Morgunblaðið - 29.03.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
F
yrir tveimur vikum var útlit fyrir að
dagskránni væri lokið í ensku úrvals-
deildinni á þessum vetri. Ríkjandi
meistarar Manchester United virt-
ust ætla að spássera óáreittir með
bikarinn í mark.
Þá tróð Rauði herinn frá Liverpool upp í Leik-
húsi draumanna. Á boðstólum var óborganlegur
gleðileikur – eða harmleikur eftir því hvernig á
það er litið. Hver óvænta uppákoman rak aðra en
enginn sá fyrir að einn besti leikmaður vetrarins,
Nemanja Vidić, myndi stökkbreytast í Igors
gamla Stepanovs. Hlægilegri varnartilburðir hafa
alltént ekki sést á þessum velli síðan Lettinn létti
mætti til leiks með Arsenal um árið.
Hinn umsækjandinn um embætti knattspyrnu-
manns ársins í Englandi, Steven Gerrard, fyrirliði
Liverpool, vann þessa lotu á rothöggi.
Þegar upp var staðið hafði Liverpool skellt
erkifjendum sínum, 4:1, og enda þótt markatalan
gæfi ekki endilega rétta mynd af gangi mála var
sigurinn ekki bara sanngjarn heldur lífsnauðsyn-
legur. Fyrir Liverpool og fyrir deildina. Í stað
þess að vera tíu stig var munurinn á liðunum að-
eins fjögur stig.
Stuðningsmenn United skulfu þó fráleitt á bein-
unum. Eftir hrinu ellefu sigurleikja var aðeins um
smávægilegt bakslag að ræða. Allt var „under
control“ og flestir bjuggust við að þeir Fergusynir
kæmu eins og grenjandi ljón út á Craven Cottage
um liðna helgi til að taka kotbændurna í Fulham
til bæna.
Ljónin urðu að kettlingum
Ekki aldeilis. Leikmenn United minntu meira á
kettlinga af Cornish Rex-kyni en ljón meðan
furðulostnir Fulham-menn léku þá sundur og
saman í fyrri hálfleik. Þeir rauðklæddu töpuðu öll-
um návígjum og hefðu ekki fundið samherja enda
þótt líf þeirra ylti á því. Spegilritari man hreinlega
ekki eftir að hafa séð liðið svona slakt – alltént
ekki á Fergusontímanum. Vissulega hresstist
Eyjólfur eftir hlé og segja má að United hafi verið
óheppið að jafna ekki leikinn en þegar Zoltán
Gera rak síðasta naglann í kistuna undir lokin og
Wayne Rooney var vikið af velli var niðurlægingin
fullkomnuð.
Sir Alex Ferguson hefur án efa verið manna
fegnastur að fá tvær vikur til að ná vopnum sínum
en keppni liggur niðri í úrvalsdeildinni um helgina
vegna landsleikja. Það er líka hugur í leikmönn-
unum ef marka má orð miðvellingsins Darrens
Fletchers á Sky-sjónvarpsstöðinni á dögunum:
„Ég er sannfærður um að við komumst aftur á
sigurbraut. Við verðum að gera það.“
Meðan United er í sárum hefur typpið verið
uppi á leikmönnum Liverpool. Þeir gengu sem
frægt er yfir Real Madríd í Meistaradeildinni –
eins og þeir væru ekki á staðnum – og kaghýddu
aumingja Aston Villa í næsta deildarleik eftir
frægðarförina á Old Trafford, 5:0. Þrettán mörk
hefur Rauði herinn gert gegn einu í síðustu þrem-
ur leikjum sínum. Svo rammt hefur kveðið að
sóknarþunganum að Pepe Reina markvörður
leggur upp hvert markið af öðru. Manni verður
hugsað til orða Sigurðar heitins Sigurðssonar,
þegar hann lýsti sóknarleik íslenska landsliðsins
um árið: „Íslenska liðið byggir upp sókn. Sigurður
Dagsson spyrnir frá marki!“
Munurinn á Manchester United og Liverpool á
toppnum er aðeins eitt stig og markamunur síð-
arnefnda liðsins orðinn betri – 33 mörk á móti 31
marki United. Ekki má þó gleyma því að meist-
ararnir eiga leik til góða, gegn Portsmouth á
heimavelli. Hann gæti reynst drjúgur.
Öfugt við Sir Alex reytir Rafa Benítez, knatt-
spyrnustjóri Liverpool, örugglega hár sitt og
skegg yfir landsleikjatörninni. Þegar lið eru í
formi vilja þau fá leikina á færibandi.
Ekki kemur á óvart að sjálfstraustið sé Liver-
pool-megin þessa dagana. Leikmenn liðsins hafa
heldur ekki sparað stóru orðin og keppst við að
láta hafa eftir sér að núna sé pressan á United.
Enginn hefur þó tekið eins stórt upp í sig og
bakvörðurinn Álvaro Arbeloa sem trúði breska
blaðinu The Telegraph fyrir því að Liverpool-liðið
væri á góðri leið með að verða frægara en sjálfir
Bítlarnir. Það þýðir að Kristur er dottinn niður í
þriðja sætið.
