Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009
Í nýrri skýrslu á vegum sjávar-útvegs- og landbúnaðarráðu-
neytisins er komizt að þeirri nið-
urstöðu að forsendur séu fyrir því
að tvö- eða þrefalda innlenda
framleiðslu á korni, bæði til að
nota í skepnufóður og til mann-
eldis.
Ýmsir bændur hafa náð góðumtökum á
kornrækt á und-
anförnum árum.
Það eru greini-
lega margir og
spennandi mögu-
leikar í þessari
nýju búgrein.
Í skýrslunni erbent á að núverandi styrkir til
kornræktar á Íslandi séu lágir
miðað við það sem gerist í ná-
grannalöndunum. Og hvatt til þess
að stjórnvöld styrki uppbyggingu
greinarinnar.
Það er fínt ef bændur eru til-búnir að auka kornrækt, að
því gefnu að þeir séu sjálfir reiðu-
búnir að taka áhættuna, sem í
rekstrinum felst, eins og flestir
aðrir sem leita nýrra við-
skiptatækifæra.
En það er algerlega fráleitt aðskattgreiðendur bæti enn við
einhverja hæstu landbúnaðarstyrki
í heimi til að hægt sé að rækta
innlent korn. Það er nóg framboð
af erlendu korni, sem framleitt er
með hagkvæmari hætti en hér á
landi.
Neytendur geta ekki sætt sig viðnýja ríkisstyrki eða nýja tolla
til að vernda innlendu framleiðsl-
una eins og gerist í tilviki annarra
búvara sem framleiddar eru á Ís-
landi.
Ef þetta er á hreinu er ekkert þvítil fyrirstöðu að frjálsir korn-
bændur sái í akra um allt land.
Frjáls kornrækt
@
sagði svo á öðrum stað síðar í ræðu sinni að fátt
væri mikilvægara um þessar mundir, sama hvaða
flokki menn tilheyrðu og í hvaða pólitísku hugsjón
menn fyndu hugmyndum sínum farveg, að rísa nú
upp úr pólitískum skotgröfum og sameinast um
þau mál sem mestu skipta: Að tryggja hér til
skamms tíma og langs öflugt atvinnulíf, blómlega
búsetu og góð lífskjör í landinu. „Svo hátt hljóta og
verða stjórnmálin að rísa,“ sagði Geir orðrétt. Það
er einmitt mergurinn málsins - svo hátt hljóta og
verða stjórnmálamenn að rísa, en því miður, það er
einfaldlega ekki öllum gefið. Vitanlega var Geir að
biðja þjóðina afsökunar, ekki bara sjálfstæðisfólk,
eins og einhverjir hafa haldið fram.
Ingibjörg Sólrún sá enga ástæðu til þess að biðj-
ast afsökunar á nokkrum einasta hlut, hvorki fyrir
sína hönd né síns flokks, því vitanlega var allt sem
úrskeiðis hafði farið Sjálfstæðisflokknum að kenna.
Hún og hennar flokkur voru einfaldlega leidd af
vondu fólki!
„Nýir og geðþekkari einstaklingar höfðu tekið við
stjórninni og við bundum vonir við þá. (Hinn ógeð-
þekki er vitaskuld Davíð Oddsson. Hví ætti nú frá-
farandi formaður Samfylkingar að láta misnotað síð-
asta tækifæri til þess að koma höggi á Davíð, þótt úr
launsátri sé?! - innskot. blm.) Við horfðum framhjá
því við stjórnarmyndunina að vandamálið er ekki
fólkið heldur flokkurinn. Hér höfum við bara við sjálf
okkur að sakast,“ sagði fráfarandi formaður Sam-
fylkingarinnar. Vá! segi ég, en spyr um leið: Er þetta
þín afsökunarbeiðni til þjóðarinnar, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir? Ekkki verður sagt um Ingibjörgu Sól-
rúnu að hún hafi notað þetta tækifæri, þegar augu
þjóðar beindust að henni og hennar málflutningi til
þess að gera hreint fyrir sínum dyrum, biðjast afsök-
unar á eigin mistökum og horfast í augu við eig-
in mistök og misgjörðir, ó nei!
Það var allt önnur Ingibjörg Sólrún sem
flutti landsfundi Samfylkingarinnar ræðu í
fyrradag en sú Ingibjörg Sólrún sem flutti
Borgarnesræðuna frægu í febrúar 2003, þeg-
ar hún mátti vart vatni halda af gremju yfir
því að Davíð, vondi kallinn, Oddsson ætlaði
að koma í veg fyrir að Baugur ryddi ís-
lensku þjóðinni alþjóðlega braut til alls-
nægta og við öll fengjum að lifa ham-
ingjusöm til æviloka, rétt eins og karl
og kerling í koti sínu, sem voru svo
heppin að eiga fögru dótturina
sem hlaut kóngssoninn eftirsótta
að launum fyrir dyggðuga
hegðun og „beautiful looks“.
