Morgunblaðið - 03.05.2009, Page 34

Morgunblaðið - 03.05.2009, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009 ÝMSIR frambjóð- endur fullyrða að í prófkjörum fyrir kosn- ingar tíðkist oft að kos- ið sé á landfræðilegum grunni. Í rauninni er eðlilegt að fólk hyllist til þess að velja þá frambjóðendur sem það þekkir og treystir best til að vinna fyrir heimabyggð sína eins og kjördæmið allt. En það geta verið fleiri ástæður til þess að kjósendur hvers lista stjórnmálaflokkanna skipi sér í hópa. Sumir taka sig sam- an um að veita konum brautargengi, meðan aðrir hyllast til að kjósa karla. Evrópusambandið klýfur heila flokka, og stundum er svoköll- uð grasrót flokksins að verulegu leyti á öðru máli en forystan, eins og alkunnugt er. Við þetta væri ekkert að athuga, ef tilhögun prófkjörs eða kosninga tryggði að þessir hópar fengju kosna fulltrúa í sem sanngjörnustu hlutfalli við stærð hópanna sem standa að hverjum lista. Það væri lýðræði og jafnræði sem ætla má að frambjóð- endur listanna vilji hafa í heiðri. En þessu jafnræði er því miður ekki að heilsa, hvorki í prófkjörum né al- þingiskosningum. Prófkjör eins og þau hafa tíðkast geta í verstu tilfellum orðið til þess að stærsti skoðanahópurinn ráði öll- um kosnum fulltrúum listans. Kosn- ingalögin eins og þau eru nú eru með líku marki brennd þó að þau séu ill- skárri. Þetta má sýna með dæmi þar sem kjósendur í tilteknu kjördæmi skiptast í skipulagða hópa, dálítið misstóra. Hver hópur kæmi sér sam- an um að allir tölusetji frambjóð- endur í tiltekinni röð. Ekki er við því að búast að kjósendur séu svona þaulskipulagðir í reyndinni, en þessi tilraun með hreinræktaða skiptingu hefur þann tilgang að leiða sem skýrast í ljós þá galla sem á kerfinu kunna að vera. Tilraunin felst í því að athuga hvernig fulltrúar á til- teknum lista mundu skiptast milli fjögurra skipulagðra og mis- stórra hópa. Í þeim stærsta væru 1300 kjósendur, 1000 í öðr- um, 850 í þeim þriðja og 700 í þeim fjórða. Reiknað er í þessu dæmi með að listinn fengi 4 fulltrúa sem ættu að skiptast á hóp- ana með sem réttlát- ustum hætti. Samkvæmt talningaraðferðum eins og í prófkjörum síðustu áratuga fengi stærsti hópurinn alla fjóra full- trúana, en hinir engan. Til þess að svo færi þyrfti stærsti hópurinn reyndar ekki strangt tekið að fá nema einu atkvæði meira en hver hinna þriggja hópanna um sig. Ef atkvæðin væru talin sam- kvæmt núgildandi kosningalögum fengi stærsti hópurinn hins vegar 3 fulltrúa, sá næststærsti einn, en tveir minnstu hóparnir engan. Þetta byggist á svokallaðri Borda-reglu sem af einhverri ástæðu hefur verið tekin upp í kosningalögin og er til dæmis svo flókin að hún er yfirleitt ekki sú sama fyrir alla lista í hverju kjördæmi. Bersýnilega tryggir hvor- ug þessara aðferða að fulltrúatala hvers hóps á listanum verði sem næst því að vera í hlutfalli við stærð hópanna þegar mest á reynir. Hvað er þá til ráða? Eðlileg lausn til að sjá við þessu er að nota margreynda reglu hlutfalls- kosninga til þess að finna fylgi hvers frambjóðanda í persónukjöri. Hvert atkvæði sem honum væri greitt í fyrsta sæti fengi vægið 1 (einn). Vægi atkvæðis í annað sæti væri ½, einn þriðji í þriðja sæti, ¼ í fjórða sæti og þannig áfram. Samanlagt fylgi frambjóðandans fengist þá með því að leggja saman vægistölur hans á öllum atkvæðaseðlum sem listinn fær. Samkvæmt þessari talningarreglu yrði útkoman sú í tilrauninni hér á undan að hver þessara fjögurra hópa fengi einn fulltrúa kosinn. Ekki er í þessu tilfelli hægt að komast nær því að fulltrúafjöldi hvers hóps sé í réttu hlutfalli við stærð hans. Frumvarp um persónukjör Frumvarp um persónukjör sem ríkisstjórnin lagði fyrir Alþingi fyrir kosningar var lagt til hliðar. Í því var gert ráð fyrir að velja mætti um hvort lagður yrði fram raðaður listi, sem kjósendur gætu þó breytt eins og verið hefur, eða að listinn yrði óraðaður og kjósandinn væri einn um að raða frambjóðendum í fyrsta sæti, annað sæti og svo framvegis. Við talningu á raðaða listanum skyldi beitt reglu núverandi kosn- ingalaga, en við talningu á óraðaða listanum átti prófkjörsreglan að gilda, svo skrýtið sem það nú er. Eins og hér hefur verið sýnt eru báð- ar reglurnar býsna ranglátar þegar mest á reynir og geta leitt