Morgunblaðið - 21.06.2009, Side 8
Þegn Konum hefur verið haldið utan við friðarviðræður og haldið í hlutverki þolenda á átakasvæðum.
Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur
jmv@mbl.is
Þ
ó gríðarlegt starf hafi verið unnið við
að kynna ályktun 1325 á heimsvísu
eru það mikil vonbrigði að sjá að í
mörgum löndum hvílir enn yfir henni
leynd. Það kom mér á óvart fyrir
skömmu er ég sat fund með baráttukonum fyrir
kvenréttindum víða að úr heiminum og ályktun
1325 var til umræðu, að ein þeirra spurði: „Hver
er þessi 1325?“ Hjarta mitt brast því það sýndi
hversu langa leið við eigum fyrir höndum með
að kynna þessa mikilvægu ályktun,“ sagði Dr.
Rachel Mayanja, sérlegur ráðgjafi fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna um kynja-
málefni og bætta stöðu kvenna á ráðstefnu utan-
ríkisráðuneytisins og Háskóla Íslands um Konur
og friðarviðræður sem haldin var um helgina.
Ályktun 1325 þótti marka tímamót í sögu Ör-
yggisráðsins þegar hún var samþykkt fyrir níu
árum en hún var fyrsta viðurkenning ráðsins á
sérstöðu kvenna á átakasvæðum. Ályktunin
leggur áherslu á mikilvægi þess að konur taki
þátt í friðarferlum þar sem oft er samið um
framtíð heilla samfélaga, mikilvægi þess að sjón-
armiðum kvenna verði fléttað inn í friðarlausnir
og seta þeirra við samningaborðin sé tryggð. Þá
beinir ályktunin sjónum að vernd kvenna og
barna á átakasvæðum auk þess sem sjónarmið
jafnréttisstefnu skulu höfð að leiðarljósi við frið-
argæslu.
Óbrúað bil á milli stefnu og framkvæmdar
Ályktunin hefur krafist mikilla breytinga á
starfi og starfsreglum stofnana Sameinuðu þjóð-
anna á átakasvæðum en óbrúað bil þykir enn
vera á milli boðaðrar stefnu og þess að aðild-
arríki Sameinuðu þjóðanna beiti henni á virkan
hátt í stjórnkerfunum.
„Á árunum 2007 og 2008 stóð skrifstofa mín
fyrir tveimur fundum með háttsettum stjórn-
málamönnum margra þjóða, þingmönnum,
varnarmálaráðherrum og utanríkisráðherrum til
að ræða um 1325 og hvernig væri hægt að beita
henni með skilvirkari hætti innan aðildarríkja
Sameinuðu þjóðanna. Það var mikið áfall þegar
nokkrir ráðherranna sögðu: „Hvenær var þessi
ályktun samþykkt? Við þekkjum hana ekki í
ráðuneytinu.“ Lykilráðuneyti þekkja því ekki
ályktunina átta árum eftir að hún var sam-
þykkt,“ sagði Mayanja.
Hún segir mikilvægt að þjóðir eins og Ísland
sem þegar hafa mótað aðgerðaáætlun taki hönd-
um saman með þjóðum sem ekki eru komnar
jafn langt og skiptist á upplýsingum og stuðli
þannig að því að ályktunin nái fótfestu. „Slíkt
myndi stuðla að því að fleiri þjóðir hefðu for-
sendur til að taka ályktunina í notkun,“ sagði
Mayanja.
Íslendingar eru meðal fárra aðildarríkja SÞ
sem þegar hafa sett fram áætlun um fram-
kvæmd ályktunarinnar. Aðeins 10 ríki af 192 að-
ildarríkjum SÞ hafa þróað slíkar áætlanir og að-
eins 7 af 27 ríkjum Evrópusambandsins.
Íslenska aðgerðaáætlunin þykir einföld og skýr
og þar er lögð áhersla á að „kynja- og jafnrétt-
issjónarmið verði samþætt í öll verkefni, starf-
semi, stefnumörkun og löggjöf sem snerta frið-
ar-, öryggis- og þróunarmál.“
Í Norður-Kivuhéraði í Austur-Kongó hefur
þremur af hverjum fjórum konum verið nauðg-
að, mörgum þeirra á mjög ofbeldisfullan hátt
samkvæmt nýlegri skýrslu Öryggisráðs Samein-
uðu þjóðanna. Á Haíti hefur skráðum tilfellum
líkamlegs og kynferðilegs ofbeldis aukist og vek-
ur það upp áhyggjur að gerendum undir 18 ára
aldri fer fjölgandi.
„Þrátt fyrir ítrekað ákall Öryggisráðsins um
að jafn réttur kvenna og hlutverk þeirra í frið-
arferlum og uppbyggingu friðar verði virtur, eru
milljónir kvenna og barna enn stærsti hópurinn
sem fellur í hernaðarátökum, oft í sambandi við
svívirðileg mannréttindabrot og brot á mann-
réttindalögum. Í vopnuðum átökum og í eftir-
stríðsástandi bera konur meginþungann af hruni
efnahags- og samfélagskerfis,“ segir í skýrslu
Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna frá liðnu ári,
þar sem farið var yfir árangur innleiðingar
ályktunar númer 1325.
