Morgunblaðið - 03.05.2009, Síða 13
13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009
svo að sópa poppkornið og allt draslið
í bíóinu eftir sýningar og fengum að
launum frítt í bíó, sáum allar mynd-
irnar, líka það sem var bann-
að.Bandarískar hryllingsmyndir og
franskar djarfar eins og Nakta konu í
hvítum bíl og allar myndirnar með
Brigitte Bardot með dönskum skýr-
ingartextum. og þannig lærði maður
dönsku.
Á Menntaskólaárunum stofnuðum
við Kvikmyndaklúbb Menntaskólans
þar sem maður kynntist klassíkinni
eins og hún lagði sig og svo var frá-
bær kvikmyndaklúbbur í Tjarnarbíói
sem hét Filmía. Seinna skrifaði ég
umkvikmyndir fyrir Þjóðviljann í tíu
ár, sat kannski aleinn prufusýningar í
þúsund manna sal og gat svo fjallað
ítarlega um myndirnar á heilsíðu í
sunnudagsblaðinu. Þetta voru t.d.
flestar þær frábæru myndir sem Há-
skólabíó sýndi í mörg ár sem Mánu-
dagsmyndirnar.“
Leikhúsið
Fyrsta leiksýning Þórhalls var
Maður og kona í fyrsta landsprófs-
bekk í Hagaskóla. „Þá var ég látinn
leika Hjálmar tudda, sem var síét-
andi og hafði alltaf verið leikinn af
mjög sverum mönnum. Það þótti
sniðugt að ég skyldi leika hann, svona
lítill og aumingjalegur.
Í MR var ég eftir hádegi í skól-
anum í þriðja og fjórða bekk, líka á
laugardögum, eins og þá var tíska, og
fór því ekki í Herranótt fyrr en í 5. og
6. bekk. Þá kom Benedikt Árnason,
sem var aðalleikstjóri Þjóðleikhúss-
ins, og setti fyrra árið upp Grímudans
eftir Holbert í Iðnó og seinna árið
Oscar Wilde í fyrsta skipti á Íslandi,
„Importance of Being Earnest“. Þá
var ég formaður Herranætur og við
sýndum í Þjóðleikhúsinu, en það
hafði ekki verið gert áður. Að sýning-
unni vann einvalalið, meðal annars
Pétur Gunnarsson Pétur Lúðvíksson,
Katrín Fjeldsted, Jón Örn Mar-
inósson og Siggi Páls, sem var sviðs-
maður. Þorsteinn Jónsson var í ár-
gangnum og tók litla kvikmynd
baksviðs á átta millimetra filmu og
þar má m.a. sjá Sigga Páls og Pétur
Gunnars vinna að tjaldabaki.“
Fljótlega eftir menntaskóla fór
Þórhallur í leiklistarskóla Þjóðleik-
hússins, en þar var nemendunum
dembt beint inn í starfið í leikhúsinu
og þeir voru þar frá 9 á morgnana til
23 á kvöldin. „Þar höfðum við nokkra
frábæra kennara eins og Gunnar
Eyjólfsson sem ég hef svo unnið mjög
mikið með í 30 ár og svo mætti nefna
Stefán Íslandi o.fl. o.fl. Seinna var
skorið á þessi tengsl þegar Leiklist-
arskólinn var stofnaður, að nemar
mættu koma inn í leikhúsið, en það er
aftur að breytast núna. Þetta var
ótrúlegur skóli, okkur buðust lítil
hlutverk og ég var strax kominn í
stórt hlutverk grislingsins í barna-
sýningunni Bangsímon á stóra svið-
inu undir leikstjórn Baldvins Hall-
dórssonar. Síðan var ég í stóru
hlutverki í Fiðlaranum á þakinu. Þá
var ég enn á öðru ári í skólanum og
fjörutíu ár voru liðin í mars síðan það
var.
Vorið 1970 þegar ég útskrifaðist,
fékk ég svo stærsta hlutverk sem ég
hef nokkurn tíma leikið í verkinu
Malcolm litla og baráttu hans gegn
geldingunum undir leikstjórn Bene-
dikts Árnasonar. Ég varð seinna að-
stoðarleikstjóri hjá honum í Þjóðleik-
húsinu og líka hjá Brynju Benedikts-
dóttur. Ég fékk að leikstýra minni
fyrstu sýningu tveimur þremur árum
eftir útskrift og smám saman mjakaði
ég mér alfarið yfir í leikstjórnina.“
Pólitíkin
Þórhallur er alinn upp við líflegar
umræður um pólitík, en faðir hans
Sigurður Guðmundsson var ritstjóri
Þjóðviljans í 30 ár. „Auðvitað kynnt-
ist ég öllum þessum köllum sem
tengdust Þjóðviljanum. Við áttum
heima í litlu húsi á Fálkagötunni,
þangað komu þeir í kaffi og svo sat
maður eins og fluga á vegg og hlust-
aði á skáldin eða pólitíkusana, skáldin
voru líka pólitísk.
