Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009
Þöggun í málfrelsi —
Krafa um heiðarleika
A
ð undanförnu höfum við
orðið vör við höft og
hindranir af ýmsu tagi.
Til dæmis kvarta marg-
ir sáran undan gjald-
eyrishöftunum. Í umróti síðustu
mánaða er þó eitt haft sem hefur
rofnað hjá fjölda fólks. Það er tungu-
haftið. Í kreppunni vöknum við til
vitundar um mikilvægi málfrelsis –
formlegs og óformlegs til að tjá hug-
myndir, hugsjónir og gagnrýni.
Þúsundir hafa tjáð sig í mótmæl-
um, á fundum og með blaðaskrifum.
Mikilvægt er að þessi skoðanaskipti
haldi áfram og verði ríkulegur þátt-
ur í samfélagi okkar. Það er grund-
vallaratriði farsællar þróunar að fólk
haldi áfram að tjá sig og hafi til þess
margvíslega möguleika.
Þessi kraftmikla tjáning er mikil
breyting frá því sem var á útrás-
artímanum. Þá var ákveðið frelsi lof-
sungið, frelsi viðskipta og markaðar
sem birtist í óheftu flæði fjármagns
frá þjóðinni til hinna fáu. Gagnrýni
var aftur á móti ekki alls staðar vel-
komin. Almenn skoðanaskipti voru
ekki nægilega ríkuleg. Opinberri
umræðu var stýrt af valdamiklum en
oft ósýnilegum aðilum. Ákveðin póli-
tísk átakamál voru „ekki á dagskrá“.
Ekki var tekið mark á sjálfsögðum
varnaðarorðum. Í öllu frelsinu ríkti í
raun og veru ekki frelsi.
Hornsteinn lýðræðissamfélags
Málfrelsi er frelsi manns til að tjá
skoðanir sínar í orðum eða verkum, í
ræðu, riti, myndlist, með ýmiss kon-
ar táknrænum gjörningum eða á
annan hátt. Málfrelsi er einn af
hornsteinum lýðræðissamfélags og
er lykilatriði í Mannréttinda-
sáttmála Evrópu og Mannréttinda-
yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna en í
19. grein hennar segir svo: „Allir
skulu frjálsir skoðana sinna og að
því að láta þær í ljós. Felur sá réttur
í sér frelsi til að hafa skoðanir óá-
reittur og að leita, taka við og miðla
upplýsingum og hugmyndum með
hverjum hætti sem vera skal og án
tillits til landamæra.“
Tjáningarfrelsi eru ætíð settar
skorður og í lýðræðisríkjum eru þær
oftast hugsaðar til verndar ein-
staklingum eða minnihlutahópum.
Fyrst og fremst er um að ræða bann
við hatursáróðri í garð þjóðfélags-
hópa vegna uppruna, litarháttar,
trúar eða af öðrum sambærilegum
ástæðum.
Í mörgum löndum Evrópu er til
dæmis refsivert að afneita helför-
inni. Þá er meiðyrðalöggjöf við lýði
meðal annars hér á landi sem setur
málfrelsi vissar skorður. Víða liggur
líka bann við því að hæðast að trúar-
brögðum eða öðru sem fólki er heil-
agt. Flestir eru á því að málfrelsi
verði að setja slíkar hömlur en menn
greinir á um hvar draga skuli mörk-
in.
Átök um hvað megi í þessu efni
eru jafngömul þekktri sögu okkar.
Sókrates hélt fram málfrelsi og
benti á að valdið væri ekki rétturinn.
Hann hafnaði þar með gagnrýn-
islausri hlýðni við lög og þjónkun við
hinn sterka og volduga. Jesús Krist-
ur var talinn vanvirða guðstrú með
orðum sínum og athæfi. Hann hikaði
ekki við að ganga gegn valdi sem
hefti og kúgaði fólk. Hann frelsaði
fólk undan ósýnilegu þöggunarvaldi
síns tíma. Þar sem hann var fengu
raddir fólks að hljóma.
Þöggun
Tæpast er það samfélag til þar
sem þeir sem tjá sig opinskátt um
það sem kemur valdhöfum illa gjalda
ekki fyrir. Gagnrýnin tjáning getur
til dæmis skert möguleika fólks til
starfs en einnig eðlilegan framgang
fólks í starfi. Af þeim sökum er
nauðsynlegt að samfélagið sé opið og
gagnsætt sem og að ráðningar í störf
séu faglegar. Heilbrigðu samfélagi
er nauðsyn á að tryggja að hinn veiki
geti gagnrýnt hinn sterka, hinn
valdalausi hinn valdamikla án þess
að þurfa að óttast um hag sinn og
sinna.
Í flestum samfélögum gætir bæl-
ingar á frjálsri tjáningu sem komið
getur fram í sjálfsritskoðun ein-
staklinga eða því að utanaðkomandi
aðilar gefa þeim merki um að gæta
sín, hugsa sig um, þegja. Slíkt kall-
ast þöggun. Þöggun er ekki aðeins
bæling heldur einnig frelsisskerðing
og kúgun. Í henni felst að ein-
staklingar fá ekki notið stjórn-
arskrárbundins tjáningarfrelsis síns
sem er grundvallarþáttur mannrétt-
inda. Á útrásartímanum
varð þöggun hluti af
daglegum veruleika.
Sjónarmið sem
brutu í bága við
heimsmynd
hagvaxtar og
neyslu voru
bæld. Vald þögg-
unarinnar smitaðist
einnig um stofnanir
samfélagsins –
jafnvel þær sem leita
eiga sannleikans, afhjúpa ranglæti,
veita aðhald og leggja grunn að
frelsi, verja það, efla og viðhalda. Má
þar nefna menntakerfið, rétt-
arkerfið og fjölmiðla. Kirkjan er þar
heldur ekki undanskilin.
