Morgunblaðið - 03.05.2009, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009
6. maí 1979: „Geir Hallgrímsson
benti einnig á hlut sjálfstæðis-
manna í framgangi helztu hags-
munamála launþega síðustu ár. Í
stjórnartíð sjálfstæðismanna var
gert mesta átak, sem um getur í
húsnæðismálum láglaunafólks. Að
frumkvæði sjálfstæðismanna hef-
ur mikið áunnizt í verðtryggingu
lífeyris almennra launþega, en í
þeim efnum hefur ríkt óþolandi
mismunun milli opinberra starfs-
manna og annarra launþega. Geir
Hallgrímsson benti einnig á, að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur öðr-
um flokkum fremur sýnt í verki
vilja sinn til að bæta kjör lág-
launafólks eins og gleggst kom
fram á tímabili síðustu rík-
isstjórnar.“
. . . . . . . . . .
7. maí 1989: „Í ræðu sem Ragn-
hildur Helgadóttir, alþingismaður
og formaður sendinefndar Íslands
hjá Evrópuráðinu, flutti í um-
ræðum á Alþingi um skýrslu ut-
anríkisráðherra benti hún meðal
annars á það að innan Evrópu-
bandalagsins gæti vaxandi til-
hneigingar til að fara inn á ýmis
svið, sem eru ekki efnahags-
samstarf í venjulegum skilningi.
Sagði hún að vegna þess hefðu
fulltrúar voldugra þjóða í Evr-
ópubandalaginu undirstrikað þörf
þjóðanna til að halda einkennum
sínum og sjálfstæði í því sam-
bandi. Taldi Ragnhildur að þessi
þörf væri algerlega virt í stofn-
skrá og starfi Evrópuráðsins og
það væri einmitt atriði sem gerði
að verkum að ríkin gætu sótt
styrk við eigið sjálfstæði með því
að taka með virkum hætti þátt í
slíku starfi. Í framhaldi af þessu
sagði Ragnhildur að ýmsir þættir
Íslands í starfi innan Evr-
ópuráðsins hafi verið alltof dauf-
legir og þeim ekki nægilega vel
sinnt.
Evrópuráðið kemur ekki í stað
Evrópubandalagsins og enginn
vafi er á því, að Evrópu-
bandalagið á eftir að færa út kví-
arnar á næstu árum, bæði ná til
fleiri þjóða en nú og láta sig fleiri
mál skipta.“
Úr gömlum l e iðurum
Endurheimtvirks hluta-bréfamark-
aðar er þáttur í
endurreisn íslenzks
efnahagslífs. Slíkur
markaður er nauðsynlegur af
mörgum ástæðum.
Hann auðveldar góðum fyr-
irtækjum að sækja sér fé til
vaxtar. Hann styrkir sparnað al-
mennings. Hann tengir saman
hagsmuni atvinnurekenda og
launþega; almenningur er ekki
aðeins í vinnu hjá fyrirtækj-
unum heldur líka í hópi eigenda
þeirra. Virkur hlutabréfamark-
aður stuðlar að dreifingu eign-
arhalds og þar með áhrifa og
valda í atvinnulífinu. Og síðast
en ekki sízt er hann mótvægi við
ríkisvæðingu atvinnulífsins.
Eyjólfur Konráð Jónsson heit-
inn benti á að ef fjármálavaldið
færðist á hendur þeirra, sem
fyrir hefðu pólitíska valdið, væri
fyrst veruleg hætta á misnotkun
valdsins.
Hér var orðinn til líflegur
hlutabréfamarkaður. Verð
flestra fyrirtækja á honum var
hins vegar áreiðanlega ofmetið
þegar flugið var hæst. Jafn-
framt dró úr áhrifum almenn-
ings á þessum markaði. Yfir
50.000 fjölskyldur áttu hlutabréf
eftir einkavæðingu ríkisbank-
anna og fleiri fyrirtækja, þar
sem hluti bréfanna var seldur í
almennu útboði. Hins vegar
safnaðist sífellt stærri hluti
hlutabréfaeignar á fáar hendur.
