Morgunblaðið - 29.03.2009, Síða 14

Morgunblaðið - 29.03.2009, Síða 14
14 Lífeyrissjóðir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. MARS 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÞEGAR tekið er tillit til þeirra af- skrifta, sem mjög líklega þarf að gera á fjárfestingum lífeyrissjóð- anna er staða þeirra mun verri en þær tölur gefa til kynna sem nú liggja fyrir. Ef tekið er tillit til væntanlegra afskrifta af eignum sjóðakerfisins í skuldabréfum banka og fyrirtækja, hér heima og erlendis, má gera ráð fyrir því að neikvæð raunávöxtun í fyrra hafi verið nær 33% en ekki 21%, eins og opinberar tölur gera ráð fyrir. Ef horft er á trygg- ingafræðilegt tap lífeyrissjóðakerf- isins, en þar er tekið tillit til 3,5% ávöxtunarmarkmiðs, nemur tapið 35,1%. Eins og áður hefur verið vikið að í Morgunblaðinu má ætla að af- skrifa muni þurfa fjárfestingar ís- lenskra lífeyrissjóða í skuldabréfum banka, fjármálafyrirtækja og ann- arra stórfyrirtækja að stórum hluta. Þá hefur einnig komið fram, m.a. í máli Benedikts Jóhannessonar tryggingasérfræðings, að afar mik- ilvægt sé að lífeyrissjóðir taki slík- ar afskriftir föstum tökum. Hver borgar brúsann? Skiljanlega er ákveðin tregða hjá ákveðnum lífeyrissjóðum til að af- skrifa fjárfestingar fyrirfram. Margir vilja líklega vita betur hverjar heimtur verða á fjárfest- ingum áður en gripið er til af- skrifta. Slíkar afskriftir koma vissulega niður á bókfærðri stöðu slíkra sjóða, sem getur haft þau áhrif að þeir neyðist, lögum sam- kvæmt, til að skerða lífeyrisréttindi sjóðfélaga. Nú þegar hafa nokkrir sjóðir tekið ákvörðun um skerð- ingu, en eflaust eru einhverjir sjóð- ir, sem þyrftu að gera slíkt hið sama, en hafa ekki gert. Það kemur núverandi lífeyris- þegum vel, en lífeyrissjóðir geta ekki lengi greitt út lífeyri umfram raunverulega getu. Því lengur sem sjóðir gera slíkt þeim mun verri verður staða þeirra, sem taka munu lífeyri í framtíðinni. Þess vegna er grundvallaratriði að lífeyrissjóðir horfist í augu við staðreyndir og reyni ekki að fegra bækur sínar. Séu réttindi ekki skert – þar sem við á – er gengið á réttindi þeirra sem reiða munu sig á lífeyrissjóðina á næstu árum og áratugum. Mikilvægt er að geta þess hér að sumir lífeyrissjóðir hafa gripið til þeirra aðgerða sem hér er lýst og afskrifað stóran hluta fjárfestinga sinna í skuldabréfum banka og fyr- irtækja. Af opinberum tölum má hins vegar ráða að ekki hafi allir sjóðir gert slíkt hið sama. Í tölum sem Seðlabankinn tekur saman mánaðarlega um stöðu líf- eyrissjóðanna eru þessar fjárfest- ingar teknar saman. Þegar talað er um markmið fjárfestinga lífeyris- sjóðanna er miðað við hvar eigna- safnið ætti að standa ef markmiði um 3,5% ávöxtun umfram verð- bólgu væri náð. Hér eru einnig teknar með nettó-iðgjaldagreiðslur á síðasta ári. Afföllin óviss Miðað við markaðsverð á skulda- bréfum íslensku viðskiptabankanna má gera ráð fyrir 90-95% afföllum af þeim. Hér er miðað við 90% af- skriftarþörf. Hvað varðar fyrir- tækjabréf þá eru margir stærstu útgefendur slíkra bréfa orðnir gjaldþrota eða eiga í miklum fjár- hagslegum erfiðleikum. Má sem dæmi nefna Baug, Samson og FL Group í því sambandi. Hér er gert ráð fyrir því að afföll af þessum bréfum verði um 75%, en þau gætu orðið meiri eða minni en sem því nemur. Þá er hér gert ráð fyrir 70% af- föllum af erlendri skuldabréfaeign lífeyrissjóðanna, en öllu meiri óvissa ríkir um þá tölu. Hafa ber hins vegar í huga að eign lífeyris- sjóðanna í erlendum skuldabréfum var lítill hluti af eignasöfnum þeirra og munu minni eða meiri af- föll af þeim fjárfestingum ekki hafa mikil áhrif á niðurstöðuna. Hér ber einnig að taka fram að miðað er við stöðu lífeyrissjóða- kerfisins í ágúst 2008, þegar af- skriftarupphæðir eru reiknaðar. Miðað við tölur Seðlabankans frá Morgunblaðið/RAX Lífeyrissjóðir Verði afskriftarþörf lífeyrissjóða ekki mætt er hætta á að réttindi komandi kynslóða skerðist. Ekki áhyggjulaust NÝR OG TRAUSTUR KOSTUR Í SPARNAÐI OG FJÁRFESTINGUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.