Morgunblaðið - 03.05.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 03.05.2009, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is segðu smápestum stríð á hendur! Fæst í apótekum og heilsubúðum um land allt. Eftir Baldur Arnarson í Þrándheimi ÍBÚUM á Austurlandi gæti fjölgað um fimm til sex þúsund í kringum hugsanleg umsvif olíuiðnaðarins á Ís- landi í framtíðinni. Þetta er mat Hall- dórs Jóhannssonar skipulagsráð- gjafa. Þá horfir hann til þess að helmingur þeirra sem kæmu með ein- hverjum hætti að olíuiðnaði á landinu, starfsmenn og fjölskyldur þeirra, byggi fyrir austan; líklegast á Vopna- firði og Þórshöfn. „Það er ljóst að eins og staðan er á Íslandi í dag er þetta mjög góður tímapunktur. Það er auðveldara að fá fólk út á land en fyrir aðeins tveimur árum og því raunhæfara að fara út í svona stórverkefni.“ Hann leggur áherslu á að horft sé til margra ára- tuga í þessum efnum. 16 þúsund bein störf í Noregi „Í Noregi er gert ráð fyrir að olíu- iðnaðurinn skapi að minnsta kosti 16.000 bein störf. Það er misjafnt hvernig afleiddu störfin eru talin en þau eru að minnsta kosti jafn mörg. Sumir segja fleiri,“ segir Halldór. „Horfa verður á í sambandi við Drekasvæðið að þar rísi þjónustumið- stöð. Hún verður þá væntanlega á Vopnafirði. Þessi þjónustumiðstöð mun skapa eitthvað í kringum 100 til 200 störf.“ Halldór, sem hefur veitt Langanesbyggð og Vopnafjarðar- hreppi ráðgjöf varðandi fyrirhugaðan olíuiðnað, horfir til Gunnólfsvíkur í þessu efni. „Það er búið að sýna fram á að Gunnólfssvík í Finnafirði er líklega eitt besta, ef ekki besta, hafnarstæði á norðurhveli jarðar. Þetta er geysilega góður staður. Ölduhæðin er lítil og að- djúpt og víkin því tilvalin fyrir stór- skipahöfn. Þá opnast að sjálfsögðu miklir möguleikar fyrir vinnslu á olíu eða gasi. Í því efni er nærtækast að horfa til olíuhreinsunarstöðvar sem skapar á bilinu 700 til 1.000 bein störf. Áætluð ársverk við að byggja slíka stöð eru ekki færri en 12.000. Ef hún er byggð upp á fjórum árum þýðir það 3.000 ársverk á ári.“ Halldór nefnir að í áætlunum um Drekasvæð- ið sé talað um að vinnsla í landi geti hafist eftir 10 til 12 ár. „Það þýðir að nærtækt er að reikna með að olíu- og gashreinsunarstöð rísi á Austurlandi og skapi þar 200 störf, að því er talið er. Hvort sem olíuvinnslan verður í Gunnólfsvík eða ekki þarf þjónustu- og öryggismiðstöð í kringum þetta allt saman, það er að segja þyrlur og öryggisskip. Rætt er um að þessi þjónusta skapi í kringum 200 störf,“ segir hann. Halldór segir að miðað við þær for- sendur sem hann hafi sé væntanlega verið að tala um 1.500 bein störf. „Af- leidd störf miðað við reynslu Norð- manna eru þá um 1.500 og því alls ver- ið að tala um í kringum 3.000 störf.“ Raunhæfar hugmyndir? En eru hugmyndirnar raunhæfar? „Ég held að þær séu mjög raunhæfar, því að hvort sem finnst olía á Dreka- svæðinu eða ekki er nánast gefið að það verður olíuvinnsla á norðurslóð- um í náinni framtíð. Þar nefni ég að talið er að á austurströnd Grænlands sé að finna mestu ónýttu olíuauðlindir jarðar.