Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 50
svara kalli aðdáenda. „Það þurfti líka að minnka álagið á heimilum þessara barna sem voru í Rokk- lingunum en sum þurftu nánast að fara í felur og fá önnur símanúmer vegna vinsælda. Krakkarnir komu saman á skrifstofunni hjá mér um tvisvar í mánuði og skrifuðu á myndir og svöruðu aðdá- endabréfum. Klúbburinn lifði út aðra plötuna en fór svo að dala og var lagður niður.“ Rokklingaskóli var líka stofnaður í samstarfi við Jazzballettskóla Báru. „Það er í aðdraganda ann- arrar plötunnar sem ég og Bára opnum Rokklinga- skólann. Það var í raun og veru til gamans gert því það voru svo margir krakkar sem Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is F yrirmyndin að Rokklingunum var Mini Pops frá Englandi. Það var hug- detta að athuga hvort það væri hljóm- grunnur fyrir svipaðri hugmynd með íslenskum dægurlögum og íslenskum börnum,“ segir Birgir Gunnlaugsson, stofnandi Rokklinganna. Þetta var árið 1988 og rak Birgir þá BG-útgáfu og hafði verið að gefa út kassetturnar Barnaleikir. „Krakkarnir mín- ir voru þá í Seljaskóla og ég forvitnaðist um það innan kórsins hvort þar væru krakk- ar sem vildu syngja inn á svona snældu. Þá myndaðist sá kjarni sem síðan varð Rokklingarnir. Síðan auglýstum við eftir krökkum í viðbót, fórum í gegnum 200-300 umsækj- endur og völdum úr þeim fimm sem bættust við þau 5 eða 6 sem ég var þegar með úr kór Seljaskóla. Svo var alltaf smá kjarni þar fyrir utan sem myndaði kór. Ætli það hafi ekki verið rúmlega tuttugu krakkar sem komu að öllum plöt- unum, hópurinn sem telst vera hinir eiginlegu Rokklingar,“ segir Birgir. Fyrsta Rokklingaplatan kom út árið 1989 og urðu þær þrjár í heildina á þremur árum. Eftir þriðju plötuna selur Birgir útgáfu sína til Skífunnar og þá deyja Rokklingarnir út. Leitað eftir sjarma Að sögn Birgis þurftu þeir sem vildu vera Rokklingar að hafa nátt- úrulega hæfileika til að geta sungið og einhvern sjarma í röddinni auk þess að vera frjálst og óheft barn. „Þetta snerist um einhver sérkenni í blæbrigðum raddarinnar og hvernig barnið upplifði lagið sem það var að syngja. Þó að það væru einhver mis- tök og ekki alveg hreinir tónar, var það látið lifa á plötunum og það finnst mér hafa verið sá þáttur sem höfðaði mest til barnanna sem voru að hlusta, þau fundu sjálf sig í þessu, gátu sungið og dansað með.“ Birgir segir Rokklingana hafa orð- ið mikið frægari en hann bjóst við. „Það kom okkur öllum mjög á óvart hvað þetta varð að mikilli sprengju.“ Rokklingaklúbbur og skóli Með útgáfu fyrstu plötunnar var Rokklingaklúbburinn stofnaður til að vildu læra að vera eins og Rokklingarnir. Þeim var kennt að dansa og syngja, þau fóru í stúdíó og sungu við sama undirspil og Rokkling- arnir og að lokum var nemendasýning sem var tek- in upp á vídeó og þar fengu allir nemendurnir myndband af sér syngjandi sinn part af Rokk- lingalögunum.“ Ekki aftur Eins og gefur að skilja á Birgir sitt uppáhalds Rokklingalag. „Ég held að „Nína og Geiri“ standi upp úr á öll- um ferlinum, bæði myndbandið og söngvararnir sem sungu það voru al- veg kostulegir. „Jibbí jey“ varð líka gríðarlega vinsælt hjá krökkunum og dansinn við það,“ segir Birgir sem gæti ekki hugsað sér að setja álíka grúppu saman aftur. „Ég er þeirrar trúar að ef maður gerir eitthvað sem heppnast svona vel sé ekki hægt að endurtaka það.