Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.07.2009, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. JÚLÍ 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Egill Ólafsson, egol@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björgvin Guðmundsson, fréttastjóri, bjorgvin@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is Sunnudagur Ragnhildur Sverrisdóttir, ritstjórnarfulltrúi, rsv@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is „VERKEFNIÐ er enn á hugmynda- stigi en við erum búin að vinna að þessu í nokkurn tíma. Þetta snýst um að samnýta rannsóknarinnviði sem eru mjög dýrir. Við eigum mjög góða fyrirmynd að slíku samstarfi á Norðurlöndunum sem er farsæl uppbygging og rekstur á gagnaneti, NORDUnet. Á sama hátt langar okkur til að koma upp ofurtölvu- miðstöð,“ segir Ebba Þóra Hvann- berg, prófessor í tölvunarfræði við Háskóla Íslands, um fyrirhugaðan rekstur ofurtölvu hér á landi. „Ástæðan fyrir því að við viljum hafa hana á Íslandi er sú að hér er rekstur hennar hagkvæmastur. Framlag Íslands er til rekstrar, þar með talið raforku, en við væntum þess að framlag hinna norrænu ríkjanna, Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar, verði í formi vélbúnaðar.“ Innt eftir fyrirhugaðri staðsetn- ingu segir Ebba Þóra hana óá- kveðna en hún upplýsir að kostnað- aráætlun hljóði upp á hundruð milljóna króna. Möguleikarnir séu miklir. „Vaxtarmöguleikarnir eru gríðar- legir. Ef við skoðum sambærilegar miðstöðvar í Evrópu eiga allir við þann vanda að glíma að orkuverðið og orkuþörfin fara vaxandi. Annað, sem er ekki síður mikilvægt, er sam- starfið á milli landanna og möguleiki á að geta selt aðgang að tölvunni.“ Sparar hundruð milljóna króna Fjallað er um verkefnið í norræn- um tæknimiðlum og kemur fram í Teknisk Ukeblad að danskir sér- fræðingar áætli að rekstur ofurtölvu hér spari árlega sem svarar um 540 milljónum króna í raforkukostnað. Spurður um möguleika verkefnis- ins segir Rene Belsø, framkvæmda- stjóri dönsku ofurtölvu- stofnunarinnar (DSCS), að örugg nettenging sé forsenda þess. „Ofurtölvan verður tiltölulega lítil á heimsvísu, meðalstór í Skandinav- íu en gríðarstór í íslensku samhengi. Verkefnið gæti síðar þróast út í eitthvað umtalsvert stærra og þar með gert Ísland að stórum útflytj- anda á raforku án þess að orkan sé flutt beint úr landinu,“ segir Belsø. Vísir að ofurtölvumiðstöð  Norrænt samvinnuverkefni um rekstur ofurtölvu hér á landi vel á veg komið  Verkefnið styður áætlanir um netþjónabú og yrði lyftistöng fyrir vísindaiðkun » Tölvan nýtist meðal annars í eðlisfræði og líftækni » Hana mætti einnig nýta í hagfræðinni Ebba Dóra Hvannberg Rene Belsø Mývatnssveit | Margir ferðamenn koma árlega á Kröflusvæðið. Margir ganga á Leirhnjúk sem tek- ur svo sem hálfan annan tíma. Aðrir ganga um- hverfis Víti en það má sem best gera á hálfri stundu. Þessi glaðlegi hópur gekk rösklega og bar hratt yfir. Í baksýn er borinn Týr sem innan fárra daga verður tekinn ofan og fluttur í geymslu þar til ný verkefni finnast. Í gær var 24 stiga hiti við Kröflu og útlit er fyrir svipað veður í dag. RÖSKIR FERÐAMENN Á KRÖFLUSVÆÐINU Morgunblaðið./ BFH SMKEPPNISEFTIRLITIÐ hefur úrskurðað að Teymi og Og fjarskipti hafi brotið gegn samkeppnislögum og skilyrðum eftirlitsins með sam- stilltum aðgerðum og samkomulagi við IP fjarskipti ehf. (Tal) sem mið- aði að því að draga úr sjálfstæði Tals og vinna gegn því að Tal keppti við Og fjarskipti. Einnig hafi tiltekin ákvæði í samningi fyrirtækjanna um aðgang að fjarskiptaneti verið til þess fallin að draga úr samkeppni. Er Teymi gert að greiða 70 