Því fylgdi líka afskráning
margra fyrirtækja og þar með
fækkaði fjárfestingartækifær-
um almennings.
Nú er úrvalsvísitalan, sem
fyrir fáeinum misserum var vin-
sælt umræðuefni í ferming-
arveizlum, nánast á öskuhaug-
unum eins og Halldór
Baldursson skopteiknari bregð-
ur upp mynd af í
Morgunblaðinu í
gær. Kauphöllin er
aðeins svipur hjá
sjón.
Í Morgunblaðinu
í gær er líka athyglisverð grein
eftir Úlf Níelsson hagfræðing,
sem veltir fyrir sér framtíð
Kauphallarinnar. Úlf telur að
litlar líkur séu á því að fjármála-
fyrirtæki snúi aftur í Kauphöll-
ina. Það er þó ekki hægt að úti-
loka og væri raunar æskilegast
að þannig yrði staðið að einka-
væðingu nýju ríkisbankanna að
almenningur fengi að eignast í
þeim hlut. En það verður ekki
strax.
Úlf telur hins vegar að Kaup-
höllin eigi að reyna að laða að
sér tvo hópa fyrirtækja. Annars
vegar lítil og meðalstór fyr-
irtæki, hins vegar sjávarútvegs-
fyrirtæki. Til þess að bjóða fyrr-
nefnda hópinn velkominn telur
Úlf að Kauphöllin þurfi að ger-
breyta regluverki sínu og við-
skiptakerfi. Þá telur hann kom-
inn tíma til að gera alvöru úr
hugmyndum um sérhæfingu í
þágu sjávarútvegsfyrirtækja –
sem nú njóta á ný viðurkenn-
ingar sem burðarás í atvinnulíf-
inu – og reyna fyrst að laða að
íslenzk fyrirtæki og síðan erlend
sjávarútvegsfyrirtæki, sem nytu
góðs af sérþekkingu Íslendinga
á greininni.
Úlf Níelsson bendir sömuleið-
is á það, sem liggur nokkurn
veginn í augum uppi; til þess að
hægt sé að byggja upp hluta-
bréfamarkað á ný verður að
skipta um gjaldmiðil. Íslenzka
krónan nýtur ekki trausts al-
þjóðlegra fjárfesta og þar með
ekki íslenzkur atvinnurekstur
heldur. Því fyrr, sem menn átta
sig á þessu, þeim mun betur
mun ganga að koma hér á aftur
virkum hlutabréfamarkaði.
Nýr gjaldmiðill
myndi auðvelda
verkefnið}
Endurreisn
hlutabréfamarkaðar
H
vað sér Samfylkingin þegar
hún horfir yfir samninga-
borðið í stjórnarmynd-
unarviðræðum við Vinstri
græna? Sér hún það sem aðrir
sjá? Sér hún að hún er í viðræðum við flokk
sem er mesti afturhaldsflokkur sem nú á
sæti á þingi?
Nei, sjálfsagt sér Samfylkingin ekki þetta.
Það hentar henni ekki núna að horfast í
augu við raunveruleikann. En sá tími mun
koma að Samfylkingin verður að horfast í
augu við þá staðreynd að hún fór í bandalag
við flokk sem hún á enga samleið með.
Fæstir virðast hafa mikla trú á því að
samstarf Samfylkingar og Vinstri grænna
verði lífseigt. Ekkert bendir til að Vinstri
grænir séu stjórntækari nú en þeir voru í upphafi þeg-
ar þeir mynduðu sinn litla þjóðlega afturhaldsflokk.
Samfylkingin á bara ekki um annað stjórnarmynstur
að velja nú um stundir. Sjálfstæðisflokkurinn er hrun-
inn og þarf að fara í stórfellt innra uppgjör og end-
urbyggingu. Þjóðarinnar vegna er rétt að óska þess að
frjálslyndari armur Sjálfstæðisflokksins nái að snúa af
sér litlu harðlínuklíkuna sem lagði sitt af mörkum til að
leggja flokkinn nánast í rúst, meðal annars með því að
berjast gegn lýðræðislegum umræðum um Evrópusam-
bandið.