Nei, ó nei! Hér var sko önnur Ingibjörg Sólrún
að tala; Ingibjörg Sólrún sem talaði um „siðrof í ís-
lensku samfélagi“. Hún hefði að undanförnu reynt
að skilja það siðrof sem varð í íslensku samfélagi
þegar ákveðinn hópur manna hætti að sækja sér
viðmið í íslenskan veruleika, tók upp lífshætti er-
lendra auðmanna og gaf goðsögninni um stéttlaust
samfélag á Íslandi langt nef.
Fyrirgefðu, Ingibjörg Sólrún: Hversu langt var
nefið sem þú gafst okkur Íslendingum með Borg-
arnesræðunni þinni? Hvers vegna er Borg-
arnesræðan þín, hin fyrsta, ekki lengur inni á
heimasíðu Samfylkingarinnar?
Kanntu ekki að skammast þín? Er engin ástæða
fyrir þig og þinn flokk að biðjast afsökunar á enda-
lausu auðmannasmjaðri, Baugsdýrkun, hjákátleg-
um tvískinnungi, að þykjast vera fulltrúar alþýðu,
en vera ekkert annað en attaníossar útrásarvík-
inga? Ég bara spyr.
Mig langar til þess að spyrja umrædda Ingi-
björgu Sólrúnu hvar var hennar sannfæring, hvar
var hennar sam-
staða með al-
þýðu Íslands,
hvar var
hennar sam-
staða með
okkur aum-
um pöp-
ulnum á
Skerinu í
norðri?
Hvar var hún
á meðan allir
vitar loguðu?
agnes@mbl.is
ÞAU SÖGÐU bæði, meðan á 20 mánaða „hjóna-
bandi“ stóð, að þau ættu frábært samstarf, á milli
þeirra ríkti trúnaður og traust; það slitnaði vart
slefan á milli þeirra, slík var hamingjan. Hér er ég
að tala um fráfarandi formenn í tveimur stærstu
stjórnmálaflokkum landsins, sem voru saman í rík-
isstjórn frá því vorið 2007 til janúarloka í ár, Geir
H. Haarde, fráfarandi formann Sjálfstæðisflokks-
ins, og Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fráfarandi
formann Samfylkingarinnar.
Bæði eru nú, a.m.k. um stundarsakir, að hverfa
af pólitískum vettvangi vegna heilsubrests. Bæði
héldu kveðjuræðu á landsfundi síns flokks, Geir á
fimmtudagskvöld og Ingibjörg Sólrún í fyrradag.
En þar lýkur samlíkingu með þessum tveimur,
að minnsta kosti hvað mig varðar,
Geir flutti ærlega ræðu;Jess! Hann axlaði
ábyrgð og sagði að sjálfstæðismönnum hefðu orðið
á mistök með því að falla frá stefnumótun um
dreifða eignaraðild þegar bankar voru einkavædd-
ir.
Orðrétt sagði Geir: „Ég ber mína ábyrgð á því að
svona var búið um
hnútana á sínum
tíma og á þeim
mistökum er rétt
að biðjast afsök-
unar. Geri ég
það hér með.“
Geir baðst
afsökunar,
viðurkenndi
mistök en
Agnes segir …
Ólíkt hafast þau að
Geir H. Haarde
Hélt alvöruræðu,
hann axlaði
ábyrgð og sagði
að sjálfstæð-
ismönnum hefðu
orðið á mistök.
Ingibjörg Sólrún
Fyrirgefðu, hversu
langt var nefið sem
þú gafst okkur Ís-
lendingum?
! "
#$%
& ' ( )*+,,# )*#-,#
!" # $ %
&'
" ' . ' /
( )
* + ,-
(+% "
-+ &*
.
,
000
!
"
# !
$
%
&'
(
%
)
*+%
%
$'
+
+
%
, -
+
+
.
%%
/ -'0-
1
#
' 2 , 3%!45
6%
/ !1
7
./2 8/
8# 92:;<
#=()<92:;<
&2>*="(<
#?
1@A1BB+
! "#
$
% &
'
#
?% #
%
!" #$
$" $
%
&
' %
9- 9
9- 9
9-
# ( $)
*
+$, (%-
(
)
*
+ & , 3- ( )
+ * *'
'
& ! ? ! "#- . +/ 0
%
& 1 ./(($!$%00
(%$& !$1 %
&%$)
*
1C1BB D1BB+0 +%
1+
AD1 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
INNLENT STAKSTEINAR
VEÐUR