Morgunblaðið - 03.05.2009, Blaðsíða 39
Minningar 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. MAÍ 2009
✝ Sigrún Vilbergs-dóttir fæddist í
Reykjavík 29. desem-
ber 1945. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 20. apríl
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Vilberg Skarphéð-
insson, f. 11.12. 1921,
d. 8.6. 2004 og Sveins-
ína K. Guðmunds-
dóttir, f. 21.8. 1918, d.
1.8. 1979. Systur Sig-
rúnar eru Erna, f.
17.2. 1948 og Val-
gerður, f. 7.10. 1952.
Sigrún giftist 9.8. 1969 Guðna
Stefánssyni, f. 14.2. 1942, d. 2.6.
2008, syni hjónanna Stefáns Eiríks-
sonar, f. 20.7. 1905, d. 14.8. 1978 og
Guðnýjar Guðnadóttur, f. 27.12.
1908, d. 14.8. 1999. Sigrún og Guðni
eignuðust tvær dætur. Þær eru 1)
Guðný, f. 17.5. 1970,
maki Jóhann Örn Ás-
geirsson, f. 24.8. 1970.
Börn þeirra eru Aron,
f. 24.6. 1998, og
Birna, f. 11.6. 2001. 2)
Gréta, f. 19.3. 1976,
maki Róbert Ólafs-
son, f. 19.10. 1972.
Börn þeirra eru Vil-
berg, f. 24.6. 2005, og
Guðni, f. 28.9. 2006.
Sigrún lauk stúd-
entsprófi frá MR 1965
og kennaraprófi
1968. Störf að loknu
námi voru fyrst og fremst kennslu-
störf við eftirfarandi menntastofn-
anir: Breiðagerðisskóla Reykjavík
1968-1969, Kópavogsskóla 1969-
1976 og Flataskóla, Garðabæ 1976-
1978.
Útför Sigrúnar fór fram frá
Garðakirkju 30. apríl, í kyrrþey.
Hún Sigrún tengdamóðir hefur
kvatt okkur. Hún er nú komin aftur í
faðminn á stóru ástinni sinni honum
Guðna. Nú sitja þau saman og drekka
kaffið sitt á nýjum stað og fylgjast
með afkomendunum vaxa og dafna.
Sigrún og Guðni voru sálufélagar og
samband þeirra engu öðru líkt. Þegar
Guðni lést síðastliðið sumar þá missti
Sigrún mjög mikið. Veikindi hennar
tóku sig upp að nýju fyrir skömmu og
það var ljóst í hvað stefndi. Enginn
gerði sér þó grein fyrir því hve veik
hún var orðin því hún var hörkutól og
heyrðist aldrei kvarta.
Sigrún var kjarnakona, kom ávallt
glæsilega fram, eldaði dýrindis mat
og hélt fyrirmyndarheimili. Hún var
vanaföst, nákvæm og skipulögð. Hún
hafði mikinn áhuga á því sem var að
gerast í fjölskyldunni og vinahópnum
enda var henni afar annt um sína nán-
ustu. Hún var mjög hjálpfús og gjaf-
mild og nutum við fjölskyldan góðs af
því við hin ýmsu tækifæri.
Það verður skrítið að geta ekki
lengur farið í heimsókn til ömmu í
Skógarlundi. Vilberg og Guðni voru
miklu vanari því að fara til ömmu eftir
leikskóla en heim til sín og þar átti
amma alltaf eitthvað gott að borða.
Sigrún var líka farin að hjálpa Aroni
og Birnu með heimanámið á daginn.
Það verður ekki fyrir hvern sem er að
fylla hennar skarð í því enda frábær
kennari og fáir jafn þolinmóðir.
Aldrei vildi Sigrún láta hafa neitt
aukalega fyrir sér vegna fötlunarinn-
ar. Það tók því 30 ár að fá hana í sína
fyrstu utanlandsferð frá brúðkaups-
ferðinni.
Það var ógleymanleg ferð sem þau
Sigrún og Guðni buðu okkur í til Te-
nerife fyrir 2 árum. Gönguferðir í sól-
inni, sólböð á sundlaugarbakkanum
með svalandi drykki og góður matur á
kvöldin. Allt var svo vel heppnað að
þau hjónin voru farin að plana næstu
ferð strax daginn eftir heimkomuna
og sáu eftir að vera ekki löngu búin að
fara slíka ferð.
