGINN 2. APRÍL KL. 19.30
Sigur lífsins
– páskadagskrá á Kirkjubæjarklaustri
Á páskum 2009, dagana 9.-13. apríl, verður árleg dagskrá á Kirkjubæjarklaustri sem
nefnist Sigur lífsins. Fléttað verður saman fræðslu um Skaftáreldanna 1783, útivist
á söguslóðum og helgihaldi páskahátíðarinnar. Á laugardeginum 11. apríl kl. 14.00
verður kvikmyndin Eldmessan frumsýnd í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjar-
klaustri. Kvikmyndin er 15 mín löng og er um Skaftárelda, móðuharðindin og afleið-
ingar þeirra. Er öllum íbúum héraðsins og gestum boðið að sjá hana. Dagskráin er á
vegum Kirkjubæjarstofu, í samvinnu við sóknarprest og sóknarnefnd Prestsbakka-
sóknar.
Nánari upplýsingar í síma: 487 4645, á netfangi: kbstofa@simnet.is,
á vefsíðu: www.kbkl.is og www.klaustur.is
HLJÓMSVEITIN Coldplay, sem
hefur notið mikilla vinsælda síðustu
ár, hefur ákveðið að taka sér frí því
meðlimirnir óttast að aðdáendurnir
hljóti að fara að verða leiðir á þeim.
Hljómsveitin hefur því slegið á
frest hugmyndum um að hefja
vinnu við plötuna sem á að koma í
kjölfar nýjustu afurðarinnar, Viva
la Vida or Death and All His
Friends. Samkvæmt BangShowbiz-
fréttaveitunni segjast þeir líka vilja
hugleiða betur hvaða stefnu þeir
eigi að taka næst, tónlistarlega.
„Við höfum leikið mun meira á
tónleikum en við ætluðum,“ segir
gítarleikari sveitarinnar, Johnny
Buckland. „Við höfum þess vegna
ekki haft neinn tíma til að velta nýj-
um verkefnum fyrir okkur. Og svo
þarf fólk á hvíld frá okkur að halda.
Við förum í frí og sjáum svo til.“
Coldplay
fer í frí
Þreyttir? Martin og hinir gaurarnir
í Coldplay hafa leikið ört og víða.
VANDRÆÐAPOPPARINN Pete
Doherty, söngvari The Babysham-
bles, er sestur við skriftir og vinnur
að sjónvarpsseríu sem byggist á
vandræðalífi hans sjálfs.
Doherty átti fund með dagskrár-
stjórum hjá BBC og þeir báðu hann
að skrifa sögur um skandala og
leyndarmál í lífi rokkara.
„Yfirmenn hjá BBC telja að Pete
hafi í sér sköpunarmáttinn til að
gera flott sjónvarpsefni. Þeir vilja að
hann skrifi um skuggahliðarnar,“ er
haft eftir vini söngvarans.
Pete Doherty hefur lengi glímt við
heróínfíkn og hefur setið í fangelsi
fyrir innbrot.
Doherty
við skriftir
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn