Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 Þ jóðargjaldþrot“ er hug- tak sem var Íslend- ingum framandi þar til það skaut upp kollinum í kjölfar bankahrunsins síðasta haust. Baggalútur lætur svo krassandi hugtak ekki framhjá sér fara. Í færslu á heimasíðu Baggalúts 6. október 2008, daginn sem neyð- arlögin voru sett á Alþingi, sagði eftirfarandi: „Hugtakið „þjóðargjaldþrot“ verður eitthvað svo áþreifanlega sársaukafullt og raunverulegt á táknmáli. Það virðist framkvæmt með því að láta sér fallast hendur, gersam- lega.“ Nú er hugtakinu fleygt fram af ýmsu tilefni og síðast fyrir skömmu þegar Thomas Haugaard, hagfræðingur hjá Svenska Hand- elsbanken í Kaupmannahöfn, sagði í samtali við Bloomberg-fréttastof- una að með yfirtöku íslenska rík- isins á Straumi hafi hættan á raunverulegu þjóðargjaldþroti aukist. En hvað er í raun átt við með þessu hugtaki? Óþarft er að leita langt yfir skammt eftir skilgrein- ingu. Gylfi Magnússon við- skiptaráðherra ritaði ágætan pistil á Vísindavef Háskóla Íslands í lok síðasta árs. Þá var hann reyndar dósent í hagfræði við Háskóla Ís- lands og enn mánuður í að hann settist í ráðherrastólinn. „Ríkisgjaldþrot“ nær lagi Gylfi ritar í pistlinum á Vís- indavefnum að hugtakið þjóð- argjaldþrot sé nokkuð misvísandi því að þjóð geti ekki orðið gjald- þrota. Ekki sé hægt að eiga kröfu á þjóð sem slíka. „Það er hins vegar hægt að eiga kröfu á ríki og þau geta orðið gjaldþrota eða að minnsta kosti komist í greiðsluþrot. Eðlilegra væri því að tala um gjaldþrot rík- is. Ýmis dæmi eru um það í mann- kynssögunni að ríki hafi ekki get- að, eða viljað, standa við skuldbindingar sínar. Oft hefur þetta gerst í kjölfar styrjalda eða byltinga þar sem nýir valdhafar hafa neitað að greiða skuldir sem forverar þeirra stofnuðu til. Sem dæmi má nefna að kommúnistar sem náðu völdum í Rússlandi árið 1917 neituðu að borga miklar skuldir sem keisarastjórnin hafði safnað. Á sama hátt neitaði Bandaríkjastjórn að greiða skuldir sem hin sigruðu Suðurríki höfðu stofnað til þau fjögur ár sem þau lifðu sem sjálfstætt ríki, 1861- 1865. Önnur ríki hafa neitað að greiða skuldir að fullu þótt ekki hafi verið skipt um valdhafa með þessum hætti. Sem dæmi má nefna að Neville Chamberlain, sem þá var fjármálaráðherra, ákvað að hætta að greiða til fulls vexti af miklum skuldum Breta eftir fyrri heimsstyrjöldina. Þess- ar vaxtagreiðslur íþyngdu breska ríkinu mjög í kreppunni á fjórða áratugnum og árið 1932 ákvað Chamberlain að ríkið myndi ekki greiða umsamda vexti, sem voru 5%, en greiða í þess stað 3,5% vexti.“ Gylfi ritar, að enn önnur ríki hafi beinlínis komist í þrot, þannig að þau hafi ekki getað staðið í skilum. „Sem dæmi má nefna Rússland sem árið 1998 gat ekki staðið að fullu við skuldbindingar sínar og varð að fresta greiðslu af- borgana af hluta lána ríkisins. Lánin voru þó greidd síðar.“ Ætti að vera viðráðanlegt Í pistlinum víkur Gylfi næst að Alþjóða gjaldeyrissjóðnum og seg- ir eitt af helstu hlutverkum hans að koma ríkjum til aðstoðar sem lenda í vandræðum af þessu tagi. „Þá er annars vegar sett upp að- gerðaáætlun sem á að bæta stöðu ríkisins, til dæmis með því að draga úr ríkisútgjöldum, þannig að raunhæft sé að það geti staðið við skuldbindingar sínar þegar fram líða stundir, og hins vegar veitt lán til að bregðast við brýn- um skammtímavanda. Séu skuld- bindingar ríkja að því er virðist óviðráðanlegar getur þurft að semja um niðurfellingu hluta þeirra. Sem dæmi um þetta má nefna að árið 1996 settu Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og Al- þjóðabankinn upp áætlun sem ætl- að var að taka á stöðu 33 ríkja sem voru bæði mjög fátæk og skuldug (HIPC, Heavily Indebted Poor Countries). Flest ríkjanna eru í Afríku. Í áætluninni felst meðal annars talsverð niðurfelling skulda þannig að það sem eftir stendur ætti að vera viðráðanlegt fyrir viðkomandi ríki.“ Að fórna höndum Þótt Baggalúti fallist hendur á táknmáli, þegar þjóðargjaldþrot ber á góma, þá er mikilvægt að hafa í huga að öll él birtir upp um síðir. Og muna líka að í raun er réttara að kalla fyrirbærið „rík- isgjaldþrot“ af því að enginn getur átt kröfu á þjóð. Hvernig svo sem það er sagt á táknmáli. rsv@mbl.is Hvað er þjóðargjaldþrot? Nú getur Auður Capital séð um séreignarsparnað þinn. Við hvetjum þig til að standa vörð um viðbótarlífeyrissparnað þinn til að auka fjárhagslegt öryggi og lífsgæði við starfs- lok. Auður Capital veitir óháða ráðgjöf á sviði fjárfestinga með áhættumeðvitund að leiðarljósi. Við tölum hreint út og viljum að hlutirnir séu gagnsæir og auðskiljanlegir. Við bjóðum þér á kynningarfund: Staður: Fundarsalur Maður Lifandi, Borgartúni 24. Stund: Mánudaginn 30. mars kl. 17:15 og á sama tíma mánudagana 6., 20., og 27. apríl. Nánari upplýsingar í síma: 585-6500 og á audur.is ? Einstakt tækifæri fyrir 11 ára börn CISV hefur verið starfandi á Íslandi í tæp 30 ár og sent yfir 1.000 þátttakendur út um allan heim. Við vorum að fá aukaúthlutun í sumarbúðir fyrir 11 ára gömul börn í Portúgal, Kanada, Kóreu og Japan. Sumarbúðirnar eru í 4 vikur og í þeim eru 12 hópar frá jafnmörgum löndum. Hver hópur samanstendur af tveimur stelpum, tveim strákum og fararstjóra. Í sumarbúðunum er mikið um leiki, þau kynnast menningu og siðum ólíkra þjóða og svo er farið í vettvangsferðir á áhugaverðar slóðir í kringum búðirnar. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins www.cisv.org, á netfanginu cisv@cisv.is eða í síma 861 1122 (Ásta).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.