Nú er ljóst að sú ferð verður aldrei
farin en Sigrún og Guðni eru nú sam-
ferða á ný í annarri og lengri ferð sem
enginn veit hvar endar.
Róbert Ólafsson.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífs þíns nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Með þessum orðum kveðjum við
elsku systur okkar Sigrúnu Vilbergs-
dóttur, sem lést 20. apríl síðastliðinn.
Við vottum Dunnu, Jóa, Aroni, Birnu,
Grétu, Robba, Vilbergi og Guðna okk-
ar dýpstu samúð.
Hvíl í friði, elsku Sigrún, systir
okkar.
Valgerður Vilbergsdóttir
og fjölskylda.
Erna Vilbergsdóttir
og fjölskylda.
Mig langar með nokkrum orðum að
kveðja Sigrúnu frænku mína í hinsta
sinn. Sigrúnu hef ég þekkt allt mitt líf
en hún var rúmlega níu ára gömul
þegar ég fæddist. Móðir mín og faðir
hennar voru systkini og alla tíð mjög
náin. Sigrún var elst þriggja systra,
en næst í röðinni er Erna og svo Val-
gerður. Þær hafa alltaf verið mér sem
systur. Fjölskylda okkar var lítil og
samheldin og hittist alltaf á stórhátíð-
um í Steinagerði á æskuheimili Sig-
rúnar og systra hennar.
Á uppvaxtarárum okkar leit ég
mjög upp til Sigrúnar og fylgdist
álengdar með þegar hún gekk
menntaveginn. Það má segja að hún
hafi verið mér góð fyrirmynd þegar
hún valdi að loknu stúdentsprófi að
afla sér kennaramenntunar. Ég gerði
slíkt hið sama og er þakklát fyrir það.
Það er ekki hægt að minnast á Sig-
rúnu öðruvísi en að nefna Guðna líka.
Það var mikið gæfuspor fyrir Sigrúnu
þegar Guðni kom til sögunnar og voru
þau mjög samhent hjón. Guðni reynd-
ist Sigrúnu frábærlega vel og var
henni einstakur stuðningur þegar
hún slasaðist alvarlega í bílslysi síð-
asta vetrardag árið 1978. Slysið hafði
þær afleiðingar að Sigrún lamaðist í
fótum og var bundin hjólastól upp frá
því.
Sigrún og Guðni eignuðust tvær
yndislegar dætur, Guðnýju og Grétu,
sem allt frá fyrstu tíð hafa verið ein-
staklega ljúfar og góðar, duglegar og
hjálpsamar við foreldra sína og fjöl-
skyldu. Það mikilvægasta í huga Sig-
rúnar og Guðna var fjölskyldan og
voru þau mjög stolt af dætrum sínum,
tengdasonum og barnabörnum sem
voru í miklu uppáhaldi hjá ömmu
sinni og afa. Guðný og Gréta og fjöl-
skyldur þeirra hafa misst mikið á
stuttum tíma. Guðni lést í byrjun júní
2008 og Sigrún aðeins rúmum tíu
mánuðum seinna.
Að leiðarlokum er margs að minn-
ast og margt að þakka fyrir. Sigrúnu
frænku minni vil ég þakka fyrir allt
sem hún var móður minni á meðan
hún lifði. Það voru miklir kærleikar á
milli þeirra og leið varla sá dagur að
Sigrún hringdi ekki til hennar.
Við fjölskylda mín þökkum sam-
fylgdina og kveðjum Sigrúnu með
söknuði og þakklæti fyrir liðnar
stundir. Við sendum Guðnýju og Jó-
hanni, Grétu og Róberti, systkinun-
um Aroni og Birnu Jóhannsbörnum
og bræðrunum Vilbergi og Guðna Ró-
bertssonum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur. Blessuð sé minning Sig-
rúnar Vilbergsdóttur.
Sigríður Magnea
Njálsdóttir og fjölskylda.
Skömmu fyrir andlát sitt óskaði
Sigrún Vilbergsdóttir þess að hún
yrði kvödd í kyrrþey. Sú ósk var í
samræmi við skapgerð hennar og lífs-
feril. Hún var hógvær í framgöngu en
hreinskiptin og hafði fallegt viðmót
sem kom fram í öllum samskiptum við
okkur skólasysturnar sem minnumst
hennar með hlýju og söknuði. Flestar
eru minningarnar tengdar kennslu-
stundunum úr menntó, framtíðin var
langt undan og engri okkar kom í hug
að veikindi og dauði ættu eftir að
spilla lífsgleðinni.
