Morgunblaðið - 03.05.2009, Qupperneq 35
Umræðan 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009
ÚRSLIT nýafstað-
inna alþingiskosninga
marka tímamót á
margan hátt og eru tví-
mælalaust söguleg.
Eins og jafnan er rætt
af kappi hverjir séu
sigurvegarar kosning-
anna og sýnist þar sitt
hverjum. Í mínum
huga er einn sigur að
sönnu stærstur og það
er sigurinn sem birtist í stórauknum
hlut kvenna á Alþingi. Konur eru nú
43% þingmanna og hafa aldrei verið
fleiri. Mikil endurnýjun verður í
þinginu þar sem 27 nýir þingmenn
taka sæti, 14 karlar og 13 konur. Við
þetta hefur Ísland rifið sig upp úr
fimmtánda sæti í það fjórða á lista
yfir þau þjóðþing heimsins þar sem
hlutfall kvenna er hæst.
Árið 1967 sat aðeins ein kona á
þingi en í kosningum 1971 fjölgaði
þeim í þrjár. Þar við sat til ársins
1983 þegar Samtök um kvenna-
framboð fóru að hafa áhrif og níu
konur tóku sæti á þingi. Í kosn-
ingum árið 1999 juku konur hlut
sinn á Alþingi um heil 10%. Þá sett-
ust 22 konur á Alþingi en karlar
voru 41 og hlutfall kvenna því 35%.
Þennan góða árangur má án efa
rekja til þverpólitísks átaks sem ráð-
ist var í árið 1998 til að fjölga konum
í stjórnmálum. Það hefur reynst erf-
itt að rjúfa 35% múrinn og hlutur
kvenna á Alþingi hefur verið nokkuð
sveiflukenndur um og fyrir neðan
þetta mark síðastliðinn áratug.
Árangurinn í nýafstöðnum kosn-
ingum er því afgerandi og mikið
ánægjuefni.
Áhrif stjórnmálaflokka
á framgang kvenna
Innviðir flokka, menning þeirra
og viðhorf skipta miklu um það hvort
kynin eigi þar jafna möguleika til
framgangs og áhrifa. Þegar kemur
að kosningum hafa kjósendur vissu-
lega síðasta orðið en áður hafa flokk-
arnir haft sinn háttinn á við að raða
frambjóðendum á lista og ráða þann-
ig miklu um lokanið-
urstöðuna.
Fyrir alþingiskosn-
ingarnar 25. apríl sendi
ég öllum formönnum
stjórnmálaflokkanna
bréf með hvatningu um
að tryggja konum
örugg sæti á framboðs-
listum. Hlutfall kynja
var jafnt hjá þremur
flokkum sem náðu
kjöri til Alþingis að
þessu sinni, þ.e. hjá
Samfylkingunni,
Vinstri grænum og
Borgarahreyfingunni. Tveir fyrr-
nefndu flokkarnir beittu kynjakvót-
um, kynjasjónarmiðum og fléttul-
istum til að gæta jafnræðis kynja við
uppröðun á lista. Hjá Framsókn-
arflokki og Sjálfstæðisflokki virðist
jafnréttissjónarmiða ekki hafa verið
gætt og það sýndi sig í niðurstöðum
kosninganna. Konur eru þrjár af níu
þingmönnum Framsóknar og fimm
af sextán þingmönnum Sjálfstæð-
isflokks.
Efla þarf hlut kvenna
í sveitarstjórnum
Alþingi samþykkti nýlega ályktun
um að félagsmálaráðherra feli Jafn-
réttisstofu að hrinda af stað aðgerð-
um til að efla hlut kvenna í sveit-
arstjórnum en
sveitarstjórnarkosningar verða
haldnar á næsta ári. Þetta er stórt
og mikilvægt verkefni, því enn vant-
ar töluvert upp á jafnræði kynja á
þessum vettvangi.
Eftir síðustu kosningar var hlutur
kvenna í sveitarstjórnum tæp 36% á
landsvísu. Hæst var hlutfallið á höf-
uðborgarsvæðinu þar sem konur
voru 40% kjörinna fulltrúa. Í fimm
sveitarfélögum var engin kona í
sveitarstjórn en konur voru í meiri-
hluta í ellefu sveitarstjórnum. Konur
eiga enn lengra í land þegar kemur
að forystuhlutverkum hjá sveit-
arfélögunum. Í september 2008 voru
konur 28% starfandi bæjarstjóra,
sveitarstjóra og oddvita á móti 72%
karla.
Það hefur sýnt sig að átaksverk-
efni í jafnréttismálum skila árangri.
Þverpólitísk nefnd sem stofnuð var
árið 1989 til að auka hlut kvenna í
stjórnmálum og starfaði í fimm ár
hleypti nýju blóði í jafnréttisumræð-
una og hafði tvímælalaust mikil áhrif
á viðhorf karla og kvenna í þessum
efnum. Aðgerðir á hennar vegum
voru fjölbreyttar, meðal annars setti
hún af stað auglýsingaherferð sem
enn er í minnum höfð og hefur verið
notuð um nokkurra ára skeið sem
kennsluefni í samfélagsmiðuðum
herferðum við virtan bandarískan
háskóla. Hún efndi til námskeiða
fyrir stjórnmálakonur og verðandi
stjórnmálakonur um allt land, hélt
ráðstefnur og fjöldann allan af fund-
um.
Breytt gildismat og ný viðhorf
Íslensk þjóð stendur á tímamót-
um. Við höfum beðið skipbrot sem
rekja má að verulegu leyti til þess að
siðferðileg grunngildi eins og rétt-
læti, heiðarleiki og jafnrétti voru
fyrir borð borin á kostnað græðgi og
einstaklingshyggju. Siðferði í stjórn-
málum hefur verið verulega áfátt og
þarfnast gagngerrar endurskoð-
unar.
