Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 34
34 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 15. Þ að er beisk reynsla að finna hjá öðrum þá mynd af sjálfum sér, sem maður kannast ekki við og veit að er ekki sönn. Það er sárt. En hitt væri þó mjög miklu sárara ef það skyldi koma í ljós, að einhver annar eða aðrir ættu og geymdu ljóta mynd af þér og sanna. Mynd, sem þú hefðir falið, málað yfir eða fegrað fyrir sjálfum þér. Eða gleymt. Hvað er þá til ráða? „Hvað dugar nema Drottins náð?“ Ég las fyrir nokkrum árum í erlendu blaði (sænsku) viðtal við þarlendan lækni. Viðtalið var tekið vegna þess að hann hafði orðið fyrir því að teljast dáinn. Læknar og aðrir sáu ekki betur. Og sjálfur taldi hann sig lifa það að vera dáinn. En hið óvænta gerðist: Hann vaknaði til lífs á ný. Slíks eru dæmi æði mörg. Læknirinn segist ekki hafa verið trúaður maður. En á þeirri stuttu stund, sem hann var handan mæra lífs og dauða, kveðst hann hafa orðið fyrir mikilli reynslu. Þá mætti hann fólki, sem hann hafði sært í lífinu eða komið illa fram við. Og það sem var verst: Hann lifði það, sem þetta fólk hafði reynt af hans völdum, sveið eins og það undan þeim sárum, sem hann hafði valdið. Þetta var kvalafullt, segir hann, óbærilega sár reynsla. Þetta er merkilegur vitnisburður og nærgöngull. Og þegar hann rifjast upp fyrir mér sé ég alltaf fyrir mér myndina af einum og heyri sömu orðin af vörum hans: Það sem þú gerir öðrum, það gerir þú mér. Allt sem þú vilt að aðrir menn geri þér, það skaltu gera þeim. Hugmyndir um sjálfan sig, um útlit og róm og annað. En það er ég viss um, að aldrei hefur mér þótt röddin mín eins falleg og mömmu minni þótti hún vera, þegar ég fór fyrst að hjala. Eins var um þig. Mamma þín heyrði varla þvílíka englarödd eins og þegar hún forðum heyrði þig hjala og skríkja, ambra, gráta og hlæja. Þannig er okkur ætlað að byrja hér á jörð. Þegar mamma hlustar og horfir á okkur fyrst, þá sér hún ekkert nema fallegt. Fallegra en það er í raun og veru, eða hvað? Hvað er „raun og vera“ í þessu sam- bandi? Það er til þess ætlast, að við fáum þetta í vöggu- gjöf og þetta veganesti, áður en við leggjum af stað út á æviveginn, að við þykjum falleg, yndisleg, dásamleg. Og þannig fer, ef allt er eðlilegt, að þessi veröld mætir okkur fyrst með þessum hætti. Við þurfum að leggja upp í lífsferðina með þessa fyrstu reynslu að baki. Hvert barn þarf að mæta þeirri ást og njóta þeirrar ástar, sem er „blind“ eins og kallað er. Hitt er þó rétt- ara, að sú ást, sem mætir ungbarni með þessum hætti, er sjáandi. Hún sér hvílík dásemd er komin í heiminn, þar sem barnið er. Þessi „blinda“ ást skynjar eða finnur á sér dýpst á bak við meðvitaða hugsun, hvílíkt undur það er að vera maður. Leit og svör Sigurbjörn Einarsson » Það sem þú gerir öðrum, þaðgerir þú mér. Allt sem þú vilt að aðrir menn geri þér, það skaltu gera þeim. Pistlar sr. Sigurbjörns Einarssonar, sem Morgunblaðið birti á sunnudögum á síðasta ári, vöktu mikla ánægju meðal lesenda. Um það samdist, milli sr. Sigurbjörns og Morgunblaðsins, að hann héldi áfram þessum skrifum og hafði hann gengið frá nýjum skammti áður en hann lést. Á UNDANFÖRN- UM vikum hafa fjöl- miðlar fjallað talsvert um uppgjörsreglur skaðabótalaga og þörf á endurskoðun þeirra. Allsherjarnefnd Al- þingis hefur lagt fram frumvarp til breyt- inga á skaðabótalög- um sem felur í sér breytingar á frádrátt- arreglum laganna. Með frumvarp- inu er stefnt að hækkun bóta- fjárhæða vegna varanlegrar örorku til þeirra sem slasast al- varlega og bóta til maka vegna missis framfæranda, þar sem frumvarpið gerir ekki ráð fyrir frádrætti ýmissa greiðslna al- mannatrygginga við ákvörðun skaðabóta. Brýnt er að endurskoða ýmis ákvæði skaðabótalaga og mik- ilvægt að sú vinna fari af stað sem fyrst. Hins vegar er ástæða til að hafa áhyggjur af því að frumvarpið hefur verið unnið í miklum flýti án þess að framkvæmt hafi verið mat á því hvaða áhrif lögfesting þess hefur. Eitt meginhlutverk skaðabótareglna er að bæta mönnum með fé það tjón sem þeir hafa orðið fyrir. Skaðabótalögin hafa að geyma að- ferðafræði um hvernig reikna skuli út bætur fyrir líkamstjón, hverjir eigi