Við bekkjarsystur vorum hver með
sínu móti, sumar atkvæðamiklar og
aðrar hljóðlátar. Þótt bekkjarandinn
væri góður og við fjölmenntum gjarn-
an í sömu partíin mynduðust smærri
hópar innan heildarinnar og í einum
slíkum átti Sigrún sitt öndvegi. Þá var
oft glatt á hjalla, ekki síst þegar vin-
konurnar hittust heima hjá henni í
Steinagerði og skynjuðu þau óvenju-
sterku fjölskyldubönd sem tengdu
saman foreldrana, Vilberg og Sínu og
dæturnar þrjár. Við eldhúsborðið
þeirra var setið svo þétt að ekkert
kynslóðabil rúmaðist og andrúmsloft-
ið notalegra en víðast hvar.
Við urðum stúdentar árið 1965 og
völdum ólíkar leiðir til framtíðar en
héldum hópinn með því sem við köll-
uðum saumaklúbb þótt lítið færi fyrir
hannyrðunum. Við héldum upp á
fyrstu stúdentsafmælin af myndar-
skap og þar birtust væntanlegir mak-
ar, m.a. Guðni Stefánsson, traustur
og skemmtilegur. Hamingjan skein
úr fallegum brúnum augum brúðar-
innar þegar þau voru gefin saman í
Fríkirkjunni 9. ágúst 1969.
Sigrún og Guðni áttu lund saman
og í návist þeirra leið öllum vel. Bæði
höfðu valið sér kennslustarf, höfðu
svipuð áhugamál voru vinsæl og vel
metin. Guðný var komin í heiminn
þegar þau fluttust í myndarlegt hús-
næði sitt í Garðabæ og svo bættist
Gréta við. Lífið virtist brosa við fjöl-
skyldunni þegar Sigrún varð fyrir al-
varlegu bílslysi og lamaðist fyrir neð-
an mitti.
Þau Sigrún og Guðni tókust á við
áfallið af hetjulund og skerpti það enn
böndin á milli þeirra. Fjölskyldur
beggja veittu þeim ómælda aðstoð og
traustir vinir og kunningjar lögðu
þeim lið. Að vísu varð nú vík milli vina
hjá okkur í saumaklúbbnum því óvíða
var aðgengi fyrir fatlaða en Sigrún
mætti þegar hún átti þess kost og
stundum kom hópurinn saman á hlý-
legu heimili þeirra Guðna þar sem
hún hafði búið okkur veisluborð. Þótt
lífsgangan yrði öðruvísi en til var
stofnað, var Sigrún alltaf söm og jöfn,
lét aldrei hugfallast og það var stutt í
brosið. Hún rak heimili sitt af mynd-
arbrag og sinnti nemendum í auka-
tímum af sinni eðlislægu alúð. Hlut-
skipti sitt bar hún með reisn.
Róðurinn þyngdist þegar Guðni
veiktist alvarlega og við fráfall hans í
júní sl. dró úr lífslöngun Sigrúnar.
Dæturnar önnuðust hana vel og hún
hafði mikið yndi af barnabörnunum
fjórum. Í vetur greindist hún með
banvænan sjúkdóm en tók því af
sama æðruleysi og öðru og ræddi op-
inskátt um það sem framundan væri.
Við kveðjum nú góða og heilsteypta
vinkonu. Hugurinn er hjá dætrunum
og öðrum ástvinum sem í annað sinn á
skömmum tíma hafa orðið fyrir
þungu höggi Skarðið sem Sigrún og
Guðni skilja eftir sig stendur opið og
ófyllt en yfir því leika dýrmætar
minningar um kjark og ástríki sam-
hentra hjóna.
Fyrir hönd bekkjarsystra úr MR
1965,
Guðrún og Birna.