Augu okkar eru að opnast, tími
breytinga er framundan og þjóðin
kallar á siðbót á öllum sviðum. Ég er
sannfærð um að breytt gildismat og
ný viðhorf muni leiða okkur í átt að
auknu jafnrétti á öllum sviðum sam-
félagsins og því er mikilvægt að
hamra járnið meðan það er heitt.
Ég fagna mjög ályktun Alþingis
um að efla hlut kvenna í sveit-
arstjórnum og hef falið Jafnrétt-
isstofu að hrinda af stað aðgerðum í
því skyni. Ég mun styðja við þetta
verkefni eins og nokkur kostur er.
Jafnrétti kynja í orði og verki á að
vera ein af undirstöðum samfélags-
ins og sú áhersla er mikilvægur þátt-
ur í því að byggja upp betra Ísland.
Eftir Ástu
Ragnheiði
Jóhannesdóttur
»Einn sigur er að
sönnu stærstur og
það er sigurinn sem
birtist í stórauknum
hlut kvenna á Alþingi.
Ásta Ragnheiður
Jóhannesdóttir
Höfundur er ráðherra jafnréttismála.
Sigurvegarar
alþingiskosninganna
MORGUNBLAÐIÐ birtir alla
útgáfudaga aðsendar umræðu-
greinar frá lesendum. Blaðið áskil-
ur sér rétt til að hafna greinum,
stytta texta í samráði við höfunda
og ákveða hvort grein birtist í um-
ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á
vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki
greinar, sem eru skrifaðar fyrst og
fremst til að kynna starfsemi ein-
stakra stofnana, fyrirtækja eða
samtaka eða til að kynna viðburði,
svo sem fundi og ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Formið er undir liðnum
„Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu
mbl.is. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein
Ekki er lengur tekið við grein-
um sem sendar eru í tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er not-
að þarf notandinn að nýskrá sig
inn í kerfið, en næst þegar kerfið
er notað er nóg að slá inn netfang
og lykilorð og er þá notandasvæðið
virkt.
Ekki er hægt að senda inn
lengri grein en sem nemur þeirri
hámarkslengd sem gefin er upp
fyrir hvern efnisþátt en boðið er
upp á birtingu lengri greina á vefn-
um.
Nánari upplýsingar gefur
starfsfólk greinadeildar.
Móttaka
aðsendra greina
@
Suðurlandsbraut 54,
við Faxafen, 108 Reykjavík,
sími 568 2444, fax 568 2446.
Ingileifur Einarsson, lögg. fasteignasali.
Ragnar Gíslason lögg. fasteignasali.
SMIÐJUVEGUR 2
KÓPAVOGI
Höfum í einkasölu 1.172 fm atvinnuhúsnæði á jarðhæð með
mikilli lofthæð og tveimur stórum innkeyrsludyrum. Húsnæðið er
einn stór salur með skrifstofum og hefur verið nýtt sem tjóna-
skoðunarstöð bíla. Óskað er eftir tilboði í eignina og réttur
áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Allar
uppl. veitir Ingileifur Einarsson lögg. fasteignasali s. 8941448
FASTEIGNA-
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. - OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/.
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. - Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali.
ANDARHVARF 11E - KÓPAVOGI
GLÆSILEG SÉRHÆÐ ÁSAMT BÍLSKÚR.
OPIÐ HÚS Í DAG, SUNNUDAG, KL. 17-18.
Glæsileg 159,4 fm 5 herbergja neðri sérhæð í tveggja hæða húsi að
meðt. 25,1 fm bílskúr á góðum útsýnisstað. Eignin er innréttuð á vand-
aðan og smekklegan hátt. Borðstofa opin við eldhús, rúmgóð stofa með
útgangi á verönd til suðausturs, 3 rúmgóð herbergi og fallegt baðher-
bergi, flísalagt í gólf og veggi. 25,1 fm bílskúr. Vel staðsett hæð með
náttúruna, verslun og aðra þjónustu í næsta nágrenni. SKIPTI Á
MINNI EIGN MÖGULEG. VERÐTILBOÐ.
EIGNIN VERÐUR TIL SÝNIS Í DAG FRÁ KL. 17-18.
VERIÐ VELKOMIN.
SUÐURGATA 7, 101 REYKJAVÍK, • www.hibyli.is • hibyli@hibyli.is
Vorum að fá í sölu þetta reisulega einbýlishús í Vesturborginni. Húsið er samtals 258,6 fm að gólffleti, þ.e.
íbúð er 191 fm og bílskúr 68 fm. Lóðin er 970 fm. Húsið, sem er kjallari hæð og ris skiptist þannig: Á hæð-
inni eru forst. 3 saml. stofur og eldhús. Í risi eru 3 svefnherb. og baðherb. Í kjallara eru 2 herb. geymslur
o.fl. Tvöfaldur bílskúr byggður árið 1988 með geymslurými undir. Húsið, sem er laust strax er snyrtilegt en
þarfnast endurbóta að innan. Gler og gluggar eru endurnýjaðir. Húsið stendur á frábærum stað innst við
Einimelinn. Gróinn garður. Stutt í alla þjónustu, s.s. verslun, grunnskóla og KR-svæðið. Ýmsir möguleikar á
nýtingu. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu, sem sýnir eignina.
Einimelur – Einbýlishús
Ingibjörg Þórðardóttir, löggiltur fasteignasali.
M
b
l1
10
90
95