að greiða tilteknar bætur og með hvaða hætti þær skulu greiddar. Reglunum er ætl- að að tryggja að tjónþoli fái al- mennt, auk hæfilegra miskabóta, fullar bætur fyrir raunverulegt fjártjón sem hlýst af völdum lík- amsmeiðsla. Jafnframt er á því byggt að menn öðlist ekki rétt til bóta fyrir fjártjón, nema slíkt tjón hafi í raun orðið eða fyrir liggi raunhæft mat um fjártjón á ókomnum árum. Reikniverk skaðabótalaga hefur það markmið að bætur fyrir var- anlega fjárhagslega örorku taki til raunverulegs heildarfjártjóns tjón- þola af völdum skaðabótaskylds atviks og gerir því ráð fyrir frá- drætti bótagreiðslna úr öðrum stoðum bótaréttarins. Því til við- bótar koma þjáningarbætur og bætur fyrir varanlegan miska. Gagnrýni á gildandi uppgjörs- reglur skaðabótalaga hefur m.a. beinst að því að reglurnar komi illa út fyrir tiltekna hópa tjónþola, einkum þá sem hafa ekki tekju- sögu fyrir slys, svo sem börn og námsmenn. Tekið er undir það sjónarmið að skaðabótalög eigi að tryggja stöðu þeirra. Spurningin er hins vegar hvaða leiðir eru best til þess fallnar að ná því mark- miði. Tillögur frumvarpsins um breytingu á frádráttarreglum skaðabótalaga taka til allra hópa tjónþola sem verða fyrir líkams- tjóni. Allsherjarnefnd Alþingis er hvött til þess að rannsaka betur áhrif frumvarpsins á alla hópa tjónþola áður en frumvarpið verð- ur afgreitt, þannig að jafnræði tjónþola verði tryggt eftir breyt- ingar á lögunum. Við endurskoðun uppgjörsreglna skaðabótalaga þarf að skoða í samhengi margfeldis- stuðla laganna og frádráttarregl- urnar. Ýmsar þær forsendur sem liggja að baki margfeldis- stuðlunum hafa breyst frá því reglurnar tóku gildi árið 1999 og því er endurskoðun þeirra tíma- bær. Verði frumvarpið að lögum óbreytt mun það verða til þess að skaðabótalög fjarlægjast það yf- irlýsta markmið og grundvall- arreglu skaðabótaréttar að tryggja að tjónþolar skuli vera fjárhagslega eins settir og hið bótaskylda tjón hafi ekki orðið. Áður fyrr var skaðabótaréttur helsta úrræði tjónþola til að fá fé- bætur úr hendi annarra vegna tjóns. Útbreiðsla ýmiss konar trygginga, svo sem einkavátrygg- inga og almannatrygginga, hefur á undanförnum áratugum dregið mjög úr vægi skaðabótaréttar, bæði hér á landi og í nágranna- ríkjunum. Í raun er það fremur sjaldgæft að tjónvaldur sjálfur greiði bætur vegna tjóns. Miklu algengara er að bætur séu greidd- ar úr ábyrgðartryggingu tjónvalds eða vinnuveitanda hans, einkavá- tryggingu tjónþola eða frá al- mannatryggingum. Skilyrði fyrir greiðslu bóta úr hinum mismunandi bótakerfum eru ólík og samspil þeirra er flók- ið. Einn galli við gildandi kerfi er sá að hin mismunandi bótakerfi vinna ekki nægilega vel saman, m.a. þar sem skaðabætur vegna varanlegrar örorku eru gerðar upp í formi eingreiðslu en örorku- lífeyrir almannatrygginga ekki. Tjónþoli fer reglulega í endurmat í tengslum við bótarétt úr al- mannatryggingum og óvissa getur ríkt um framtíðarbótarétt tjónþola úr almannatryggingum þegar skaðabótauppgjör fer fram. Vátryggingafélög gera upp bæt- ur samkvæmt reglum skaðabóta- laga í nokkrum vátryggingagrein- um og þekkja því vel hvernig bótareglurnar virka í framkvæmd. Segja má að vátryggingafélög hafi þá hagsmuni eina af því hvernig skaðabótalöggjöf er háttað að reglur laganna séu skýrar, skil- virkar og einfalt sé að vinna eftir þeim. Frumvarp allsherjarnefndar gerir ráð fyrir að lögin taki þegar gildi. Benda verður á að verði frumvarpið að lögum með svo skömmum fyrirvara sem gert er ráð fyrir hefur það áhrif á for- sendur gildandi vátrygging- arsamninga. Brýn þörf er á endurskoðun skaðabótalaga en jafn mikilvægt er að vel sé vandað til verka við þá vinnu. Farsælast er að allsherj- arnefnd Alþingis eða dóms- málaráðherra feli færustu sér- fræðingum á sviði skaðabótaréttar að fara yfir skaðabótalögin í heild og leggja fram tillögur um breyt- ingar. Endurskoðun á skaðabótalögum Helga Jónsdóttir skrifar um skaða- bótalög » Brýn þörf er á end- urskoðun skaða- bótalaga en jafn mik- ilvægt er að vel sé vandað til verka við þá vinnu. Helga Jónsdóttir Höfundur er hdl. hjá Samtökum fjár- málafyrirtækja. , ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.