Meira: mbl.is/minningar
Einungis nokkrir mánuðir eru liðn-
ir síðan við undirritaðar sátum saman
og rituðum hinstu kveðju, líkt og við
gerum í dag. Fyrir rétt tæpu ári lést
eiginmaður Sigrúnar og faðir góðrar
vinkonu okkar. Hann hafði glímt við
sjúkdóm í nokkurn tíma og varð að
endingu að lúta í lægra haldi. Eftir
stóðu Sigrún, dætur hennar tvær,
tengdasynir og barnabörn og tókust á
við breyttar aðstæður. Fyrir fáeinum
vikum fengum við svo af því fregnir
að Sigrún glímdi einnig við erfiðan
sjúkdóm og ætti að líkum aðeins
nokkra mánuði eftir ólifaða. Kallið
kom þó fyrr en nokkurn hafði órað
fyrir.
Við vinkonurnar höfum þekkt Sig-
rúnu frá því við vorum litlar stelpur
og fórum að venja komur okkar heim
með Grétu í Skógarlundinn. Sigrún
var heimavinnandi og í minningunni
var það óumræðilega gott að fara
heim með vinkonu okkar eftir skóla,
því þar beið Sigrún með bros á vör og
tók að móti okkur með smávegis
bakkelsi og mjólk. Hún spurði okkur
alltaf hvernig hefði verið í skólanum,
hvað við hefðum lært þann daginn og
svo sat hún hjá okkur og leiðbeindi
okkur við heimaverkefnin. Í garðin-
um í Skógarlundinum var lítil sund-
laug sem vakti gríðarlega lukku hjá
okkur vinkonunum og er ótrúlegt til
þess að hugsa hversu þolinmóð hún
Sigrún var þegar stelpnagerið birtist
í Skógarlundinum og stakk sér í laug-
ina, eftir að hafa tiplað rennandi
blautar úr sturtunni yfir stofugólfið
og skilið eftir fótspor út um allt hús.
Sigrún tók fullan þátt í knattspyrnu-
iðkun Grétu og Dunnu og mætti hún
oftar en ekki á fótboltaleiki og sýndi
þeim, og okkur hinum í liðinu, þannig
stuðning í verki. Sigrún vílaði heldur
ekki margt fyrir sér. Hvort sem um
var að ræða busl í lauginni, fótboltag-
láp í húsbóndaherberginu eða te og
rist fyrir fótboltaleiki þá var hún alltaf
reiðubúin að taka á móti okkur og að-
stoða með stórt sem smátt. Hún var
höfðingi heim að sækja og veislurnar
sem hún gat galdrað fram voru ekki
af verra taginu.
Varla er hægt að minnast Sigrúnar
án þess að nefna hve vandvirk hún
var því allt það sem hún tók sér fyrir
hendur gerði hún af mikilli kostgæfni.
Þennan góða eiginleika hafa dætur
hennar, þær Gréta og Dunna, fengið í
arf frá móður sinni. Nú þegar hjónin
Sigrún og Guðni hafa bæði horfið á
braut, allt of snemma, er gott að geta
trúað því að þau séu nú sameinuð á ný
á öðrum stað.
Elsku Gréta, Dunna og fjölskyldur,
Guð gefi ykkur styrk á erfiðum tím-
um.
Guðrún Inga, Heiða og Helga.
Sigrún Vilbergsdóttir
! "# $!% & '
(!!%
! $)
(!!*% !! +! (
(!!*% , ( '$
(!!*% - $ .! $
(!!*% / 0
(!!*% 0 1 !
(!!*% ✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR,
Ægisgötu 16,
Akureyri,
lést í Sjúkrahúsi Akureyrar aðfararnótt
miðvikudagsins 29. apríl.
Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju fimmtudaginn
7. maí kl. 13.30.
Hreinn Sverrisson,
Gunnar B. Hreinsson, Vilborg Helgadóttir,
Guðbjörn S. Hreinsson, Kalína Klópóva
og barnabörn.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
JÓN ÓSKAR HJÖRLEIFSSON,
Lindargötu 61,
Reykjavík,
sem lést mánudaginn 27. apríl, verður jarðsunginn
frá Grensáskirkju fimmtudaginn 7. maí kl. 15:00.
Þuríður Ingibjörg Jónsdóttir, Guðfinnur G. Johnsen,
Guðbrandur Jónsson, María Maríusdóttir,
Hjörleifur Magnús Jónsson,
Laufey Jónsdóttir, Magnús A. Lúðvíksson,
barnabörn og barnabarnabörn.