“ Íbúum fjölgi með olíunni  Olíuiðnaðurinn gæti skapað þúsundir starfa á Austurlandi á næstu áratugum STJÓRNVÖLD gætu hafa bakað sér bótaskyldu vegna ónógs eða gallaðs eftirlits með fjármála- starfsemi og ónógs eða árangurslít- ils aðhalds í efnahagsstjórn. Þetta er mat Gísla Tryggvasonar, tals- manns neytenda: „Þetta er ein af mörgum röksemdum fyrir því að það verði að gera eitthvað.“ Ítrekað hafi verið gefnar upplýsingar um að fjármálakerfið væri stöðugt – sem reyndist rangt og jók að öllum líkindum gengishrun og þar með skuldavanda neytenda. Gísli lagði fram tillögur fyrir helgi um máls- meðferð til almennrar lausnar á miklum íbúðaskuldavanda neyt- enda. Þær eru nú á borði ráðherra. gag@mbl.is Stjórnvöld gætu verið bótaskyld EKKI virðast all- ir hafa samúð með málstað For- eldrasamtaka gegn áfeng- isauglýsingum. Heimasíða samtakanna hefur orðið fyrir árásum undanfarið og töluvert af gögnum verið eyðilagt varanlega að því er segir á síðunni. Samtökin, sem leitað hafa til lög- reglu vegna málsins, segja ljóst að einhverjum sé afar illa við framtak þeirra til að berjast gegn áfeng- isauglýsingum, fyrst viðkomandi er reiðubúinn að leggja verulega mik- ið á sig til að eyðileggja heimasíð- una. „Þetta er í raun staðfesting á mikilvægi starfsemi okkar og því hvetjum við foreldra og for- ráðamenn barna og unglinga til þess að standa vörð um réttindi æskunnar,“ segir á síðunni. Árás gerð á síðu foreldrasamtaka MAÐURINN sem féll af húsþaki á Skólavörðustíg er nú á batavegi, en honum var haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í gær. Maðurinn heitir Duncan McKnight og er söngvari hljóm- sveitarinnar The Virgin Tongues sem til stóð að spilaði á tónleikum í kvöld með Singapore Sling. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins er McKnight ekki höfuðkúpubrot- inn eins og áður var talið. Hann mun vera á batavegi. Söngvari sem féll af þaki braggast ÍBÚAR Seyðisfjarðar hafa tekið höndum saman í óvenjulegri undir- skriftasöfnun því þeir beita sér nú fyrir því að einum bæjarbúanum verði ekki vísað úr landi. Japsý Jacob flutti til Seyðisfjarðar frá Indlandi í marsmánuði árið 2007 og hefur síðan unnið hug og hjarta bæjarbúa. En nýlega barst henni bréf þess efnis að hún yrði að yf- irgefa landið þar sem hún hefði hér ekki dvalarleyfi. Seyðfirðingar hafa hinsvegar tek- ið mál Japsýar upp á sína arma, nú þegar hafa yfir 300 undirskriftir safnast henni til stuðnings sem nem- ur rúmlega helmingi fullorðinna bæjarbúa, auk þess sem stofnuð hef- ur verið Facebook-síða þar sem vak- in er athygli á máli hennar. „Ekkert okkar hefur þurft að líða vegna veru hennar hér,“ segir á síð- unni. „Þvert á móti hefur glaðlyndi hennar og vinsemd fært okkur mikla gleði og ánægju. Hún er nágranni okkar og vinkona. Hún er ein af okk- ur. Japsý vill búa hér.“ Mannréttindi nágranna og vina Síðan Japsý flutti til Seyðisfjarðar hefur hún sett svip sinn á bæinn, meðal annars með því að bjóða upp á ayurivediskt nudd sem bæjarbúar hafa notið góðs af. „Þetta er rosalega góð kona, hún hefur búið hérna í tvö ár og er bara orðin ein af okkur. Hún er alveg frá- bær og það væri rosalega leiðinlegt að sjá hana fara,“ segir Sonja Ólafs- dóttir, íbúi bæjarins. Brosmildi Japsýar hafi heillað alla bæjarbúa og hún hafi smollið inn í samfélagið á Seyðisfirði. Á Facebook-síðunni sem fjallar um mál Japsýar er tekið fram að málið varði ekki