millj- ónir króna í stjórnvaldssekt auk þess sem mælt er fyrir um að Teymi selji frá sér eignarhlut sinn í Tali. Samkeppniseftirlitið gerði húsleit á starfsstöðvum Teymis, Og fjar- skipta og Tals 7. janúar síðastliðinn. Í fréttatilkynningu frá Teymi segir að grunur Samkeppniseftirlitsins um að skilyrðum vegna sameiningar SKO og Hive, sem nú starfa undir merkjum Tals, hefði ekki verið fylgt hafi komið mjög á óvart. Samkeppni á fjarskiptamarkaðnum hafi aldrei verið meiri en eftir stofnun Tals. Forráðamenn Teymis og Og fjar- skipta óskuðu eftir sátt um málið og játuðu brot sín, segir í úrskurðinum. Tal veitti fyrst upplýsingar og slepp- ur þess vegna við sekt. Teymi braut sam- keppnislög Gert að greiða 70 milljónir í sekt RÚMLEGA 16% aðspurðra í Þjóð- arpúlsi Gallup telja að skuldir vegna húsnæðis þeirra séu hærri en mark- aðsverð þess og ríflega 20% telja að skuldir heimilisins vegna húsnæðis séu hærri en fasteignamat þess. 16% svarenda telja einnig skuldir heimilisins vegna húsnæðis álíka miklar og markaðsverð þess annars vegar og fasteignamat þess hins vegar. Um helmingur telur hins veg- ar að skuldir vegna húsnæðis séu lægri en markaðsverð annars vegar og fasteignamat hins vegar. Hlutfall þeirra sem telja skuldir hærri en markaðsverð/fasteignamat húsnæðisins er hæst á meðal fólks með 250 þúsund eða minna í fjöl- skyldutekjur á mánuði. Rúm 58% svarenda telja eignirnar vera meiri en skuldirnar. 16% heimila eru í mínus Tempur – 15 ár á Íslandi Frábær afmælistilboð í júlí Te m pu r 15 ár á Ísland i Te m pur 15 ár á Ísl an d i Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is MAÐURINN sem slasaðist í flug- slysinu á Vopnafirði í fyrradag ligg- ur enn þungt haldinn á Landspítal- anum. Er hann enn talinn í lífshættu og er honum haldið sofandi í önd- unarvél. Niðurstöður vettvangs- rannsóknar benda til að vélinni, Cessna 180, hafi verið flogið á raf- magnsvír með þeim afleiðingum að hún brotlenti. Vinnu rannsóknarnefndar flug- slysa á vettvangi er nú lokið og ger- ist ekki fleira í rannsókn málsins fyrr en flak flugvélarinnar kemur til Reykjavíkur til frekari rannsóknar. Það verður flutt sjóleiðina. „Svo byrjar frumrannsókn inni í skýli hjá okkur þar sem við förum yf- ir kerfi vélarinnar og annað slíkt og staðfestum að allt sé í lagi,“ segir Bragi Baldursson, aðstoðarforstöðu- maður rannsóknarnefndar flygslysa, sem fer fyrir rannsókninni. Þá verð- ur rætt nánar við vitni og þá sem komu að slysinu. Þrjú vitni voru að slysinu. Tvö voru í veiðihúsinu Hvammsgerði en hið þriðja sá slysið ofan af vegi skammt undan. Bragi segir ekki liggja fyrir hve lengi rannsóknin muni standa yfir. Síðast ástandsskoðuð í maí Flugvélin, sem hafði skráningar- númerið TF-GUN, var skráð til einkaflugs. Hún var fjögurra sæta fyrir þrjá farþega. Lofthæfisskír- teini flugvélarinnar gildir til 1. maí 2010. Árleg skoðun vélarinnar fór síðast fram þann 8. maí. Rangt var farið með aldur hins slasaða og hins látna í Morgun- blaðinu í gær. Hinn látni var fæddur árið 1966 og hinn slasaði er fæddur árið 1964. Beðist er afsökunar á þessum mistökum. Flugvélin rann- sökuð í Reykjavík MAÐURINN sem lést í flugslysinu á Vopnafirði í fyrradag hét Hafþór Hafsteinsson, fæddur árið 1966. Hafþór kom víða við í flugmálum. Hann vann sem flugmaður og varð forstjóri flugfélagsins Atlanta árið 2001. Síðar varð hann forstjóri Av- ion Group, en skipti svo um starfs- vettvang og varð stjórnarformaður Avion Aircraft Trading. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvo syni. Hafþór Hafsteinsson Lést í flug- slysinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.