Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 12
12 Sjávarútvegur MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl.is J á sjómennskan, já sjó- mennskan, já sjómennskan er ekkert grín.“ Þannig hljómar viðlagskaflinn úr víðfrægu lagi um Þórð sjóara, sem gjarnan er sungið á mannamótum við taktfastar og samhentar hreyfingar gesta. Í laginu um Þórð birtist vel dýrð- arljómi virðingar íslensku þjóð- arinnar fyrir sjómennskunni, lífæð atvinnulífs í landinu um áratugaskeið. Hún er þjóðinni samofin í sögu og menningu. Sjómennskan, og sjávarútvegurinn í heild, er svo sannarlega „ekkert grín“ þessa dagana. Sölutregða, erf- iðar markaðsaðstæður erlendis, lágt afurðaverð og himinháar skuldir gera það að verkum að íslenskur sjávar- útvegur hefur sjaldan staðið frammi fyrir stærri vandamálum en nú. Eft- irstöðvar „bólunnar“ sem hér mynd- aðist eru íþyngjandi fyrir sjáv- arútvegsfyrirtæki. Mörg þeirra súpa seyðið af of mikilli skuldsetningu, á meðan eignaverð hefur hrunið, en önnur bera sig vel og reyna eftir bestu getu að takast á við vandann. „Það má segja að verðþróun á afla- heimildum sé hluti af þeirri bólu sem hér varð til. Verð á aflaheimildum varð alltof hátt, sem að lokum leiðir til þess að grunnrekstur sjávar- útvegsfyrirtækja verður þyngri,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útgerðarmanna. Hann segir skuldir sjávarútvegsfyrirtækja íþyngjandi, og muni vafalítið reynast mörgum fyrirtækjum þungar í skauti. 500 milljarða skuldir Heildarskuldir sjávarútvegsfyr- irtækja voru um síðustu áramót 526 milljarðar króna, samkvæmt upplýs- ingum frá LÍÚ. Til samanburðar nema heildartekjur sjávarútvegsins um 170 milljörðum á ári. Skuldirnar eru því um þrefaldar árstekjur at- vinnugreinarinnar í heild miðað við stöðuna um áramót. Frá þeim tíma hefur gengi krónunnar styrkst lítið eitt og eru skuldirnar, sem eru að stórum hluta í erlendri mynt, taldar vera tæplega 500 milljarðar eins og mál standa nú. Sé mið tekið af eignastöðu í bókum sjávarútvegsfyrirtækja er virði veiði- heimilda um 40 prósent af heild- arskuldastöðu sjávaútvegsfyr- irtækja, eða um 200 milljarðar. Hæst fór kílóverðið á heimildum til veiða á þorski í um 4.200 krónur. Sé mið tekið af söluverði á kílói af þorski virkar verðið á veiðiheimild- unum himinhátt. Algengt verð á því er nú um 300 krónur. Í einstökum viðskiptum voru útgerðir því að kaupa veiðiheimildir á meira en tí- földu söluverði, þegar það var hæst. Á þeim forsendum er augljóst að langan tíma getur tekið fyrir útgerð- arfyrirtæki að láta kaupin á veiði- heimildunum borga sig. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, sem lengi hef- ur barist gegn núverandi fisk- veiðistjórnunarkerfi segir stöðu sjáv- arútvegsins grafalvarlega. „Skuldastaðan er afleiðing þess kerf- is sem hér hefur verið stuðst við í sjávarútvegi. Fyrr á árum nam skuldastaða sjávarútvegsfyrirtækja yfirleitt ekki meiru en sem nemur heildarárstekjum. Nú er þessi staða meira en þrefalt verri. Þetta finnst mér sýna öðru fremur að stjórnun fiskveiða hefur ekki aðeins verið óhagkvæm, heldur líka óskynsamleg í nánast öllu tilliti. Það hefur líka oft á tíðum verið undarlegt hvernig sjáv- arútvegsfyrirtæki hafa bókfært sínar eignir. Veiðiheimildir eru til dæmis ekki mikils virði ef þær eru ekki nýtt- ar. Hvers virði er til dæmis loðnu- kvóti þegar lítið eða ekkert veiðist? Samkvæmt bókum sjávarútvegsfyr- irtækja getur hann verið milljarða virði á ári.