Ég er því með þetta í genunum og
byrjaði að bera út Þjóðviljann sex
ára. Þá voru þetta 80 blöð á stóru
svæði, enda ekki áskrifandi í hverju
húsi að Þjóðviljanum. Ég vaknaði sex
á morgnana, átti að mæta í skólann
klukkan átta, og hljóp í myrkrinu
með blaðið í Stúdentagarðinn,
Skerjafjörð og vestur í Melabragga
og allt þar á milli. Svo seldi maður
merki 1. maí. Það var mikil búbót
þegar ég hafði safnað mér fyrir hjóli,
því þá gat ég hjólað með blaðið, en
þannig snerist lífið um að safna og
vinna, eins og hjá öllum öðrum.
Við vorum auðvitað stimpluð
kommafjölskyldan. Ég fór jafnan
framhjá Grimsby á leið í skólann,
stóru timburhúsi sem breytt hafði
verið í íbúðir á vegum félagsmála-
yfirvalda borgarinnar. Þar bjó fátækt
fólk og ég hafði haldið að pabbi væri
að berjast fyrir þetta fólk, en svo fékk
maður snjóboltann í sig þegar maður
hjólaði framhjá, og hrópað var: „Hel-
vítis fíflið þitt!“ Þá var húsnæðis-
skortur í borginni og fólkið sem kaus
alltaf Sjálfstæðisflokkinn var í hús-
næði á hans vegum, því Sjálfstæð-
isflokkurinn réð borginni og úthlutaði
því húsnæðinu. Þetta fólk hélt Sjálf-
stæðisflokknum við völd í Reykjavík,
ásamt því að hinir flokkarnir voru
sundurlyndir. Það er nefnilega stað-
reynd að Sjálfstæðisflokkurinn náði
aldrei 50% fylgi í Reykjavík, en var
samt með meirihluta, því hinir flokk-
arnir voru sundraðir. Þetta fannst
mér skondið, að þeir grýttu okkur
alltaf þessir gæjar í Grimsby.
En það var auðvitað afar fjölskrúð-
ugt mannlíf þarna á Holtinu og þarna
gengu ljósum logum allar persón-
urnar sem Einar Kárason lýsir
skemmtilega í Djöflaeyjunni . Hall-
dór fisksali, stofnandi Knattspyrnu-
félagsins Þróttar, kom akandi á pall-
bílnum Fálkagötuna og æpti í
gjallarhorn: „Fiskur! Fiskur!“ Þá
komu konurnar út úr húsunum. Svo
opnaði hann búð seinna í litlu bakhúsi
innar í götunni. Það var nóg pláss fyr-
ir okkur krakkana þarna, tún og auð
svæði alveg niður að Ægisíðu. Allir
Hagarnir voru óbyggðir og verið að
byggja Melana. Það varbrjálæðislegt
að leika sér á byggingarsvæðunum,
skylmast og ærslast, og svo var fót-
boltavöllurinn þar sem nýjustu pró-
fessorabústaðirnir standa núna.“
– Maður sér ekki marga sex ára
krakka stunda blaðburð núorðið?
„Þetta var bara þannig þá. Ég fékk
alla þessa baráttu í blóðið og það kom
aldrei annað til greina en að það mót-
aði mann. Ég hef verið virkur í sam-
tökum leikara og leikstjóra, starfs-
mannafélagi leikhússins og
fjölmörgum stjórnum. Þegar maður
skoðar allt sem því fylgir, þá er ótrú-
legt hvað maður hefur setið marga
fundi og skrifað margar ræður –
hvernig í ósköpunum nennti maður
þessu? Svo róast þetta smám saman,
en þetta er í genunum, það breytist
ekki. Maður skiptir ekkert um flokk
eða hugmyndafræði!“
– Af hverjum hefurðu lært mest í
leikhúsinu?
„Ég held að það hafi verið á þess-
um fyrstu árum. Benedikt Árnason
er minn lærimeistari, hann var leik-
stjórinn minn í menntaskóla og síðan
vann ég heilmikið með honum fyrstu
árin í Þjóðleikhúsinu. Hann var frá-
bær leikstjóri, frjór og skapandi, og
er sá maður sem sett hefur upp flest-
ar sýningar allra í Þjóðleikhúsinu.
Hann setti þar upp 50 sýningar og ég
held að met hans verði seint slegið.
Hans síðasta sýning var Söngvaseið-
ur í Þjóðleikhúsinu – ég vona að ég
eigi nokkrar eftir enn.“
í afmælið
Ljósmynd/Grímur Bjarnason
Framtíðin Þórhallur innan um krakkana í Söngvaseið, sem flestir eru að þreyta frumraun sína á leiksviði.
Í nunnuklaustri Valgerður Guðnadóttir geislar í hlutverki Maríu.