Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 60
SUNNUDAGUR 29. MARS 88. DAGUR ÁRSINS 2009
Heitast 0°C | Kaldast -6 °C
Vaxandi NA og N
átt, fyrst NV til með
snjókomu fyrir
norðan en éljum
syðra. »10
SKOÐANIR»
Staksteinar: Frjáls kornrækt
Forystugreinar: Réttur þess sem
ráðist er á | Uppskerutími lögreglu
Reykjavíkurbréf: Endurreisn og
Evrópumál
Ljósvaki: Enginn vill hrækja …
Öllum er tekið opnum örmum
Séð í gegnum fegrunaraðgerðir
Lífgað upp á básinn
ATVINNA »
TÓNLIST»
Músíktilraunir: Það sem
var og verður. »52,54
Heldur hefur dregið
úr flóði framsæk-
inna hljómsveita frá
New York. Yeah
Yeah Yeahs halda
uppi merkinu. »51
TÓNLIST»
Ennþá fjör í
New York
FÓLK»
Macy lofar kynþokka
eiginkonunnar. »55
FÓLK»
Mamman gripin með úr
og hundamat. »56
Ný plata Hildar I.
Guðnadóttur hefur
fengið glimrandi
dóma erlendis.
„Undraverð tónlist,“
segir Boomkat. »53
Bilið milli
nótnanna
TÓNLIST»
reykjavíkreykjavík
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 2950 HELGARÁSKRIFT 1800 PDF Á MBL.IS 1700
VEÐUR»
» VEÐUR mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. „Þetta er rétt að byrja“
2. Meint kynferðisbrot … rannsakað
3. Tekjuháir færa sig um set
4. Stórfelld kannabisræktun stöðvuð
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
EDWIN Roald Rögnvaldsson golf-
vallahönnuður hefur lagt til að gerð-
ur verði golfvöllur í Viðey með hand-
afli og hestum. Völlurinn yrði óður
til bestu golfvalla heims sem byggðir
voru um og eftir aldamótin 1900 og
Edwin er sannfærður um að hann
myndi laða til landsins fjölda kylf-
inga. „Ef rétt er að málum staðið
gæti þetta verkefni vakið heims-
athygli,“ segir hann.
Hugmyndir um golfvöll í Viðey
eru ekki nýjar af nálinni en ekki hef-
ur í annan tíma verið lagt til að hann
yrði gerður með þessum hætti. „Það
er samdóma álit margra að þessar
„takmarkanir“, þ.e. að geta ekki not-
að stórvirkar vinnuvélar, hjálpuðu
mönnum áður fyrr að hugsa sjálf-
stætt – sníða hjá viðmiðum og
„reglum“ sem gera lítið annað en að
steypa alla golfvelli í sama mót.
Þetta er líklega ein helsta skýringin
á því að langflestir bestu golfvellir
heims eru gerðir fyrir heimskrepp-
una sem skall á 1929. Kannski er það
nostalgía en munurinn á þessum
eldri völlum og þeim sem nýrri eru
felst að stórum hluta í smáatrið-
unum, t.d. við flatir,“ segir Edwin.
Ekki endilega átján holur
Hann vill líka brjótast út úr níu
eða átján holu forminu. „Ég tel að á
21. öldinni muni þessi þróun hvort
sem er eiga sér stað. Sú rótgróna
hugsun að fullvaxta golfvöllur þurfi
að vera 18 holur, en ekki 15 eða 19
eða allt hvaðeina, hefur stundum al-
varlega takmarkandi áhrif á þau
gæði sem hugsanlega hefðu getað
náðst. Ákveðið landsvæði gæti t.d.
boðið upp á 17 heimsklassa golf-
holur, en af því að völlurinn „varð“
að vera 18 holur, þá þurfti að henda
einni þeirra út, eða jafnvel fleirum,
og gera tvær síðri í staðinn. Í Viðey
gæfi þetta okkur sveigjanleika til að
tengja sem flest tilbúin golf-
brautastæði frá náttúrunnar hendi,
sneiða hjá varpsvæðum og vinna
hugmyndina í sátt við samfélagið.“
Hugmynd Edwins er að hrófla
sem allra minnst við landinu í eynni,
t.d. mætti ganga út frá því að yrði
golfvöllurinn einhvern tíma aflagð-
ur, af einhverjum sökum, þá sæjust
svo til engin ummerki um hann.
Framkvæmdin yrði mannaflsfrek.
Gerir hann ráð fyrir á annað hundr-
að störfum í hálft ár hið minnsta.
„Hugmyndin er fyrst og síðast til-
komin til að skapa fólki atvinnu nú
þegar mikið liggur við og hér erum
við að tala um verkefni sem gæti
vakið heimsathygli fyrir það einmitt
að það yrði mannaflsfrekt. Við gæt-
um slegið margar flugur – eða holur
– í einu höggi,“ segir Edwin.
Nánar um málið á videygolf.com.
Golfvöllur með handafli í Viðey
Morgunblaðið/RAX
Atvinnusköpun „Hugmyndin er fyrst og síðast tilkomin til að skapa fólki atvinnu nú þegar mikið liggur við og hér
erum við að tala um verkefni sem gæti vakið heimsathygli,“ segir Edwin Roald Rögnvaldsson golfvallahönnuður.