“ Markaðsaðstæður erfiðar En skuldsetning tengd kaupum á veiðiheimildum er ekki eina alvarlega vandamálið sem íslensk sjáv- arútvegsfyrirtæki standa frammi fyr- ir. Markaðsaðstæður, einkum í Portúgal og Bretlandi, hafa breyst til hins verra síðan alþjóðleg efnahags- kreppa hóf að þrengja að um allan heim. Verð hefur lækkað umtalsvert á þessum mörkuðum, allt að 40 til 50 prósent. Þá þurfa fyrirtæki að hafa mun meira fyrir því en áður að selja fiskinn, þá einkum þorsk. Hann er mikilvægasta söluafurðin. Um 40 prósent heildartekna sjáv- arútvegsins koma inn af sölu á þorski. Eiríkur Tómasson, varaformaður LÍÚ og einn af eigendum útgerð- arfyrirtækisins Þorbjörns í Grinda- vík, segir markaðsaðstæður erfiðar. Vel gangi þó að selja ódýrari teg- undir. „Það finna öll fyrirtæki fyrir þeim aðstæðum sem hafa skapast á mörkuðum. Því er ekki að leyna að það er erfiðara að selja fisk nú en oft áður, og þá hefur verð lækkað um- talsvert undanfarnar vikur og mán- uði. Það gefur augaleið að staðan þarf að breytast, svo að sjávarútvegurinn komist án mikilla skakkafalla í gegn- um niðursveifluna,“ segir Eiríkur. Rætt við ráðamenn Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins hafa erfiðar markaðs- aðstæður verið ræddar á fundum með Steingrími J. Sigfússyni, fjár- mála-, landbúnaðar- og sjávarútvegs- ráðherra, undanfarin misseri. Áhyggjurnar snúa meðal annars að því hvernig kaupendur fisks, einkum í Portúgal, nýta sér slæma stöðu fyr- irtækja og lítið svigrúm sem þau fá í bankakerfinu. Mörg fyrirtækjanna glíma við mikla skuldsetningu og íþyngjandi fjámagnskostnað vegna skuldanna. Þessi staða setur kaupendur, sem eru margir hverjir fullkomlega með- vitaðir um vanda íslenskra fyr- irtækja, í góða stöðu. Erlendir kaup- endur eru þegar farnir að borga íslenskum fyrirtækjum í krónum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðs- ins hafa þeir verið að kaupa krónur af jöklabréfaeigendum og kaupa evruna á mörkuðum erlendis á 200 til 260 krónur, á meðan markaðsgengi evr- unnar samkvæmt Seðlabanka Ís- lands er um 154 krónur. Portúgalskir kaupendur hafa komið til landsins og staðgreitt fiskinn í krónum, fast kíló- verð, til að mynda rúmlega 600 krón- ur á kílóið fyrir saltfisk. Vegna að- stæðna hafa fyrirtæki sem staðið hafa illa, og hafa ekki efni á birgða- söfnun, þurft að lækka verð. Aðrir kaupendur á markaði, sem bíða með birgðir sem þeim voru seldar á hærra verði, eru afar ósáttir við þetta sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins. Þeir vilja sama verð í evrum og keppinautar þeirra eru farnir að greiða. Útgerðarmenn hafa jafnvel farið sérstakar ferðir til Portúgals til þess að ræða þennan vanda við fisk- kaupendur. Sigurgeir B. Kristgeirsson, fram- kvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, segir þessa þróun „stórhættulega“. Hún geti leitt til þess að tengsl inn á mikilvæga mark- aði slitni og markaðsverð lækki meira Staðan er „ekkert Gengisfall krónunnar hefur sett mörg sjávarútvegsfyrirtæki í rekstrarvanda. Markaðsverð hefur hrapað. Óveðursskýin Íslenskur togari í ólgusjó að koma að landi. Undir óveðursskýjum fylgist maður með heimferðinni af landi,               !   " #  "$   %& '(( ))*)+'((,                ! "      " !                         526 milljarðar voru heild- arskuldir sjávarútvegsfyr- irtækja um síðustu áramót. 170 milljarðar eru áætlaðar heildartekjur sjávarútvegs- ins á ári. 200 milljarðar er upphæð heild- arverðmæta veiði- heimilda samkvæmt bókum sjávarútvegsfyrirtækja. 4.200 krónur á hvert kíló af þorski er hæsta verð sem greitt hefur verið fyrir þorskveiði- heimild. 300 krónur er algengt kílóverð í sömu tegund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.