Á endanum munu verkin samt tala og í ljósi
reynslunnar er lítil hætta á því að lið Manchester
United fari á taugum. Kunni einhver ráð við
hiksta er það Sir Alex – sjálfur Tarzan sparkheim-
anna. Næstu leikir verða því rafmagnaðir og
fagna ber því að við fáum alvöru baráttu um Eng-
landsbikarinn. Vonandi til síðasta dags, jafnvel
síðustu mínútu líkt og fyrir réttum tuttugu árum.
Bítlarnir baula á Tarzan
Rafmögnuð spenna er skyndilega hlaupin í toppbaráttuna í ensku úrvalsdeildinni
Stórveldin og erkifjendurnir Manchester United og Liverpool berast á banaspjót
Reuters
Spenna Hinn fótafimi Fern-
ando Torres hefur boðið
Nemanja Vidić upp í dans.
Bítlarnir George, Paul, Álvaro, John og Ringo.
Of snemmt er að afskrifaChelsea, sem er fjórum stigum
á eftir Manchester United, í topp-
baráttunni, en fátt bendir til þess
að liðið hampi Englandsbikarnum
að þessu sinni. Þetta margreynda
lið hefur verið haldið einhverjum
glímuskjálfta í toppleikjunum og
eitt stig í fimm leikjum gegn Unit-
ed, Liverpool og Arsenal er einfald-
lega ekki nógu gott. Þegar hinir
bláklæddu lutu svo í gras fyrir
Tottenham – liði sem þeir vinna
alltaf – um liðna helgi gerðu
áhangendurnir sér grein fyrir því
að þetta væri líklega ekki þeirra ár.
Alltént ekki í deildinni.
Arsenal hefur ekki blandað sér íbaráttuna um titilinn í vetur en
virðist vera að braggast og er komið
í fjórða sætið. Liðið er taplaust í síð-
ustu sextán deildarleikjum en það
dugar skammt að hafa gert jafntefli
í helmingi þeirra.
Arsenal gæti þó átt eftir að hafa
áhrif á lyktir mála enda á liðið eftir
að mæta toppliðunum þremur, Man-
chester United og Liverpool úti og
Chelsea heima.
Aston Villa velgdi stórveldunumfjórum undir uggum fram eftir
öllum vetri en eftir að hafa aðeins
dregið eitt stig um borð í síðustu
fimm leikjum er liðið komið niður í
5. sæti. Það heldur þó enn í vonina
um Meistaradeildarsæti. Martin
O’Neill mætir með sína menn á Old
Trafford um næstu helgi og þarf þar
á stigi, helst stigum, að halda.
Minni spámenn
Það er ekkert einsdæmi að Man-
chester United tapi tveimur
deildarleikjum í röð – jafnvel
þremur. Það hefur gerst nokkr-
um sinnum frá því úrvalsdeildin
var sett á laggirnar árið 1992.
Það er hins vegar sjaldgæfara að
liðið tapi tveimur leikjum í röð á
þessu stigi mótsins.
Það gerðist þó um mán-
aðamótin apríl/maí 2004 þegar
liðið lá fyrir Liverpool og Black-
burn Rovers og aftur ári síðar
þegar Norwich City og Everton
skelltu því flötu. Í hvorugt skipt-
ið vann United deildina.
Til að halda allri tölfræði skil-
merkilega til haga skal þess get-
ið að United tapaði þremur leikj-
um í röð í maí 2001. En þau töp
voru akademísk þar sem liðið
var þegar orðið meistari.
Ekkert af þessum töpum olli
stuðningsmönnum United eins
miklum áhyggjum og ósigrarnir
nú og sennilega þarf að fara aft-
ur til október og nóvember 1996
til að finna eins óvænt bakslag.
Þá byrjaði liðið á því að stein-
liggja í Newcastle, 0:5. Þaðan lá
leiðin til Southampton þar sem
það var kjöldregið, 3:6, og loks
kom Chelsea í heimsókn á Old
Trafford og fór með sigur af
hólmi, 2:1. Þetta er líklega í eina
skiptið í manna minnum sem
stuðningsmenn annarra félaga
hafa komist nálægt því að vor-
kenna Rauðu djöflunum.
Undarlegastur var leikurinn í
Southampton, einkum fyrir þær
sakir að United lék í glænýjum
gráum búningum sem reyndust
vera felubúningar þegar á hólm-
inn var komið. Alltént kvörtuðu
menn undan því að sjá ekki
hverjir aðra á vellinum og Sir
Alex greip til þess örþrifaráðs í
leikhléi að láta mannskapinn
hafa fataskipti. Þá stóðu leikar
1:3.
Ýmsir málsmetandi sparkskýr-
endur gerðu því skóna af þessu
tilefni að Sir Alex væri sprung-
inn á limminu og liðið í besta
falli hræfuglafæða. Sá gamli
svaraði því með þeim hætti sem
hann kann best – að lyfta Eng-
landsbikarnum um vorið.
Endurtekur hann leikinn nú?
Óvanir ósigrum á lokasprettinum
Reuters
Sigldur Sir Alex Ferguson hefur
séð það svartara um dagana.
ILVA Korputorgi. s: 522 4500
laugardaga 10-18
sunnudaga 12-18
mánudaga - föstudaga 11-19
www.ILVA.is
einfaldlega betri kostur
NÝTT NÝTT
Summer.
Kerti í leirskál.
490,-/stk.
Mikið úrval af nýjum
húsgögnum og gjafavöru.