til þess að réttur minnihlutahópa sem standa að hverjum lista sé mjög fyrir borð borinn. Af þeirri ástæðu var heppi- legt að fresta þessu máli eins og gert var, og þess er að vænta að betur takist til ef það verður tekið upp aft- ur nú að loknum kosningum. Alþingi þarf að bjóða upp á vandaða löggjöf í mannréttindamáli sem þessu. Ásamt málefnalegum umræðum er það æskileg forsenda þess að kjósendur njóti jafnræðis og fái ígrunduðum vilja sínum sem best framgengt. Persónukjör Eftir Pál Bergþórsson » Alþingi þarf að bjóðaupp á vandaða lög- gjöf í mannréttindamáli sem þessu. Ásamt mál- efnalegum umræðum er það æskileg forsenda þess að kjósendur njóti jafnræðis og fái ígrund- uðum vilja sínum sem best framgengt. Páll Bergþórsson Höfundur er veðurfræðingur. Auðlindir jarðar eru takmarkaðar og því verður að draga úr þeirri hömlulausu sóun náttúruauðlinda og eyðileggingu á landi sem nú á sér stað víða um heim. Til að minna á þetta brýna verkefni var haldið upp á hinn ár- lega „Dag jarðar“ (Earth day) 22. apríl sl. með þús- undum viðburða í skólum, sveit- arfélögum, borgum og bæjum víða um heim. Þann dag hófst jafn- framt sérstakt alheimsátak til að sporna við rányrkju og mengun jarðar. Kjörorð þessa tveggja ára verkefnis er Græna kynslóðin og voru um 100 þúsund manns við- staddir þegar því var fylgt úr hlaði í Washington-borg í Bandaríkj- unum. Mikið er í húfi. Mannfjöldi jarð- ar er nú áætlaður um 6,8 millj- arðar og fólki fjölgar ört. Um þessar mundir fæðast 137 milljónir manna á ári hverju en 56 milljónir deyja. Þetta táknar að fólksfjöldi jarðar mun að líkindum vaxa um 2 milljarða til ársins 2025 og það verður mikil áskorun að sjá slíkum mannfjölda fyrir nægum mat. Of- an á þann vanda leggjast áhrif loftslagsbreytinga af mannavöld- um. Fyrirsögn þessarar greinar er reyndar þýðing á kjörheiti „Earth Hour“ (Stund Jarðar) sem var í mars og helguð baráttunni gegn breytingum á loftslagi jarðar. Græna kynslóðin Tímabils okkar kyn- slóðar verður minnst af komandi kynslóðum sem mesta sóun- arskeiðs sögunnar á auðlindum jarðar. Framtíðin er háð því að þjóðum heims tak- ist að gerbreyta hátt- um sínum í umhverf- ismálum. Til þess þarf nýja „græna“ kynslóð sem hefur skilning á lífríki og náttúrulegum auðlindum jarðarinnar. Megináherslur alþjóðaverkefn- isins Græna kynslóðin eru þrjár: 1. Kolefnishlutlaus framtíð byggð á sjálfbærri orku sem endar tímaskeið jarðefnaeldsneytis 2. Neysluhættir í samræmi við markmið um sjálfbæra þróun. 3. „Grænt“ hagkerfi sem skapar ný störf og nýtir menntakerfið til að gera næstu kynslóð læsa á umhverfi sitt. Ærin verkefni bíða hér á Ís- landi. Undanfarin ár hefur athygl- in einkum beinst að virkj- anamálum, álverum og loftslagsbreytingum en önnur við- fangsefni hafa gjarnan lent í skugga þeirra. Áríðandi er að græða hundruð þúsunda hektara af landi í tötrum, vernda líf- fræðilega fjölbreytni og fagurt landslag, taka frá óbyggð svæði utan þjóðgarða og standa vörð um hina einstöku öræfakyrrð. Listi brýnna verkefna er miklu lengri. Hlutverk almennings Dagar sem helgaðir eru um- hverfinu eru góð leið til að vekja athygli á þessum brýna mála- flokki. Það þarf þó stöðugt átak, alla daga ársins. Öflug fræðsla um umhverfismál er nauðsynleg til að móta þá landlæsi og siðferði verndunar sem aftur er forsenda þess að við náum að varðveita auð- lindir jarðar með sjálfbærum hætti frá einni kynslóð til ann- arrar. Verkefni er snúa að verndun umhverfisins eru það stór og dýr að sem allra flestir þurfa að koma að lausn þeirra. Fullur árangur næst aðeins með því að virkja það mikla afl sem býr í áhuga- samtökum, sjálfboðaliðum og öll- um þeim sem vilja leggja því lið að vernda og bæta umhverfi okkar. Á því lögmáli verður skipulag um- hverfisverndar að byggja. Afrek þeirra 600 bænda sem vinna með Landgræðslunni að uppgræðslu illa farins lands innan ramma verkefnisins „Bændur græða land- ið“ er gott dæmi um mikilvægi þess að slíkt starf sé unnið í sem víðtækustu samstarfi. Greiðum jörðinni atkvæði Eftir Andrés Arnalds » Fólksfjöldi jarðar mun að líkindum vaxa um 2 milljarða til ársins 2025. Framtíð okkar er háð árangri í verndun umhverfis og náttúruauðlinda. Andrés Arnalds Höfundur er fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.