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
LÖGREGLUMENN á Hvolsvelli
bera mikinn kvíðboga fyrir því að sól-
arhringsþjónusta sjúkraflutninga á
Hvolsvelli verði aflögð. Með því muni
öryggisstig innan Rangárvallasýslu
minnka mikið. Sveinn K. Rúnarsson,
yfirlögregluþjónn á Hvolsvelli, hefur
skrifað Ögmundi Jónassyni heilbrigð-
isráðherra og lýst áhyggjum lög-
reglumannanna af því að sjúkraflutn-
ingum utan dagvinnu verði þjónað frá
Selfossi.
Sveinn bendir á að nærri 100 km
eru frá Selfossi að Steinum undir
Eyjafjöllum. „Að senda sjúkrabíl frá
Selfossi austur undir Eyjafjöll, í
Landeyjar, Fljótshlíð, Landmanna-
laugar, Veiðivötn og Þórsmörk er
augljóslega afar slæmur kostur, þar
sem vegalengdir eru gríðarlegar og
oft á tíðum mikil umferð. Ég tel ekki
forsvaranlegt að bæta 50 km
forgangsakstri inn í umferðina með
tilheyrandi hættuástandi fyrir aðra
vegfarendur,“ skrifar Sveinn.
Hann bendir á að mikil náttúruvá
sé yfirvofandi innan umdæmisins, t.d.
vegna gosa í Kötlu, Eyjafjallajökli eða
Heklu. Þá sé Bakkafjara, einn stærsti
vinnustaður sýslunnar, í a.m.k. 80 km
fjarlægð frá Selfossi. Þar starfi nú
þegar 100 manns og eigi eftir að
fjölga. „Ég tel að með þessari þjón-
ustuskerðingu sé verið að veikja allar
almannavarnaáætlanir, þar sem nátt-
úruhamfarir og stórslys eru ekki stillt
inn á að gerast á dagvinnutíma, en
rétt er að benda á að náttúruhamfarir
geta og hafa snert bæði Árnes- og
Rangárvallasýslu á sama tíma.“ Hann
telur líklegt að breytingin kalli á fleiri
útköll þyrlu LHG til að sinna bráðum
veikindum og slysum.
Óttast skert öryggi verði
stórslys eða náttúruvá
Sjúkraflutningar frá Selfossi slæmur kostur, að mati lögreglu
Í HNOTSKURN
»Sjúkraflutningar í Árnes-og Rangárvallasýslu voru
sameinaðir í lok febrúar og
sjúkraflutningamönnum í
hlutastarfi sagt upp.
»Sjúkrabíll verður ekki tiltaks á Hvolsvelli utan dag-
vinnutíma en þjóna á öllu
svæðinu frá Selfossi. Þar
verða tveir sjúkrabílar.
BÚAST má við ófærð á norð-
anverðu landinu í dag, sunnudag,
vegna hvassviðris og ofankomu
samkvæmt Veðurstofunni.
Spáð er minnkandi frosti en
brunakuldi var inn til landsins í
fyrrinótt. Þannig mældist -19,8°C
við Mývatn, -20,4°C á Reykjum í
Fnjóskadal og -21,9°C í Svartárkoti
í Bárðardal.
Morgunblaðið/Ómar
Frost Veturinn gefur ekkert eftir.
Hörkufrost
víða á Fróni
Skoðanir
fólksins
’Gagnrýni á gildandi uppgjörs-reglur skaðabótalaga hefur m.a.beinst að því að reglurnar komi illa útfyrir tiltekna hópa tjónþola, einkum þásem hafa ekki tekjusögu fyrir slys, svo
sem börn og námsmenn.
HELGA JÓNSDÓTTIR
’Hjá ríki og sveitarfélögum er hinsvegar kreppa eins og annars stað-ar og áhersla lögð á sparnað og nið-urskurð. Það hljómar ef til vill eins ogöfugmæli að tala um aukin fjárframlög
til velferðarmála nú þegar ríkið er
skuldsett og reksturinn í höndum
AGS.
ÞÓRHILDUR G. EGILSDÓTTIR
’Atvinnuleysi getur verið mjögkostnaðarsamt fyrir þjóðfélagiðtil lengri tíma litið. Eitt mikilvægastaatvinnuátakið er því að verja störf ávegum hins opinbera. Velferðarmál
eru atvinnumál og atvinnumál eru vel-
ferðarmál.
HALLA GUNNARSDÓTTIR
’Frekari mótmæli gera engumgott, þau hafa ekkert jákvættfram að færa til lausnar. Það er kom-inn tími til þess að sérhags-munamenn, sem taka sig fram fyrir
sameiginlegan þjóðarhag, verði ekki
látnir ráða framvindu Lýðveldisins Ís-
lands.
ÞORSTEINN HÁKONARSON
’Fólk sem er að kaupa sína fyrstuíbúð, hefur stærstu vandamálinvegna verðtryggðra og gengistryggðralána en væntanlega væri fólk ekki aðfreistast til að taka gengistryggð lán
ef ekki væri verðtrygginguna að varast
hins vegar.
HJÁLMAR MAGNÚSSON
’Persónuleg ráðgjöf við börn þarfað vera aðgengileg og trygg efgæta á öryggis þeirra og sinna barna-vernd. Skólarnir eru þeir staðir semhenta best til að bregðast við vá eins
og þeirri sem við stöndum öll frammi
fyrir fjárhagslega – og sálarlega.
GUÐRÚN H. SEDERHOLM