Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 Morgunblaðið/Ásdís Tónskáldið Hildur Guðnadóttir. Tónlist hennar er sögð „undraverð“. SELLÓLEIKARINN og tónsmið- urinn Hildur Ingveldardóttir Guðnadóttir fær glimrandi góða dóma á tveimur erlendum vefsíðum fyrir plötuna Without Sinking sem kom út hjá Touch-útgáfunni nú í mars. Gagnrýnandi FACT segir að ekki síðan World of Echo eftir Arthur Russel kom út hafi „hefðbundið“ strengjahljóðfæri hljómað svo áleit- ið og áhrifamikið. „Ekki síðan Mus- ic For 18 Musicians hefur FACT- skrifstofan verið slegin svo ánægju- lega með einhverju sem mætti lýsa sem „klassískri“ tónlist,“ segir í dómnum. Fyrsta sólóplata Hildar, mount A, kom út fyrir þremur árum og notaðist hún þá við listamanns- nafnið lost in hildurness. Nýju plöt- una vann hún með Jóhanni Jó- hannssyni, Skúla Sverrissyni og Guðna Franzsyni. Á tónlistarsíðunni Boomkat segir að tónlist Hildar sé undraverð. „Það er bilið á milli nótnanna, stillingin og væntingarnar sem maður hefur sem hafa magn- þrungnustu áhrifin á þessari ótrú- lega áhrifamiklu plötu. „Kvik- myndarleg“ eigindi hennar flækjast þá ekki fyrir þessari mjög svo raunverulegu, nánast fallegu ömurð sem lúrir í kjarna þessarar stór- kostlegu plötu. Undraverð tónlist.“ Fær glimrandi dóma ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Hart í bak (Stóra sviðið) Þrettándakvöld (Stóra sviðið) Sædýrasafnið (Kassinn) Skoppa og Skrítla í söng-leik (Kúlan) Eterinn (Smíðaverkstæðið) Kardemommubærinn (Stóra sviðið) Ósóttar pantanir seldar þremur dögum fyrir sýningu Sýningum lýkur 15. maí. Tryggðu þér sæti Ath. snarpt sýningatímabil Í samstarfi við Nemendaleikhús Listaháskóla Íslands Örfáar aukasýningar með bestu vinkonum barnanna Miðaverð aðeins 2.000 kr. Mið 1/4 kl. 20:00 Ö Fim 2/4 kl. 20:00 U Mið 15/4 kl. 20:00 Ö Fös 3/4 kl. 20:00 6.sýn. Fim 16/4 kl. 20:00 7.sýn. Ö Fös 3/4 kl. 21:00 Ö Sun 5/4 kl. 21:00 Fös 17/4 kl. 21:00 Lau 18/4 kl. 13:00 Ö Lau 18/4 kl. 14:30 Ö Lau 25/4 kl. 13:00 Ö Fim 2/4 kl. 21:00 Fös 3/4 kl. 21:00 Fim 23/4 kl. 20:00 Ö Lau 2/5 kl. 20:00 U Fös 8/5 kl. 20:00 Fös 17/4 kl. 20:00 8.sýn. Þri 21/4 kl. 20:00 U Lau 18/4 kl. 21:00 Fös 24/4 kl. 21:00 Lau 25/4 kl. 21:00 Lau 25/4 kl. 14:30 Ö Fim 16/4 kl. 21:00 Fös 17/4 kl. 21:00 Lau 9/5 kl. 20:00 Fös 15/5 kl. 20:00 Sun 19/4 kl. 17:00 U Lau 25/4 kl. 14:00 U Lau 25/4 kl. 17:00 U Sun 26/4 kl. 14:00 U Sun 26/4 kl. 17:00 U Þri 28/4 kl. 18:00 aukas. U Sun 3/5 kl. 14:00 U Sun 3/5 kl. 17:00 U Þri 5/5 kl. 18:00 U Sun 29/3 kl. 14:00 U Sun 29/3 kl. 17:00 U Lau 4/4 kl. 14:00 U Lau 4/4 kl. 14:00 U Sun 5/4 kl. 17:00 U Sun 5/4 kl. 17:00 U Lau 18/4 kl. 14:00 U Lau 18/4 kl. 17:00 U Sun 19/4 kl. 14:00 U Sun 10/5 kl. 14:00 U Sun 10/5 kl. 17:00 U Lau 16/5 kl. 14:00 U Lau 16/5 kl. 17:00 U Sun 17/5 kl. 14:00 U Sun 17/5 kl. 17:00 U Sun 24/5 kl. 14:00 U Þri 26/5 kl. 18:00 U Lau 30/5 kl 14:00 U 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Sjö gyðingabörn, leikrit fyrir Gaza. Sýningar sun. 29. mars kl. 15.00 og 22.45. Milljarðamærin