“ ROKKLINGUNUM Birgir Gunn- laugsson Seljast vel Rokklingarnir taka við gullplötu fyrir fyrstu plötuna sem var samnefnd þeim.Fullt hús Rokklingarnir skemmta í Inghól á Selfossi fyrir fullu húsi aðdáenda. Tónlistin Þrjár plötur á þremur árum. Fyrsta er sam- nefnd sönghópnum, önnur heitir Af lífi og sál og sú þriðja Það er svo undarlegt. Allar seldust þær vel. Rokklingarnir störfuðu frá 1989 til 1991 og komu út þrjár plötur með þeim á því tímabili. Grúppuna skipuðu ungir krakkar sem sungu syrpur af íslenskum dægurlögum við miklar vinsældir jafnaldra sinna. Bragi Þór Valsson er virðulegur á fyrstaplötuumslagi Rokklinganna, eins og hljómsveitarstjóri. Það er kannski ekki tilviljun að í dag er hann með masterspróf í kórstjórn, útskrifaður klarenettu- leikari og menntaður í söng. Bragi var í Rokkling- unum allan tímann, frá tíu til þrettán ára aldurs, og var fenginn í þá úr kór Seljaskóla. „Það var allt í kringum sjálfa tónlistina í Rokklingunum mjög skemmti- legt, enda átti ég met í einsöng á plötunum, en að vera Rokklingur gerði lífið ekki auð- velt. Ég skipti um skóla á tímabilinu og lenti í svolitlu einelti í nýja skólanum. Upp á það að gera var þetta leiðinlegt en ég lærði gíf- urlega mikið af þessu tónlistarlega.“ Bragi segir að vertíðin hafi aðallega verið fyrir jólin. „Við fengum samt lítið sem ekk- ert borgað, held að það hafi verið 5000 kr. á hverja plötu fyrir margra tuga tíma vinnu.“ Spurður hvað standi upp úr frá Rokk- lingatímanum svarar Bragi: „Í sjálfu sér bara þessi reynsla, ég á hrúgu af gull- og platínuplötum sem ég á líklega aldrei eftir að toppa,“ segir Bragi sem söng síðar í Heimskór æskunnar, frá 19 til 23 ára, og var meðlimur í hljómsveitinni Smaladrengirnir. Á hrúgu af gull- og platínuplötum Bragi Þór Valsson Ég var í Rokklingunum frá upphafi til enda ogvar aðeins á sjöunda ári þegar ég byrjaði,“ segir Ástrós Elísdóttir sem á ömmu sinni að þakka að hún var valin í Rokklingana. „Það var auglýst eftir krökkum sem vildu syngja inn á plötu í DV, amma mín sá þetta og hringdi í mömmu. Hún gaf mér leyfi, svo ég fór, söng eitt lag og komst inn. Við Gunnar [Örn Ingólfsson] vorum yngst á fyrstu plötunni. Þau elstu voru um 12 ára og ég man að þau voru voða góð við mig.“ Ástrós fannst gaman að vera í Rokklingunum og segir margt standa upp úr frá þessum tíma. „Við fórum á hverju ári í sjónvarpsþáttinn Á tali með Hemma Gunn og fyrsta árið var einmitt tekið viðtal við mig. Þá þótti okkur gaman að hitta fræga fólkið sem kom líka fram í þáttunum, t.d. Lindu P. og Ladda, og við fengum eiginhandaráritanir hjá þeim.“ Spurð hvort henni finnist skammarlegt að hafa verið í Rokklingunum segir Ástrós að það finnist henni ekki í dag. „Ég kannski skammaðist mín stundum fyrir þetta á unglingsárunum þegar sjálfstraustið var minna og verið var að stríða mér á þessu. En annars þykir mér þetta bara skemmti- legt í dag.“ Ástrós er líklega þekktust fyrir það í Rokkling- unum að syngja Nínu í laginu „Nína og Geiri“ sem varð eitt það vinsælasta með Rokklingunum. Söngurinn hefur fylgt henni alla tíð síðan, hún lærði djasssöng hjá FÍH í nokkur ár og er núna að taka sjöunda stigið í klassískum söng í Domus Vox. Söng Nínu og Geira Ástrós Elísdóttir Manstu eftir … Mini Pops Var fyrirmynd Rokklinganna. MINI POPS var sjónvarpsþáttur sem fór í loftið á Channel 4 í Bretlandi árið 1983. Þátturinn var fyrir börn og í honum sungu börn nýja sem gamla poppslag- ara í litskrúðugu setti. Börnin sem voru valin í þáttinn úr áheyrnarprufum máttu ekki vera vön því að koma fram. Þau voru á aldrinum 8 til 12 ára og voru vanalega klædd og máluð eins og þeir sem fluttu lagið, sem þau sungu, upphaflega. Hugmyndina að Mini Pops átti Martin Wyatt. Þátturinn sló í gegn en fékk mikla gagnrýni fyrir að láta ung börn syngja lög sem innihéldu jafnvel kyn- ferðislega grófa texta. Mini Pops gaf út sjö plötur á árunum 1982-1989 og urðu þær hvergi eins vinsælar og í Kan- ada. Árið 2005 sýndi Channel 4 heimildarmynd sem hét Hvað varð um Mini Pops? Þar var saga þáttanna rakin og birt við- töl við fyrrverandi Mini Pops- meðlimi eins og þeir eru í dag. MINI POPS Að vera Rokklingur var merkileg reynsla. VEFVARP mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.