eingöngu mann- réttindi Japsýar „heldur og einnig mannréttindi okkar sem erum ná- grannar hennar og vinir“. Fyrstu undirskriftirnar hafa nú verið sendar Útlendingastofnun auk greinargerðar og vonast Seyðfirð- ingar eftir jákvæðum viðbrögðum stofnunarinnar sem tekið hefur við málinu. una@mbl.is Seyðfirðingar vilja Japsý Senda Útlendingastofnun undirskriftir Seyðisfjörður Mikil samstaða er í bænum um stuðning við Japsý. Í HNOTSKURN »Japsý er 26 ára gömul oger fædd og uppalin á Ind- landi en hefur búið á Seyð- isfirði frá árinu 2007. »306 undirskriftir höfðu ígær safnast á Seyðisfirði því til stuðnings að Japsý fái að búa áfram á Íslandi. 12.720 Um 12.720 ferkílómetra svæðisins gildir milliríkja- samningur við Noreg um nýtingu. 25% Noregur á rétt á 25% þátttöku í olíustarfsemi innan íslenska hlutans og Ísland sama hlutfall innan norskrar lögsögu. Eftir Halldóru Þórsdóttur halldorath@mbl.is ÞAÐ voru nú krakkarnir, barnabörnin, sem settu mig inn á Facebook,“ segir Guðbjörg Þorsteinsdóttir, sem eftir því sem Morgunblaðið best veit er með elstu Ís- lendingum á Facebook. Guðbjörg er fædd 1919 í Hörgshlíð við Ísafjarðardjúp en hefur búið á Ísa- firði í rúm sextíu ár. „Ég vissi ekki að þetta Facebook væri til fyrr en í febrúar. Þá var búið að setja mig þar inn og dóttursonur minn spurði hvort ég væri á Facebo- ok og sýndi mér síðuna. Dótturdóttir mín í Dan- mörku setti svo inn myndina af mér.“ Guðbjörg kveðst hafa nokkuð gaman af Facebook og svo er ágætt að nýta tæknina til að halda sam- bandi við fjölskylduna, ekki síst þau sem eru erlendis, en Guð- björg á þrjú barnabörn í Danmörku og eitt sem er búsett í Nor- egi. Líkt og margir notar Guðbjörg síðuna helst fyrir létt spjall, svo sem til að óska gleðilegs sumars og senda maíkveðju. Þó gengur misvel að halda sambandi við fólk, líka á Facebook. Þá er ekki verra að geta skoðað myndirnar. „Svo nota ég líka tölvuna til að lesa hitt og þetta, ég skoða gjarnan Morgunblaðið og það sem fólk bloggar. Svo sé ég BB, fréttavefinn hér á Ísafirði, í gegnum tölvuna.“ Guðbjörg er ekkert endilega viss um að hún sé tæknivæddari en aðrar konur á hennar aldri, netið og Facebook sé bara partur af samtímanum. Þó eru margir yngri en hún sem eru ekki jafn- tæknivæddir, hvað þá með Facebook-síðu. „Kannski erum við svona fréttafús úti á landi, til að vera í sambandi við umheiminn. Ég væri miklu meira út úr öllu ef ég byggi í Reykja- vík. Þegar maður býr úti á landi ferðast mað- ur suður annað slagið,“ segir Guðbjörg að lokum.  Létt spjall og til að halda sambandi við fjölskylduna Níræð amma fylgist með á Facebook ÖKUMAÐUR í Reykjavík var hand- tekinn aðfaranótt laugardags grun- aður um sprúttsölu. Að sögn lög- reglunnar var hald lagt á fimm vodkafleyga, gin- og tequila-flöskur sem fundust í bílnum, auk sex kassa af áfengum bjór og um 100 þús. kr. í reiðufé sem er ætlaður söluágóði áfengis. Við yfirheyrslu viðurkenndi maðurinn að hafa selt áfengi og ætl- að að selja birgðirnar. Við húsleit heima hjá manninum var hald lagt á átta vodkafleyga og þrjá kassa af bjór til viðbótar. Að yf- irheyrslu lokinni var honum sleppt en hann má búast við kæru. Tekinn fyrir ólög- lega áfengissölu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.