Samfylkingin ætti einnig að horfa vonaraugum til
Framsóknarflokksins. Formaður þess flokks er mætur
maður sem á skilið að leiða flokk sinn á sig-
urbraut. Það hlýtur að vera eftirsóknarvert
fyrir jafnaðarmenn að eiga samstarf við
frjáslyndan miðjuflokk þar sem skynsemi er
í forgrunni. Vonandi verður Framsókn-
arflokkurinn þannig flokkur.
Svo eitthvað jákvætt sé sagt um Vinstri
græna verður að telja þeim flokki til tekna
að þar hugsa menn alltaf upphátt. Maður
veit því alltaf hvað þeir meina. Þegar ráð-
herra flokksins segist korteri fyrir kosn-
ingar vera á móti olíuleit þá getur enginn
efast um að einmitt það er skoðun ráð-
herrans. Reyndar reynist mörgum erfitt að
átta sig á því hvernig hægt sé að vera á
móti olíuleit en Vinstri grænir eru á móti
svo mörgu sem öðrum þykir sjálfsagt að
þarna er bara enn eitt skringilega dæmið.
Þegar út úr frambjóðendum Vinstri grænna skopp-
uðu setningar um skattahækkanir, launalækkanir og
eignaskatta þá var heldur ekki hægt að efast um að
þeim var hjartans alvara. Og allir vita að flokksfor-
ystan hefur sömu andúð á ESB og litla harðlínuklíkan í
Sjálfstæðisflokknum. Auðvitað ættu þessi litlu öfl að
fallast í faðma og einangrast saman.
Samfylkingin er nú stærsti flokkur landsins og hefur
ýmis tækifæri til að koma góðum hlutum í verk. Því
miður er hætta á að stöðnun blasi við meðan Vinstri
grænir eru hafðir með í farteskinu. En svo hlýtur að
koma betri tíð – án Vinstri grænna. kolbrun@mbl.is
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Pistill
Hvað sér Samfylkingin?
Opið skemur og 10-
12 milljónir sparast
FRÉTTASKÝRING
Eftir Skapta Hallgrímsson
skapti@mbl.is
L
eikskólar á Akureyri
hafa verið opnir frá kl.
7.45 til 17.15 alla virka
daga en sá tími verður
styttur í annan endann
og skólunum lokað kl. 16.15, fyrst og
fremst í hagræðingarskyni; með
þessum hætti verður dregið úr launa-
kostnaði.
Samkvæmt upplýsingum frá bæn-
um hafa 6-7% barna sem eru á leik-
skólunum dvalið þar síðasta klukku-
tímann sem þeir hafa verið opnir.
Frá efnahagshruninu í haust hefur
farið fram ítarleg skoðun á rekstri
Akureyrarbæjar eins og margra ann-
arra sveitarfélaga. „Það er nauðsyn-
legt að draga úr kostnaði. Við erum
komin alveg inn að beini,“ sagði Sig-
rún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri í
Morgunblaðinu í byrjun apríl.
Breytingar nauðsynlegar
Nokkrum dögum síðar sagði Sigrún
Björk, í aðsendri grein í blaðinu: „Við
horfum einfaldlega fram á það sem
þjóð að opinber þjónusta var byggð
upp á góðæristímum en þarf í dag að
mæta öðrum tímum og gerbreyttri
fjárhagsstöðu. Við verðum að horfast í
augu við að það þarf að stokka spilin
upp á nýtt og endurhugsa alla þjón-
ustu frá grunni, hvers við getum verið
án og hverju við getum mögulega
breytt – án mikils sársauka.“
Bæjarstjórinn á Akureyri hefur
kallað eftir þjóðarsátt hvað þetta
varðar. Nauðsynlegt sé að stíga þessi
skref.