snýr aftur – sýningum lýkur í apríl Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is Páskatónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands verða með glæsilegasta móti. Flutt verður Sköpunin eftir Haydn sem margir telja vera hans meginverk. Hinn heimsþekkti Paul McCreesh stjórnar hljómsveit- inni. Hann hefur um árabil verið í fremstu röð þeirra sem sérhæfa sig í tónlist endurreisnar, barokks og klassíkur og hljóðritun hans á þessu verki hlaut hin virtu Gramophone-verðlaun á síðasta ári. Tryggðu þér miða Miðasala í síma 545 2500 eða á www.sinfonia.is HAYDN | SKÖPUNIN Hljómsveitarstjóri | Paul McCreesh Einsöngvarar | James Gilchrist | Stephan Loges | Rebecca Bottone Kórar | Kór Áskirkju | Hljómeyki TÓNLEIKAR Í HÁSKÓLABÍÓI FIMMTUDAGINN 2. APRÍL KL. 19.30 Sigur lífsins – páskadagskrá á Kirkjubæjarklaustri Á páskum 2009, dagana 9.-13. apríl, verður árleg dagskrá á Kirkjubæjarklaustri sem nefnist Sigur lífsins. Fléttað verður saman fræðslu um Skaftáreldanna 1783, útivist á söguslóðum og helgihaldi páskahátíðarinnar. Á laugardeginum 11. apríl kl. 14.00 verður kvikmyndin Eldmessan frumsýnd í félagsheimilinu Kirkjuhvoli á Kirkjubæjar- klaustri. Kvikmyndin er 15 mín löng og er um Skaftárelda, móðuharðindin og afleið- ingar þeirra. Er öllum íbúum héraðsins og gestum boðið að sjá hana. Dagskráin er á vegum Kirkjubæjarstofu, í samvinnu við sóknarprest og sóknarnefnd Prestsbakka- sóknar. Nánari upplýsingar í síma: 487 4645, á netfangi: kbstofa@simnet.is, á vefsíðu: www.kbkl.is og www.klaustur.is HLJÓMSVEITIN Coldplay, sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár, hefur ákveðið að taka sér frí því meðlimirnir óttast að aðdáendurnir hljóti að fara að verða leiðir á þeim. Hljómsveitin hefur því slegið á frest hugmyndum um að hefja vinnu við plötuna sem á að koma í kjölfar nýjustu afurðarinnar, Viva la Vida or Death and All His Friends. Samkvæmt BangShowbiz- fréttaveitunni segjast þeir líka vilja hugleiða betur hvaða stefnu þeir eigi að taka næst, tónlistarlega. „Við höfum leikið mun meira á tónleikum en við ætluðum,“ segir gítarleikari sveitarinnar, Johnny Buckland. „Við höfum þess vegna ekki haft neinn tíma til að velta nýj- um verkefnum fyrir okkur. Og svo þarf fólk á hvíld frá okkur að halda. Við förum í frí og sjáum svo til.“ Coldplay fer í frí Þreyttir? Martin og hinir gaurarnir í Coldplay hafa leikið ört og víða. VANDRÆÐAPOPPARINN Pete Doherty, söngvari The Babysham- bles, er sestur við skriftir og vinnur að sjónvarpsseríu sem byggist á vandræðalífi hans sjálfs. Doherty átti fund með dagskrár- stjórum hjá BBC og þeir báðu hann að skrifa sögur um skandala og leyndarmál í lífi rokkara. „Yfirmenn hjá BBC telja að Pete hafi í sér sköpunarmáttinn til að gera flott sjónvarpsefni. Þeir vilja að hann skrifi um skuggahliðarnar,“ er haft eftir vini söngvarans. Pete Doherty hefur lengi glímt við heróínfíkn og hefur setið í fangelsi fyrir innbrot. Doherty við skriftir Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.