Ranglæti þöggunarinnar verður
að afhjúpa og vinna gegn því. Mik-
ilvægt er að muna að þjóðfélag
þöggunar verður þjóðfélag spill-
ingar. Þjóðfélag spillingar viðheldur
þöggun og finnur upp reglur sem
koma í veg fyrir gagnsæi.
Róttækara uppgjör
Eitt af mikilvægustu hlutverkum
okkar á þeim umbrotatímum sem
þjóð okkar lifir er að verja tjáning-
arfrelsi og nýta það til góðs. Við eig-
um að beita frelsi okkar gegn vald-
inu svo vitnað sé til Sókratesar en
virða tilfinningar annarra ekki síst
þeirra sem teljast minnimáttar.
Til þess að íslenskt samfélag kom-
ist á réttan kjöl þarf róttækara upp-
gjör en við höfum séð hingað til.
Virkt tjáningarfrelsi er lykilatriði í
því sambandi. Krafan um heið-
arleika er orðin svo sterk að spilling-
aröfl geta ekki lengur athafnað sig í
friði og ró. Spurningin er bara hve
mikið þau skemma út frá sér áður en
þau verða endanlega rekin út úr
helgidóminum.
Við verðum að tryggja gagnsæi og
upplýsta umræðu um þann vanda
sem við glímum við. Ljósið sem lýsir
okkur fram á veginn þarf þó fyrst að
ná inn í öll skúmaskot. Við verðum
að geta treyst því að umræðan haldi
áfram þangað til því marki er náð.
Anna Sigríður Pálsdóttir
Arnfríður Guðmundsdóttir
Baldur Kristjánsson
Hjalti Hugason
Pétur Pétursson
Sigrún Óskarsdóttir
Sigurður Árni Þórðarson
Sólveig Anna Bóasdóttir
Höfundar eru guðfræðingar
Alfonso prins, yngribróðir Juan Car-losar sem nú er
konungur Spánar, lést á
þessum degi árið 1956, að-
eins fjórtán ára. Hann varð
fyrir voðaskoti í húsi fjöl-
skyldunnar í Portúgal.
Aldrei hefur verið upplýst
með óyggjandi hætti
hvernig dauða hans bar að,
en bróðir hans var í sama
herbergi og í rúma hálfa
öld hefur sá orðrómur ver-
ið á kreiki að núverandi
Spánarkonungur hafi hald-
ið á skammbyssunni þegar
skotið hljóp úr henni.
Alfonso bar hið mikla prinsanafn
Alfonso Cristino Teresa Ángel
Francisco de Asís y Todos los San-
tos de Borbón y Borbón Dos-
Sicilias. Hann var yngstur fjögurra
systkina. Elst er Pilar prinsessa, þá
Juan Carlos og Margarita er þriðja
í röðinni.
Þeir bræður, Alfonso og Juan
Carlos, voru nánir. Alfonso leit
mjög upp til stóra bróður, sem
stundaði nám í herskóla á Spáni,
undir verndarvæng Francos hers-
höfðingja. Franco hafði ákveðið að
Juan Carlos yrði arftaki sinn á
valdastóli á Spáni og þar með yrði
konungdæmi endurreist í landinu.
Fjölskyldan dvaldi í húsi sínu í
Portúgal um páskana 1956. Á skír-
dag fór fjölskyldan til messu og
þegar heim var komið fóru þeir
bræður í herbergi á efri hæð húss-
ins. Skömmu síðar kvað við skot-
hvellur. Alfonso hafði fengið kúlu úr
skammbyssu í ennið og var látinn
er að var komið.
Sendiráð Spánar sendi frá sér til-
kynningu um lát prinsins, þar sem
fram kom að hann hefði verið að
þrífa skammbyssu, ásamt bróður
sínum, þegar skoti var hleypt af.
Nánari upplýsingar hafa aldrei
verið veittar opinberlega. Hins veg-
ar hefur verið haft eftir þjónustu-
fólki á heimilinu að Juan Carlos hafi
beint byssunni að bróður sínum og
hleypt af, án þess að gera sér grein
fyrir að byssan var hlaðin. Þetta
hafi verið slysaskot, en Juan Carlos
hafi viðurkennt fyrir vinum sínum
að hafa haldið á skammbyssunni.
Engin rannsókn fór fram. Alfonso
prins var jarðaður tveimur dögum
síðar og faðir þeirra bræðra sendi
Juan Carlos samdægurs til baka í
herskólann. Sagan segir að faðirinn
hafi hent skammbyssunni, sem
heimildir herma að Franco hafi gef-
ið krónprinsinum, í stöðuvatn þar
nærri.
Spánarkonungur hefur aldrei tjáð
sig um atvikið og það er ekki nefnt
einu orði í opinberri ævisögu hans.
Hins vegar kom út bók um ævi
hans árið 2003, rituð af breskum
prófessor, þar sem töluvert er ritað
um dauða Alfonsos og haft eftir
ýmsum æskuvinum Juans Carlosar,
að hann hafi haldið á skammbyss-
unni þennan örlagaríka dag. Eng-
inn hefur þó fullyrt að prinsinn hafi
ætlað sér að skaða litla bróður sinn;
þetta hafi verið hörmulegt slys.
rsv@mbl.is
Á þessum degi…
29. MARS 1956
SPÁNARPRINS DEYR
Fjölskyldan María Mercedes prinsessa og Juan, greifi af Barcelona, með
börnin sín fjögur, Alfonso, Juan Carlos, Margaritu og Pilar.
Gröfin Alfonso var grafinn í Portúgal, en árið
1992 var kista hans flutt til Spánar, í grafreit
konungsfjölskyldunnar.