„Hver er þessi 1325?“
Fyrir 9 árum samþykkti Öryggisráð SÞ ályktun er lofaði konum heims aukinni aðkomu
að friðarviðræðum Ályktunin enn víða óþekkt og fáar þjóðir hafa þróað aðgerðaáætlun
Reuters
8 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚNÍ 2009
AF ÖLLUM
TRJÁKLIPPUM
TAX FR
EE
TAX FREE
LÝKUR Í DAG
SUNNUDAG
„ÞÁTTTAKA og ábyrgð eru grunnstoðir 1325 þar
sem ályktunin kallar á þátttöku kvenna en
ábyrgðarskylduna vantar,“ segir Wenny Kusuma,
umdæmisstjóri UNIFEM í Afganistan. Hún segir að-
ildarríki SÞ þurfa að sýna ábyrgð og fylgja álykt-
uninni eftir.
„Við höfum stefnuna, aðferðafræðina og þekk-
inguna. Þetta snýst ekki um að fólk hafi ekki að-
gang að þekkingunni. Við höfum góða sér-
fræðiþekkingu sem þegar hefur verið sýnt fram á
að auki þátttöku kvenna. Þegar við spyrjum því
hvernig hægt sé að virkja konur til ákvarðanatöku
og samningaviðræðna, hvernig efla skuli réttindi
kvenna, met ég það svo að við vitum þegar hvernig
það skuli gert. Spurningin er því ekki hvernig held-
ur af hverju við hrindum ályktuninni ekki í fram-
kvæmd,“ segir Kusuma.
„Yfirvöld á Íslandi hafa staðið sig vel í að hrinda
áætlun 1325 í framkvæmd. Það sem vantar hins-
vegar er að fleiri þjóðir, stór þróuð ríki, fylgi í kjöl-
farið,“ segir Kusuma. Hún segir mikilvægt að þeim
þjóðum sem ekki taki tillit til réttinda kvenna varð-
andi frið og öryggi sé veitt aðhald.
„Í aðgerðaáætlun Íslendinga
kemur fram að samstarf fari
fram við alþjóðleg samtök og
það er vissulega nauðsynlegt að
stjórnvöld vinni með samtökum
og taki þátt í verkefnum á veg-
um Sameinuðu þjóðanna. En
1325 snýst ekki um þátttak-
endur í hjálparstarfi. Ég rétt
eins og fjöldi annarra hef unnið
að innleiðingu ályktunarinnar í níu ár. Vandinn
liggur hinsvegar í stefnumörkuninni og hjá þeim
stefnumótendum sem þykir það ekki tiltökumál að
1325 sé ekki höfð með í reikningnum,“ segir Kus-
uma.
„Ályktun 1325 er stefna allra aðildarríkja Sam-
einuðu þjóðanna. Ef hún er ekki í gildi í þínu landi
verða hin aðildarríkin að spyrja: „Af hverju ekki?“
segir Kusuma. Hún segir því að það væri góð við-
bót við aðgerðaáætlun Íslands ef samstarfið yrði
víkkað út í samstarf með þeim ríkisstjórnum sem
ekki taka tillit til ályktunarinnar. „Hjá þeim verð-
ur að vekja ábyrgðarskylduna,“ segir Kusuma.
Ísland spyrji: „Af hverju ekki“?
Ályktun 1325 var samþykkt í Ör-yggisráði SÞ 31. október árið
2000. Hún hvetur til þátttöku
kvenna til jafns á við karla í frið-
ar- og öryggismálum en konur
hafa iðulega verið í hlutverki þol-
enda á átakasvæðum og ekki haft
neitt að segja um framtíð sam-
félagsins.
En þó ályktunin liggi fyrir og sé
þar með í raun stefna allra aðild-
arríkja SÞ er ekki þar með sagt að
málið sé í höfn. Í valdi hvers aðild-
arríkis fyrir sig er að koma henni í
framkvæmd og þar liggur stærsti
vandinn að mati sérfræðinga.
Þær konur sem stíga fram og
vilja taka þátt í friðarviðræðum
verða oft fyrir aðkasti og sæta of-
sóknum frá körlum sem hafa völd-
in. Það lýsir sér í líkamlegu of-
beldi og kynferðisofbeldi.
Í skýrslu International Crisis
Group frá 2006 um Austur-Kongó,
Úganda og Súdan kemur fram að
kynferðisofbeldi og hótanir gegn
konum sem höfðu völd efldu
ímynd kvenna sem fórnarlamba og
aftraði þeim frá að sækjast eftir
völdum.
Ályktun 1.820 frá öryggisráðinuvar samþykkt í fyrra. Hún for-
dæmir notkun nauðgana og annars
kynferðisofbeldis í hernaði. Kyn-
ferðisofbeldi skuli ekki notað til að
ógna alþjóðlegum friði og öryggi.
Í ályktuninni felst því sú mikil-
væga fullyrðing að nauðganir og
kynferðisofbeldi hafi verið notuð
skipulega sem stríðstæki og að
þessi ógn eyðileggi líf og rétt
kvenna. Í Austur-Kongó er talið
hættulegra að vera kona en her-
maður af þessum sökum. 20.000
til 50.000 konum var nauðgað í
stríðinu í Bosníu og Herzegóvínu.
Enn vantar mikið upp á að tekið
verði tillit til ályktunar 1820 hjá
aðildarríkjum SÞ og sé litið til
hægrar þróunar vegna ályktunar
1.325 má búast við því að biðin
geti orðið nokkuð löng. En álykt-
unin er til og það eitt gæti gefið
konum von.
Molar