Fáeinum dögum eftir að Sigrún
Björk lýsti þessu yfir var ákveðið að
stytta skólatíma leikskólabarna og
foreldrum tilkynnt breytingin bréf-
lega.
Ekki er vitað til þess að formlega
hafi verið ákveðið að stytta leik-
skóladaginn í öðrum af stóru sveit-
arfélögum landsins en það mun hafa
verið rætt.
Viðbrögð foreldra á Akureyri hafa
verið þónokkur, eins og búast mátti
við, og töluverður fjöldi hefur lýst
óánægju með breytingarnar. Þeir eru
fyrst og fremst ósáttir sem hafa nýtt
sér leikskólann til kl. 17.15 vegna eig-
in atvinnu en sjá nú fram á að þurfa
að hætta fyrr á daginn og verða þar
með af einhverjum tekjum.
Í framhaldi af viðbrögðum foreldra
ræddi skólanefnd, á fundi 20. apríl,
hugmyndir að útfærslu á breyttum
tíma sem leikskólarnir eru opnir; að
skoðað verði hvort hægt verði að
bjóða upp á þann möguleika að for-
eldrar geti greitt aukalega fyrir tíma
frá 7.30-7.45 og 16.15-16.30 ef sex eða
fleiri foreldrar óska eftir því í hverj-
um leikskóla fyrir sig. Nefndin frest-
aði þá afgreiðslu málsins.
Fyrir skömmu var búið að innrita
230 börn, sem fædd eru árið 2007 og
fyrr, í leikskóla bæjarins næsta vetur.
Reiknað er með að þau verði eitthvað
fleiri. Ef gert er ráð fyrir því að for-
eldrar 6-7% barnanna hafi hugsað sér
að þau yrðu í skólanum til 17.15 er
þar um að ræða um það bil 15 börn.
Óljóst er hvort breytingin verður
til frambúðar en það þykir allt eins
líklegt. Bent hefur verið á að nú þeg-
ar sé sumum leikskólanna lokað kl.
16.15 vegna þess hve plássin síðasta
klukkutímann eftir það hafa verið illa
nýtt.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Æðislegt Börn á leikskólanum Síðuseli skemmtu sér konunglega þegar
brúðugerðarmeistarinn Bernd Ogrovnik kom í heimsókn á sínum tíma.
MEÐ því að hafa leikskóla opna
klukkustund skemur á degi hverj-
um hyggst Akureyrarbær spara
10-12 milljónir króna í rekstri á
ári. Breytingin hefur verið ákveð-
in og tekur gildi frá 1. ágúst.
Akureyrarbær rekur 11 leikskóla í
bænum og einn í Hrísey. Auk þess
styrkir bærinn tvo einkarekna leik-
skóla, Hólmasól sem er rekinn af
Hjallastefnunni ehf. og Hlíðaból
sem Hvítasunnukirkjan á Akureyri
rekur. Í október 2007 dvöldu 1.047
börn í leikskólunum á Akureyri.
Mánaðargjald fyrir barn sem er
fjórar klukkustundir á leikskóla á
dag er 8.536 en 9.945 með morg-
unverði eða síðdegishressingu.
Fjölskylduafsláttur er veittur af
grunngjaldi; yngsta barn greiðir
fullt gjald, annað barn fær 30% af-
slátt, það þriðja 60% og ekki er
greitt fyrir fjórða barn.
Fyrir barn sem er níu og hálfa
klukkustund á leikskóla daglega er
mánaðargjaldið 20.273 krónur en
25.913 með fullu fæði. Gjald fyrir
börn einstæðra foreldra eða náms-
manna, þar sem báðir foreldrar eru
í námi, er lægra.
GAMAN Í
SKÓLANUM
››
Óskar Magnússon.
Ólafur Þ. Stephensen.
Útgefandi:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal.
Útlitsritstjóri:
Árni Jörgensen.
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/